Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 14
öj a 14 B r*t«t LtiM, ,s aijítAcnnwí .tittjAJftviiJtmoM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚIÍ 1987 HVAÐ ERAÐ GERAST UM FELAGSLIF Hótel Örk: Hlaðborð sund og sauna „Brunch" á bandaríska vísu á Hótel Örk á sunnudögum milli kl. 12 og 15. Orðiö „Brunch" saman- stenduraf ensku oröunum break- fast og lunch sem þýða -'morgunveröur og hádegisveröur. Hér er um að ræöa hlaöborö meö köldum og heitum réttum; steikum, síld, eggjum, beikoni, ávöxtum og fleiru. Matargestirfá frítt í sundlaug og sauna. Málsveröurinn kostar 1140 krónur en helmings afsláttur er fyrir börn undir 12 ára aldri. Fastaráætlunarferöireru farnar frá Umferðamiöstöðinni til Hvera- gerðis. SOFIW Póst- og síma- minjasafnið: Opið á sunnudögum og þriðjudögum Póst- og símamálastofnunin hef- ur opnað safn, Póst- og símaminja- safnið, í gömlu símstöðinni aö Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Þar getur að líta safn fjölbreytilegra muna cg tækja ertengjast póst- og símaþjónustu á íslandi. Fyrst um sinn verður safnið opið á sunnudög- umog þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangurerókeypis. Þeirsem vilja skoða safnið utan opnunartíma hafi samband við safnvörð í síma 54321. Þjóðminjasafn íslands: „Hvað eráseyði? Sýningin „Hvað erá seyði?“ - eldhúsiö fram á okkar daga er opin frá kl. 13.30 til 16 daglega í Boga- sal Þjóðminjasafns íslandsÁ sýningunni er saga eldhúss og elda- mennsku rakin í stórum dráttum frá landnámi til okkardaga. Sýningar- skrá er á íslensku og ensku. Safnið er opið alla daga vikunnar frá kl. 13.30 til 16.00. Sjóminjasafnið: Áraskip Sýning um íslensku áraskipin stendur nú yfir í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði og byggir hún á bókum Lúðvíks Kristjánssonar „íslenskum sjávarháttum". Til sýnis verða kort Ein myndanna sem Svala sýnir í Djúpinu. DJÚPIÐ Ljósmyndasýning Svölu Olafsdóttur Á morgun opnar Svala Ólafsdóttir sína fyrstu Ijósmynda- sýningu hér á landi. Myndirnar eru flestar svart-hvítar og unnar á mismunandi vegu. Þetta er fyrsta sýning Svölu hér á landi en hún lauk B.F.A. prófi í Ijósmyndun í Bandaríkjunum á síðasta ári.Sýning- in er opin frá kl. 11 til 23.30 alla daga en henni lýkur 26.júlí. ■■m EITT af verkum Kristbergs Péturssonar sem hann vann fyrr á þessu ári í Amsterd- am en þar stundar hann nám við Ríkisakademíuna. Þrjár graf íksýningar í dag byrja þrjár sýningar í Nýlistasafninu sem verða opnar til 12. júlí. Kristbergur Pétursson er með einkasýningu á grafík og einnig Hrafnkell Sigurðsson. í safninu er líka samsýning norskra grafíklistamanna. Nýlistasafnið er opið virka daga frá kl. 16 til 20 og um helgar frá kl. 14 til 20. og myndir úr bókinni auk veiðar- færa, líkana o.fl. Árbæjarsafn: Sýning á gömlum slökkviliðsbflum o. fl. Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10 til 18. Meðal nýjunga á safninu er sýning á gömlum slökkviliðsbílum, sýning frá fornleifauppgreftri í Reykjavík og sýning á Reykjavíkurlíkönum. Ásmundarsafn: Abstraktlist Ás- mundar Sveinsson- ar Um þessar mundir stendur yfir í Ásmundarsafni sýningin Abstrakt- list Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatnslitamyndir og teikningar. Sýn- ingin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem lista- maðurinn vann að óhlutlægri myndgerð. ÍÁsmundarsafnierenn- fremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og af- steypuraf verkum listamannsins. Safnið verður opið daglega frá kl. 10 til 16ísumar. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarður- inneropinndaglegafrákl. 11 til 17. Ásgrímssafn: Sumarsýning Ásgrímssafn eropiðfrákl. 13.30 til 16 alla daga nema laugardaga. Nlú er sumarsýning hafin á olíumál- verkum, vatnslitamyndum og teikn- ingum. MYNDLIST Listasafn ASÍ: „ÁNING“ Sumarsýningin ÁNING stendur nú yfir í Listasafni ASI við Grensás- veg. Á sýningunni eru verk eftir ellefu listamenn á sviði glerlistar, leirlistar, málmsmíði, fatahönnunar og vefnaðar. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 16 til 20 og um helgar kl. 14 til 22. Sýningunni lýkur 19. júlí. Ingólfsbrunnur: Sýning Bóelar Bóel ísleifsdóttirsýnirnú vatns- litamyndir i Ingólfsbrunni, Miðbæj- armarkaöinum. Myndirnar eru til sölu. Opið er á verslunartíma alla virka daga. Sýningin stendurtil 24. júlí. Gallerí Gangskör Samsýning Gang- skörunga Nú stendur yfir samsýning á verk- um Gangskörunga í gallerí Gang- skör, Antmannsstíg 1. Opið er virka daga frá kl. 12 til 18 og um helgar frákl. 14 til 18. Krákan: Sýning Unnar Sva- vars Unnur Svavars sýnir myndir unn- ar með acryl og pastel í veitingar- húsinu Krákan Laugarvegi 22 Reykjavík. Þetta er 12. einkasýning hennar og eru myndirnar allar til sölu. Krákan er opin frá kl. 11.30 til 23.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.