Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 10
10 B
jH»rgnnÞlaÍ>t& /IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987
KNATTSPYRNA / V—ÞYSKALAND
Ótrúlegur sigur
Gladbach á HSV
Ásgeir meiddist
BORUSSIA Mönchengladbach
rúllaði heldur betur yfir Ham-
borgara í vestur-þýsku 1.
deildinni á laugardaginn. Úr-
slitin uröu hreint ótrúleg, 8:2
fyrir Borussia, þrátt fyrir að
HSV hafi náö að skora fyrsta
mark leiksins. Þá varð Asgeir
Sigurvinsson fyrir þvf áfalli að
meiðsli hanstóku sig upp einu
sinni enn og verður hann nú
frá í 5-6 vikur til að fá sig aigjör-
lega góðan af þeim.
HSV náði forystunni í leiknum
á 8. mínútu en Gladbach, sem
er í þriðja sæti deildarinnar, náði
strax að svara með tveimur mörk-
um og tók síðan öll
völd á vellinum.
Uwe Rahn og
Hans-Jörg Criens
skorðu tvö mörk
hvor fyrir Bomssia og eitt mark
gerðu Hochstatter, Frontzcek og
Thiele og Baiersdorfer gerði eitt
sjálfsmark. Labbadia og Kaltz (víti)
gerðu mörk HSV. Þó undarlegt
megi virðast var leikurinn jafn lengi
vel. Þess má geta að júgóslavneski
markvörðurinn Pralija hjá HSV
fékk höfuðhögg og heilahristing í
upphafi leiksins, en var ekki skipt
út af fyrr en staðan var orðin 3:1.
Hamburger-liðið hefur nú fengið á
sig mikinn fjölda marka í vetur og
þær raddir eru famar að heyrast
að kallað verði á Uli Stein aftur —
en hann var rekinn frá félaginu
fyrir að beija einn leikmanna Bay-
em Munchen í leik í haust. Stein
er ekki samningsbundinn neinu fé-
lagi eins og er.
Ásgelr melddist
Ásgeir Sigurvinsson lék með
Stuttgart í fyrsta skipti í langan
ennogfórafvelli
I tíma í Kaiserslautem. Hann hafði
leikið mjög vel, en undir lok fyrri
hálfleiks tóku lærameiðslin sig upp
aftur og hann varð að fara af velli.
Ásgeir var greinilega sár, reif af
sér fyrirliðabandið og lamdi því í
jörðina. Nú er ljóst að hann verður
frá í 5-6 vikur; fyrr verður hann
ekki fullkomlega góður af meiðslun-
um.
Þess má geta að Immel, markvörð-
ur Stuttgart, var ekki með. Meiddist
á síðustu æfíngu fyrir leik er hann
lenti í samstuði við Ásgeir. Hart-
mann og Lelle komu Kaiserslautem
í 2:0 en Klinsmann minnkaði mun-
inn. Leikurinn var mjög góður.
Láras Guðmundsson lék ekki með
Kaiserslautem. En lið hans sýndi
þama að það er allt of gott til að
verða í botnbaráttunni.
Werder Bremen, sem er á toppi
deildarinnar, vann sannfærandi sig-
ur á neðsta liði deildarinnar,
Waldhof Mannheim, 3:1.
Köln, sem er í öðra sæti og er eina
liðið sem ekki hefur tapað leik á
tímabilinu, vann auðveldan
3:0-sigur á Homburg í Köln. Stein-
er gerði tvö mörk og Daninn
Povlsen eitt. Udo Lattek, tæknileg-
ur ráðgjafí hjá Köln og fyrram
þjálfari Bayem Múnchen, hefur
mætt í sömu bláu peysunni á alla
leiki liðs síns í vetur, og hefur ekki
þvegið hana síðan tímabilið hófst.
Það segist hann ekki munu gera
fyrr en Köln tapi leik. Greinilega
mikil happapeysa það!
Meistarar Bayem Múnchen unnu
öraggan sigur á útivelli gegn
Schalke, 4:1. . Lothar Mattheus,
Klaus Augenthaler og Andreas
Brehme léku ekki með meisturan-
um og í lið Schalke vantaði Toni
Schumacher og Olaf Thon. Michael
Rummenigge skoraði tvívegis fyrir
Bayem, Pflugler og Kögl eitt hvor.
Frá
Jóhannilnga
Gunnarssyni
ÍÞýskalandi
Reuter
Lars Lunda, Daninn i liði Bayem Munchen, fær hér ókeypis fíugferð eftir
að hafa lent í samstuði við Michael Prus, einn vamarmann í liði Schalke 04 á
laugardaginn. Bayem vann 4:1.
ITALIA
# ‘ ' !/Á
1 ' ' ' ' , h n"\
Reuter
Rush skorar
Ian Rush skorar hér fyrsta mark sitt i ítölsku deildinni fyrir Juventus. Giorgio Benini, einn vamarmanna Pescara, nær
að stöðva Wales-búann áður en hann þrumar knettinum í netið.
Fyrstu deildarmörk lan
Rush fyrir Juventus
Skoraði tvö í 3:1-sigrinum á Pescara á sunnudaginn
IAN Rush, fyrrum leikmaður
Liverpool, fann loks neta-
möskvana á Ítalíu á sunnudag-
inn er hann skoraði tvö mörk
fyrir Juventus í 3:1-sigri á Pesc-
ara í ítölsku 1. deíldinni í
knattspyrnu íTórínó. Mara-
dona og félagar hans hjá
Napoli máttu þola 1:0-tap gegn
Pisa á útivelli. Roma vann
Avellino 3:2 og skaust þar með
í efsta sœti deildarinnar eftir
þrjár umferðir.
Ian Rush skoraði í fyrsta sinn í
ítölsku deildinni á sunnudaginn
gegn Pescara, en hann hefur átt
við meiðsli að stríða að undanfömu.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins
á 43. mínútu eftir góðan undirbún-
ings Michaels Laudrap. Rush bætti
öðra marki við í síðari hálfleik.
Hann komst einn j gegnum vöm
Pescara, lék á markvörðinn og skor-
aði í autt markið. Vamarmaðurinn
Luciano Favero bætti þriðja mark-
inu við fyrir Juventus áður en
Brasilíumanninum Junior tókst að
minnka muninn fyrir gestina.
Meistarar Napoli töpuðu óvænt fyr-
ir Pisa á útivelli og var þetta fyrsta
tap þeirra í deildinni síðan í apríl.
Þessi úrslit komu á slæmum tíma
fyrir Napoli því liðið á mikilvægan
leik gegn Real Madrid á morgun,
miðvikdag, í Evrópukeppninni og
verða að vinna með þremur mörkum
til að komast áfram. Sigurmark
Pisa gerði Claudio Sclosa úr víta-
spymu á ■ 70. mínútu eftir að
Luciano Sola hafði bragðið vamar-
manninum Dunga innan vítateigs.
Pólveijinn Zbigniew Boniek skoraði
fyrir Roma í 3:2-sigri liðsins á
Ávellino. Vestur-Þjóðveijinn Hans-
Peter Briegel skoraði fyrir Samp-
doria í 3:1 sigri á Verona. Einá
mark Verona skoraði Daninn Pre-
ben Elkjær. AC Mflanó gerði
markalaust jafntefli við Cesena,
sem er í næst neðsta sæti deildar-
innar. Altobelli og Serena skorðau
mörk Inter Milan í 2:0-sigri á
Empoli.
Úrslit/B14
StaAan/B14
SPANN
Fjórða tap Barcelona
Real Madrid með fullt hús og markatöluna 23:1
BARCELONA nálgast botnsæt-
ið í 1. deildinni á Spáni, en liðið
tapaði fjórða leiknum í röð um
helgina. Melstarar Real Madrid
héldu hins vegar uppteknum
hætti og eru með fullt hús að
fimm umferðum loknum.
Luis Aragones var ráðinn þjálf-
ari Barcelona og Terry Vena-
bles látinn fara í síðustu viku, en
þjálfaraskiptin höfðu ekki sjáanleg
áhrif á liðið. Joseba Aguirre skor-
aði fyrir Bilbao, sem Howard
Kendall þjálfar, eftir aðeins tvær
mínútur og reyndist það eina mark
leiksins. Þremur mínútum síða-
skoraði Lineker fyrir Barcelona, en
þá reyndist Francisco Clos rang-
stæður og markið dæmt af. Sigur
heimamanna virtist aldrei í hættu,
en Bemd Schúster fékk besta mark-
tækifæri gestanna í seinni hálfleik
— þramuskot hans sleikti stöngina
utanverða.
Real Madrid vann Las Palmas 2:0
og skoraðu Hugo Sanchez frá Mexí-
kó og Milan Jankovic frá Júgó-
slavíu, en Michel Gonzalez lagði upp
bæði mörkin eftir að hafa leikið
vamarmenn Las Palmas grátt.
Meistaramir, sem hafa nú skorað
23 mörk í fímm leikjum og aðeins
fengið á sig eitt, tóku lífínu rneð ró
á Kanaríeyjum enda erfíður leikur
gegn Napólí í Evrópukeppni meist-
araliða á morgun.
Real Sociedad gerði góða ferð til
Barcelona og vann Espanol óvænt
4:0. Loren Juarros skoraði tvívegis,
en Jesus Zamora og Juan Mujika
sitt markið hvor. Eina marktæki-
færi heimamanna var vítaspyma á
72. mínútu, en Luis Arconada, fyrr-
um landsliðsmarkvörður Spánar,
gerði sér lítið fyrir og varði frá
Michel Pineda.
Úrsllt/B14
StaAan/B14
Emlllo Butraguono og félagar i
Real Madrid gera það heldur betur
gott þessa dagana.
HOLLAND
Enn sigruðu
meistaramir
PSV Eindhoven, hollensku
meistaramir frá því í fyrra, era
enn ósigraðir í 1. deildinni. Liðið
vann Feyenoord 3:1 um helgina.
Ástralinn Dave Mitchell skoraði
fyrir Feyenoord í fyrri hálfíeik en
Ronald Koeman 2 (1 víti) og Hans
Gilhaus fyrir PSV eftir hlé. Ajax
komst í annað sætið með 4:0-sigri
á Den Bosch. Ronald Spelbos gerði
2 mörk fyrir liðið og Henny Meijer •
og Amold Scholten sitt hvort. Leik-
menn Ajax létu það ekki á sig fá
þó einn besti maður liðsins, lands-
liðsmaðurinn Frank Rijkaard, hyrfí
á föstudaginn. Hann lenti upp á
kant við Johan Cruyff, þjálfara, fór
af æfíngu og lét ekki sjá sig á leikn-
um.