Alþýðublaðið - 02.05.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.05.1932, Blaðsíða 2
a ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fagnr maf* i' i® Fyrsti maídagurinn rann upp skínandi fagur, og hélst paö veö- ur allan daginn. Nokkru fyrir klukkan hálf tvö fór fólk að safnast saman við Iðnó og um klukkan tvö var lagt af stað þaðan suður Fríkirkju- veg, yfír Tjarnarbrú og eftir Tjarnargötu og Aðalstræti niöur í Austurstræti. Þá var haldið eftir þvi upp í Bankastræti, en snúið við við Ingólfsstræti og haldið niður eftir Hvierfisgötu, Hafnarstræti og Pósthússtræti og inn á Austurvöll. Héldu þar ræð- ur Ólafur Friðriksson, Héðinn Valdiimarsson, Jónína Jónatans- dóttir, Haraldur Guðmundsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Guð- jón B. Baldvinsson. En að ræð- uiium loknum var gengið aftur af vellinum suður að Iðnó og þar dreyft liðinu. í kröfugöngunni voru bornir fánar Dagsbrúnar, Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Verkamunna- félagsins „Framsókiiar“ og Fé- lags ungra jafnaðarmanna. Auk þess voru í förinni 10 rauðir fán- ar og 20 spjöld. Talin var þátttakan í kröfu- göngunni, þegar farið var inn á Austurvöll, og var fullorðið fólk þar um 700. Þetta er stærsta kröfugangan, sem farin hefir ver- ið,} en þó vantaði mikið á að félagsskráður verkalýöur tæki al- ment þátt í henni, og mun mest valda, að unglingspiltar úr klíku S. K. hafa verið að fara hér „kTöfugöngur" u,m borgina, bæði í vetur og iyrravetur, og hafa töluverð ólæti verið í samibandi við það, en slikt er hugsandi verkamönnum yfirleitt illa við. Um kvöldið var samkoma í Iðnó. Fluttu Stefán Jóh. Stefáns- son og Sigurður Einarsson ræður, en Kvennakór Reykjavíkur, Páll Stefánisson, Hciraldur Bjömsson og Reinh. Richter skemtu. Á eftir var danz (hljómsveit Bernburgs). S. K. (sprenginga-kommúnistar) hóldu fu;nd í Lækjargötu og fóru þaðan kröfugöngu sömu iefó og kröfuganga v-erklýðsfélagan.r!a. Hafði safnast mikill fjöldúi fólks x Lækjargötu, aðallega íhaldismenn, til þess að hlusta á sprengmga- kommúnistana hella sér yfir for- göngurmenn vierklýðsfélaganna. Þ-eim brást heldur ekki vonin, því ræðumenn S. K. brugðu ekki vana sínum, og stóðu miargir í- haldsmenn glieiðir og hlæjandi og hlustuðu með velþóknun á ræð- ur þeirra, sem voru að reyna að tvístra samtökum verkalýðsins, Þegar fylking S. K. kom á Frí- kirkjuveg, sýndist hún mjög stór, því íhaldslýðurinn, sem hlustað hafði á ræðurnar í Lækjargötfl, fylgdiist ineð í fyrstu, en snéri brátt við. Munu hafa verið um 150 fulilorðnjlr í kröfugöngu S. K., en víst enginn verkamaður yfir 30 ára nema Ólafur Guðbrands- son. Ekki þarf að efa að Morgun- blaðið á morgun muni segja að kröfuganga S. K. hafi verið jafn- stór verklýðsfélaganna, og að í henni hafi verið 200 manns. At- hugið Mogga á morgun. Siys á Mróifi. í fyrri nótt um kl. 2 vildi það slys til á tagaranum Þórólfi, sem var þá vestan undár Jökli, að 26 ára gamiall maður, Hjörtur Þor- bjarnarson frá Akbraut á Eyrar- bakka, lenti í vírunum með hægri fótinn og meiddist mikið. Kálf- inn frá hné og niður að öfcla marðist sundtir 'og sviftist að aiiklu frá beininu, en fótunilnn brotnaði ekki, og virðiist það að eins hafa verið tilviljun. Togarinn kom hingað með Mnn meidda $d. 9 í gærmorgun, og var hann Jagður Slnn í s júlkrahúsiö í Llaþda- koti. Hann er undir læknisihendi Matthíasar Einarssonar. Nýr iðnaður. Sultuverksimiðja Magnúsar Guð- mtmdssonar bakarameistara er nú teldnn til starfa. Varningur bennar er til sýnis í sýningarskáp Stefáns Gunnarssonar viö Aust- urstræti. Magnús er að liitta fyrst «m sinn a Laugavegi 5, sími 873, jbg í heimasíma 786. Framílð AostfjaiSa. Harialdur Guðmundsson flytur þingsályktunartillögu á alþingi um, að þingið sfcori á stjórniína að skipa þriggja manna milli- þingamefnd til þ-esis að rannsaka og gera skýrslu um fjárhags- ástand og afkomuhorfur á Aust- fjörðum og benda á ráð til við- reisnar atvinnuvegum þar. Við skipun niefndarinnar skal Lands- banka íslands og Otvegsbanka Is- lands giefiun kostur á að tilnefna sinn manninn hvor í nefndina. Skylt sé embættismönnum og starfsmönnum ríikis og opinberra stofnana, sveitar- og bæjar-stjórn- um, sikattanefndum,' bönfcum, sparisjóðum og forstöðumönnum og eigendum atvinmu- og verzlun- ar-fyrirtækja að láta nefndinni í té allar þær sikýrslur og upp- lýsingar, sem hér að lúta, er hún æskir og þeir geta í té látið. Nefndin skal hafa lokið störfum fyrir næsta réglulegt alþingi og skal leggja fyrir þingið skýrslur hennar og tillögur til atvinnu- viðreisnar á Austfjör'ðum. ÁskoTun til aiþingis tim jafnari kosningaiétt. 130 al{)ingiskjösen d u r -i Mýra- sýslu hafa sent alþingi ásfcorun um a'ð gera þær breytingar á kjördiæmaskipuninni og kosninga- lögununr, að hver þingflokkur fái þingsiæti í réttu MutfalM við atkvæ'ðatölu hians viö áhnenhar kosningar og að menn öðiist kosningarétt vi'o 21 árs aldur. Kosníagar í Frakklandi. París, 2. maí. U. P. FB. Alls- herjar þingkosningar fóru fram í Frakklandi í gær, en í þeim kjördæmum, siem enginn fram- bjóðenda náði lögmætri kosningu, verður koisið á ný 8. maí. Kjósa á 615 þingmienn alls (í fulltrúadeiild- ina). Frambjóðendur voru 3617. Alls er kunnugt urn a'ð 244 fram- bjóðendur hafi náð lögmiætri kosningu. Róttækir jafnaðannenn hafa komið að 63 frambjóðend- um, jafnaðarmenn 40, rótíækir lýðveldissinnar 35, þjóðlegi sarn- bandsfloikkurinn (natjonal uni- on) 44, óháðir róttækir 24, óháði flokkurinn 15, dempkratar 13, lýðvel^|sjafnaðarmenn 10, óháðir jafnaðarmienn 5, ólxáðir kommún- istar 2, kommúnistar 1, óháðir lýðveldissinnar 1 og íhaldsmenn 2. Orslit þau, sem kunn eru orð- in, benda til þess, að fylgi róttæk- ari (vinstri) flokkanna hafi'auk- ist mjög, einkanlega í Piarís, Lyons, MarseiLIe og iðnaðarhér- uðunum í Norður-Frakklandi. — Tardieu hefir tilkynt, að alliir ráð- herranna, sem áttu sæti á þingi, hafi náð lögmætri kosningu. —■ Þátttákan í kosningunum var mikil; er gizkað á, að 85o/0 hiafi neytt kosningarréttar síns (e'ða ellefu og hálf milljón kjósienda). — Þrátt fyrir úrheMis-rigniinigu í París var kosningaþátttakan rnikil þar sem annars staðar. Skýraxi greinargerð um flofck- ana kemur, þegar fuMnaðarúrslit eru kunn. Rétti kanptðoaMa v traðkað. Á föstudaginn eð var kom til 2. umræðu í efri deild alþingis fmmvarp Jóms Baldvinssonar um þær breytinlg- ar á sveitarstjórnarlögunum, að kauptún eða þorp með 200 íbú- um skuli hafa rétt til að verða sérstakur hreppur, — í stað þess, að nú þurfa þeir að vera eigi færri en 300 til þess að öðlast þann rétt. Allsherjarnefnd deild- arinnar, Jón í Stóradal, Pétur Magnússon og. Einar á Eyrar- iandi, lagði til, að frumvarpiðyrði felt. Kva'ð Jón í Stóradal engar óskir komnar fram um þa'ð frá þeim, sem þetta mál tekur til, að slík rýmkun yrði gerð á lög- unum. Las Jón Baldvinsson þá upp áskorun til alþingis frá í— búum í Vopnafjarðarkauptúni, siem skýrt h-efir verið frá hér i bla'ðinu, um, að þingið siamþykti frumvarpið. Ekki tóku andstæðingar málsíns þá áskorun til greina, héldur tröðkuðu rétti kauptúnabúa með því að fella frumvarpið. Var það felt með 7 atkvæ'ðum, en í greiddu atkvæði með því. Löff Srá alpim§I« Á föstudaginn og laugardagimr afgreiddi alþingi tvenn lög (bæði efgr. í e. d., þau síðari daginm, sem fyrr eru talin); Um bijggmcfu fijrir Háskóla ís- lands. Eru það heimildarlög fyr- i‘r stjórnina, þar sem gert er ráð fyrir því, að háskólabygging verði neist á árunum 1934—1940, að því tilskyldu, að fé verði þá veitt ti,l þess í fjárlögum. Aðalbygg- ingin megi kosta alt a'ð 600 þús, kr. Ska! byggingunni hagað Jiann- ig, að taka megi nokkurn hluta. hennar til afnota fyrir háskólann.. þótt húsið sé ekki fullgert. Það>- skilyrði er sett fyrir því, að ríki'ð*. leggi fram fé til byggingari!nn;ar„ að Reykjavíkurbær gefi háskól- anum 8—10 hektara land tif: kvaðalausrar eignar, á þeim stað,. sem kenslumálaráðherra og há- skólaráði þykir hentugt. — Leita skal samninga \dð bæjarstjórn Reykjavíkur um vatn úr hitaveitu bæjarins, til þess að hita aða!- bygginguna og væntanlegan stú- dentabústað. RLkisstjórninm sé heimilt að ætla húsrúm fyrir kenslu í upp- eldisvísindum í háskólabyiggiing- unni og að ætla svæði undir heimavistarhús fyrir kennaraefní á þeim hluta lóðarinniar, sem ætl- aður verður fyrir sérstæðar smá- byggingar. í öðru lagi lagði þingið lagasam- þykki af Islands hálfu á samnine þann, sem go:. Knup- mannahöfn 16. marz s. 1. milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, u:m, að að- fararhæfir dómar, sem kveönir eru' up]i í einhverju þessara ríkja, hvþrt heldur. er í einka- málum ellegar sakamáisdémar að því leyti, sem þeir varða bætur fyrir afleiðinigar verlcniaðar, sem hefir valdið tjóni, skuli vera við- urkendir og þeim fulilinægt 1 hverju hinna ríkjanna sem er,. þegar svo stiendur á, svo að dóim- hafí þurfi ekki að höfða nýtt mál, þótt sá, sem dæmdur er„ hafi flutt í annað þessara rikja, t. d. héðan til Danmerkur eða hingað frá Svíþjóð, eða eigi eign- ir í öðru ríkjanna en þar, sem hann er dæmdur, þær, er gera. þurfi fjárnám í til fullnægiingar dómnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.