Morgunblaðið - 15.05.1987, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987
Siguröur Jónsson:
IÐORÐASTORF
OGORÐMYNDUN
er mönnum boðinn nýr valkostur
og ný tilraun gerð til að stugga við
myndinni fónem. Jafnframt er leit-
að málkerfíslegrar aðlögunar eftir
nýjum leiðum. Oft er ávinningur
að tillögum um ný heiti við hlið
annarra sem fýrir eru, einkanlega
þegar komið hefur í ljós að fyrri
heiti hafa ekki náð nSegilegri fót-
festu og hafa á sér sýnilega
annmarka. En hér verður að fara
fram með mikilli varúð og gæta
hófs í að tefla fram nýjum heitum
til höfuðs orðum sem teljast mega
viðurkennd. Slíkt umrót getur verið
málnotendum í óhag og dregið úr
því valdi sem þeir hafa á meðferð
orðaforðans. En það er óneitanlega
mikil freisting orðhögum og smekk-
vísum mönnum að reyna fýrir sér
með nýjum myndunum, sveigja
orðaforðann að vilja sínum þótt í
litlu sé og veita öðrum hlutdeild í
því sem þeir hafa fram að færa.
Áður en ég lýk þessum hugleið-
ingum um sérstöðu nýyrðanna og
íslenska orðasmíð langar mig að
víkja lítillega að stöðu nýyrðanna
frá orðabókafræðilegu sjónarmiði.
Þótt þorra íslenskra nýyrða sé að
fínna í sérstökum orðasöfnum fer
ekki hjá því að þeirra gæti einnig
í almennum orðabókum, eða þar sé
a.m.k. tekin afstaða til þeirra, sér-
staklega í orðabókum um erlend
mái með íslenskum þýðingum. Sá
munur sem er á viðhorfí til nýyrða
í nýyrðasöfnum og almennum orða-
bókum kemur býsna skýrt fram
þegar gerður er samanburður á
þeim tveimur verkum sem óhætt
er að segja að skipi öndvegi hvort
í sínum flokki. Annars vegar er um
að ræða Ensk-íslenska orðabók
Arnar og Örlygs, hins vegar Orða-
skrá úr uppeldis- og sálarfræði
sem orðanefnd Kennaraháskólans
tók saman og íslensk málnefnd gaf
út. Orðaskrá úr uppeldis- og sálar-
fræði skarar langt fram úr fyrri
nýyrðasöfnum að því leyti að þar
er ekki einungis treyst á eriend
heiti til skilnings á nýyrðunum,
heldur birtar stuttar og gagnorðar
skýringar á einstökum hugtökum.
Af þessu leiðir að meira svigrúm
fefst til nýyrðamyndunar en ella.
Ig verð að takmarka þennan sam-
anburð við nokkur dæmi. Fyrsta
dæmið er meðferðin á erlenda hug-
takinu „project". í EÍO fellur
skýringin í tvo liði þar sem annar
er tvíþættur, en skýringarorðin eru
þessi: áætlun, áform, fyrirætlun;
fyrirtæki; verkefni. í OUS er aðeins
eitt skýringarorð, tilvarp. í al-
mennri þýðingaorðabók eins og EÍO
er gengið út frá því að lesandinn
þekki ekki erlenda orðið né notkun
þess og skýringarorðin eru valin
með tilliti til þess að leiða merkingu
orðsins sem best í ljós. Með því að
birta runu skýringarorða sem ekki
geta talist samheiti er óbeint tekið
fram að þýðingarmálið búi ekki
yfír neinum beinum samsvörunum
við uppflettiorðið. Slík skýringarað-
ferð getur aukið skilning lesandans
á því að orðið „project" leitar inn-
göngu í íslenskt mál. í OUS er hins
vegar gengið út frá því að lesandinn
þekki ekki erlenda orðið og sé þess
albúinn að flæma það á brott með
einu hnitmiðuðu íslensku heiti. Til-
varp ber þýðingarsvip af erlenda
orðinu og það getur varia talist
gagnsætt nema með hliðsjón af
þeim tengslum. Þessi aðferð gefur
einnig það viðhorf til kynna að af-
mörkun hugtaksins haldist óbreytt
í íslensku. Enska orðið „content"
er í EÍO þýtt með orðunum inni-
hald, innihaldsatriði, innihaldsþætt-
ir, inntak, efni. í OUS er sneitt hjá
svo almennum skýringarorðum og
í þeirra stað valið orðið íhöfn. Næsta
dæmi birtir svipaða mynd, heitið
„milieu", sem í EÍO er skýrt með
orðunum umhveríí, félagslegt um-
hverfi, en í OUS með heitinu
umhorí. í orðasafni þar sem fengist
er við fræðileg hugtök er eðlilegt
að hafður sé nokkur hemill á al-
mennustu skýringarorðum svo að
lesendur missi ekki sjónar á hinum
fræðilega þætti. Þetta birtist t.d. í
meðferð heitisins „motive". í EÍO
eru skýringarorðin almennrar
merkingar: hvöt, kveikja, tilefni,
ástæða, tilgangur. í OUS er aðal-
orðið tilhvöt, en jafnframt vísað til
samheitanna áhugahvöt, kveikja
atferiisvaki, atferliskveikja. Um
hugtakið „laboratory“ hafa löngum
verið ráðandi heitin rannsóknar-
stofa og tilraunastofa. Bæði orðin
eru því marki brennd að búa yfír
misvísandi gagnsæi auk þess sem
þau kunna að þykja óheppilega
löng. Þýðingarorðið í OUS, verk-
hús, er athyglisverð tilraun til að
ráða bót á þessu. Löngum hefur
verið barist við erlendu hugtökin
og heitin „abstract" og „concrete",
og mætti rekja Joá viðureign í all-
löngu máli. í EIO fellur skýringin
á „abstract“ í 5 aðalliði, en merk-
ing-
arkjaminn er tilgreindur í fyrsta
lið. Þar þykir sá kostur vænlegastur
að byrja með lýsandi skýringu, en
síðan fylgja í runu þau orð sem
helst hafa látið að sér kveða um
þetta hugtak: sértekinn, sértækur,
óhlutbundinn, óhlutkenndur, óhlut-
rænn, óhlutstæður. Lesandanum er
gefíð til kynna að ekkert. þessara
orða sé ráðandi og honum látið eft-
ir að meta gildi þeirra. í OUS er
annar háttur hafður á. Aðalskýring-
arorðið er afhveríur og aðeins eitt
samheiti tilgreint, sértekinn. I
grenndinni er svo að fínna heitin
afhvarí, sögnina að afhvería og no.
afhverfing. Þannig er gerð tilraun
til að binda hugtakið saman í skipu-
legt heitakerfí. Hugtakinu „con-
crete" eru gerð lík skil. í OUS er
skýringarorðið hluthveríur svo að
séð er fyrir myndunartengslum við
heitið sem vísar til „abstract", þ.e.
afhverfur. Hlutstæður er nefnt sem
samheiti. í EÍO fellur skýringin í 6
liði og skýringarorðin eru allmörg,
en þau helstu eru hlutkenndur,
áþreifanlegur, hlutbundinn, hlut-
lægur, hlutstæður.
Gildi orðasmíðar og nýyrðastarf-
semi verður naumast dregið í efa.
Um tilganginn hljóta menn að vera
að mestu leyti sammála: að gera
íslenskt mál svo þjált og notadijúgt
sem verða má til að tjá þá nýju
þekkingu og reynslu sem íslenska
málnotendur varðar um í nútíma-
þjóðfélagi. Því umfangsmeiri og
sérhæfðari sem þessi starfsemi
verður því meiri ástæða er til að
hafa þetta hugfast svo að orðasmíð-
in hneigist ekki til að verða
markmið í sjálfu sér til yndisauka
þeim lærðu mönnum sem hana
stunda. Okkur öllum til áminningar
og hvatningar leyfí ég mér að ljúka
þessu með eftirfarandi tilvitnun í
fræga grein Vilmundar Jónssonar
landlæknis, Vöm fyrir veiru:
„Orðasmið varðar það eitt að láta
sér takast að smíða sem allra bezt
nothæft og smekklegt orð, er sá
almenningur, sem hugtakið varðar,
tregðast ekki við að tileinka sér og
fæst til að taka sér óhikað í munn.
Gera má ráð fyrir, að langflest
þeirra nýyrða, sem slíku marki ná,
séu málfræðingum svo eftirlát að
falla af sjálfu sér í áður rudda far-
vegi tungunnar í samræmi við
reglur þeirra, en geri þau það ekki,
er skaðinn bættur. Þá bætist aðeins
ný orðmyndunarregla við eða frávik
frá eldri reglu. Það er einmitt hlut-
verk og um leið lífsviðurhald
málfræðinga að hafa reiður á slíku,
og þeir mega sannarlega þakka
fyrir að hafa einhveiju að sinna.“
Fundarstjóri.
Góðir ráðstefnugestir.
Á þessum fáu mínútum sem ég
hef til umráða langar mig að drepa
á nokkur atriði varðandi íðorða-
starfsemi og íðorðasmíð sem henni
fylgir og menn þekkja e.t.v. betur
undir nafninu nýyrðasmíð. Ég mun
rekja stuttlega vinnuferil við
vinnslu íðorðasafns og sýna hvar
íðorðasmíðin kemur inn í það ferli.
Ég ætla að reyna að útskýra hvers
vegna íðorðamynduninni er skipað
á þann stað í vinnuferlinu sem sýnt
verður hér á eftir og leiði líkur að
því að orðmyndunin verði auðveld-
ari og árangursríkari með þessum
vinnuaðferðum.
íðorðafræðin á sér ekki langa
sögu. Segja má að þau hafí fyrst
verið sett fram formlega í doktors-
ritgerð austurríska verkfræðingsins
Eugen Wústers sem birtist 1931
og ber titilinn Internationale
Sprachnormung in der Teknik,
besonders in der Elektroteknik.
Höfundur leitast við að hagnýta
kenningar málvísinda á tæknimálið
og aðlaga þær sérstökum einkenn-
um fagmálsins. Wúster studdist
mjög við kenningar de Saussure og
Pragarskólans en auk almennra
málvísinda styðst íðorðafræðin við
heimspeki, merkingarfræði, orða-
bókarfræði og orðabókargerð. Árið
1935 var ritgerð Wústers þýdd á
rússnesku og hefur án efa lagt
grunninn að því sem nú er kailað
Moskvuskólinn í íðorðafræðum.
Einnig er talað um Vínarskólann
og Norræna skólann (Kaupmanna-
hafnarskólann) í þessum fræðum
en allir sækja þeir fyrirmyndir sínar
til kenninga Wústers þótt áherslu-
at-
riðin séu mismunandi.
En snúum okkur þá að íðorða-
störfunum.
Vinnslu íðorðasafns má skipta í
nokkra þætti (1. mynd):
iðorðavinna
undirbúningsvinna
— afmarka efnissviðið
— safna heimildum
— meta og velja heimildir.
íðorðavinna
— safna hugtökum og íðorðum sem
eiga við þau
— greina og flokka hugtök
— skrifa skilgreiningar
— setja upp hugtakakerfí
— íðorðasmíð
birting:
(orðasafn — orðabók —orðabanki)
— skráning efnis
— flokkuð orðaskrá
— stafrófsröðuð skrá
Gerum okkur nú í hugarlund að
ég hafí tekið að mér að taka saman
íðorðasafn og hafí mér til hjálpar
vaska sveit sem við köllum orða-
nefnd. Við höfum þessa ágætu
vinnuáætlun að fara eftir en ég
ætla ekki að fara yfír hana í ein-
stökum atriðum heldur minnast á
nokkra þætti hennar.
Afmörkun efnis. Ef um mjög
víðtækt fræðasvið er að ræða er
nauðsynlegt að afmarka efnissvið
vandlega strax í upphafí og ákveða
hvað eigi að taka með og hvað
ekki. Á t.d. að taka með í hagfræði-
orðasafn hugtök úr bankamáli,
lögfræði eða tölvutækni þar sem
þessar greinar skarast eða eiga þau
heima í sérsöfnum sinna greina?
Ifyrir hvern er orðasafnið samið?
Hver er markhópurinn? Hveijir
koma til með að nota þetta orða-
safn? Hvaða upplýsingar þurfa þeir
að fá og hvemig á að koma þeim
á framfæri við notendur? Allt þetta
er nauðsynlegt að íhuga í upphafí
verks.
Efnisöflun. Við efnisöflun eru
ýmsar leiðir færar. Ég gæti stuðst
við erlendan staðal eins og gert er
í íðorðasafni lækna sem Magnús
Snædal segir okkur frá hér á eftir
eða byijað með tvær hendur tómar
og orðtekið bækur, rit og greinar
eins og gert var í Orðasafni úr
uppeldis- og sálarfræði. Það sparar
manni hins vegar mikinn tíma og
fyrirhöfn ef hægt er að ganga að
einhveiju efni sem þegar hefur ver-
ið unnið í viðkomandi grein og
pijóna við það.
í þessu tilviki hér þá gerum við
ráð fyrir því að þessari forvinnu sé
lokið og ég sé kominn með í hend-
urnar vænt safn hugtaka úr þessari
ónefndu grein. Ég tala hér um hug-
tök því að í íðorðafræðinni er
hugtakið lagt til grundvallar allri
vinnslu en ekki íðorðið sjálft. Maður
fer frá hugtakinu að heitinu í
íðorðafræðinni en í hefðbundinni
merkingarfræði og orðabókargerð
erum við sennilega vanari því að
fara frá heitinu og leita að merking-
unni sem það stendur fyrir, hugtak-
inu sjálfu.
Næsta skrefíð er að flokka hug-
tökin sem ég ætla að vinna með.
Ef ég styðst við t.d. erlendan stað-
al er oft búið að flokka efnið en'
æskilegt er að átta sig á því hvem-
ig sú flokkun er. Til þess að geta
innihald
farartæki : x einkenni
bíll : x + 1 U
rauður bíll :x+1+1 u
Einkenni hugtaka koma í ljós
þegar maður fer að greina hugtök-
in. Þessi einkenni eru t.d. innri
einkenni (efni, litur, lögun, stærð),
ytri einkenni (fínnandi, framleið-
andi), upprunaeinkenni (framleið-
andi) og notkunareinkenni
(notkunarháttur). Greining hug-
taka og einkenna þeirra er undir-
stöðuatriði íðorðastarfsemi og
jafnframt forsenda þess að geta
unnið íðorðastörf af fullri alvöru.
Gagnsemi þessa kemur fljótt í ljós
í hinu hagnýta íðorðastarfi t.d. við
íðorðasmíð þegar velja þarf hvaða
einkenni hugtaksins eiga að koma
fram í íðorðinu eða þegar meta
skai hvort þau íðorð sem þegar eru
til staðar eru nægilega vel grunduð.
Skilgreiningar
Skilgreining er lýsing í orðum á
hugtakinu. Segja má að skilgrein-
ing sé líking sem í em tveir aðal-
hlutar: það sem á að skilgreina og
það sem skilgreinir (5. mynd):
skilgreining
rétthymingur = samslðungur með rétt hom
það sem á að
skilgreina
„definiendum"
það sem skilgreinir
„definiens"
hugtak — innihald
vélknúið
farartæki
vörubíll
1. farartæki
2. vélknúið 1—3
3. með stýri +
4. tilvöru-
flutninga
tankbíll
1-4
+
5. tilvökva-
flutninga
næsta yfir-
hugtak
„genus
proximum"
aðgreinandi
þættir
„differentia
specifica“
áttað sig á tilbúnu hugtakakerfí eða
búið til nýtt verðum við að átta
okkur á einkennum hugtakanna,
merkingu þeirra og merkingaryfir-
gripi eða umfangi, hvað greinir þau
hvert frá öðm og venslum milli
hugtaka.
Ef við lítum fyrst á einkenni
hugtaka þá er oft talað um merk-
ingu eða innihald hugtaksins
annars vegar og umfang þess hins
vegar. Tökum einfalt dæmi um inni-
hald (2. mynd):
Ef skilgreining er rétt má setja
jafnaðarmerki á milli. Tvö höfuð-
markmið með skilgreiningu em að
ákvarða merkingu hugtaksins og
afmarka það frá öðmm hugtökum.
í skilgreiningum er málið notað
til að segja eitthvað um hugtakið.
íðorð sem koma fyrir í skilgreining-
um verða því annað hvort að vera
vel þekkt eða vera skilgreind ann-
ars staðar í sama hugtakakerfi.
Greint er milli tveggja gerða skil-
greininga, lýsandi skilgreininga og
upptalningaskilgreininga.
I lýsandi skilgreiningum ergreint
frá sérkennum og eiginleikum hug-
taksins. Sé hugtakið hluti af stærra
hugtakakerfí má stytta skilgrein-
inguna með því að nota í skilgrein-
ingunni aðalhugtak sem þegar
hefur verið skilgreint. Segja má t.d.
bíll er vélknúið farartæki með
a.m.k. 3 hjól. Þessi skilgreining er
þó til lítils gagns nema vélknúið
Dæmi um umfang (3. mynd):
hugtak — umfang
fíll
1)
2)
indverskur afnskur
ffll ffll
Norðurlönd
Danmörk, Finnland, Island, Noregur, Svíþjóð.
Sambandið milli innihalds og
umfangs getum við sýnt á þennan
hátt (4. mynd):
umfang
bí 11
rauður grænn blár
farartæki
vörubí11
st rætó
A