Morgunblaðið - 15.05.1987, Síða 12
12 B
MORGUNBLAÐIB, FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987
Magnús Snædal:
ORÐMYNDUN
í LÆKNISFRÆÐI
Orðanefnd læknafélaganna tók
til starfa árið 1983. í febrúar 1984
hóf ég störf hjá nefndinni og hef
starfað við þetta samfellt síðan.
Mér þykir líklegt að vinnuframlag
mitt á þessum tíma jafngildi rúm-
lega eins árs fullri vinnu (14—16
mán.). Er þá ótalin sú vinna sem
orðanefndarmenn hafa lagt í verkið
, en það framlag er mikið.
Eg held það megi segja að verk-
inu hafi miðað allvel þennan tíma,
a.m.k. hefði ég aldrei trúað því
þegar ég byijaði að þetta gengi þó
svona vel. í hreinskilni sagt lá við
að mér féllust algerlega hendur
þegar ég settist við þetta í byijun.
Mér virtist það möguleikalaust með
öllu að koma þessum orðaforða yfír
á eitthvert mál sem kalla mætti
íslensku. En það hefur nú samt
nuddast þetta.
Oft er talað um að í rauninni sé
ekki hægt að þýða af einu máli á
annað. Sjálfsagt er það alveg rétt.
Ég hef þó undanfarið, einkum eftir
að ég datt í Hjelmslevs-villu, verið
, að hallast að þvf að hið gagnstæða
sé jafn rétt. Hið merkilega er að
það er hægt að orða sömu hugsun-
ina á ólíkum tungumálum en á þetta
leggur Hjelmslev (sem var danskur
málfræðingur) einmitt mikla
áherslu. Enda hlýtur svo að vera.
Málið hlýtur að búa yfir þeim hæfi-
leika að orða ný hugtök hvort sem
þau eru orðin til í málsamfélaginu
eða aðflutt. Og íðorðafræðin reynir
ekki einungis að samræma og
staðla fræðilegan orðaforða hvers
5 einstaks tungumáls heldur einnig
að skapa samræmi milli ólíkra
tungumála.
Orðanefnd læknafélaganna
byggir starf sitt á því sem áður
hefur verið unnið á þessu sviði.
T.d. íslenzk læknisfræðiheiti eftir
Guðmund Hannesson og fslenzk
líffæraheiti eftir sama sem Jón
Steffensen endurskoðaði síðar.
Margt fleira mætti nefna, allt frá
orðasöfnum úr ýmsum sérgreinum
til almennra orðabóka — eins og
þeirrar nýju ensk-íslensku. Þó hefur
ekki áður verið um skipulega
íðorðastarfsemi að ræða meðal
lækna.
Ennfremur er á það að líta að
ýmis þau hugtök sem miklu skipta
í læknisfræði hafa verið til í málinu
frá örófí alda. Við þurfum ekki að
smíða orð yfír hönd og fót o.s.frv.
Þá voru forfeður okkar töluvert iðn-
ir við að skoða hver inn í annan svo
ýmis innyfli hafa lengi átt sér orð
á íslensku. (E.t.v. kemur líka til
greina yfírfærsla frá líffærum bú-
fjár eða öfugt. Þótt mannskepnan
hafí ekki jafn ijölbreyttar tegundir
af mögum og sauðkindin er samt
sem áður margt líkt með skyldum.)
Hið sama má segja um marga sjúk-
dóma — nöfn þeirra eru gömul í
málinu.
Stundum eru orðin til þótt ekki
sé um þau vitað. T.d. hefur fluor-
escence verið þýtt með flúrljóm/
flúrskin og fluorscent með
flúrljómandi. Á orðanefndarfundi
kom fram sú tillaga að nota frekar
orðin flúrskíma og flúrskimandi
þar eð ljós það er hér um ræðir er
varla svo mikils háttar að réttlætan-
legt sé að kalla það ljóma. Orðið
skímandi reyndist vera til í Orða-
bók Blöndals sem þýðing á phosp-
horescent (sjálflýsandi). Sú
spuming sem hér vaknar er hvort
nýja orðið sé svo miklu betra en
hin gömlu að réttlætanlegt sé að
leggja þau niður. Það fer m.a. eftir
því hvort þau hafa öðlast einhvem
raunverulegan þegnrétt, þ.e. em
notuð eitthvað að ráði. Einnig hvort
nota megi sögnina að skima per-
sónulega, segja t.d. efnið skímar.
Ég sagði áðan að ekki þyrfti að
búa til orð yfír hönd og fót o.s.frv.
í þessu felst þó viss einföldun.
Stundum þarf að „búa til“ merkingu
slíkra orða ef svo má segja. Orðin
era til en merking þeirra víð eða
óljós og þá þarf að ákveða hver hún
á að vera. Hvað á orðið að merkja
innan fræðigreinarinnar?
Hér er hönd einangrað í þrengri
merkingunni og ákveðið að armur
og handleggur skuli ekki merkja
það sama. E.t.v. væri mögulegt að
sameina úlnlið og hönd með orðinu
hreifi ef ástæða þykir til en Guð-
mundur Hannesson stakk upp á því
að nota það fyrir úlnlið (en foma
merkingin mun geta verið víðari).
Hönd heldur samt sinni víðu merk-
ingfu í almennri málnotkun og
tilvísun til hennar helst jafnvel inn-
an fræðimálsins, t.d. handkriki/
holhönd.
Fætumir fá svipaða meðferð.
Fótur heldur sér í sinni þrengri
merkingu þótt sú víðari geti átt við
í öðra viðfangi. E.t.v. verður að
nota það fyrir bein sem ekki er
alls kostar heppilegt. Það var tillaga
Guðmundar Hannessonar, sbr. að
sitja flötum beinum og að skjálfa
á beinunum. Efri og neðri útlim
hafa menn reynt að útiýma (hand-
limur/axlarlimur, fótlimur/mjaðm-
arlimur o.fl.) en ekki tekist þótt
um beinar þýðingar sé að ræða (lat.
membrum superius/inferius).
Annað dæmi, að sumu leyti líkt
en að öðru leyti ólíkt, er „verkja-
listinn".
Um er að ræða einskonar
spurningalista sem ætlaður er til
að skoða og skilgreina verki sem
sjúklingar geta fundið til. Orðun-
um er komið fyrir á þar til gerðu
blaði sem sjúklingurinn fyllir út
sjálfur. Hér er enska orðið pain
þýtt með orðinu verkur. Merking
þess er síðan sveigð til með lýsing-
arorðum og forliðum á alls 78 vegu!
Þama er um að ræða tuttugu flokka
og gert er ráð fyrir stígandi innan
acetylcholine = asetýlkólín
enzyme = ensím
leucine = lefsín, lefsin
Ijúsín, Ijúsin
Ijósín, Ijósin
methionine = meþíónín, meþjónín
meðíónín, meðjónín
metíonfn, metjónín
hvers flokks. Það ætti að vera nokk-
uð ljóst t.d. í 3. flokki. Ekki er ég
þó viss um að ég treysti mér til að
gera grein fyrir muninum á kvala-
verk (9), kvalningarverk (14) og
kveljandi verk (20) án þess að
fínna til þeirra! En sé hreyft við
einu orði á listanum fer allt kerfíð
af stað. Athuga ber einnig að ýmis
önnur orð um sársauka verða ekki
felld inn í þetta kerfí þótt þau haldi
áfram að standa fyrir sínu.
Þetta ætti að vera gott dæmi um
þau verkefni sem rekur á ij'örar
þeirra sem fást við íðorðastarf.
Þessi orð — allir þessir verkir —
era e.t.v. ónauðsynleg nema sem
hluti af því kerfí sem spumingalist-
inn byggist á. Þessi listi (eilítið eldri
gerð) var prófaður og þótti gefast
vel. Sjúklingamir áttu ekki í erfíð-
leikum með að fylla út eyðublaðið.
En endanlega gerð er þetta ekki
því frekari notkun þarf að koma til
áður en hún verður fundin.
Orðmyndun í læknisfræði gengur
ekki svo mjög út á það að fínna
ný einyrði — ósamsett orð. Lang-
stærstur hluti nýyrðanna era
samsett orð og þá skiptir auðvitað
miklu máli að stofnanir sem notað-
ir era fari vel í samsetningum. Og
þó ég muni hér halda uppi vömum
fyrir langar samsetningar er ég þó
þeirrar skoðunar að ekki beri að
hafa orðin lengri en nauðsyn ber til.
Þá má geta þess áður en lengra
er haldið að þegar fundið hefur
verið orð yfír eitthvert hugtak koma
ýmis önnur af sjálfu sér. Svo er
t.d. um orðliðinn stol (sem að vísu
er ekki fundinn af Orðanefnd
lækna). Þegar honum hefur verið
fundinn ákveðin merking leysast
ýmis vandamál. Orðin málstol, les-
stol, ritstol (aphasia, alexia,
agraphia) ala af sér gangstol,
hljómstol, nefnistol (abasia, amus-
ia, anomia) o.fl. Og í eilítið víðari
merkingu lystarstol (anorexia
nervosa). Þó leysir þetta ekki allan
vanda. Ékki virðist fysilegt að setja
í stað orðsins óstæði (astasia)
standstol, stöðustol eða stæði-
stol???
Ennfremur má stundum komast
af með hluta af orði í samsetning-
um. Sem dæmi má taka orðið
skjaldkirtill. Reynt hefur verið að
fínna yfír hann önnur orð sem færa
betur í samsetningum, t.d. skjöld-
ungur (sem að vísu er jafnmörg
atkvæði) og skildill. Þessi orð hafa
þó ekki náð neinni festu. Okkur
hefur því dottið í hug að nota forlið-
inn skjald- og láta hann vera
þýðingu á enska lýsingarorðinu
thyroid sem vísar bæði til skjald-
kirtils og skjaldbijósks. Guð-
mundur Hannesson gaf fordæmið
með orðinu skjaldvaki (thyroid
hormone). Þá er hægt að mynda
orðið skjaldvakabrestur (sbr.
grasbrestur) og siðan skjaldauki,
skjaldkrabbamein o.s.frv.
En ekki er þetta alltaf svona
auðvelt. Við höfum t.d. orðin krans-
æð (coronary artery), hjáveita
(bypass) og græðlingur (graft)
sem öll era ágæt. En þegar þau
koma saman í eitt verður úr því
kransæðarhjáveitugræðlingur
(coronary artery bypass graft). Er
þetta bannað? Eftir Halldóri Hall-
dórssyni er haft að segja þurfí
nýyrði sextíu sinnum til að ganga
úr skugga um hvort það sé not-
hæft. Eg er sjálfur búinn að segja
kransæðarhjáveitugræðlingur
a.m.k. sextíu sinnum og er orðinn
nokkuð sáttur við það. Ekki held
ég því fram að viðmælendur verði
mjög uppljómaðir en þeir verða þó
ótvírætt fyrir áhrifum — þ.e. gerast
fremur langleitir.
Annað dæmi: Orðið meltingar-
sjúkdómur hefur í rauninni þegar
verið stytt úr meltingarfærasjúk-
dómur. Síðan er bætt við -fræði
eða jafnvel fræðingur og þá er
komið orð sem er einum staf lengra
í riti en kransæðarhjáveitu-
græðlingur en jafnmörg atkvæði.
Vandamál af þessu tagi era auð-
vitað ekkert sérstök fyrir læknis-
fræðina. Hér hrúgast mörg hugtök
saman í eitt og merking þessara
orða er a.m.k. nógu skýr. Stundum
er auðvelt að umorða, t.d. sérfræð-
ingur í meltingarsjúkdómum, en
svo er ekki alltaf. Að sjálfsögðu
re}Tium við að fækka slíkum orðum
þar sem hver liðurinn er hengdur
aftan í annan, en þó held ég að við
munum ekki losna svo auðveldlega
við allar slikar jámbrautarlestir.
Og því ekki að nota sér þennan
möguleika málsins eins og aðra, þó
sparlega? Það er ekki víst að ný-
yrði þurfí að vera stutt nema það
eigi að útrýma stuttri og laggóðri
slettu. Menn láta sig hafa það sem
þeir læra fyrst. Orð af svipaðri
lengd era hluti af daglegu máli, t.d.
kirkjumálaráðuneyti, mennta-
málaráðuneyti. Þessi orð era að
vísu færri atkvæði en aftur á móti
fleiri bragliðir (fjórir réttir tvíliðir)
en kransæðarhjáveitugræðlingur
og meltingarsjúkdómafræðingur
(þrír réttir þríliðir). Án þess að ég
sé að halda því fram að þetta séu
sérlegir fulltrúar léttrar kveðandi.
Samt er ekki einungis bent á þetta
til gamans því hiynjandin getur
haft áhrif á það hvað okkur fínnst
um þessi orð. E.t.v. er hrynjandin
í tvíliðunum tækari en í þríliðunum.
Við höfum ekki gert mikið af því
að endurvekja gömul orð í nýrri
merkingu. Þó hefur okkur dottið í
hug að sýrabindandi efni (antacid)
geti heitið sýrudrómi á íslensku.
Og, ef vogandi er að skýra frá svo
djarfri tillögu, að antivirus geti
heitið veiruþrándur. Því hjá hinum
almenna málnotanda, sem ekki er
þaullesinn í Færeyingasögu, merkir
þrándur í orðasambandinu Þránd-
ur í Götu ekkert annað en hindran.
í lokin má geta þess að enn vant-
ar reglur um aðlögun tökuorða
þegar hún gerist ekki af sjálfu sér.
I læknamálinu era t.d. mörg heiti
á efnum sem vonlaust er að ætla
sér að þýða á íslensku. Eini mögu-
leikinn er að færa þau til samræmis
við íslenskan framburð og stafsetn-
ingu. Það er þó ekki eins auðvelt
og halda mætti og skulu aðeins
sýnd nokkur dæmi af handahófi.
Spyija má hvort endilega eigi að
miða við enskan framburð en ekki
það sem menn þykjast vita um
framburð grísku og latínu, en í þau
mál era stofnar flestra þessara orða
sóttir. Það er e.t.v. ekki í verka-
hring okkar að skera úr þessu og
verður líklega að biðja íslenska
málnefnd að setja reglur um þetta.
Verð frá: 491.000
SKEtfUNNI 15, SIMI. 91-35200.