Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 5
B 5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Hundahald var bannaö mað lögum f Reykjavík á árunum 1924tll 1984 mað örfáum undantekningum, s.s. lög- reglu- og björgunarsveltahundum. Árlð 1984 var gerö samþykkt þar sem borgarstjórn er halmilt að velta lög- ráða einstakllngum búsettum f Reykjavík undanþágu frá þessum lög- um. Þar með var hundahald leyft f Reykjavík með vlssum skllmálum þó, m.a. að hundar yrðu skráðlr og orma- hrelnsaðir. Nú aru um 790 hundar á skrá f Reykjavík og relkna má með að einhverjir séu enn óskráðlr. HJá Hell- brlgðiseftlrlltl Reykjavfkursvmðls fengust þmr upplýslngar að hundum fmri hmgt fjölgandl í Reykjavfk og hefði orðlð mlklll klppur á þessu árl. Hór á nmstu síðum tökum við fyrlr ýmls málefnl er varða hunda og hunda- eigendur. Rmtt er vlð forráðamenn hundagmsluhelmillslns að Arnarstöð- um f Hraungerðishreppi; spjallað vlð kennara og hundaelgendur á hlýðnln- ámskelðl; rmtt vlð formann Hunda- rmktarfólags íslands og lltlð vlð á einu hundasnyrtlstofunni sem starfrmkt er hórálandl. - BF/GHS/IS Morgunblaöiö/KGA Mjög brýnt að flytja inn ræktunarhunda QuArún GuAJohnsen formaAur HundaræktarfAlags íslands. Hundaræktarfélaa íslands og Hundavinafélag Islands voru stofnuA ériA 1969. Hunda- ræktarfélagiA hafAi þaA á stefnuskránni aA hefja mark- vissa ræktun á fslenska hundinum sem þá var f útrýmingarhættu. Hundavinafé- lagiA ætlaAi aftur á móti aA gæta hagsmuna hunda og hundaeigenda. Nú er svo komiA aA þessi starfsemi hef ur veriA sameinuA í elnu félagl, Hundarækt- arfélaglnu, og er orAin mun vl Aameiri. GuArún GuAjohnsen er formaAur félags- ins og viA báAum hana aA greina frá markmiAum þess og starfsemi. „Félagar í Hundaræktarfélaginu eru um 1200,“ sagAi GuArún. „MarkmiA þess er aA fræAa í ræðu og riti um meðferð og þjálfun hunda og bæta skilning manna á hundum. Stefna félagsins er einnig sú að framrækta þær hreinræktuðu hundateg- undir sem til eru í landinu. Stærsta vandamálið í þeim efnum er að innflutning- ur á lifandi dýrum er bannaður. En til að geta bætt okkar hundategundir þurfum við nýtt blóð og góða ræktunarhunda. Þetta á jafnt viö um íslenska hundinn og erlendu hundakynin. íslenski hundurinn erorðinn mjög vinsæll erlendis. Til félagsins berst fjöldi fyrirspurna um hann víöast hvar úr heiminum. Þó nokkuö er flutt út af góðum hundum og öflug ræktun á sér stað t.d. í - segir Guðrún Guðjohnsen for- maður Hundarækt- arfélags íslands Danmörku, Noregi og Svíþjóð og einnig í Þýskalandi, Hollandi og Sviss. Við höfum ekki efni á að missa okkar bestu hunda burt úr landinu og úr okkar ræktun án þess að vera í sambandi við erlenda rækt- endur og hafa möguleika á að fá aftur eitthvað af þessu góða ræktunarefni okk- ar. Hundaræktarfélagið þyrfti að hafa möguleika á góðri einangrunaraðstöðu svo hægt væri að flytja inn undir ábyrgu eftir- liti það ræktunarefni sem okkur vantar hverju sinni. Ég er ekki að tala um aö gefa innflutning frjálsan, langt því frá, aðeins að við höfum möguleika á að flytja inn eitt og eitt gott ræktunardýr þar sem allra varúðarráðstafana væri gætt. Það er hagur okkar hundaeigenda að strangt eftirlit sé haft með þessu því hér eru engir sjúk- dómar. Ef þeir bærust hingað yrðu afleið- ingarnar óskaplegar, þar sem okkar hundar hafa enga mótstöðu gegn þessum sjúk- dómum. Hérer bannað að bólusetja hunda eins og nágrannaþjóðir okkar gera til þess að halda niðri sjúkdómum. Hundaæði er sjúkdómur sem allir ótt- ast. En fleiri dýr en hundar geta borið þann sjúkdóm. Hægt væri að fá hunda frá löndum sem eru laus við þennan sjúkdóm eins og t.d. Bretlandi, Noregi eða Svíþjóð. Við erum mestmegnis með stór hunda- kyn hér og þaö sem virkilega vantar og hentarflestum eru litlir, þægilegur hundar. Þeir þurfa ekki eins mikla hreyfingu og eru tilvaldir fyrir eldra fólk sem þarf félagsskap eða fólk sem ekki vill eða getur lagt á sig þá hreyfingu og þjálfun sem stóru hunda- kynin þurfa. Þeir hundar sem hingað til hafa verið notaðir í ræktun eru heimilishundar sem hafa fengið undanþágu til innflutnings og eru kannski ekki sérstakir ræktunarhund- ar. Grundvöllurinn fyrir því að hundahald sé gott og árekstrarlaust er sá að við get- um byggt upp góða hunda, góða einstakl- inga og jafnframt kennt fólki að meðhöndla þá. Við kennum af fullum krafti en hinn þáttinn vantar. Við höfum sótt um leyfi fyrir innflutningi á frystu sæði en fengið afdráttarlausa og órökstudda neitun. Okk- ur finnst það skrítið vegna þess að við hétum því að fylgja öllum varúðarreglum. Sæðið átti að geyma á Keldum og dýra- læknir átti að fylgjast með sæAisgjafanum erlendis meðan sæðið var í sóttkví hér heima. Ef eitthvað athugavert hefði komið í Ijós átti að eyðileggja sæðið. Á sama tíma og við fáum neitun eru veittar undanþágur fyrir innflutningi einstakra hunda til einka- aðila. Því ber að sjálfsögðu að fagna að sumir fái þó að taka dýrin sín með sér er þeirflytja búferlumtil landsins. Enginn skilur betur en hundaeigandi þann sárs- auka sem fylgir því að neyðast til þess að skilja þennan trygga fjölskyldumeðlim við sig. Sendiráðin hafa líka gegnum árin feng- ið undanþágu fyrirsína hunda. Nýlega var sett það skilyrði fyrir innflutningi þessara hunda að þeiryrðu gerðir ófrjóir! Óneitan- lega hefur maður það á tilfinningunni að markvisst sé unnið á móti hundarækt og hundahaldi með þessu rugli." Félagið er með skrifstofu og starfskraft hálfan daginn sem sinnir öllum fyrirspurn- um. Fimm ræktunardeildir með sex kyn starfa á vegum félagsins. Þær gefa leið- beiningar um sitt kyn, para saman bestu hundunum og benda á hvar sé hægt að fá hvolpa. Þetta er gífurlega mikil starf- semi. Hinarýmsu nefndir eru starfandi og haldnar eru árlegar hundasýningar. Næsta sýning er 13. september og Guðrún vildi minna hundaeigendur á að skrá sig sem fyrst. Vísindaráð skipað dýralækni, erfða- fræðingi og ýmsum sórfræðingum er einnig starfrækt. Þaðfylgist með heilbrigði stofnanna og því að engin úrkynjun eigi sér stað. Það sækir einnig um innflutning á nýju blóði þegar þess gerist þörf. Fyrir utan hlýðninámskeið félagsins sem lesa má um hér á síðunum og björgunar- hundaþjálfun hafa verið haldin sérstök hvolpanámskeið eða hundaeigendanám- skeið. „Við höfum verið með föst námskeið í eitt ár. Haldin eru fjögurfyrirlestrakvöld þar sem kennd er dagleg umhirða og fóðr- un hvolpsins og eitt kvöldið er eingöngu fræðsla um sjúkdóma. Farið er í gegn um þroskastig hunds allt til tveggja ára aldurs. Þeir eru eins og börn, þeir fara t.d. á tann- tökuskeið og mótþróaskeið. Síðan er útitími þar sem kenndar eru einföldustu æfingar. Þær hafa ekkert með hlýðni né þjálfun að gera heldur viljum við kalla þetta uppeldi. I sumar komu til okkar sænskir kennarar og héldu námskeið fyrir íslenska leiðbein- endur. Öll þessi fræðsla byggist á atferlis- fræði sem er það nýjasta í þjálfun dýra. Konrad Lorentz er upphafsmaðurinn og hann fékk Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar. Þessar kenningar byggjast á því að dýrunum líði vel og sóu ekki þvinguð í þjálf- un heldur geri það sem þeim er eðlilegt. Hundurinn hefur breytt og mikiö tjáningar- form sem við verðum aö læra. Hann þarf einnig að læra okkartjáningarform og er mun næmari en við. Það er ýmislegt í fari okkar sem hundur getur túlkað sem ógnun og óvináttu t.d. þegar við heilsum hundi með því að stara í augu hans, brosa (sýna tennurnar), breiða útfaðminn og gera okk- ur breið og mikil. Þetta eru alit hlutir sem geta virkað mjög ógnandi á hunda. Þegar þeir vilja sýna einlæga vináttu þá leita þeir í munnvikin og reyna þess vegna oft að hoppa upp. Áður var kennt að spyrna hnénu í brjóst hundsins eða stíga á aftur- fæturna. Því svipar til þess að við gefum þeim utan undir sem við viljum sýna vinar- hót. Það eina sem þarf að gera er að beygja sig niður og leyfa hundinum að heilsa. Það ýmislegt af þessu tagi sem hefur verið á misskilningi byggt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.