Morgunblaðið - 28.08.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.08.1987, Qupperneq 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Þórunn Kristjánsdóttir meó Snúllu. Herdís Rannveig Eiríksdóttlr með Rex. JL IMðmskeiðið í fullum gangi og Emilía að- Herdís kennir Rex að leggjast. stoðar einn þátttakenda. „Mjögánægðar með námskeiðið" Spjallað við tvo hunda- eigendur Á hlýðninámskeiðinu á Arn- arstöðum hittum við þær Þórunni Kristjánsdóttur og Herdísi Rannveigu Eiríksdóttur. Þórunn var með tíkina Snúllu en Herdís var með Scháffer- hund að nafni Rex. Elsti hundurinn sem hefur útskrifast frá Hlýðniskólanum er níu ára. Þar með afsann- ast það máltæki að ekki þýði að kenna gömlum hundi að sitja. Á námskeiðinu voru hundar á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Þaðtekur tólf vikur og er haldið einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Unnið er af krafti við ýmiss konar æfing- ar og hundunum er óspart hrósað fyrir það sem vel er gert. Hins vegar fá þeir orð í eyra ef þeir standa sig ekki nógu vel. Snúlla er rúmlega eins árs og Rex er níu mánaða. Þórunn var undrandi hvað Snúlla var fljót að læra, hún sagði hana vera mjög rólega og næma. „Hún titrar stundum af hræðslu þegar mikið er um að vera.“ Herdís sagðist hins vegar eiga í erfiðleikum með Rex á námskeiðunum en hann væri mjög góður heima. „Til þess eru þessi námskeið líka, að venja þá við að umgangast aðra hunda og láta þá hlýða sér,“ sagði Herdís. Þórunn og Herdís hafa báðar átt hund áður en þetta er í fyrsta skipti sem hundarnir þeirra hafa farið á hlýðninámskeið. Enda er. þetta í fyrsta skipti sem nám- skeiðið er haldið á þessu svæði. Þeim fannst báðum tími til kom- inn og það finnst greinilega fleirum vegna þess að aðsóknin er mjög mikil. Þórunn og Herdís voru spurð- ar að því hvort umhirða hund- anna tæki mikinn tíma. Þórunn sagði að hún þyrfti næstum ekk- ert að gera fyrir Snúllu. Feldurinn á henni væri þannig og í sveit- inni væri hún alltaf laus. Hún á líka Collie-tík sem lá fótbrotin heima og hana þarf að baða og snyrta. Rannveig sagði að hún þyrfti að kemba Rex á hverjum degi og baða hann tvisvartil þrisvar í viku. Hún býr á Selfossi þannig að Rex getur ekki verið laus en Rannveig sagðist hjóla með hann í bandi þrisvar á dag. Eldsnemma á morgnana, í há- deginu og á kvöldin. Herdís sagðist jafnvel freistast til þess að fara á framhaldsnám- skeið vegna þess að þeim Rex fyndist báðum svo gaman. Þór- unn tók undir það og sagði að Snúlla hefði verið komin upp í bíl á undan sér þegar þær voru að fara á námskeiðið. Þeim fannst báðum gaman að velta fyrir sér mismunandi hundategundum og hversu ólíkar þær væru. „Hver hundur hefur sinn persónuleika og þeir þurfa margirmikla athygli." Þærvoru ánægðar með námskeiðið en sögðust þó ekki vera nógu dug- legar við að æfa sig heima. „Þetta er ekki dýrt miðað við það sem maður fær út úr þessu og það er frábært að leiðbeinend- urnir skuli gera þetta i sjálf- boðavinnu." Snúlla stekkur leikandi yfir hindrunina. Hlýðniskólinn Hundaeigend- um kennt að þjálfa hundinn sinn Á túninu fyrir framan Arnar- staði í Hraungerðishreppi, þar sem Hundagæsluheimilið er rekið, heldur Hlýðniskóli Hundaræktarfélagsins nám- skeið einu sinni í viku. Þetta er ífyrsta skipti sem hlýðninám- skeið eru haldin fyrir hundaeig- endurá sumrin. Námskeiðin hafa verið haldin á Álftanesi síðastliðna fimm vetur en Guðríður Valgeirsdóttir fékk Hundaræktarfélagið til þess að halda námskeið á Arnarstöðum í sumar. Hlutverk Hundarækt- arfélagsinserað fræða menn um meðferð og uppeldi hunda og Hlýðni- skólinn er þáttur í þeirri starf- semi. Leiðbeinendurá námskeiðinu sem við fylgdumst með voru þær Emilía Sigur- steinsdóttirog Þórhildur Bjart- marz. Viðtókum Emilíu tali og báðum hana að segja nánarfrá Hlýðniskólanum. „Fyrst af öllu vil ég leggja áherslu á að Hlýðnk skólinn er fyrir alla hunda, ekki bara hreinræktaða," sagði Emilía. „Haldin eru hvolpanám- skeiö fyrir nýorðna og verðandi hundaeigendurog hlýðninám- skeið íþremurstigum. Þriðja stigið hefur þó aldrei verið kennt vegna mikillar aðsóknar í byrj- endanámskeiðin. Hundarnir verða að vera orðnir tíu mánaða til þess að geta tekið þátt í þeim. Þá eru þeir orðnir kynþroska og búnir að fara í gegnum erfiðustu þroskaskeiðin. Stefnan er að fara einnig út í sérþjálfanir eins og veiðiþjálfun og sýningarþjálfun. Á fyrsta stigi, byrjendanám- skeiðinu, er hundaeigendum kennt að þjálfa hundinn í hinum ýmsu hlýðniæfingum. Yfirleitt eru átta til tíu hundar í hóp og þann- ig lærir hundurinn að umgangast aðra hunda og annað fólk. Hon- um ert.d. kennt að sitja og bíða, liggja og bíða, ganga „á hæl“ þ.e. samsíða eigandanum, stökkva yfir hindrun, sitja kyrr á meðan hann er skoðaður og ganga laus „á hæl". Eigandanum er einnig kennt að kalla á hund- inn sinn og honum er kennd meðferð taums og keðju." Eftir hvert stig er tekiö próf. Emilía sagði að það væri sjald- gæft að hundar féllu á prófinu. Ef það gerðist þá tækju þeir bara nokkra tíma í viðbót og reyndu á ný. Æfingarnar gefa mismunandi mörg stig en fullt hús er tvö hundruð stig. Hundrað stig þarf til þess að ná. Dómararnir eru þrír, einn er utanaökomandi. Gefin er fyrsta, önnur og þriðja einkunn og skrifleg umsögn því að tölur segja ekki alltaf alla sög- una. „Eigandinn er oft spenntur í prófinu og hundurinn finnur það og gerir þar af leiðandi ekki eins vel og í tímanum á undan. Þeir hundar sem ná prófinu eftir fyrsta stig geta farið á annað stig, en það fer auðvitað eftir vilja hvers og eins," sagði Emilía. Á öðru stigi erfarið meira út í svokallaða vinnuhundaþjálfun en hún er kannski ekki nauösynleg fyrir heimilishundinn. Þá er hund- urinn sendur yfir hindranir með bendingu, kallað er á hann úr vissri fjarlægð og hann stoppað- ur, honum er kennt að sækja hlut og liggja með öðrum hund- um í hóp á meðan eigandinn fer úr augsýn, svo dæmi sé tekið. Enginn hundur er eins og að sögn Emilíu þarf hundaþjálfarinn að vera fljótur að sjá út hvernig koma á fram við hundinn. Það fer eftir skapgerð hans og eigin- leikum hvort hann þarf mikla blíðu og hrósyrði eða hvort það þarf að byrsta sig við hann og vera ákveðinn. „Við reynum að leysa öll vandamál sem fólk á við að stríða í sambandi við hundinn en í flestum tilfellum er hægt að kenna eigandanum um," sagði Emilía. „Hann gerir sér oft ekki grein fyrir hvað það er sem hann gerir rangt. Iðulega eru það smá- atriði sem skipta sköpum. Fólk er orðið miklu meðvitaðra um þörfina á því að þjálfa hund- inn sinn. Skapa þarf verkefni fyrir hann til þess að nýta eiginleika hans. Annars þroskast hann ekki. í þessu sambandi er spilað inn á veiðihvötina, varðeðlið og Þórhildur (t.v.) og Emilía (t.h.) ásamt einum þátttakanda á námskeiðinu. Moigunbiaðíð/sigurðurJónsson lyktarskynið svo eitthvað sé nefnt." Þegar Emilía var spurð um menntun þjálfaranna sagði hún að Hlýðniskólinn væri byggður upp á sjálfboðavinnu og því gæti reynst erfitt að fá fólk til starfa eins og gefur að skilja. „Við höf- um tvisvarfengið þjálfara erlend- is frá til þess að æfa okkur og horfa á okkur kenna. Einnig höf- um við lesið okkur heilmikið til. Við kennum eftir sama kerfi og hin Norðurlöndin og það stendur til að senda út þjálfara, líklega til Svíþjóðar, til þess að fá rétt- indi. Maðurverðursamtaldrei hundaþjálfari nema að hafa unn- ið mikið með hunda. Einnig er nauðsynlegt að vera mannþekkj- ari og hafa stjórnunarhæfileika til þess að geta stjórnað nám- skeiði. Einnig er gott að vera kunnugureiginleikum hverrar hundategundar og nota það til hliðsjónar við þjálfunina. En árin og reynslan gefa mest, maður þarf að hafa þjálfað ótal hunda til þess að geta svarað spurning- um fólks og greitt úr vandamál- um þess. Við erum um það bil hálfri öld á eftir öðrum löndum þar sem hundafélög og námskeið hafa jafnvel verið starfrækt í sextíu ár. Þetta færist þó allt í rétta átt. Við byrjuðum smátt en nú er Hlýöniskólinn orðinn stór stofnun. Það er búið að sækja um fyrir hundrað hunda fyrir vet- urinn." MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 B 7 GuðríAur Valgeirsdóttir meA heimilistíkina Þulu fyrir utan hundagæsluheimiliA. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leggjumokkurframvið að láta hundunum líða vel Rætt við einn for- ráðamann hunda- gæsluheimilisins að Arnarstöðum í Hraungerðishreppi Hvaða hundaeigandi kannast ekki við vandamálið sem komið getur upp þegar hann þarf að bregða sér að heiman í lengri eða skemmtri tíma og koma þarf heimilishundinum einhversstaðar fyrir? Ekki búa allir svo vel að eiga vini eða ættingja að sem hafa tíma og aðstöðu til að hugsa um húsdýrið, sem oft þarfn- ast sérstaklega mikillar umhyggju og ástúðar ífjarveru eigenda sinna. Hundaeigendur hafa síðustu ár getað leitað til Dýraspítalans sem þó annast hundagæslu aðeins í smáum stíl og ein- göngu stuttan tíma í senn. Fyrir fjórum árum varð breyting á þessum málum er komið var á fót rúmgóðu hunda- gæsluheimili á bænum Arnarstöðum í Hraungerðishreppi, skammt fyrir utan Sel- foss. Okkur lék forvitni á að fræðast nánar um tildrög stofnunar hundagæsluheimilis- ins svo og starfsemi þess. Því sóttum við hjónin á Arnarstöðum, þau Guðríði Val- geirsdóttur og Gunnar Gunnarsson, heim á dögunum, en þau hafa annast rekstur heimilisins frá upphafi. Húsbóndinn á heimilinu, Gunnar, var vant við látinn er blaðamenn bar að garði svo það var húsfreyjan, Guðríður, sem varð fyrir svörum. „Við hjónin erum bæði fædd og uppalin í Reykjavík en fluttumst hingað austur fyrir fjall fyrir 16 árum", sagð. Guðríður. „Fyrir um sex árum létu Hunda- vinafélag íslands og Hundaræktarfélag Islands í sameiningu reisa hús sem rekið skyldi sem hundagæsluheimili. Félags- menn vildu að húsinu yrði fundinn staður úti í sveit þar sem fjölskylda gæti annast hundagæsluna. Fyrir milligöngu vina var komið að máli við okkur og þar sem við höfum alltaf verið mikið hundaáhugafólk féllumst við á að húsið yrði reist á okkar landi. Hundagæsluheimilið höfum við nú starf- rækt í fjögur ár jafnt sumar sem vetur. Til að byrja með var aðsóknin i meðallagi enda starfsemin ný af nálinni og margir hundaeigendur vissu hreinlega ekki af henni. Þetta breyttist þó fljótt og eftir- spurnin jókst jaf nt og þétt ár f rá ári. Sumartíminn er auðvitað mesti annatíminn og hefur verið fullt hjá okkur í allt sumar." Aðspurð sagði Guðríður að sömu hund- . arnir kæmu ár eftir ár og hefðu margir eigendanna sagt að dýrin þekktu sig greini- lega strax við afleggjarann heim að bænum þegar komið væri með þá. „Hundarnir dvelja hér sjaldan lengi í senn, að vísu erum við núna með tvo sem eru búnir að vera hér ár, en það er óvana- legt. Margirtaka skiljanlega mjög nærri sér að þurfa að fara frá hundum sínum þó að þeir viti að hér sé þeim ekkert að vanbúnaði. Það er alveg ótrúlegt hversu fljótir hundarnir eru að taka gleði sína á ný eftir að eigendurnir hafa kvatt enda leggjum við okkur f ram um að láta þeim Ifða eins og heima hjá sér. Mikilvægt er að hundarnir hafi eltthvað hjá sér að heiman með lykt sem þeir þekkja og koma flestir með leikföng, teppi eða annað slíkt með sér. Hundarnirfá næga útiveru og hreyfingu, bæði komast þeir alltaf út úr húsinu út á afgirt svæöi og eins förum við reglulega með alla hund- ana í göngutúra. Ég get ekki betur séð en hundarnir séu hæstánægðir hér hjá okkur og þar skiptir ekki litlu máli félagsskapurinn sem þeir hafa hver af öðrum." Fjölskyldan á Arnarstöðum hefur í nógu að snúast því auk reksturs hundagæslu- heimilisins er hún með hrossarækt og -tamningar. Guðríðursagði að hunda- gæslustarfið væri mjög skemmtilegt en í senn afar krefjandi. „Gæsluheimilið er starfrækt allan ársins hring og segja má að maður komist aldrei frá. Hér þarf alltaf einhver að vera við. Sífellt er verið að koma með nýja hunda og sækja aðra. Þá eru engir fastir heimsóknartímar og geta eig- endurnir komið og heimsótt dýrin sín svo til hvenær sem er. Mikið þarf að sýsla í kringum hundana, þrífa, fóðra þá og viðra, bursta og síðast en ekki síst gæla við þá. Við hjónin eigum fjögur börn á aldrinum 9-20 ára og hafa þau verið okkur mikil hjálp. Á sumrin erum við auk þess með aðstoðarstúlku og veitir ekki af, enda alltaf fullt hús,“ sagði Guðríður Valgeirsdóttir. HeimilisfólkiA ð ArnarstöAum. F.v. Gunnar Gunnarsson, GuAríAur Valgeirs- dóttir, tengdasonurinn Halldór Vilhjálmsson og börnin Valgeröur, 20 ára, Ragna, 16 ára, Birgir, 13 ára og GuAmundur Valgeir, 9 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.