Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 2
2 B fttorgwtbfafrifr /IÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 JÚDÓ / OPNA SÆNSKA MEISTARAMÓTIÐ Bjami hlaut silfur BJARNI Friðriksson júdókappi úr Ármanni varð annar í sínum flokki á opna sænska meistara- mótinu í júdó sem fram fór um síðustu helgi. Bjarni glímdi við Jens Giesler frá Vestur-Þýska- landi í úrslitum og mátti þola tap. Engu að síður var þetta góður árangur hjá Bjarna þar sem þetta var fyrsta mót hans síðan hann meiddist í vor. Bjami keppti í +95 kg flokki og sat hjá í fyrstu umferð og andstæðingur hans í annari umferð mætti ekki. í 3. umferð glímdi hann Kuitert frá Hollandi og sigraði ör- ugglega á Yuko. Bjami vann síðan Andreas Preshel frá Vestur-Þýska- landi eftir stutta viðureign í undanúrslitum á Ippon. Hann varð síðan að lúta í lægra haldi fyrir ÞÝSKALAND Góður sigur Uerdingen á útivelli Atli Eðvaldsson og félagar í Bayer Uerdingen unnu ör- uggan sigur, 4:1, gegn Bochum á útivelli í vestur-þýsku 1. deild- inni í knattspymu í gærkvöldi. Atli kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og lagði upp þriðja mark Uerdingen. Stefan Kuntz var besti maður liðsins í gær og skoraði tvö mörk. Rudi Bommer gerði hin tvö mörk liðs- ins, það fyrra úr víti, og það síðara eftir góða sendingu Atla. Heinemann gerði eina mark heimamanna á 86. mínútu. Þess skal getið að leikur þessi hefur ekki verið færður inn á stöðu- töfluna á bls. B 14. Giesler í úrslitunum eins og áður segir. Auk Bjama tóku þeir Eiríkur Ingi Kristinsson og Halldór Hafsteins- son þátt í mótinu. Eiríkur keppti í BADMINTON LIÐ TBR varð í 3. til 4. sæti í Evrópukeppni félagsliða sem lauk í Austurrfki á sunnudag- inn. TBR tapaði fyrir dönsku meisturunum Triton í undanúr- slitum 0:7. TBR hafði áður unnið CYM frá Dublin, 6:1, Smach frá Hels- inki, 5:2 og 01 ve frá Antwerpen +65 kg flokki og tapaði strax í fýrstu glímu. Halldór Hafsteinsson hafnaði í 7. til 10. sæti af 36 keppendum í +86 kg flokki. Hann vann Ferrado frá Chile í fyrstu umferð síðan mætti hann Bravada frá Póllandi og tap- aði, en Pólveijinn sigraði síðan í þessum flokki. Halldór fékk upp- reisnarviðureign gegn Finnanum Kallama og vann. Loks tapaði hann fyrir Kiestler frá Sviss. Mótið sem fram fór í Lundi í Svíþjóð var mjög sterkt. Þátttakendur voru 250 frá 20 þjóðum. Næsta verkefni júdómanna er Áskorendamót hér heima 10. október. Að sögn Hákons Halldórssonar er Júdósambandið að hugsa um að senda tvo til þijá kepp- endur á heimsmeistaramótið sem fram fer í Essen í Vestur-Þýska- landi 19. til 22. október. 6:1. Árangur TBR verður að teljast góður þar sem 18 lið frá jafn- mörgum þjóðum tóku þátt í þessu móti. Leikurinn gegn Triton frá Álaborg í undanúrslitum tapaðist eins og áður segir 0:7. Danska liðið er nær eingöngu skipað landsliðsmönnum og gegn þeim hafa íslendingar hingað til ekki átt möguleika. Sveit TBR náði góðum árangri á Evrópumótinu Lenti í 3. til 4. sæti í Austurríki KNATTSPYRNA Halmlr Karlsson verður Víðismönnum eflaust styrkur ef hann leikur með liðinu, en hann varð sem kunnugt er markakóngur 2. deildar síðastlið- ið sumar. Heimir þjáKar Víði í Garði HEIMIR Karlsson hefur verið ráðinn þjálfari Víðis úr Garði fyrir næsta keppnistímabil. Heimir hefur þjálfað og jafn- framt leikið með ÍR-ingum síðustu tvö árin og var jafn- framt markahæsti leikmaður 2. deildar 1987. Heimir hefur náð góðum ár- angri með ÍR. Hann tók við liðinu í 3. deild 1986, kom því þá upp í 2. deild og hélt sæti sínu þar nú á nýloknu keppnistímabili. Heimir skrifaði undir eins árs samning við Víðismenn á sunnu- dagskvöld. Hann mun taka að sér þjálfun liðsins og auk þess mun hann leika með „ef hann kemst í liðið," eins og Jónatan Ingimars- son, stjómamaður í Víði, orðaði það í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Víðismenn féllu úr 1. deild í sum- ar en hafa fullan hug á að endurheimta sæti sitt aftur í 1. deild. GOLF / RYDER-BIKARKEPPNIN Fyrsti sigur Evrópubúa Sveit Evrópukylfínga gerði sér lítið fyrir og vann um helgina Ryd- er-bikarinn í golfi en það er bikar sem úrvalssveitir frá Evrópu og Bandaríkjunum beijast um á hveiju ári. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópubúar vinna keppnina, sem nú var haldin í 27. sinn. Keppnin var sérlega spennandi og skemmtileg auk þess sem kylfingam- ir léku flestir mjög vel. Sem dæmi um hve vel þeir léku má nefna að þeir Evrópubúamir Ian Woosnam og Nick Faldo léku átta af fyrstu tíu holunum á einu höggi undir pari, fengu sem sagt „birdie" eða fugl á átta holum, og bættu síðan við þremur fuglum til viðbótar á næstu holum og unnu þar með þá Curtis Strange og Tom Kite 5-4. Síðasta dag keppninnar vann Eamonn Darcy það afrek að vinna loks- ins leik í keppninni en hann tók nú þátt í sinni fimmtu keppni. Á 18. holunni setti hann niður um þriggja metra pútt úr erfíðri aðstöðu og sagði Jack Nicklaus, fyrirliði bandarísku sveitarinnar eftir púttið að þetta hefði verið tilvalið færi til að þrípútta. Hann ætti að vita það því hann hannaði jú völlinn. „Við höfum verið að segja Bandaríkjamönnum að kylfíngum í Evrópu hafí farið mikið fram undanfarin ár en þeir hafa ekki tekið mark á okkur. Nú sýndum við þeim það,“ sagði Nick Faldo himinlifandi eftir keppnina. BELGÍA ■ ■ Oruggur sigur Ander- lecht í íslands- slagnum Anderlecht, án Amórs Guðjo- hnsen, vann öruggan sigur á Guðmundi Torfasyni og félögum hans hjá Winterslag, 3:0, í belgísku 1. deildinni í knattspymu um helg- ina. Anderlecht og Mechelen em efst ogjöfn í deildinni með 13 stig. Kmcevic skoraði öll mörk And- erlecht sem lék á útivelli gegn Winterslag. Yfírburðir gestanna vom mikilir og vom þeir nær því að bæta við fleiri mörkum en Win- gerslag að skora einu sinni. Guðmundur Torfason lék með Wint- erslag og varð lítið ágengt við mark Anderlecht. Amór Guðhjonsen hefur átt við meiðsli að stríða í nokkum tíma. Hann lék þó með varaliði And- erlecht um helgina en náði ekki að sýna sitt rétta andlit. Úrsllt/B14 Staðan/B14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.