Morgunblaðið - 15.05.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987
B 3
merking nýyrðis komist nægilega
til skila. Um þetta má m.a. vísa til
Orðabókar Menningarsjóðs þar sem
fjöldi erlendra heita er fordæmdur,
sagt að þau beri að varast og jafn-
an tilgreind íslensk samheiti.
Vitundin um erlendu heitin reynist
hins vegar svo sterk að þeim er
óhikað og athugasemdalaust teflt
fram sem skýringarorðum við þessi
íslensku heiti. Þessi staða nýyrð-
anna markar þeim í rauninni meiri
sérstöðu innan orðaforðans en
æskilegt væri og myndar skörp
skil milli þess hluta orðaforðans sem
er af íslenskri rót runninn (þ.e.a.s.
þar sem erlend orð hafa ekki hönd
í bagga um myndun eða merkingu)
og nýyrða sem eiga sér erlend upp-
hafs- eða stofnheiti. Þriðja lagið í
orðaforðanum eru svo erlendu orðin
sem ekki eru viðurkennd enda þótt
þau séu mörgum töm og gegni
m.a. því stuðningshlutverki við ný-
yrðin sem ég var að lýsa. Þetta
ástand endurspeglast á áþreifanleg-
an hátt í því hvemig orðaforðinn
er birtur almenningi. I fyrsta lagi
er um að ræða orðabækur þar sem
erfðaorðin og myndanir af þeim
skipa öndvegi og þar sem áhersla
er lögð á samfelluna í íslensku
máli frá fornmáli til nútímamáls.
Nýyrðin eru svo að mestu leyti
kynnt í sérstökum orðasöfnum sem
eins konar viðauki eða eftirmáli við
þann stofn orðaforðans sem fyrir
liggur í þessum bókum. Töku- og
aðskotaorðin, þau sem ekki þykja
fyllilega aðlöguð málkerfinu eða
þykja ekki hæfa íslenskri málnotk-
un af öðrum ástæðum, lenda svo
að mestu utangarðs nema hvað sum
þeirra gægjast fram í sínum erlenda
búningi að baki íslenskra nýyrða
og önnur eru leidd fram sem upp-
flettiorð í því skyni að vara við
notkun þeirra. Orðabók um slangur
fól reyndar í sér nokkra breytingu
á þessu þótt útgáfa hennar sé í
anda þeirrar stefnu að halda fyrr-
greindum lögum orðaforðans
aðgreindum.
Það leiðir af þeirri stefnu í ný-
yrðasmíð sem ég hef verið að lýsa
að fremur lítið ber á tökumerking-
um. Það sjónarmið hefur enda sterk
ítök að ekki skuli hrófla við merk-
ingarskorðum góðra og gildra og
rótgróinna íslenskra orða og að-
fengin merkingar- og notkunarein-
kenni beri að uppræta. Tökumerk-
ingar eru ekki heldur fysilegur
kostur að því leyti að þar er auðvit-
að ekki um neina orðasmíð að ræða
og ekki verið að vekja málið eða
málkerfið til sýnilegra viðbragða.
Þegar reynt er að finna nýjum
hugtökum búning við hæfi og tekin
er afstaða til myndunar nýyrða
virðist mega greina tvö atriði sem
a.m.k. er hægt að styðjast við sem
mælikvarða á ágæti þeirra orða eða
myndana sem til álita koma. I fyrsta
lagi er keppikefli að ná fram sem
skýrastri vísun til þess hlutar eða
fyrirbæris sem átt er við og reyna
að koma í veg fyrir að búningur
orðsins leiði menn á merkingarlegar
villigötur. Að þessu leyti eru mörg
tökuorð vænlegur kostur, þegar svo
háttar til að menn þekkja hugtakið
beinlínis af tilteknu erlendu orði,
um er að ræða eins konar nafn-
bundið samband milli hugtaks og
heitis. í tökuþýðingum hefur slíkt
nafnbundið samband óverulegt gildi
og kemur aðeins fram gagnvart
þeim sem þekkja til myndunar er-
lenda orðsins sem að baki býr (sbr.
t.d. samviska „conscientia"). Onnur
leið til þess að ná fram slíkri vísun
til þess sem við er átt er sú að
vekja merkingarleg tengsl með orð-
mynduninni, láta hana búa yfír
merkingarlegu gagnsæi. Slíkt
gagnsæi er einmitt aðal góðra ný-
yrða, einkum samsettra orða, en
margar tökuþýðingar fela það einn-
ig í sér jafnframt því sem þær
bergmála sína erlendu fyrirmynd
(sbr. t.d. geisla virkur „rad ioakti v“).
Hinn mælikvarðinn er aðlögun
að formkerfi málsins og orðmynd-
unarkerfi þess sérstaklega, að
viðbættu því gildi sem heitið eða
myndunin þykir hafa til styrktar
íslenskri málhefð. Þar standa töku-
orð augljóslega höllum fæti og
iðulega sérstakra aðgerða þörf eigi
þau að standast ströngustu kröfur.
I þessu sambandi verður að taka
afstöðu til hlutdeildar og réttmætis
einstakra myndunarleiða, í hvaða
mæli eigi t.d. að reyna á myndanir
með óvirkum eða lítt virkum við-
skeytum.
Fyrri mælikvarðinn varðar eink-
um skilyrði og aðstöðu málnotenda
til að nota og skilja það orðafar sem
um ræðir, sá síðari snýr fyrst og
fremst að málkerfinu, að því hvaða
tillit beri að taka til eiginda þess,
eins og þessar eigindir birtast þeim
sem um Qallar.
Ég vék að því í upphafi hversu
áberandi það er að orðmyndun í
íslensku leiti gagnsæis. Slíkar
myndanir eru auðvitað alls ekki
bundnar við nýyrði þar sem erlend
heiti eru í bakgrunninum. Oft fellur
orðmyndunin nánast sjálfkrafa í
ákveðinn farveg, t.d. þegar mynduð
eru nafnorð með grunnliðunum
-maður, -fræði og -stjóri. En þama
er einnig að finna myndanir sem
hafa á sér persónulegri og huglæg-
ari svip, orð eins og gervitungi,
bifreið og Ijósvaki. Styrkur slíkra
gagnsærra samsetninga er ekki
aðeins sá að málsamfélagið er þeim
yfirleitt hliðhollt, heldur getur hinn
almenni málnotandi látið til sín taka
við orðmyndunina, hvort sem hann
nýtir sér aðeins þær brautir sem
beinast liggja við eða bregður upp
sínu persónulega sjónarhomi.
Nú er gagnsæi í orðmyndun að
öðm jöfnu því skýrara því skýrari
vensl sem hægt er að greina með
myndunarliðunum. Að þessu leyti
em tví- og fleirliða samsetningar
ákjósanlegar myndanir. En ókostir
samsetninga, og þá einkum marg-
liða samsetninga, em jafnframt
augljósir, sérstaklega að því er
varðar myndun nýrra samsetninga
af slíkum orðum þar sem myndanir
geta orðið margliðaðri en hag-
kvæmt má teljast frá sjónarmiði
málnotkunar. Annar ágalli sam-
setninga er sá að gagnsæið á það
til að þrengja eða afmarka merk-
ingu orðanna umfram það sem
merkingarhlutverk erlends sam-
heitis segir til um. Dæmi um þetta
em orðin videó og myndband. Sam-
setningin myndband vísar aðeins til
þess hlutkennda, ekki til fyrirbæris-
ins í heild.
Af þessum ástæðum m.a. þykir
þeim sem fást við orðasmíð, sér-
staklega þeim sem fást við skipu-
lega nýyrðasmíð, rétt að hafa hóf
á myndun samsetninga. I stað þess
er lögð áhersla á þá myndunarleið
sem ég leyfi mér að kalla stofn-
myndanir, þ.e.a.s. að mynda
ósamsett ori) af íslenskum stofni
sem þá verður að bera gagnsæið
uppi, stundum reyndar með nokkr-
um tilstyrk viðskeyta sem felld em
að stofnunum. Mörgum slíkum
myndunum er tekið opnum örmum
og verða á skömmum tíma sjálf-
sagðir merkimiðar þeirra hugtaka
sem þær tákna. I þeim hópi em
ýmis sígild dæmi um íslenska orða-
smíð, orð eins og tölva, þota og
hreyfdl. Hins vegar er alls ekki ljóst
að þessi orð eigi velgengni sína að
þakka því gagnsæi sem í þeim býr.
Eftir að orðin ná festu kann tilfinn-
ing manna fyrir gagnsæi þeirra að
vísu að dofna. En það er einnig
hægt að virða fyrir sér orð af þessu
tagi sem fæstir hafa nokkur kynni
af. Úr prentuðum nýyrðasöfnum
má t.d. nefna orðin deil eða deili
(hk.) („differential"), deil (kvk.).
(„kvantum"), glæni (lakk), þöggull
(=hljóðdeyfir), þjál („plastik"), sí
(hk.), („filtrat"), Ijóm („luminisc-
ens'j og mætti („moment"). Þótt
menn rati í sumum tilvikum eitt-
hvað áleiðis að því hugtaki sem við
er átt er alls ekki auðratað alla leið
og því full þörf á leiðsögn. Þá er
handhægt að segja mönnum til með
því að tilgreina erlenda samheitið
sem þar með leitar sífellt upp á
yfirborðið. Það er annað einkenni
þessarar orðmyndunar að hún er
sjaldnast sjálfsprottin og ekki
ástunduð af óbreyttum málnotend-
um, heldur er hún mestan part
lærð, ef svo má segja, og fer fram
með skipulegum hætti þar sem tek-
ið er mið af málsögulegum og
orðmyndunarfræðilegum þáttum.
Velgengni orða af þessum flokki
er fyrst og fremst háð þeirri þörf
sem er á hugtakinu sem um ræðir
samfara þeim skilyrðum sem erlent
samheiti hefur til að vera viður-
kennt í íslensku. Einnig skiptir
máli hvaða kynningu orðið fær á
opinberum vettvangi. Eigi orð af
þessu tagi að hafa framgang verður
að gæta sérstaklega að því hvernig
hægt sé að kynna þau í tjáningar-
samhengi svo að þau fái að sanna
gildi sitt og verða málnotendum
töm. Ef þetta er látið hjá líða er
hætt við að fjöldi þessara orða verði
aðeins safngripir í orðasöfnum og
hafi ekki annað sér til gildis en að
vitna um þá viðleitni orðasmiða að
reyna á myndunarhæfni íslenskra
orðstofna.
Þar með er ég aftur kominn að
síðari mælikvarðanum, kröfu um
aðlögun að formkerfi málsins og
gildi orðmyndunar til styrktar
íslenskri málhefð. Það er oft látið
fylgja sögunni þegar fjallað er um
íslenska orðasmíð og málstefnu að
tökuorð geti átt fullan rétt á sér í
íslensku, að því tilskildu að þau
samræmist íslensku málkerfí. En
það er alls ekki augljóst við hvað
þessi krafa um samræmi miðast.
Að því er varðar beygingu virðast
yfírleitt vera tök á viðunandi aðlög-
un þegar um nafnorð og sagnir er
að ræða sem þá á sér að mestu
leyti stað sjálfkrafa. Hins vegar
hafa ýmis lýsingarorð tilhneigingu
til að haldast óbeygð. Um aðlögun
að hljóðafari gætir að nokkru and-
stæðra sjónarmiða sem einnig eiga
við um aðlögun að rithætti. Annars
vegar kann að þykja keppikefli að
aðlaga erlent orð til hins ýtrasta
þannig að búningur þess sé samgró-
inn íslenskum erfðaorðum, bæði að
því er tekur til ritmyndar og hljóð-
skipunar. Þetta sjónarmið birtist
t.d. í þeirri tillögu að orðinu
„bridge“ sem löngum hefur, öðrum
þræði a.m.k., verið stafsett að er-
lendum hætti, skuli fengin myndin
briss, með þá lærðu röksemd í huga
að hljóðasambandið /ds/ sé ekki að
finna í bakstöðu nefnifalls í íslensk-
um erfðanafnorðum. Erlenda orðið
skuli sem sé gróa svo inn í íslensk-
an orðaforða að það beri engin
sýnileg merki sérstöðu sinnar. Ann-
að sjónarmið er að lúta því hljóða-
fari sem mótast í munní manna og
stafsetja samkvæmt því, enda þótt
það kunni að flækja hljóðafars- og
ritunarreglur, skrifa þá t.d. brids
eða bridds. Oft er ekki um annað
að ræða ef menn ætla sér að nota
sum tökuorð óhindrað, t.d. orðin
rövla og sófi svo að einhver séu
nefnd. Það sjónarmið er einnig
hugsanlegt að afbrigðilegar rit-
myndir, þ.e. myndir sem ekki
standast á við hljóðafar, geti haft
sitt gildi þegar einstöku töku- eða
aðskotaorð eiga í hlut áð því leyti
að þær gefi til kynna sérstöðu slíkra
orða og auðveldi málnotendum jafn-
vel að taka afstöðu til notkunar
þeirra (t .d. hafna notkun þeirra þar
sem hún á ekki við). Um þetta
mætti t.d. nefna orðið „pizza“ þar
sem ritmynd með tveimur setum
stangast harkalega á við hljóðafar
og íslenskar ritvenjur, en aðrar rit-
myndir virðast ekki öllu vænlegri.
Hægt er að skjóta sér undan vanga-
veltum um þetta með því að
sniðganga orðið og tefla fram
íslenskri myndun. Ég vísa til orðs-
ins flatbaka sem stungið hefur verið
upp á um þetta fyrirbæri.
Eitt af því sem orðasmiðir grípa
til við að klæða erlend orð í íslensk-
an búning er að bæta íslenskum
viðskeytum við erlenda stofna. Slík
viðskeyti geta verið til þess fallin
að skerpa merkingarhlutverk orð-
anna (viðskeytið -ald vísar t.d. til
einhvers sem er hlutkennt, -lingur
gegnir smækkunarhlutverki
o.s.frv.). Að öðru leyti þjóna slíkar
myndanir því hlutverki að ljá orðun-
um íslenskt svipmót og breiða yfír
upprunaeinkenni þeirra og í sumum
tilvikum jafnframt því að leiða
ákveðin viðskeyti eða myndunar-
mynstur fram á sjónarsviðið og
blása í þau lífí. Til þess að viðskeyt-
ingin sýnist eðlileg getur oft þurft
að breyta stofnmyndinni einnig.
Avöxtur slíkra aðgerða eru orð eins
og mótald fyrir „modem“ og sífill
fyrir „syphilis", svo að ég nefni tvö
nýleg dæmi. Nýmyndanir með við-
skeytum eiga fullan rétt á sér,
einkum þegar um íslenska stofna
er að ræða og viðskeytið styrkir
skilning manna á merkingarhlut-
verki orðsins. En ég hef miklar
efasemdir um réttmæti þessa
myndunarháttar þegar erlendir
stofnar eiga í hlut, eins og hann
birtist I þessum tveimur dæmum.
Astæðan fyrir því er sú að málnot-
endur sem íhuga gerð orðanna gera
sér grein fyrir því að ákveðin við-
skeyti eru til marks um íslenskt
ættemi þess orðs sem í hlut á, og
alla jafna er stofnmyndin kunnug-
leg og hægt að tengja hana öðrum
orðum í málinu. Þeir málnötendur
sem fylgjast ekki beinlínis með
myndun nýyrðanna og vita ekki
hvemig þau em til komin hljóta að
vilja greina orðin á þennan hátt.
Slíkri greiningu verður hins vegar
ekki við komið nema hvað alþýðu-
skýringar kunna að spretta fram,
t.d. þannig að menn setji stofninn
mót- í samband við íslenska orðið
mót og frændgarð þess. Ekki verð-
ur séð að málnotendum sé greiði
gerður með því að valda þeim heila-
brotum af þessu tagi.
Slíkar aðlögunaraðgerðir á stofn-
myndum tökuorða em auðvitað
ekki bundnar við orð sem jafnframt
fá íslenskt viðskeyti. Nýleg dæmi
um slíkar myndir em mænir fyrir
„monitor" og fæni fyrir „fónem“.
Líklegt er að myndunarháttur er-
lendu orðanna þar sem viðskeyting
kemur fram valdi sérstökum erfið-
leikum á að viðurkenna þau í
óbreyttri mynd. Þar sem ekki er
farin sú leið að mynda nýyrði af
íslenskum stofni er bmgðið á það
ráð að stýfa viðskeytið af og færa
stofninn í íslenskan búning. Þar
gegnir /-hljóðvarpið eða öllu heldur
hljóðavíxlin ó-æ mikilvægu hlut-
verki. En áhrif þessarar aðgerðar
em þau sömu og ég lýsti áðan, at-
hugulir málnotendur fá engan botn
í hljóðvarpið nema þeir þekki er-'
lendu orðin sem að baki búa, en
það getur hæglega orðið til þess
að styrkja stöðu erlendu orðanna,
a.m.k. sem förunauta eða eins kon-
ar skuggamynda hinna íslensku.
Orðið fæni og tilurð þess leiðir
einnig hugann að því hversu lengi
má vænta nýrra tillagna um heiti
á hugtökum sem kalla á nýyrði eða
íslenskan búning. Um hugtakið fón-
em hafa a.m.k. þrjú önnur heiti
komið fram í íslensku auk myndar-
innar fónem, þ.e. heitin hljóðungur,
fónan og hljóðan. Þessi heiti hafa
mælst misjafnlega fyrir og ekkert
þeirra náð yfírhöndinni, ekki síst
vegna þess að myndin fónem hefur
troðið sér fram. Með heitinu fæni