Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 12
12 B JttgrgwiftliiMfr /ÍÞRÓTTIR ÞRHXJUDAGUR 27. OKIÓBER 1987 Morgunbiaðið/Bjarni Eiríksson Qlasnost or vfAar en í Sovét! Þessi Stberíukálfur hefur heldur betur orðið ÞaA ani ongln hjólbörudekk undir honum þessum! Gamli Broncoinn virðist fyrir vestrænum áhrifum. í hesthúsinu er núna amerfsk átta gata þrekvél. hvergi betur heima, en í hluverki torfærutröllsins. Tröllaukin smásýning Þotta or Bronco, nokkuð á veg kominn. 429 vélin er komin á sinn stað, svo og hásingamar. Þegar hann birtist á götunni verður hann einn sá öflugasti og fullkomnasti í flotanum. „Et tu ..já, jafnvel Range Roverinn er líka með í leiknum.Sérlega vel unninn bíll og að sögn heldur hann aksturseiginleikunum jafngóðum og óbreytt- ur væri. Bfll íslondsmolstorans f torfæruakstri, flokki sérútbúinna bfla. au voru mörg hestöflin, sem safnað var saman og hvíldu í vígalegum Qórhjóladrifnum hest- húsum sínum í Reiðhöllinni helgina 16. til 18. október. Ferðaklúbburinn 4x4 hélt þar jeppa- sýningu og þar gaf á að líta! Handa- vinnusýning er kannski réttara sagt um viðburði sem þessa. A.m.k. eru þessi farartæki, sem þama voru á stalli, orðin ansi frábrugðin litla og vinalega jeppanum sem einu sinni var og hafa tekið stökkbreytingum frá sinni upprunalegu mynd. Hand- verkið er aðalsmerki þessara bfla og á sýningunni opinberaðist svo að ekki varð um villst, að hand- verksmennimir búa að reynslu og þekkingu á viðfangsefni sínu og gera til miklar kröfur um vand- virkni og snyrtilegan frágang. Þama sást sú ánægjulega þróun sem hefur átt sér stað á síðastliðn- um árum, að vönduð fagmennska hefur haldið innreið sína á vett- vangi jeppabreytinganna. FerAaklúbburinn 4x4 Við gengum um sýningarsvæðið með Eyþóri H. Ólafssyni, einum forsvarsmanna klúbbsins og frædd- umst af honum um starfsemina og bílana. Klúbburinn var stofnaður í mars- mánuði árið 1983 af áhugamönnum um ferðalög á jeppum. Þeir vildu vinna að sameiginlegum áhuga- og hagsmunamálum í skipulögðum samtökum og tókst fljótt að laða að sér allmarga sína líka. Nú eru u.þ.b. 300 manns félagar. EKki er skilyrði að eiga jeppa, ekki einu sinni að eiga bfl til þess að gerast félagi, heldur aðeins að hafa áhug- ann. Það er enda svo að margir eru félagar þótt bfllausir séu. Nú kann margur að halda að í þess- um félagsskap séu einvörðungu smurskítugir skúrastrákar, sem geta ekki talað um annað en jeppa. Það er öðru nær. Þama eru togara- jaxlar, verkfræðingar, blýantsnag- arar og húsmæður, þannig að í bland við allt torfærutannglamrið heyrist líka blíðlegt hjal um bleiu- böm, þurrlegt þras um prókúmr og prósentur, lærðar tölur um lóg og tan ásamt kvótabölvi og kríu- lappaendurminningum. Aldurs- skipting félaganna er þannig, að allir em ungir í anda en eitthvað er á reiki hve langt er liðið frá fæðing- arárinu. Þó er víst að sumir mega ekki enn versla í ríkinu og aðrir gæla við bamabömin þegar ekki er verið að stijúka færleiknum. 4x4-klúbburinn rekur reglulegt fé- lagsstarf að vetrinum og kemur fólkið saman á Hótel Loftleiðum fyrsta mánudag hvers mánaðar. Oft er þá boðið sérstökum gestum til fyrirlestra og samræðna. Þar á meðal hafa komið gestir frá Nátt- úruvemdarráði, tæknimenn og aðrir sem miðla fróðleik og gefa góð ráð. Klúbburinn leggur mikla áherslu á, að félagamir fari að sett- um reglum um útbúnað bílanna og umgengni við landið. Yfirskrift þessarar sýningar var „Göngum vel um landið okkar" og þegar tor- trygginn blaðamaðurinn benti á tröllvaxin dekkin undir bflunum og spurði til hvers þau væm, ef ekki til að æða yflr holt og hæðir, mýrar og móa, stóð ekki á svarinu hjá Eyþóri: „Það gerum við þarna," sagði hann og benti á stóran slq'á, I þar sem sýndar vom myndir úr jöklaferðum og mannskapurinn var úti að moka. ÁJökla Já, þeir fara á jökla þessir. Það er tiltölulega nýtt í sögunni að aka á jökla á jeppabílum. Jöklamir em nefnilega ekki svo auðveldir yfir- ferðar. Þar er snjór, þar er ís og krap, þar em spmngur og ekki síst: Þar er oft sótsvartur bylur á meðan himnablíða er niðri í sveitinni. En þar er ólýsanlega fallegt þegar veðrið er bjart og að ferðast um jökul er ævintýri engu líkt. Það þarf því eitthvað meira en venjulegan götuófærðaijeppa til að fara á jökul og hálendi í vetrarbylj- um, þegar ekki sér út úr augum á kófínu. Það er ekki nóg að setja öfluga vél í bflinn og trölladekk undir hann. Menn verða víst að vita líka hvert þeir em að fara. Til þess nýta þeir tæknina og em allmargir með Loran C-staðsetningartæki í bflunum auk talstöðva. Sýnlngln Eins og fyrr sagði var þetta eins konar handavinnusýning, en þó ekki að öllu leyti. Þama vom líka óbreyttir bflar frá umboðum, þar á meðal einn nýr hér á landi, Nissan Pathfínder (í Evrópu nefnist hann Terrano), lúxusjeppi og margverð- launaður af bflablöðum ytra. Þá sýndu sérverslanir fyrir bfla ýmsan vaming sem hentar jeppamönnum, þ.á m. dekk, lorantæki, dráttarspil o.fl. Breyttu jeppamir vom kjami sýningarinnar samt sem áður og á þeim vettvangi var aldeilis geijun og gróska. Þar var Suzuki á trölla- dekkjum og með V-6 vél, Toyota Hi Lux með V-8, upphækkaður Range Rover á stórbörðum, Rússar sem hafa tognað og teygst á alla kanta og orðnir hamrammir að afli, en em jafn auðþekkjanlegir eftir sem áður, sterkur ættarsvipur þar! Gamli Willysinn heldur sínu og gamli Broncoinn verður sífellt vin- sælli enda hentar stærðin honum vel. Þá er nýi Bronco II að stíga fyrstu sporin í þessa átt og lofar góðu. Þessi sýning var vel heppnuð og til hennar vandað af aðstandendum. Hún fyllti hæfílega út í húsrýmið og gaf gestum kost á að sjá gripina frá öllum sjónarhomum. Vonandi verður framhald á sýningum 4x4- klúbbsins og mættu gjaman vera stærri í sniðum, t.d. með viðameiri myndasýningum, og ekki væri úr vegi að sýna hvemig svona torfæm- tröll verða til. Nú má fara að kalla þetta stjómklefa með sanni, lorantæki sem sýnir stað- setningu bflsins á skjákorti, CB talstöð, Gufunesstöð, áttaviti og auðvitað útvarp og segulband. Allt nauðsynlegur búnaður til ævintýraferða á jökla og hálendi. Snyrtllagt handbragA. Þetta er dæmi um góð og vönduð vinnubrögð, sem einkenndu bflanna á þessari sýningu. Boddýhækkun á Bronco II. Hl Lux maA V-8. BÍLAR Þórtlur Jósepsson skrífar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.