Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 B 15 IVIYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Tvennir tímar — gamanmynd Joshua Then and Now ☆ ☆ ☆ Leikstjóri: Ted Kotcheff. Hand- rit: Mordecai Richler, byggt á samnefndri bók hans. Tónlist: Philippe Sarde. Framleiðendur: Robert Lantos og Stephen J. Roth. Kanadisk, gerð úr stuttri sjónvarpsmyndaröð. Aðalleik- endur: James Woods, Gabrielle Lazure, Michael Sarazzin, Alan Arkin. Kanadísk. 20th Century Fox 1985. Virgin Video 1987. Steinar 1987. 116 min. Þessi mynd hins athyglisverða, kanadíska leikstjóra, Ted Kotcheff, á lítið skylt við kunnustu mynd hans, First Blood, er hleypti Rambo-myndaæðinu af stað, en minnir þess meira á hina mannlegu skoðun á uppgangi gyðingadrengs í The Apprenticeship of Duddy Kra- vitz (1974), og fáanieg er hér á leigum. Enda eru báðar myndirar gerðar eftir skáldsðgum kanadíska gyðingsins Mordecai Richler sem báðar taka fyrir „umhverfisvanda- mál“ gyðinga; lífsbaráttu þeirra í oft hatursfullu nábýli við aðra kyn- þætti og trúarbrögð. Eins fjalla báðar um uppgang vissra einstakl- inga sem víst má telja að sé höfundur. Að þessu sinni fylgjumst við með Joshua (Woods), sem elst upp í Kanada eftir síðari heimsstyijöld- ina. Aðstæðumar eru langt frá því að vera góðar; faðirinn smákrimmi en móðirin hefur í þau og á, eftir að fyrirvinnan lendir í steininum, með því að fletta sig klæðum á vínstofum. Heldur óvenjulegt gyð- ingauppeldi það. En Woods er efnispiltur sem lætur ekki ömurleg- ar aðstæður á sig fá. Hugur hans stefnir til ritstarfa og hann brýst úr sjúskuðu andrúmslofti æskunnar til metorða sem rithöfundur í Eng- landi. Þar kynnist Woods m.a. eigin- konu sinni (Lazure), sem er af kristnum aðalsættum og flytja þau aftur til Kanada. Nú brosir veröldin við Woods, hann er á hvers manns vörum, verður frægur og eftirsóttur fjölmiðlamaður. Gömul gildi gleym- ast, eins kemst hann á snoðir um ýmislegt gruggugt í ferli föður síns (Arkin). Nú er tími kominn til að stokka upp spilin að nýju og það er kona hans sem opnar spilakass- ann og leggur þau á borðið fyrir framan hann. Það er unun að fylgjast með Woods í hlutverki Joshua, sem gef- ur honum tækifæri að sýna á sér allt aðra hlið en þá sem við erum vön að sjá í myndum á borð við Salvador, Once Upon a Time in America og Against all Odds. Hann túlkar hinn óbifandi rithöfund af einurð og gamansemi og myndin öll er meinfyndin og gagnrýnin þjóðfélagsskoðun. Lazure er hvort- tveggja, fogur og hæfíleikarík leikkona en það er enginn annar en Alan Arkin í hlutverki hins bráð- snjalla bragðarefs, föður hans, sem ber sigurorð af öðrum ágætum leik- urum myndarinnar. Óvenjulegt, einkar vel unnið gamansamt drama sem færir áhorfandann á býsna ókunnar slóðir í fleiri en einni merk- ingu. Hrak eða hetja? — drama Sergeant Ryker ☆ ☆ >/2 Leikstjóri: Buzz Kulik. Handrit: Seeleg Lester og William D. Gor- don, byggt á sjónvarpsmyndinni The Case Against Seargent Ry- ker. Framleiðandi: Frank Tel- ford. Aðalleikendur: Lee Marvin, Bradford Dillman, Vera Miles, Peter Graves, Lioyd Nolan. Bandarísk. Universal 1968. Laugarásbíó 1987. 82 mín. Öllum leyfð. Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Nornirnar í Eastwick ★ ★ ★ Nicholson fær gullið tæfifæri til að skarta sínum innbyggða fítons- krafti en Miller iætur augsýnilega verr að stýra mönnum en maskín- um. - sv Seinheppnir sölumenn ★ ★ ★ 1/2 Aldeilis frábær gamanmynd um bíræfna sölumenn í Baltimore árið 1963. Barry Levinson aftur ó heimaslóðum með DeVito og Dreyfuss í fínu formi. - ai Tveir á toppnum ★ ★ ★ Tveir ó toppnum er óvenju góð flétta spennu- og skemmtimyndar þar sem mannlegi þátturinn hefur ekki gleymst. - sv Svarta ekkjan ★ ★ ★ Veik efnisuppbygging kemur á óvart, en góðir sprettir hjá eftir- tektarverðum en misjöfnum leik- stjóra og ákveðin tök hjó vel völdum, fyrsta flokks leikkonum bæta úr skák. En kvikmyndataka eins besta tökumanns og lýsingar- meistara samtímans bætir einni stjörnu í sarpinn og gerir myndina að sannkölluðu augnayndi. - sv HÁSKÓLABÍÓ Löggan í Beverly Hllls II ★ ★ 1/2 Murphy er í slíkum súperstjörnu- klassa að þaö hlæja allir þó að hann sé aö endurtaka brandarann. - sv STJÖRNUBÍÓ La Bamba ★ ★ ★ Heiðarleg, vel gerð, leikin og upp- tekin mynd um þann merkistónlist- armann, Ritchie Valens. Hann vann það kraftaverk með einungis örfáum lögum ó örskömmum ferli aö hefja latínskt rokk til vegs og virðingar. - sv Hálfmána8trætl ★ Sigourney Weaver og Michael Caine í tilgerðarlegri og hrúleiðin- legri mynd um óstir frístundamellu og lávarðs í Bretlandi. - ai Steingarðar ★ ★ ★ Nýjasta mynd Coppola um áhrif Víetnamstríðsins heima í Banda- ríkjunum. BÍÓHÖLLIN RándýriA ★ ★ ★ Spenna og sprengingar í fimmta gír. Dæmigerð Schwarzenegger- formúlumynd en fróbærtækni. - sv Hafnd busanna II ★ Ljótu andarungarnir sigra á ný. Fátt nýtt og skemmtilegt. - ai Hvar er stúlkan? ★ ★ 1/2 Þrátt fyrir að Madonna dragi ekki af sér við að hrella áhorfendur með leiðigjörnum smástelpustælum má hafa gaman af myndinni, þökk sé Foley og Dunne. - sv Logandi hræddir ★ ★ ★ Frískur og hressilegur Bond eftir mjög tímabæra andlitslyftingu. - ai TRAITOR...ob HERQ? fXPi OOfS tNTO ACTtOH A S "SnHCiEAtVT RYHliir Það á vel við að gefa þessa mynd út núna þar sem hún sannar gust- mikla leikhæfileika Lee Marvins heitins á góðum degi. En í dag er hans kannski frekast minnst af heldum ómerkilegum B-myndum sem hann veigraði sér ekki við að leika í síðari árin. En Marvin var með þekktari leikurum í sjónvarpi þegar það var að slíta bamsskónum á sjötta áratugnum. Þá var hann fastagestur í ýmsum þekktustu „leikhúsum" sjónvarpsstöðvanna, sem að flestra áliti voru einn erfíð- asti vettvangur leikara fyrr og síðar. Þau sendu út beint, undir stjóm valinkunnra leikstjóra, sem síðar meir áttu eftir að gera garð- inn frægan í kvikmyndum, eins og t.d. John Frankenheimer. Og æf- ingatíminn var stuttur. Það var því ekki annað en úrvalsfólk sem sóst var eftir í þessa sjónvarpsliði. Einn þeirra var Bob Hope Presents The Chrysler Theatre, og einn þátturinn var einmitt The Case Against Sgt. Ryker. Þar þótti hinn fallni vinur vor af tjaldinu fara svo vel með titil- hlutverkið að þátturinn var unninn upp og endurbættur og þvínæst dreift um heiminn, utan Banda- ríkjanna, sem kvikmynd í fullri lengd. Var þetta fyrsta sjónvarps- efnið sem hlaut slíka meðhöndlun, sem á tímabili var all tíð. Annars er Seargent Ryker réttar- salsdrama sem á sér stað í Kór- eustríðinu. Marvin hefur verið fundinn sekur um landráð og bíður þess að vera hengdur. Hann á að hafa látið Kínveijum i té ýmis hem- aðarleyndarmál en ver sig hinsveg- ar með því að hafa gert þetta að skipun ofursta til að komast að upplýsingaleka úr aðalstöðvum Bandaríkjahers. Vandinn er bara sá ofurstinn er fallinn. Nokkuð kunnuglegt efni í marga staði en borið uppi af einkar kröft- ugum leik Marvins, sem í annan tíma var tæpast betri á löngum og litríkum ferli. Dillman er einnig í sínu besta formi, eins gefur að líta ágætisleikarana Miles og Nolan. Velkomin mynd öllum aðdáendum Marvins og þeim sem vilja fá sönn- ur um ágæti hans. — spennumynd Terminal Entry ☆ */2 Leikstjóri: John Kincade. Kvik- myndataka: James L. Carter. Handrit: David Michey Evans og Mark Sobel. Tónlist: Gene Hob- son. AðaUeikendur: Paul Smith, Yaphet Kotto, Edward Albert, Heidi Helmer, Rob Stone. Bandarísk. International Releas- ing Corp. 1987. Steinar hf. 1987. 95 mín. Tölvuleikir em orðnir vinsælt myndefni hjá hugmyndasnauðum kvikmyndagerðarmönnum. Hér kemur enn ein útgáfan: arabískir hryðjuverkamenn voka sunnan landamæranna við San Diego og sæta færis að komast norður yfír. Skólastrákar í skemmtiferð fara í tölvuleik og komast inní tölvu- vinnslu arabanna. Fer þá allt í háaloft. Olíuhreinsunarstöð sprengd í loft upp og mönnum slátr- að af miklum móð. Sjálfír verða skólastrákamir aðalskotmark hryðjuverkamannanna svo það er ekki um annað að ræða fyrir þá en að vinna spilið. Hér er fátt nýtt á ferðinni, við höfum séð þetta allt saman ein- hvers staðar áður. Terminal Entry er hvorki góð né slæm heldur með- almennskan dæmigerð. Söguþráð- urinn er hraður og hávaðinn mikill. Myndir sem Terminal Entry eiga furðu marga aðdáendur á mynd- bandaleigunum. Merkilegt nokk, þegar myndir á borð við hana stand- ast varla samanburð við meðal spennuþátt í sjónvarpinu. Aftursnúinn útrýmandi Útrýmandinn II — Exterminator II ☆ Leikstjóri: Mark Buntzman. Handrit: Buntzman og William Sachs. Kvikmyndataka: Bob Baldwin og Joseph Mangine. Tónlist: David Spear. Framleið- endur: Golan/Globus. Aðalleik- endur: Robert Ginty, Deborah Geffner, Frankie Faison, Mario Van Pebbles. Bandarísk. Cannon Fiims 1985. Tefli 1987. 83 mln. Á myndum sem þessum ætluðu þeir félagar, Golan og Globus að ná heimsjrfírráðum á hvíta tjaldinu og þótti flestum bjartsýni þeirra jaðra við fírru. Enda fór sem fór. Útiýmandinn II er einfaldlega ósköp þreytt eftirherma frummynd- arinnar sem var sýnu skárri, þótt seint verði hún talin til meðal- mynda, hvað þá heldur meira. Á sem ódýrastan hátt er hér sullað saman í einn graut heljarmenninu sem „hefur afl á við heila her- sveit", þeldökkum hjálparkokki hans (leikinn af Van Pebbles, sem átti góð augnablik í Heartbreak Ridge, en ekkert hér), albölvuðum leðuijakkapönkurum og sætu kær- ustunni góðu, sem náttúrulega er nauðgað og svo drepin í ofanálag. Þetta er mynd þar sem ofbeldið ræður ofbeldisins vegna og allt er gert í þeim tilgangi einum og hala inn fljótfengna aura. Vansæl mynd. Bláa Botty ★ ★ V2 Ofsafengin ástarsaga um Zorg og Betty frá einum af athyglisverð- ustu leikstjórum Frakklands. Velleikin, vel gerð og vel þess virði. - ai Lögregluskólinn 4: Allir á vakt ★ Endurtekið efni. Það nennir enginn að halda samhengi í frásögninni, stutt en yfirleitt ófyndin og kjána- leg brandaraatriði taka viö hvert af öðru og það er fátt nýtt í þeim. - ai Leynilöggumúsin Basil ★ ★ ★ ★ Einhver alskemmtilegasta og vandaðasta teiknimynd sem hér hefur verið sýnd lengi (sýnd um helgar). - ai Mjallhvít og dvergarnlr sjö ★ ★ ★ ★ Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd; tímamótaverk, klassík, gimsteinn (sýnd um helgar). - ai Angel Heart ★ ★ ★ Verulega góður satanfskur hryllir frá Alan Parkor. - ai Blátt flauel ★ ★ ★ Það er rétt sem stendur í auglýs- ingunni. Blátt flauel er mynd sem allir unnendur kvikmynda verða að sjá. - sv REGNBOGINN Stjúpfaölrinn ★ ★ ★ Sérlega vel gerður hryllir um fjöl- skyldumorðingja sem leikur fyrir- myndarföður en breytist í drápara þegar hin fullkomna fjölskylduí- mynd sem hann leitar aö, bregst honum. - ai Omegagengið ★ Gamalkunn formúla og lítil ævin- týramennska í framsetningu. Aðaláhersla lögð á að aldrei þagni í byssukjöftum og bílmótorum. - sv Malcolm ★ ★ Fáránlegt efnið mundi sóma sér mun betur í hreinræktuðum farsa en í þeirri hálf-dramatísku meðferð sem það fær hér. Hin þéttvaxna Davis er vegleg þungamiðja mynd- arinnar. - sv Vild’ðú værir hér ★ ★ ★ V2 Vildi að þú værir hér er mynd sem enginn lætur framhjá sér fara sem ann listaverkum á tjaldinu. - sv Herklæði Guðs ★ Hroðvirknislega gert eins alltaf. Stundum er eins og Jackie Chan geri tvær myndir á dag: eina fyrir hádegi og eina eftir mat. - ai Herdeildin ★ ★ ★ ★ Hin margverðlaunaða Víetnam- mynd Oliver Stones. Platoon er yfirþyrmandi listaverk. Isköid, al- varleg áminning um stríösbrölt mannskepnunnar, fyrr og siðar. - sv Súperman IV. ★ Súperman fjögur tekur að sór að iosa okkur við kjarnorkuvopnin. Heldur þunnur þrettándi allt sam- an. - ai Samtaka nú^ ★ Endursýnd bandarísk grínmynd um japanska bílaframleiðendur sem taka að sér stjórn bílaverk- smiðju í smábæ í Bandarikjunum. Miðlungsmynd að öllu leyti. - ai LAUGARÁSBÍÓ Fjör á framabraut ★ ★ V2 Gamanmynd með Michael J. Fox í aðalhlutverki um strák sem kem- ur sér áfram i viðskiptaheiminum. Eureka ★ ★ 1/2 Heldur stefnulaus en skemmtilega Roegísk með Gene Hackman stór- góðum í aðalhlutverkinu. - ai Komlð og sjáið ★ ★ ★ ★ Meistaraverk rússans Elem Klimovs. Um þjóðarmorð í Hvíta- Rússlandi í síðari heimsstyrjöld- inni. Mögnuð mynd, sem lætur engan ósnortinn. - ai Valhöll ★ ★ 1/2 fslenskt tal á danskri teiknimynd sem byggir á norrænni goðafræði. Mjög norrænt og gott allt saman. - ai BÍÓHÚSIð Hjónagrfn ★ ★ V2 Á köflum meinfyndin mynd um blómlegt ástarlíf fransmanna. Líður fyrir óþarfa groddaskap. - sv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.