Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
B 9
Slgrún Waage er nýkomln
heim eftlr fjögurra ára
lelkllstarnám f New York.
Hún fer með eltt aðalhlut-
verkið f Jólaverkl ÞJóðlelk-
hússins, sönglelknum
Vesallngunum eftlr sögu
Vlctors Hugo, en sá söng-
leikur hefur átt mlklum
vlnsmldum aö fagna, bmöl á
Broadway og í Lundúnum.
Slgrún er ekkl að spreyta slg
í fyrsta slnn á fjölum ÞJóð-
lelkhússlns. Hún stundaðl
þar ballett á yngri árum og
kom fram f mörgum ballett-
sýnlngum og lelkrltum s.s.
Sögum í Vínarskógl, Ferðlnnl
tll tunglslns og SJálfstmðu
fólki. Hún er því ekkl með
öllu ókunnug lelkhússtarflnu
þó fyrrl hlutverk hafl verið
mun velgamlnnl en það sem
hún fer með í Vesallngunum.
Ekkl amaleg byrjun á starfs-
ferll ungrar leikkonu sem
lítlð hefur verlð í svlðsljóslnu
sfðustu ár. Vlð leituðum Slgr-
únu Waage uppl skömmu
eftlr að hún kom tll landslns
og féllst hún fúslega á stutt
spjall.
Morgunblaöiö/RAX
Slgrún með frumburðinn
Sigurð Björn.
Hef haft áhuga á
leiklist frá því að ég
man eftir mér
„Ég held að ég hafi haft áhuga á leik-
list, söng og dansi frá því að ég man eftir
mér,“ segir Sigrún þegar hún er innt eftir
því hvenær leiklistaráhuginn hafi vaknað.
„Þegar ég var yngri var ég óþreytandi við
að skemmta fjölskyldu minni og leikfélög-
um með leikþáttum og söngatriðum og
velti mikið vöngum yfir því hvort óg ætti
nú að verða leikkona eða ballettdansmær
þegar ég yrði stór." Blaðamaður getur
ekki varist brosi þegar bernskuárin eru rifj-
uð upp og talið berst að tilraunaleikhúsun-
um sem starfrækt voru af brennandi áhuga
vítt og breitt í Laugarásnum.
„Ég var í ballett í átta ár í Þjóðleikhús-
inu. Þar kom ég oft fram í sýningum
ballettskólans og eins í leikritum Þjóðleik-
hússins, aðallega barnaleikritum. Þarha
urðu fyrstu kynni mín af leikhússtarfinu og
ég fór að komast á þá skoðun að þar ætti
ég heima. Ég hætti í ballettinum 17 ára
gömul. Eftir það kom ég fram í Sögum í
Vínarskógi og söngleiknum Jass-inn sem
Jassballettskóli Báru setti upp.
Upp úr því ákvað ég að leggja leiklistina
fyrir mig og stefndi á Bandaríkin. Eftir að
hafa kannað ýmsa möguleika varð Listahá-
skólinn í New York (School of the arts)
fyrir valinu. Vorið 1982 fór óg þangað í
inntökupróf og komst inn mér til óvæntrar
ánægju. Fluttist svo til New York um haus-
tið og þar tók nýtt og framandi líf við. Ég
bjó fyrst um sinn ein í óvistlegri íbúð og
var hræðilega einmana, enda New York
fráhrindandi fyrst. Ég var þó svo heppin
að komast í íbúð með íslenskum kunningja
og við þaö léttist á mór brúnin.
Mikið var að gera í leiklistarskólanum.
Námið var tvíþætt, annars vegar verklegt
og hinsvegar bóklegt þar sem lögð var
Spjallað við Sigrúnu
Waage leikkonu
sem fer með eitt
aðahlutverkið íjóla
verki Þjóðleik-
hússins, söngleiknum
Vesalingunum eftir
sögu Victors Hugo
stund á leikhúsfræði. Hægt var aö velja
mikið úr hvað maður vildi leggja áherslu á
og var ég mikið í söng- og danstímum
síðasta árið mitt. Ég var í svokallaðri til-
raunaleikhúsdeild. Settar voru upp margar
nemendasýningar á ári og þurftu þeir nem-
andur að fara f prufu sem vildu vera með.
Færri komust að en vildu og gat fólk farið
í gegnum allan skólann án þess að fá að
taka þátt í einni einustu sýningu. Mér gekk
vel og komst inn í allar sýningar sem ég
reyndi við. Sfðasta árið var óg svo í söng-
leikjabekk og settum við upp söngleik um
vorið sem var mjög spennandi."
— Var ekki lærdómsríkt að nema leiklist
í New York, þar sem menning og listir eru
í hávegum hafðar?
„Þaö hefði veriö mjög lærdómsríkt að
geta farið regluiega í leikhús í New York
en því miður hafði ég ekki tök á því. Mjög
dýrt er að fara í leikhús og námslánin voru
af svo skornum skammti að ég gat ekki
leyft mér slíkan munað. Ég var þó svo lán-
söm að eiga góða vinkonu f New York
City Ballet og útvegaði hún mér af og til
frímiða á ballettsýningar. Svo ég gat a.m.k.
fylgst með því sem var að gerast í þeirri
listgrein."
Eiginmaður Sigrúnar, Björn Jónsson, lýk-
ur um jólin mastersgráðu í tölvufræðum
frá Florida Institute of Technology, en hann
lærði áður í New York. „Við Björn lukum
bæði námi vorið 1986 og fórum þá til
Flórída þar sem Björn ætlaði að taka mast-
ersgráðuna. Ég hefði alveg verið til í að
vera áfram í New York, kunni orðið mjög
vel við mig þar, en Birni líkaði aldrei jafn-
vel og vildi Ijúka náminu í Flórída þar sem
hann hafði verið áður. Enda sáum við okk-
ur ekki fært fjárhagslega að búa lengur í
New York. Ég tók því rólega fyrst í Flórída
og naut sólarinnar. Það hafði aldrei hvarfl-
að að mér að fara að leita að vinnu þarna
úti heldur vildi beita kröftum mínum í þágu
leiklistar á islandi. Nú, svo átti ég frum-
burðinn, Sigurð Björn, í janúarbyrjun á
þessu ári og hef haft í nógu að snúast síðan
við að sinna barnauppeldinu."
— Hver voru tildrög þess að þér bauðst
hlutverkið í jólaverki Þjóðleikhússins, Vesa-
lingunum?
„Benedikt Árnason, sem mun leikstýra
verkinu, hafði samband við mig sl. vor og
lýsti yfir áhuga á að fá mig til liðs við sig.
Þetta kom mjög flatt upp á mig en ákvað
samt sem áður að slá til og fara heim í
prufu. Ég hafði aldrei lesið þetta fræga
verk Victors Hugo og hentist út í bókabúð
og keypti bókina. Hins vegar var svo stutt-
ur tími til stefnu að ég náði ekki einu sinni
að lesa bókina til enda áður en ég fór heiml
Ég fór í söngprufu í Þjóðleikhúsinu og
var tjáð samstundis að ég fengi hlutverkið
og æfingar hæfust í septemberbyrjun. Við
hjúin höfðum nú ekki ætiað að flytja hingað
heim fyrr en um áramótin þegar Björn klár-
ar. Ég vildi þó ekki sleppa þessu einstæða
tækifæri og hugsaði mig ekki tvisvar um
þegar ég tók boðinu."
Aðspurð sagði Sigrún að sér fyndist
ákaflega spennandi að fara að takast á við
hlutverk Eponín í Vesalingunum. „Þetta
fræga verk Hugo er að mínu mati ákaflega
heiliandi og tónlistin, sem er eftir Claude-
Michel Schönberg, er stórkostleg. Það er
líka sérlega skemmtilegt að fá að spreyta
sig í söngleik því einsog ég sagði hér áöan
hef ég ákaflega gaman af að syngja. Þó
vil ég alls ekki „festast" í söngleikjum, mér
finnst ekki síður spennandi að fást við leik-
rit. Ég tel æskilegt að leikarar geti sungið
jafnt sem dansað og því lagði ég mikla
áherslu á þetta tvennt á meðan á námi
mínu stóð í New York."
— Varstu aldrei hrædd við þá hugsun
að koma hingað heim að loknu námi og
þurfa að hefja atvinnuleit, svo til óþekkt
meðal leikhússfólks?
„Jú mikil ósköp. Ég kveið satt að segja
mikið fyrir því að þurfa að fara að ganga
á milli leikhúsa og leita mér aö vinnu. Mér
finnst ég afskaplega lánsöm að hafa strax
fengið hlutverk. Ég er spennt aö byrja að
æfa og vona að mér fari hlutverkið vel úr
hendi", sagði Sigrún Waage að endingu.
BF