Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 C 11 Augljóst aðþörfiná 'ÆMgSflÍKliH karldönsurum erbrýn Morgunblaðið/Bjarni Athol Farmer og Phlllppo Tal- ard t.h. Phlllppo Talard og Quðrún Pálsdóttlr. (Mynd til vinstri) Athol Farmer og Katrín Hall. (Mynd til hægri) boðið síðastliðið vor að dansa sem gestir á íslandi. Þeir voru ekki á því máli að of mikið mæddi á þeim í sýningunni þó vissulega þyrftu þeir að dansa nokkuð meira hér en í sýningu Tanz Forum-flokksins í Köln þar sem fleiri karldansarar hefðu komið fram. Erfiðara hefði þetta þó verið þegar ballettinn var sýndur síðastliöið vor því þá hefðu á sama tíma staðið yfir sýningar Tanz Forum-flokksins í Köln og þeir því stöðugt veriö á ferð og flugi milli Reykjavíkur og Kölnar. Alls kváðust þeir hafa flogið ellefu sinnum á milli landal Athol og Philippe voru sammála um að vel hefði tekist til með upp- færslu verks Jochens Ulrich hér og bæri hin mikla aðsókn á sýning- una því glöggt vitni. Verkið væri mjög flókið í uppsetningu og hefði gengið ótrúlega vel að setja ajla inn í hlutverk sín. „Stúlkurnar í ís- lenska dansflokknum hafa staðið sig mjög vel svo og allir aðrir sem fram koma í sýningunni. Þó er augljóst að skorturinn á karldöns- urum stendur ballettflokknum fyrir þrifum," segir Athol. „Vonandi tekst hinum nýja listdansstjóra Þjóðleikhússins að sannfæra yfir- menn og þá sem fjárveitingarvald- ið hafa hve þörfin á karldönsurum er brýn. Okkur skilst að sýningin „Ég dansa við þig . ..“ sé vinsælasta og mest sótta danssýning (slenska dansflokksins frá upphafi, en að öllu jöfnu virðist vera lítill almennur áhugi á ballett hér. Skýringin er vafalaust sú hve flokkurinn er lítill og erfitt er að fá karldansara til liðs við hann. Hægt væri að leysa málið með því að ráða í það minnsta tvo karldansara erlendis frá í t.d. ár í senn. í New York þar sem atvinna fyrir dansara er mjög ótrygg er gnægð af atvinnulausum ballettdönsurum og hægðarleikur að verða sér úti um gestadansara þar." Athol og Philippe sögðu að sam- vinnan við fslenska dansflokkinn og stjórnendur hefði gengiö eins og best hefði verið á kosið og dvölin hér verið ánægjuleg. Þeir voru að síðustu inntir eftir því hvort þeir hefðu áhuga á að koma og dansa hér seinna ef eftir því yrði óskað. Athol svaraði um hæl að hann hefði mikinn áhuga á að koma aftur. Philippe tók í sama streng en dró í efa að hann hefði tækifæri til þess vegna anna er- lendis. Næsta ár hyggðist hann nefnilega leggja ballettskóna til hliðar og snúa sér að stjórnun ballettflokks í borginni Ulm í Þýska- landi. Þó væri aldrei að vita nema hann kæmi einhvern tíma aftur. - BF SAIJÐSVARTUR FATAIÐNAÐIJR íslensk fataframleiðsla á undir högg að saakja, þaö eru engar nýjar fréttlr. En hvað er til úrbóta? Er það lausn að léta rfkið borga brúsann? Ríklð borgar flelri mllljónir é ári til ullariðnaðarlns, er það lausn? Er það lausn að sameina öll fslensku ullarfyrlrtækin undlr elnn hatt? Fjöldafram- lelða sömu flfkurnar ár eftlr ár, gleyma gæðunum? Hugsa stórt og láta elns og vlð séum mllljónaþjóð án sérelnkenna? Er það ef tll vlll skekkjan? Að láta eins og vlð séum milljónaþjóðfélag, en ekki 260 þúsund elnstakir íslendingar, sem höfum hæfilelka, sjálfstæða hugsun og erum vits- munaverur. Hvar eru ðherslurnar? Það er eins og áherslurnar hafi færst til eða voru þær ef tll vill aldrei á réttum stöð- um? Það var kannski bara heppni að íslensk ullarframleiðsla naut mikilla vinsælda á sfðasta áratug. Það er þá sjálfsagt best að bfða bara eftir því að heppnin verði með okkur aftur, og vera ekkert að stressa okkur við að eltast við duttlunga markaðarins. Það er jú ekkert hægt að stóla á hann, það sýna sveiflurnar í sölunnni. Það er sorgarmynd sem blasir hvarvetna við íslenskum fataiönaði, það virðist stundum sem sauðkindin hugsi fyrir framleiðslunni. Það er mál að linni, tfmi uppstokkunar er fyrir löngu runninn upp. Byrjaö á nýjum grunnl Svo illa staddur sem fataiðnaðurinn er f dag virðist fátt annað til ráða en að jafna hann við jöröu í núverandi mynd. Byrja svo á nýjum grunni. Hver er sjálfum sér næstur, sópa þarf burt gömlu landlægu hugsuninni um aö hall- ærislegt sé aö kaupa íslenskt og jafnvel ennþá hallærislegra að vinna við fataiðnað- inn. Það er dapurt til þess að hugsa að við fslendingar kaupum ekki eigin framleiðslu nema hún heiti erlendum nöfnum, við viljum svo helst líka geta keypt vörurnar í verslunum sem bera erlend heiti. Ef við erum ekki stolt af eigin framleiðslu, hvernig getum við ætlast til að einhver kaupi framleiðsluna og gangi í henni með stolti. Ónýtlr markaölr Fullyrða má að markaðirnir hafi verið eyði- lagðir af sömu aðilum og þurfa á þeim að halda, framleiðendunum sjálfum. Þeir hafa undirboðið hver annan við fyrstu merki um dvínandi sölu. í gangi hefur verið heldur an- kannaleg verðstefna, stefnt er aö því að hafa framleiðsluvöruna sem ódýrasta, helst ódýr- ari. Sjálfsagt hefur einhverjum dottið í hug að vit væri í að framleiða minna en í hærri verðflokki, þ.e. hærri gæðaflokki. En hráefniö er alltaf það sama. Þó smá útlitsbreytingar verði er ansi erfitt að koma með vöruna á sama markaðinn og krefjast hærra verðs. ímyndin er sú sama, íslensk sauðaull. Reyndin er nefnilega sú að flest ef ekki allt sem hægt er að gera úr núverandi íslenskri ull hefur verið gert. Nýir litir koma árlega, ásamt nýjum sniðum og samsetning- um. Er ullin ekki bara gengin sér til húöar? Orðin úrelt og óhæf til að vera eina hráefnið i íslenskri fataframleiðslu. Nýtakmörk Allar breytingar á alþjóðamörkuðum eru orðnar svo örar, að smáþjóð eins og við, sem stólar á eitt afmarkað hráefni í fatafram- leiðslu til útflutnings, hlýtur að eiga undir högg að sækja. Hver þekkir ekki aðstæöurn- ar hjá litla sjálfstæða atvinnurekandanum, sem þarf að geta gengið í öll störf innan fyrir- tækisins, ef hann á að eiga sér lífsvon? Þannig þyrftum við lika að hugsa í fatafram- leiðslunni, verum sveigjanleg og reiðubúin að breyta framleiöslunni þegar þess þarf til að halda uppi heilbrigðu atvinnulífi. Hlúum að einingunni, einstaklingnum, sköpum okkur ímynd, undirstrikum fámennið, einstaklinginn á bak við verkið, einstakt, sérs- takt, spennandi. Feröamanna- iönaöurlnn Hægt væri að halda eftir hluta af íslensku ullarframleiðslunni og beina henni þá einung- is að ferðamannaiðnaðinum. Já, hvers vegna ekki að halda sig við „túristabransann" með ullina og láta sér síðan detta eitthvað annað í hug til að setja á alþjóðlega tískumarkaöi. Eins og t.d. að þróa nýtt band, eða flytja það inn, fyrir prjónavörur. Láta síðan útlit og handbragð vörunnar vera sérislenskt, hann- að og hugsað af íslenskum listhönnuðum. Og vera þannig sniðugir, ekki í að fylgja tísku- straumum, heldur að skapa nýja. Við erum jú stórhuga þjóð, ekki satt? Hví þá að láta sér nægja að fylgja eftir tísku- straumum, af hverju ekki að láta heiminn fylgja okkar tískustefnum. fcg hefði haldið að við værum nægjanlega stórhuga til þess, eða hvað ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.