Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 16
r
NOREGUR
HANDKNATTLEIKUR / VESTUR ÞÝSKALAND
Bjarni SigurAsson .
Bjarni
léká
heims-
mæli-
kvarða
Brann tapaði samt
BJARNI Sigurðsson átti
stórleik með Brann um helg-
ina í útileik llðsins gegn
Molde. Hann varði hreint
ótrúlega vel og fær einkun-
ina 9 í Iferdens Gang, sem
er leikur á heimsmæli-
kvarða. Hann er að sjólf-
sögðu í liði vikunnar, bæði
í Verdens Gang og Dag-
bfadet og var einnig kosínn
besti maður leiksins af Aft-
enposten og Arbeiterblad-
et. En góð frammistaða
Bjarna nægði samt ekki til
sigurs, því Brann tapaði enn
eina ferðina, nú 2:1, og er í
mikilli fallhættu, þegar
tveimur umferðum er ólokið
í norsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu.
Moss lék gegn Ham Kam
í Hamar og tapaði 2:0.
Heimaliðið barðist af krafti allan
leikinn og uppskar verðskuidað-
•■■■■■I an sigur gegn
Frá áhugalausum
JóniÓttari leikmönnum
Karlssym Moss. Leikur
' ore3‘ Moss var ágætur
úti á vellinum, en fyrir framan
markið gekk ekkert upp. Lið,
sem ekki skorar, sigrar ekki og
því hafa leikmenn Moss fundið
fyrir í undanfömum leikjum.
Gunnar Gísiason var með bestu
mönnum og fær góða dóma.
Að 20 umferðum loknum er
Molde í 1. sæti með 41 stig, en
Moss er í 2. sæti me ð 38 stig.
Moss hafði forystuna í deildinni
lengst af, en hefur misst flugið
( síðustu leikjum. Sumir kenna
um of erfiðum æfíngum en aðr-
ir telja að ákvörðun þjálfarans
um að taka að sér Rosenborg
næsta keppnisttmabil hafi valdið
ókyrrð og óöryggi í herbúðum
Moss. En hvað sem öllum vanga-
veltum líður er víst að Moss
verður að taka á honum stóra
sínum til að eiga möguleika á
efsta sæti.
Önnur úralit:
Kongsvingcr- Biyne......4:0
Rosenborg - Ulleström...3:2
Tromsö - Mjöndaien.2:1
Váleringen - Start. 4:0
Staöan eftir 20 umferðir:
Molde 41 stig, Mo«s 88, Bryne 84, Kong-
svinger 33, Rosenborg 33, Tromað 31,
Vileringen 27, Brann 27, lilleström
26, Ham Kam 26, Mjöndaalen 22, Start
22.
Kristján í góðri æfingu
Morgunblaöið/Bjarni
Kristján Arason segist í mjög góðri æfíngu um þessar mundir. Hann hefur leikið sérlega vel með Gummersbach það sem af er keppnistímabilinu og er nú
meðal markahæstu leikmanna vestur-þýsku 1. deildarinnar. Hér skorar hann í landsleik gegn heimsmeisturum Júgóslava í Laugardalshöll í fyrravetur.
Kristján fér ham
föium'"
Skoraði sjö mörk í sigurleik Gummersbach í Essen
„ÉG er í betri æfingu en áður
og þetta hefur gengið mjög vel
hjá mér það sem af er tímabil-
inu,“ sagðí Kristján Arason,
handknattleiksmaður, í samtali
við Morgunblaðið. Kristján
leikur sem kunnugt er með
vestur-þýska liðinu Gummers-
bach og er liðið nú í efsta sæti
deildarinnar eftir sigur á Essen
á sunnudaginn. Kristjón átti
stórleik og var markahæstur
með 7 mörk. Alls skoruðu ís-
lendingarnir 19 mörk í bundesl-
igunni um helgina.
Leikur Essen og Gummersbach
var mjög vel spilaður og var
hann jafn allt fram í leikhlé er stað-
an var 9:9. Gummersbach, með
Kristján og mark-
Frá vörðinn Thiel í
Jóhannilnga aðalhlutverki, gerði
Gunnarssyni sfðan út um leikinn
ÍÞyskaland, . sejnnj hálflejk Qg
vann sannfærandi 22:18. Leikurinn
fór fram fyrir framan 5.000 áhorf-
endur í Essen og var mikil stemmn-
ing meðal þeirra. Alfreð Gíslason
var í gæslu allan leikinn en skoraði
engu að síður þijú mörk fyrir Ess-
en. Til gamans má geta þess að
Essen skoraði ekkert mark fyrir
utan.
Krlstján hofurgert 17 mörk
„Sigurinn var mjög mikilvægur fyr-
ir okkur. Við erum með nýjan
þjálfara og hefur hann haft góð
áhrif á liðið. Þetta lítur miklu betur
út en í fyrra," sagði Kristján eftir
sigurinn á Essen.
Kristján hefur nú gert samtals 17
mörk í fyrstu þremur leikjum liðsins
á þessu keppnistímabili og er maðal
markahæstu leikmanna deildarinn-
Palli aldrei verið betri
Páll Ólafsson hefur einnig gert það
gott hjá Dusseldorf það sem af er.
Hann skoraði fjögur mörk fyrir
Diisseldorf er liðið sigraði Göpping-
en 28:17 á laugardaginn. Staðan í
leikhléi var 14:5 fyrir Pál og fé-
laga. Hann hefur nú gert 16 mörk
fyrir Diisseldorf.
„Ég hef fundið mig mjög vel í fyrstu
leikjunum. Ég hef sjaldan eða aldr-
ei verið í betri æfingu. Við erum
með gott lið og æfðum mjög vel
fyrir tímabililið og erum bjartsýnir
á góðan árangur í vetur," sagði
Páll Ólafsson í samtali við Morgun-
blaðið.
Diisseldorf á að leika gegn Gum-
mersbach um næstu helgi. Hvemig
leggst leikurinn í Pál? „Gummers-
bach er með mjög sterkt lið núna.
Það verður áreiðanlega ekki heims-
endir þótt við töpum fyrir þeim.
Við förum mjög afslappaðir í leik-
inn. Við unnum þá á heimavelli
þeirra í fyrra og það getur allt gerst
núna,“ sagði Páll.
Sigurður skoraði 5 mörk
Sigurður Sveinsson skoraði 5 mörk
fyrir Lemgo er liðið tapaði fyrir
Schwabing 20:14 á útivelli. Staðan
í hálfleik var 10:9 fyrir heimamenn
en Sigurður og félagar náðu aðeins
að skora fimm mörk í seinni hálf-
leik.
Bjami með 10 mörk
Bjami Guðmundsson skoraði 10
mörk fyrir Wanne-Eickel er liðið
sigraði Bayer Leverkusen 25:24 í
2. deild um helgina. Þetta var jafn-
framt fyrsti sigur Wanne-Eickel í
deildinni. Schutterwald sigraði Wi-
esbaden, 23:18, í suðurdeildinni.
Urslit/B15
Staðan/B15
I