Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 B 7 markaði. Þá hefur hún unnið við gerð auglýsingabæklinga eins og fyrir Scana, sem framleiðir Don Cano sportfatnaðinn einnig hefur hún unnið fyrir tímarit. Fljótlega eftir heimkomuna stofnaði Kristín eigin snyrti- stofu, Snyrtistofuna NN. Nafnið kemur af því að hún hefur einka- umboð fyrir snyrtivörur sem kallast No Name og byggjast á gífurlegu litaúrvali. Snyrtistofan NN er eina snyrtistofan, sem býður upp á snyrtinámskeið á kvöldin, þar sem kennd eru undirstöðuatriði í dag- og kvöld- förðun og að sögn Kristínar hafa þessi námskeið verið afar vin- sæl. Þegar tími gefst hefur Kristín unnið sjálfstætt með atvinnu- Ijósmyndurum um þetta segir hún: “Ég hef áhuga á að koma mór upp góðu safni mynda, sem ég hef skapað sjálf og gæti hugsanlega selt sem mynd- skreytingar við greinar í tímarit.“ Við spurðum Kristínu hver förðunartískan væri í sumar? “Förðunin miðast að því að vera sem minnst áberandi á daginn en á kvöldin er hún meiri. Jarðlit- irnir eru einkum í tísku og á kvöldin eru þeir sterkari til dæm- is fara varalitirnir út í rauðbrúna og bleika tóna. Tvær nýjungar eru á mark- aðnum. Önnur er mattur blýant- ur sem settur er inn í hvarmana, til að láta augun sýnast stærri, segir Kristín hann líka góðan fyrir þær, sem fara mikið út að skemmta sér og verða rauð- eygðar í reyk. Hin nýjungin eru þurrir augnskuggar, svartir og dökkbrúnir, sem notaðir eru til að skerpa línurnar í kringum augun líkt og blýantarnir. Segir Kristín þessa aðferð eðlilegri og endingarbetri auk þess, sem það só auðveldara að vinna með þessa augnskugga en blýant- ana. Líkt og Ragnheiður Lára seg- ist Kristín ekki mála sig mikið svona venjulega, en á kvöldin, þegar hún puntar sig upp, málar hún sig meira. Segir hún að það hafi aukist mikið að konur komi á snyrtistofu til að láta farða sig fyrir hin ýmsu tækifæri og segist Kristín hafa sinn fasta kúnna- hóp, sem só ákaflega skemmti- legur. Byrjiö á aö setjast í þægilega stellingu. Berið fitulaust krem á fótinn og núið, hnoöið og strjúkið hann í fimm mínútur. Stráið nú barnapúðri á fótinn. Haldið við annan ökklann og setjið þumalfing- ur hinnar handarinnar á miöja ilina. Þrýstið þéttingsfast með þumal- fingrinum og færið hann hægt fram á við í hlykkjum. Beitið sömu aðferð á hliðar fótsins og einnig á ristina. Reynið nú „fingragang", og er það gert á líkan hátt og fyrri að- ferð, fingurgómunum er þrýst þétt og jafnt til skiptis á hliðar fótanna og ristina og fariö í átt að tánum. Leggið á minnið þessi ráð: Það getur slakað á spennu að hnoða stórutána; það getur verið gott ráð að nudda sóla tánna, sé maður með kvef eða bólgur í ennis- eða kjálkaholum; gott nudd á báðar stórutær dregur úr höfuðverk; gegn sótthita, er ráð að þrýsta fast á miðja stórutána; það gagn- ast vel við tíðarverkjum að beita „fingragangi" á ökklann að fram- anverðu og einnig hliðar hans, það er ennfremur ráðlagt við tíða- streitu. Nuddið tábergið ef þið þjáist af bjúg eða nasakvefi og taugaspenna minnkar ef þrýst er með gómum þumlanna þéttings- fast undir ristarbogann, auk þess að veita góða afslöppun. Þetta er ekki selt dýrara en það er keypt, en skaðar áreiðanlega ekki og um að gera að reyna þessi ráð. ÞÝTT: HALLDÓRA FILIPPUSDÓTTIR Moskvu, Reuter. FYRSTA listaverka- uppboðið var haldið í Sovétríkjunum um síðustu helgi og má segja, að andinn, sem þar sveif yfir vötnunum, hafi ein- kennst af ósviknum áhuga á einkaeign. Aðeins til að kom- ast framhjá dyraverð- LISTAVERK BOÐIN UPP FYRSTA SINNI inum þurftu líklegir kaupendur að greiða 15 rúblur, um 880 ísl. kr., en þegar inn var komið voru þeir leidd- ir í allan sannleikann um það hvernig eigin- leg uppboð fara fram. Sá, sem kennsluna annaðist, var Arseny Lobanov, eini upp- boðshaldarinn í Sovétríkjunum. Þegar Lobanov hafði kynnt reglurnar og látið þess getið, að við kaupverðið yrði bætt 5% umboðs- launum, kvaðst hann mundu telja upp að þremur, „raz, dva, tri“, og þegar hamar- inn féll hafði fyrsta listaverkauppboð í sögu Sovétríkjanna verið formlega sett. Til sölu voru 111 málverk og svartlist- arverk eftir ungt fólk í Sambandi sovéskra listamanna en aðeins tæpur helmingur ver- kanna gekk út. Yelena Markova, sem skipu- lagði uppboðið fyrir Sovéska menningar- sjóðinn, sagði, að það hefði tekist ákaflega vel og að nú væri ver- ið að undirbúa uppboð á listaverkum og Ijósmyndum í nýj- um uppboðssal við Karl Marx-stræti. SlfJ HeimHistaeKint BIRGIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.