Morgunblaðið - 16.09.1987, Page 61

Morgunblaðið - 16.09.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 TENNIS / OPNA BANDARÍSKA MEISTARAMÓTIÐ Lendl sigraði þriðja árið í röð Martina Navratilova vann þrefalt IVAN Lendl frá Tókkóslóvakíu sigaði Mats Wilander frá Svíþjóð 6:7,6:0,7:6 og 6:4 í úrslitaleik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í fyrra kvöld. Þar með sigraði Lendl í mótinu þriðja árið f röð. Leikurinn stóð yfír í 4 klukku- stundir og 47 mínútur. Lendl hafði upp úr krafsinu 250 þúsund dollara eða um 9 milljónir fslenskra króna. Wilander fékk 125 þúsund dollara fyrir 2. sætið. „Að vinna þijú ár í röð er eitthvað sem mig heftir aldrei dreymt um. Ef einhver hefði sagt það við mig fyrir þremur árum, er ég hafði tap- að þremur úrslitaleikjum í röð, að ég ætti eftir að vinna næstu þtjú árin hefði ég aldrei trúað því,“ sagði Lendl eftir sigurinn. Wilander vann fýrstu lotuna 7:6 og var það eina lotan sem Lendl tapaði í allri keppn- inni. Hann hefur unnið 71 af síðustu 75 leikjum sínum, geri aðrir betur. ÞrefaK hjá Navratilovu Martina Navratilova og Emilio Snanchez sigruðu Betsy Nagelsen og Paul Annacone 6:4, 6:7 og 7:6 í úrslitum í tvendarleik. Navratilova bætti um betur því hún sigraði einn- ig í tvíliðaleik kvenna ásamt Pam Shriver. Navratilova vann því þref- alt að þessu sinni og varð fyrst kvenna tii að leika það eftir sfðan ástralska stúlkan Margaret Court gerði það 1970. Símamynd/Reuter Sigraði þriðja árið I röð Ivan Lendl hampar hér bikamum fagra eftir sigurinn í einliðaleik karla á opna bandarfska meistaramótinu í tennis í fyrra kvöld. Hann sigraði Mats Wilander í úrslitaleik 6:7, 6:0, 7:6 og 6:4. HANDBOLTI / ÞÝSKALAND Skoruðu samtals 15 mörk! Landsliðsmennimir Kristján Arason og Páll Ólafsson stóðu sig vel með liðum sínum í fyrstu umferð bundesligunnar í handknattleik um helgina. Kristján skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach og Páll 7 mörk fyrir Diisseldorf. Kristján átti stórieik Alfreð og Páll léku einnig vel KRISTJÁN Arason átti stórleik meö Gummersbach er liðið sigraði Swabing á útivelli, 22:18, í fyrstu umferð vestur- þýsku bundesligunnar í hand- knattleik um síðustu helgi. Krístján skoraði 8 mörk og var markahæstur. Alfreð Gíslason skoraði 6 mörk fyrir Essen f jafnteflisleik, 20:20, gegn Niimberg í Essen. Staðan í leikhléi var 9:9 en síðan hafði Essen ávallt forystu allt fram á síðustu mínútu et leikmönnum Niim- berg tókst að jafna. Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni ÍÞýskaiandi Páll Ólafsson stóð sig einnig vel í leik Diisseldorf og Milbertshoven sem endaði með jafntefli 20:20. Páll var markahæstur í liði Dusseld- orf skoraði 7 mörk. Sigurður Sveinsson gerði 3 mörk fyrir Lemgo er liðið tapaði á úti- velli fyrir Grosswaldstadt 23:16. Leikurinn var þó jafn f fyrri hálf- leik og staðan í leikhléi 9:9. En heimamenn tóku öll völd í seinni hálfleik og hreinlega kafsigldu leik- menn Lemgo skomðu 14 mörk á móti 7. Önnur úrslit vom þau að Hofweier sigraði Dormagen 30:23, Kiel sigr- aði Dortmund 22:20 og Massen- heim sigraði Göppingen 25:18. KNATTSPYRNA / ENGLAND Newell til Leicester Leicester, sem leikur í 2. deild, keypti í gær Mike Newell frá Luton fyrir 350 þúsund pund. Þetta er hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Newell er 23 ára vamarmaður og skoraði 13 mörk fyrir Luton á sfðasta keppnistfmabili en hefur ekki náð að festa sig í Luton liðinu það sem af er. Leicester er nú f næst neðsta sæti 2. deildar og hafa forráðamenn liðsins í hyggju að breyta því með þess- um kaupum. GETRAUNIR Einn með 11 vétta Enginn hafði 12 leiki rétta í síðustu leikviku fslenskra get- rauna. Fyrsti vinningur að upphæð kr. 321.068 flyst því yfír á næstu leikviku. Aðeins einn seðill kom fram með 11 leikjum réttum. Það var getspakur Akumesingur sem notaði einfaldan 8 raða seðil og fékk annan vinning óskiptan að upphæð kr. 137.596. Á laugardaginn kemur hefst sjón- varpsþáttur íslenskra getrauna á Stöð 2 og veður framvegis á dag- skrá á laugardagskvöldum kl. 19.19. Umsjónarmaður verður Heimir Karlsson. Hann mun fá til sín gestatippara í heimsókn í hvem þátt og hafa létt spjall um úrslit dagsins og spá í seðil næstu viku. .fji jjJöteim inu Getrauna- spá MBL. c 1 s s Tfminn c c Dagur RIMaútv. CM 8 s> n Sunday Expraaa Sunday Telagraph Sunday Mirror SAMTALS 1 X 2 Arsanal — Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 9 0 0 Chartton — Luton X 2 2 X X X 1 1 X 0 0 0 2 5 2 Chelsea — Norwich 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 9 0 0 Coventry — Nott. Forest 1 1 1 X 1 1 X 2 X 0 0 0 S 3 1 Derfoy — Sheff. Wed. 1 1 1 1 X 1 2 1 2 0 0 0 8 1 2 Everton — Man. Unhad X X 1 2 1 X X 2 X 0 0 0 2 6 2 Oxford — Q.P.R. 2 2 X 2 2 X 1 1 2 0 0 0 2 2 6 Watford — Portsmouth 1 1 1 1 1 1 1 1 X 0 0 0 8 1 0 Wast Ham — Tottenham 2 2 X 2 2 2 2 2 2 0 0 0 0 1 8 Huddarsf. — Aston Viila 1 2 1 X 1 X 2 X 2 0 0 0 3 3 3 Lelcestar — Plymouth 1 1 2 1 1 1 X 1 X 0 0 0 6 2 1 Man. Clty —Stoke 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 9 0 0 : iðsioki ii.m spmvðwmiJN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á H0RNIKLAPPARSTÍGS 0G GRETVSGÖIU S:i1783 •Sendumí • PÓSTKRÖFU Hii ÆFINGA- V.M. 86 Frábærir skór. Litur: Hvítt/blátt. Verð kr. 4.363,- Stærðir 3‘/z—12. Stenzer Unlversal Þrælsterkir leðurskór. Litur hvítt/svart. Verð kr. 2.412,- Stærðir 3l/a—6. Tokyo Léttir og liprir skór. Efni nylon/rúskinn. Stærðir2-ll. Verðkr. 1647,- Aeróbikkskór Úr sérstaklega mjúki leðri. Stærðir 36—42. Litir svart/ hvítt. Verð háir kr. 3.496,- Verð lágir kr. 3.114,- Handball Sterkir leðurskór. Litur blátt/hvítt. Verð kr. 2.595,- Stærðir 3l/a—12 Volley-Pro Góðir blakskór. Litur hvítt/blátt. Verð kr. 3.300,- Stærðir 5—11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.