Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 ntfi Athol Farmer Tveir gestadansarar koma fram í ballettsýningu íslenska dansflokksins „Ég dansa vlð þig ..Frakkinn Philippe Talard og Nýsjálendingurinn Athol Farmer, en þeir eru báðir aðaldans- arar við Tanz Forum-fiokkinn f Köln þar sem Sveinbjörg Alexanders starfar sem baliettmelstari. Rhilippe Talard hefur komið víða við í ballettheiminum og verið aðal- dansari við flokkana Ballet du XX' sciecle undir stjórn Béjarts, Þjóð- arballett Portúgals, Borgarballett- inn í Rio de Janeiro, Ballett Royal des Flanders og Tanz Forum-flokk- inn í Köln. Nýsjálendingurinn Athol Farmer var um skeið aðaldansari við Konunglega ballettinn á Nýja Sjálandi og hefur frá stofnun verið aðaldansari Tanz Forum-flokksins í Köln. Báðir tóku dansararnir þátt í uppfaerslu Tanz Forum-flokksins í Köln á verkinu „Ég dansa við þig ..." en þar var verkið fyrst sýnt og hlaut fádæma góðar við- tökur. Mikið mæðir á gestadönsur- unum tveimur í danssýningu íslenska dansflokksins. Auk þess eru þeir hér heima að undirbúa sig fyrir næstu sýningu Tanz Forum sem verður í Köln um miðjan mán- uðinn. Þeir gáfu sér samt tíma á milli æfinga til að spjalla stuttlega viö blaðamann. Aðspurðir sögðust þeir félagar hafa tekið vel í það þegar þeim var Alltaf ánægjulegt að starfa hér heima — segir Svelnbjttrg Alexanders, stjórnandl uppfaarslu íslenska dansflokkslns á þýska verkinu „Ég dansa vitt þig ■ . Ein vinsælasta danssýning ís- lenska dansflokksins frá upphafi „Ég dansa viö þig . . eftir þýska danshöfundinn Jochen Ulrich, er nú aftur á fjölum Þjóö- leikhússins, en verkið var sem kunnugt er frumsýnt sfðastliðið vor. Sveinbjörg Alexanders, ball- ettmeistari Tanz Forum-ballett- flokksins f Köln, stjómaði œfingum á dansi sfðastllðið lelkár ásamt höfundinum en Ásdfs Magnúsdóttlr, aðstoðarmaður þeirra, hefur nú æft sýninguna upp að nýju með íslenska dans- fiokknum. Sveinbjörg staldraði hér stutt við í síðustu viku til að fylgja ball- ettsýningunni úr hlaði og spjallaði blaðamaður þá við hana. Hún var fyrst beöin um að segja stuttlega frá dansferli sínum. „Eg byrjaði í Listdansskóla Þjóðleikhússins og hélt síðan út til Lundúna í fram- haldsnám við Konunglega ballett- skóiann,“ segir Sveinbjörg. „Síðar starfaði ég í fimm ár með ballett- flokknum í Stuttgart. Með Tanz Forum flokknum í Köln hef ég starf- að frá upphafí eða alls 17 ár, dansaði í 15 ár og ballettmeistari sl. tvö ár. Auk þess hef ég kennt og samið dansverk fyrir óperur, söngleiki, leikrit svo og nútíma- verk. Á síðari árum hef ég einnig leikið í nokkrum leikritum sem Jochen Ulrich hefur leikstýrt. Um þessar mundir er ég t.d. að æfa fyrir leikrit hans „Tchaikowsky" eftir sögu Klaus Mann sem fjallar um ævi og dauða tónskáldsins." Sveinbjörg hefur einnig starfað nokkuð hér heima á undanförnum árum. Hún stjórnaði uppfærslu ís- lenska dansflokksins á Sinfónísk- um etýðum eftir Jochen Ulrich og einu af hennar eigin verkum, Dans- kokkteil. Þá dansaði hún aðalhlut- verkið í Blindisleik Jochens Ulrich og Jóns Ásgeirssonar og var jafn- framt aðstoðardanshöfundur. Aðspurð sagði Sveinbjörg að hún væri hæstánægð meö upp- færslu íslenska dansflokksins á verkinu „Ég dansa við þig . . .“. „Sýningin samanstendur af 22 ólíkum dansatriðum og hæfa mörg þeirra ekki hvaða dansara sem er. Mér finnst hafa tekist mjög vel til með að velja rétta dansara fyrir hvert atriði, ætla mætti að verkið hefði verið samið fyrir íslenska dansflokkinn. Egill Olafsson og Jóhanna Linnett sem leika undir, syngja og segja frá eru einnig hreint út sagt frábær. Jochen Ulrich höfundur verkSins var á sama máli og lýsti yfir mik- illi ánægju meö þaö hvernig til hefði tekist með uppfærslu sýning- arinnar hér. Við vorum á einu máli um að sérlega gott hefði ver- iö að starfa meö íslenska dans- flokknum svo og öðru starfsfólki Þjóðleikhússins. Þaö er ánægju- legt að sjá hve góðar undirtektir sýningin hefur hlotiö hér og stafar það vafalaust af því hve hún er fjöl- breytt og því við allra hæfi. Þá er mikil lyftistöng fyrir flokkinn að fá gestadansarana tvo til liðs við sig en þeir eru báðir aðaldansarar við Tanz Forum-flokkinn í Köln og mjög hæfir." — Hefurðu í hyggju að leggja leiklistina fyrir þig? „Mér finnst mjög spennandi að fást við leiklist og hef auk dansins áhuga á að leika hvenær sem tæki- færi gefst. Það er tilbreyting að tjá sig með orðum eftir hafa túlkaö dans án orða í meira en 20 ár. Þá hef ég einnig mjög gaman af að kenna bæði klassískan dans og nútímadans. Þó að klassískur dans sé nauðsynleg undirstaða fyrir alla ballettdansara þá finnst mér nútímadans ekki síður mikilvægur. Á síðustu árum hefur nútímaball- ettflokkum fjölgað mjög víða um heim og sömuieiðls hefur það færst í aukana að hefðbundnir ballettflokkar taki nútímaverk til sýningar." — Er von á þér aftur á næst- unni? „Það er nú allt óákveðið í þeim efnum. Ég hef í mjög miklu að snúast úti og get aðeins staldrað stutt við núna vegna anna. Ég hef þó mikinn áhuga á að koma aftur og aðstoða íslenska dansflokkinn. Það er alltaf ánægjulegt að starfa hér heima." — BF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.