Morgunblaðið - 15.05.1987, Side 9

Morgunblaðið - 15.05.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987 B 9 bandið -leg- kemur sjaldan fyrir utan viðskeytisins -legnr, og sam- bandið -elsi sjaldan nema í viðskeyt- inu -elsi, o.s.frv. Þegar um er að ræða tveggja stafa viðskeyti hlýtur alltaf talsvert af aðskotaorðum að koma með; og viðskeyti sem eru bara einn stafur er mjög erfítt að fínna með þessari aðferð. Það er nefnilega svo algengt að sá stafur komi fyrir aftast í stofni, með leyfi- legar beygingarendingar á eftir, án þess að vera viðskeyti. Ég tók því þann kost að sleppa flestum slíkum viðskeytum. Reyndar hefði ég hvort eð er sleppt þeim flestum af öðrum ástæðum; fæst þeirra verða nefni- lega talin virk og auðgreinanleg frá rót í nútímamáli. Helsta undantekn- ingin er viðskeytið -i-, eins og í læknir, hljóðriti, speki o.s.frv., hvort sem á nú að telja það allt sama viðskeytið eða ekki. Því fylgja reynd- ar þau vandræði til viðbótar, að það fellur brott í mörgum myndum, þannig að þar verður það ekki með nokkru móti fundið á vélrænan hátt. Því hefði þurft að fara gegnum alla skrána án aðstoðar tölvu og ég lagði ekki í það í þetta skipti a.m.k. Þó tók ég með tvö viðskeyti sem eru aðeins eitt hljóð, -í, eins og í sin- fónía, og -ó, sbr. Sigló, púkó o.s.frv. Hvorugt þeirra fellur brott í beygingu, og fáir aðrir stofnar enda á i og ó, þannig að þessi viðskeyti voru tiltölulega auðfundin. Það er líka álitamál hvað eigi að telja sérstök viðskeyti og hvað ekki. Við mat á því fór ég eingöngu eftir samtímalegum rökum, en ekki sögu- legum. Þannig getur verið í sumum tilvikum að það sem ég taldi sama viðskeytið sé sögulega séð af tvenn- um toga; og öfugt, að það sem ég taldi tvö viðskeyti sé sögulega séð eitt og hið sama. Sum viðskeyti eru til í fleiri en einum orðflokki, s.s. -sk-, sem er til bæði í lýsingarorðum, islenskur og nafnorðum, íslenska. Mörg eru til í fleiri en einu kyni, s.s. -ung og -ing bæði í kk. og kvk. (konungur, íslendingur, nýjung, drottning), -an í öllum kynjum (ameríkani, skipan, líkan), og einn- ig eru dæmi um að sama viðskeytið sé notað bæði með sterkri og veikri beygingu í sama kyni. Þar má nefna -leikur, -leiki (sannleikur, sann- leiki) og -ing- (vitringur, hirðingi). í öllum þessum tilvikum taldi ég viðskeytin tvö eða þrjú, eftir því sem við átti, nema -leikur, -leiki var talið eitt og sama viðskeytið, vegna þess að þar hafa sömu orðin oft bæði veika og sterka beygingu til skiptis. Einnig voru -(n)aður og -(n)uður, eins og í verknaður og söfnuður talin það sama, enda oft víxl þar á milli. Sömuleiðis eru kven- kynsviðskeytin -an og -un talin sem eitt, enda eru þar einnig víxl (skip- an, skipun). Ennfremur verður að geta þess, að vissulega eru ekki öll dæmin um viðskeytið -leg- úr lýsing- arorðum; eins og menn vita er það mjög algengt í atviksorðum líka. Þar á milli er þó ómögulegt að greina að öllu leyti út frá orðmyndunum einum, án samhengis, svo að ég gerði þar engar tilraunir til flokkun- ar. í áðurnefndri bók Alexanders Jó- hannessonar, Die Suffixe im Islándischen, eru talin alls tæp 130 viðskeyti. Endanleg tala hjá mér varð 48. Þessar tölur eru þó ekki alveg sambærilegar, því að stundum telur Alexander það eitt viðskeyti sem ég tel tvö, og öfugt. Öll þau viðskeyti sem ég kannaði eru talin hjá Alexander nema þijú; -háttur, sem áður var nefnt, og svo -ismi og -isti. Þetta eru nýleg tökuvið- skeyti, en af Slangurorðabókinni að dæma eru þau orðin að einhverju leyti fíjó í nýmyndun orða í íslensku, sbr. orð eins og fallisti. Þegar að því kom að fara gegnum hveija einstaka skrá komu upp ýmis vafaatriði varðandi það hvað taka skyldi með. Tökum dæmi af við- skeytinu -andi. Venja er að telja þetta beygingarendingu lh. nt., en viðskeyti, þegar orðið stendur sem no. Þetta er hins vegar ekki alltaf hægt að sjá í skránni, þar sem orðin eru án samhengis. Oft var þetta að vísu ótvírætt, þegar orðið beygðist; en í vafatilvikum flokkaði ég orðin sem sagnmyndir — og tók þau ekki með — ef ég kannaðist ekki við að þau væru notuð sem nafnorð. Sú flokkun hlýtur þó augljóslega að vera nokkuð tilviljanakennd. Enn er því við að bæta, að fjöl- mörg dæmi eru um orð sem virðast hafa eitthvert viðskeyti að geyma, en fyrri hlutinn, rótin sem ætti að vera, kemur hvergi annars staðar fyrir. Við getum tekið orðið meist- ari; -ari er vel þekkt úr fjölda orða, en hvað er meist-? Einnig má nefna orð eins og vitund og verund; við þykjumst greina þar viðskeytið -und, og tengjum fyrri hlutann auðveld- lega við sagnimar vita og vera; en hvað er teg- í tegund? Og svo mætti lengi telja og slík álitamál komu upp við næstum hvert einasta viðskeyti. í öllum slíkum tilvikum taldi ég orðin viðskeytt, jafnvel þótt sú greining færi stundum í bága við uppruna orðanna, nema ég teldi ein- hver sérstök rök mæla gegn því að málnotendur greindu sundur rót og viðskeyti í orðunum. Hér gildir þó auðvitað hið sama og svo víða, að þama ræður persónulegt mat miklu. 3. Niðurstöður En nú er mál til komið að líta dálítið á niðurstöðumar úr könnun- inni. Þær má sjá hér í (3), þar sem viðskeytunum 48 er raðað eftir mis- munandi atriðum. skeyti. Næst koma svo tvö viðskeyti kvenkynsnafnorða, -ing og -un. I fjórða sæti er lýsingarorðaviðskeytið -sk, og í fímmta sæti viðskeytið -ing- ur í karlkynsnafnorðum. Svo er nokkuð niður í þau sem þar koma á eftir. Nokkur viðskeyti koma svo ekki fyrir nema innan við einu sinni að meðaltali í 10 þúsUnd orðatexta. Það má svo auðvitað deila um hvaða aðferð gefí besta mynd af stöðu einstakra viðskeyta í málinu. Þess vegna em dálkamir íjórir og í þeim næsta er orðunum raðað eftir minnkandi íjölda orðmynda. Þannig koma fyrir í textunum 3529 mis- munandi orðmyndir sem innihalda viðskeytið -leg-. Reyndar er röð þriggja efstu orðanna hér sú sama og í dálknum á undan, en fjórða og fímmta orðið skipta um sæti. Óvíða er mikill munur á röðinni. Viðskeyt- in -ni, -skapur, -semi, -dómur og -átta em þó öll lægri hér en í dálkn- um á undan; ástæðan er sú að þessi orð em mörg hver ekki notuð í fleir- tölu, og þess vegna em myndir þeirra færri en við væri að búast. -ugur, t.d., er hins vegar lýsingar- orðaviðskeyti, en mögulegar ending- ar lýsingarorða em miklu fleiri en nafnorða. í þriðja dálknum birtast enn lægri tölur. Þar er búið að steypa saman öllum beygingarmyndum hvers orðs og hvert uppflettiorð því aðeins talið einu sinni, óháð því hve margar beygingarmyndir þess er að finna í safninu. Þá bregður svo við að tvö efstu orðin skipta um sæti; það em talsvert fleiri mismunandi orð með kvenkynsviðskeytinu -ing en með lýsingarorðsviðskeytinu -legur. Það er líka skiljanlegt út frá því sem Samanlögð tíðni Fjöldi mismun- Fjöldi mismun- Fjöldi misinun- orðmynda með andi orðmynda andi orða með andi róta sem hveiju viðskeyti með hveiju hverju við- hvert viðskeyti viðskeyti skeyti tengist -leg-ur 13386 -leg-ur 3529 -ing 1689 -leg-ur 767 -mg 8667 -ing 2110 -leg-ur 1210 -un 274 -un 5297 -un 1383 -un 808 -ing 224 -sk-ur 3864 -ing-ur 991 -ing-ur 732 -sk-ur 192 -ing-ur 3659 -sk-ur 784 -sk-ur 551 -ar-i 148 -il-l(lo.) 2337 -ar-i 596 -ar-i 334 -ing-ur 122 -sl-a 1817 -sl-a 565 -sl-a 334 -leik-ur 87 -ar-i 1654 -il-1 (no.) 404 -il-1 (no.) 243 -ug-ur 74 -(n)að-ur 1513 -(n)að-ur 393 -(n)að-ur 214 -ni 74 -il-1 (no.) 1490 -ug-ur 372 -ni 181 and-i 69 -ni 1275 -ni 266 -leik-ur 129 -il-i (no.) 67 -and-i 1005 -leik-ur 246 -il-1 (lo.) 116 -sl-a 65 -leik-ur 998 -and-i 208 -ing-i 113 -ism-i 58 -al-1 (lo.) 982 -il-1 (lo.) 192 -and-i 110 -skap-ur 50 -und 662 -ung-ur 163 -sk-a 105 -hátt-ur 49 -ung-ur 633 -ling-ur 159 -ling-ur 98 -ist-i 48 -ling-ur 624 -ing-i 142 -stur 97 -ung-ur 47 -i-a 579 -stur 136 -í-a 90 -í-a 44 -ug-ur 549 -í-a 127 -ug-ur 85 -sam-ur 44 -indi 462 -sk-a 110 ung-ur 83 -semi 42 -stur 403 -hátt-ur 107 -semi 69 -ótt-ur 39 -ing-i 389 -und 105 -skap-ur 66 -(n)að-ur 37 -skap-ur 369 -skap-ur 102 -und 62 -ing-i 33 -semi 292 -ræn-n 102 -indi 61 -ling-ur 29 -átt-a 279 -ul-1 (no.) 99 -ism-i 60 —ul—1 (no.) 28 -sk-a 275 -ism-i 95 -ul-1 (no.) 59 -sk-a 25 -ul-1 (no.) 257 -al-1 (no.) 94 -hátt-ur 53 -dóm-ur 22 -ræn-n 239 -ótt-ur 90 -ist-i 53 -lát-ur 22 -dóm-ur 223 -semi 90 -al-1 (no.) 51 -ræn-n 21 -al-1 (no.) 212 -ist-i 89 -sam-ur 50 -ó 21 -hátt-ur 208 -dóm-ur 87 -ótt-ur 49 -læti 21 -ist-i 189 -sam-ur 86 -átt-a 40 -indi 21 -an 189 -indi 77 -dóm-ur 39 -al-1 (no.) 20 -(n)esk-ur 172 -átt-a 75 -(n)esk-ur 24 -(n)esk-ur 17 -sam-ur 152 -lát-ur 68 -ræn-n 24 -ul-1 (lo.) 17 -læti 150 -(n)esk-ur 65 -lát-ur 23 -átt-a 9 -ótt-ur 147 -ul-1 (lo.) 53 -læti 23 -und 8 -ism-i 145 -al-1 (lo.) 37 -ul-1 (lo.) 21 -ung 7 -eskj-a 136 -læti 33 -ó 21 -ri 7 -lát-ur 130 -6 30 -al-1 (lo.) 19 -emi 7 -ul-1 (lo.) 115 -an 23 -elsi 13 -stur 7 -ó 102 -ung 19 -emi 11 -heit 5 -ung 73 -elsi 19 -rí 8 -eskj-a 5 -elsi 59 -eskj-a 17 -eskj-a 8 -elsi 5 -arni 47 -emi 17 -ung 7 -ald 4 -rí 23 -rí 11 -an 5 -an 3 -ald 9 -ald 8 -ald 5 -Íl-l(lo.) 3 -heit 7 -heit 6 -heit 5 -al-1 (lo.) 2 í fremsta dálknum em viðskeytin í röð eftir lækkandi tíðni. Þar kemur fram að orð með viðskeytinu -legru- koma fyrir alls 13386 sinnum í þess- um 1400 þúsund orðum. Það táknar að u.þ.b. hundraðasta hvert orð í texta að meðaltali er með þetta við- áður var sagt; í -ing- orðunum koma miklu færri beygingarendingar til greina en í lýsingarorðum. Þess vegna lækkar tala þeirra ekki svo mjög hér. Aftur á móti lækkar tala -legur-orðanna nærri þrefalt, vegna þess að þar em svo margar mismun- andi beygingarmyndir af hveiju orði hugsanlegar. Athyglisvert er að nafnorðsviðskeytið -ska hefur 105 mismunandi orðmyndir, en aðeins 5 mismunandi beygingarmyndum fleira. Það táknar að af flestum orð- um með því viðskeyti komi aðeins fyrir ein beygingarmynd. Fjórði og síðasti dálkurinn segir svo e.t.v. mest um virkni viðskeyt- anna. Þar er nefnilega ekki einasta búið að steypa saman öllum beyging- armyndum sömu orða, eins og í dálknum á undan, heldur líka öllum dæmum þar sem hvert viðskeyti tengist sömu rót. Þannig er steypt saman orðum eins og félagsstofn- un, málvisindastofnun, bók- menntafræðistofnun, ríkisstofn- un o.s.frv. Hugmyndin á bak við þetta er sú, að virkni viðskeyta hljóti að einhveiju leyti að mega marka af því hve mörgum mismunandi rót- um hvert þeirra getur tengst. Reyndar er þama ekki bara um rætur að ræða; sum viðskeyti bæt- ast nefnilega við önnur viðskeyti og því var steypt saman orðum eins og vísindalegur, veikindalegur o.s. frv. Einstöku viðskeyti sem eru ofarlega í hinum dálkunum detta niður undir botn í þessum. Þannig er með lýsingarorðaviðskeytið -il-, sem er það sjötta efsta í fremsta dálknum; hér dettur það niður í næstneðsta sæti, því að það kemur einungis fyrir í þremur orðum, heim- ill, mikill og lítill, en af tveim þeim síðamefndu em til afskaplega marg- ar samsetningar. En hér sýnir -legur gífurlega yfir- burði; er hátt í þrisvar sinnum hærra en þau næstu. Athyglisvert er að -ing dettur hér niður í þriðja sæti; það tengist ekki svo mörgum rótum, en þær rætur em hins vegar fijóar í samsetningum. Til að reyna nú að fá einhveija heildarmynd af þessu öllu saman bjó ég til fimmtu skrána upp úr þessum. Hún er þannig gerð að ég gaf orði stig fyrir sæti þess í hverri skrá, þannig að fyrsta sætið gaf eitt stig, annað tvö o.s.frv. Síðan raðaði ég viðskeytunum eftir hækkandi tölu í þessari samlagningu. Það má auðvit- að lengi deila um hvort þetta gefi réttari mynd en eitthvað annað, en ég tel samt að þetta eigi að sýna nokkuð vel stöðu ýmissa viðskeyta í málinu. 1 -leg-ur (hraust-Ieg-ur) 2 -ing (bylt-ing) 3 -un (stofn-un) 4 -sk-ur (íslen-sk-ur) 5 -ing-ur (Reykvík-ing-ur) 6 -ar-i (kenn-ar-i) 7 -sl-a (kenn-sl-a) 8 -il-l(no.) (hem-il-1) 9 -ni (gæt-ni) 10 -leik-ur (sann-leik-ur) 11—1—(n)að-ur o (verk-nað-ur) U 11—1—and-i 9 (eig-and-i) u 13 -ug-ur (auð-ug-ur) 14 -ung-ur (fjórð-ung-ur) 15 -ling-ur (ung-Iing-ur) 16 -í-a (sinfón-í-a) 17 -ing-i (band-ing-i) 18 -il-l(lo.) (mik-il-1) 19 -skap-ur (kjána-skap-ur) 20 -sk-a (gleym-sk-a) 21 -semi (gaman-semi) 22 -hátt-ur (hugsunar-hátt- ur) 23 -stur (rek-stur) 24 -und (vit-und) 25 -ism-i (kommún-ism-i) 26 -ul-1 (no.) (jök-ul-l) 27 -ist-i (fas-ist-i) 28 -indi (leið-indi) 29 -sam-ur (hamingju-sam- ur) 30 -ræn-n (nor-ræn-n) 31 -ótt-ur (hol-ótt-ur) 32 -al-1 (no.) (stað-al-l) 33 -dóm-ur (vís-dóm-ur) 34 -átt-a (vin-átt-a) 35 -lát-ur (þorst-lát-ur) 36 -(n)esk-ur (jarð-nesk-ur) 37 -al-1 (lo.) (gam-al-1) 38 -læti (þakk-læti) 39-4--Ó o (tyggj-ó) 39—4—ul-1 (lo.) (spur-ul-1) 0 41 -an (lík-an) 42 -4—ung (nýj-ung) 3 42—4—eskj-a (mann-eskj-a) 3 44 -elsi (bakk-elsi) 45 -emi (ætt-emi) 46 -rí (fiski-rí) 47—4—heit (fín-heit) 8 47-4-ald (rek-ald) 8 Það verður þó að leggja áherslu á að þetta miðast einungis við rit- mál og niðurstöðumar yrðu ömgg- lega eitthvað frábmgðnar ef talmál væri athugað. A.m.k. er ljóst að við- skeytið -ó myndi þá hækka allmjög á skránni. Nokkra hugmynd um þetta má fá af grein Sigurðar Jóns- sonar (1984). Þar kemur fram að í Slangurorðabókinni, sem ætla má að endurspegli talmál, era alls 114 orð með -ó, sem er rúmlega helm- ingi meira en með -ing, um 30 fleiri en með -un, og 6 færri en með -ari. Onnur viðskeyti sem em mun al- gengari í Slangurorðabókinni en hér em -isti og rí; væntanlega nýtur hvomgt þeirra fullrar viðurkenning- ar sem íslenska. Að auki má nefna viðskeytið -sjón, sem 17 dæmi em um í Slangurorðabók; eitt einasta dæmi fannst um það í þeim textum sem ég skoðaði. Að vísu Ieitaði ég ekki að hinni erlendu ritmynd þess, -tion; en hæpið er hvort rétt sé að telja orð sem þannig em skrifuð íslensku. 4. Lokaorð Ég hef í rauninni ekki mikið meira um þetta að segja á þessu stigi málsins. Hér liggur fyrir heilmikill efniviður og það er ljóst að hægt er að vinna úr honum á ýmsa vegu. Þegar ritmálsskrá Orðabókar Há- skólans verður aðgengileg í tölvu- tækri mynd má athuga hversu mörg orð er þar að finna með hveiju við- skeyti, og sjá þannig hvert samband- ið er á milli fjölda í málinu og tíðni í texta. Þar má einnig sjá aldur bæði elsta og yngsta dæmis um hvert orð og rekja þannig að ein- hveiju leyti æviferil einstakra viðskeyta; athuga hvenær þau eiga sinn uppgangstíma, blómaskeið og hnignun. Nú þegar íslendingasög- umar em til í tölvutækri mynd væri líka mjög forvitnilegt að gera sam- bærilega könnun á þeim, og sjá hvemig hlutfallið milli einstakra við- skeyta hefur breyst. Þetta og margt fleira væri hægt að gera; en mér hefur ekki unnist tími til þess enn, hvað sem síðar verður. Ritaskrá: Alexander Jóhannesson. 1927. Die Sufflxe im Ialfindischen. Fylgirit Árbókar Háskól- ans 1927. Reykjavík. Baldur Jónsson. 1984. Samsett nafnorð með samsetta liði. Fáeinar athuganir. Festskrift til Einar Lundeby 3. oktober 1984, bls. 158-174. Oslo. Bjöm Guðfinnsson. 1937. íslenzk málfræði handa skólum og útvarpi. Ríkisútvarpið, Reykjavík. Eiríkur Rögnvaldsson. 1982. Orðmyndun og orðmyndunarreglur í islensku. Óprentuð ritgerð, Háskóla Islands, Reykjavík. — 1986. íslensk orðhlutafræði. Kennslukver handa nemendum á háskólastigi. Málvís- indastofnun Háskóla íslands, Reykjavík. Gunnlaugur Ingólfsson. 1979. Lítið eitt um lýsingarorð sem enda á -ugur. íslenskt mál 1:43-54. Halldór Halldórsson. 1969. Nokkur erlend við- skeyti í íslenzku og fijósemi þeirra. Einars- bók. Afmæliskveðja til Einars Ól. Sveinssonar 12. desember 1969, bls. 71-106. — 1976. Falling Down to a Suffíx Status. A Morphosemantic Study. Nordiska studier i filologi och lingvistik. Festskrift tillágnad Gösta Holm p& 60-&rsdagen den 8. juli 1976, bls. 162—172. Carl Bloms Boktryckeri A.—B., Lund. — 1984. íslenzk orðmyndun. Margra kosta völ. Norrænt tímarit um fagmál og íðorð 2:4-9. Mulford, Randa. 1982. On the Acquisition of Derivational Morphology in Icelandic: Leaming about -ari. íslenskt mál 5:105-125. Mörður Ámason, Svavar Sigmundsson og Ömólfur Thorason. 1982. Orðdbók nm alangur slettur, bannorð og annað utan- garðsmál. Svart á hvftu, Reylqavík. Sigurður Jónsson. 1984. Af hassistum og kontóristum. íslenakt mál 6:155—165.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.