Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 16.09.1987, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 TENNIS / OPNA BANDARÍSKA MEISTARAMÓTIÐ Lendl sigraði þriðja árið í röð Martina Navratilova vann þrefalt IVAN Lendl frá Tókkóslóvakíu sigaði Mats Wilander frá Svíþjóð 6:7,6:0,7:6 og 6:4 í úrslitaleik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í fyrra kvöld. Þar með sigraði Lendl í mótinu þriðja árið f röð. Leikurinn stóð yfír í 4 klukku- stundir og 47 mínútur. Lendl hafði upp úr krafsinu 250 þúsund dollara eða um 9 milljónir fslenskra króna. Wilander fékk 125 þúsund dollara fyrir 2. sætið. „Að vinna þijú ár í röð er eitthvað sem mig heftir aldrei dreymt um. Ef einhver hefði sagt það við mig fyrir þremur árum, er ég hafði tap- að þremur úrslitaleikjum í röð, að ég ætti eftir að vinna næstu þtjú árin hefði ég aldrei trúað því,“ sagði Lendl eftir sigurinn. Wilander vann fýrstu lotuna 7:6 og var það eina lotan sem Lendl tapaði í allri keppn- inni. Hann hefur unnið 71 af síðustu 75 leikjum sínum, geri aðrir betur. ÞrefaK hjá Navratilovu Martina Navratilova og Emilio Snanchez sigruðu Betsy Nagelsen og Paul Annacone 6:4, 6:7 og 7:6 í úrslitum í tvendarleik. Navratilova bætti um betur því hún sigraði einn- ig í tvíliðaleik kvenna ásamt Pam Shriver. Navratilova vann því þref- alt að þessu sinni og varð fyrst kvenna tii að leika það eftir sfðan ástralska stúlkan Margaret Court gerði það 1970. Símamynd/Reuter Sigraði þriðja árið I röð Ivan Lendl hampar hér bikamum fagra eftir sigurinn í einliðaleik karla á opna bandarfska meistaramótinu í tennis í fyrra kvöld. Hann sigraði Mats Wilander í úrslitaleik 6:7, 6:0, 7:6 og 6:4. HANDBOLTI / ÞÝSKALAND Skoruðu samtals 15 mörk! Landsliðsmennimir Kristján Arason og Páll Ólafsson stóðu sig vel með liðum sínum í fyrstu umferð bundesligunnar í handknattleik um helgina. Kristján skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach og Páll 7 mörk fyrir Diisseldorf. Kristján átti stórieik Alfreð og Páll léku einnig vel KRISTJÁN Arason átti stórleik meö Gummersbach er liðið sigraði Swabing á útivelli, 22:18, í fyrstu umferð vestur- þýsku bundesligunnar í hand- knattleik um síðustu helgi. Krístján skoraði 8 mörk og var markahæstur. Alfreð Gíslason skoraði 6 mörk fyrir Essen f jafnteflisleik, 20:20, gegn Niimberg í Essen. Staðan í leikhléi var 9:9 en síðan hafði Essen ávallt forystu allt fram á síðustu mínútu et leikmönnum Niim- berg tókst að jafna. Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni ÍÞýskaiandi Páll Ólafsson stóð sig einnig vel í leik Diisseldorf og Milbertshoven sem endaði með jafntefli 20:20. Páll var markahæstur í liði Dusseld- orf skoraði 7 mörk. Sigurður Sveinsson gerði 3 mörk fyrir Lemgo er liðið tapaði á úti- velli fyrir Grosswaldstadt 23:16. Leikurinn var þó jafn f fyrri hálf- leik og staðan í leikhléi 9:9. En heimamenn tóku öll völd í seinni hálfleik og hreinlega kafsigldu leik- menn Lemgo skomðu 14 mörk á móti 7. Önnur úrslit vom þau að Hofweier sigraði Dormagen 30:23, Kiel sigr- aði Dortmund 22:20 og Massen- heim sigraði Göppingen 25:18. KNATTSPYRNA / ENGLAND Newell til Leicester Leicester, sem leikur í 2. deild, keypti í gær Mike Newell frá Luton fyrir 350 þúsund pund. Þetta er hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Newell er 23 ára vamarmaður og skoraði 13 mörk fyrir Luton á sfðasta keppnistfmabili en hefur ekki náð að festa sig í Luton liðinu það sem af er. Leicester er nú f næst neðsta sæti 2. deildar og hafa forráðamenn liðsins í hyggju að breyta því með þess- um kaupum. GETRAUNIR Einn með 11 vétta Enginn hafði 12 leiki rétta í síðustu leikviku fslenskra get- rauna. Fyrsti vinningur að upphæð kr. 321.068 flyst því yfír á næstu leikviku. Aðeins einn seðill kom fram með 11 leikjum réttum. Það var getspakur Akumesingur sem notaði einfaldan 8 raða seðil og fékk annan vinning óskiptan að upphæð kr. 137.596. Á laugardaginn kemur hefst sjón- varpsþáttur íslenskra getrauna á Stöð 2 og veður framvegis á dag- skrá á laugardagskvöldum kl. 19.19. Umsjónarmaður verður Heimir Karlsson. Hann mun fá til sín gestatippara í heimsókn í hvem þátt og hafa létt spjall um úrslit dagsins og spá í seðil næstu viku. .fji jjJöteim inu Getrauna- spá MBL. c 1 s s Tfminn c c Dagur RIMaútv. CM 8 s> n Sunday Expraaa Sunday Telagraph Sunday Mirror SAMTALS 1 X 2 Arsanal — Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 9 0 0 Chartton — Luton X 2 2 X X X 1 1 X 0 0 0 2 5 2 Chelsea — Norwich 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 9 0 0 Coventry — Nott. Forest 1 1 1 X 1 1 X 2 X 0 0 0 S 3 1 Derfoy — Sheff. Wed. 1 1 1 1 X 1 2 1 2 0 0 0 8 1 2 Everton — Man. Unhad X X 1 2 1 X X 2 X 0 0 0 2 6 2 Oxford — Q.P.R. 2 2 X 2 2 X 1 1 2 0 0 0 2 2 6 Watford — Portsmouth 1 1 1 1 1 1 1 1 X 0 0 0 8 1 0 Wast Ham — Tottenham 2 2 X 2 2 2 2 2 2 0 0 0 0 1 8 Huddarsf. — Aston Viila 1 2 1 X 1 X 2 X 2 0 0 0 3 3 3 Lelcestar — Plymouth 1 1 2 1 1 1 X 1 X 0 0 0 6 2 1 Man. Clty —Stoke 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 9 0 0 : iðsioki ii.m spmvðwmiJN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á H0RNIKLAPPARSTÍGS 0G GRETVSGÖIU S:i1783 •Sendumí • PÓSTKRÖFU Hii ÆFINGA- V.M. 86 Frábærir skór. Litur: Hvítt/blátt. Verð kr. 4.363,- Stærðir 3‘/z—12. Stenzer Unlversal Þrælsterkir leðurskór. Litur hvítt/svart. Verð kr. 2.412,- Stærðir 3l/a—6. Tokyo Léttir og liprir skór. Efni nylon/rúskinn. Stærðir2-ll. Verðkr. 1647,- Aeróbikkskór Úr sérstaklega mjúki leðri. Stærðir 36—42. Litir svart/ hvítt. Verð háir kr. 3.496,- Verð lágir kr. 3.114,- Handball Sterkir leðurskór. Litur blátt/hvítt. Verð kr. 2.595,- Stærðir 3l/a—12 Volley-Pro Góðir blakskór. Litur hvítt/blátt. Verð kr. 3.300,- Stærðir 5—11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.