Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 16
/PKUOR
HANDKNATTLEIKUR
Frábær árangur pillalands-
liðsins í Vestur-Þýskalandi
Sigraði á sterku fjögurra landa móti sem lauk á laugardaginn
Valur
Jónatansson
skrifar
ÍSLENSKA piltalandsliðið í
handknattleik sigraAi á fjög-
urra þjóAa mótinu sem fram fór
í Vestur-Þýskalandi um helg-
ina. íslendingar tryggðu sér
sigur í mótinu með því að gera
jafntefli við Vestur-Þjóðverja,
20:20, í úrslitaleik mótsins á
laugardaginn. Þjóðirnar urðu
jafnar að stigum en íslenska
liðið hafði betra markahlutfall.
Þessi árangur íslenska liðsins
verður að teljast frábær þar
sem mótið var mjög sterkt. Það
má því segja að framtíðin sé björt
í íslenskum hand-
knattleik. Auk
íslendinga og Vest-
ur-Þjóðvetja tóku
Norðmenn og Tékk-
ar þátt í mótinu. Norðmenn eru
núverandi Norðurlandameistarar f
þessum aldurflokki og Vestur-
Þjóðveijar voru með mun sterkara
lið en þegar þeir heimsóttu íslend-
inga í vor.
2000 áhorfendur
á úrslftaleiknum
Leikurinn gegn Vestur-Þjóðveijum
var mjög vel spilaður og mikil
stemmning meðal 2000 áhorfenda
sem fylgdust með leiknum í Dank-
ersen. Vestur-Þjóðveijar byijuðu
betur og höfðu frumkvæðið í fyrri
hálfleik enda með dómarana með
sér. Það var allt reynt til að heima-
menn sigruðu í þessum leik. „Þetta
er í fyrsta sinn sem þjálfari and-
stæðinganna fer til dómarans f
hálfleik og óskar eftir að dómgæsl-
an verði hlutlaus," sagði Friðrik
Guðmundsson, fararstjóri liðsins, í
samtali við Morgunblaðið.
V-Þfóðvwjar jðfnuðu þegar 10
sekúndur voru til Mksloka
Vestur-Þjóðveijar höfðu yfir f leik-
hléi, 10:8. íslensku strákamir komu
ákveðnir til leiks f seinni hálfieik
og náðu strax að jafna 10:10. Sfðan
var jafnt á öllum tölum, en íslenska
liðið alltaf á undan að skora. Vest-
ur-Þjóðveijar jöfnuðu 20:20 þegar
10 sekúndur voru eftir.
Ámi Friðleifsson, fyrirliði, var
sterkur á lokakaflanum og skoraði
þá 4 sfðustu mörkin. Vestur-Þjóð-
veijar hræddust Héðin Gilsson og
tóku hann úr umferð frá fyrstu
mfnútu. Þá losnaði um aðra leik-
menn. Bergsveinn stóð í markinu
og varði mjög vel, alls 16 skot.
Hann sýndi stórgóða markvörslu í
öllum leikjunum þótt hann hafi ver-
ið lítillega tognaður í baki.
íslenska llðlð sýndl
mlklnn stttðugloika
„Leikimir vom allir mjög góðir hjá
liðinu og það sýndi mikinn stöðug-
leika. Þeir léku mun betur en á
Norðurlandamótinu í fyrra. Þetta
var mjög ánægjulegt mót og sýnir
stöðu handknattleiksins hér á landi.
Við þurfum að gera meira af því
að taka þátt f svona mótum,“ sagði
Geir Hallsteinsson, þjálfari liðsins
við Morgunblaðið.
Mlnnlstættur úrslltaMkur
„Það var mjög ánægjulegt að vinna
mótið en það var mjög erfitt. Úr-
slitaleikurinn var mjög góður og
spennandi og einn af þessum leikj-
um sem maður kemur til með að
minnast lengi. Eftir slaka dóm-
gæslu í okkar garð í fyrri hálfleik
vorum við ákveðnir að láta það
ekki fara í taugamar á okkur í
seinni hálfleik," sagði Ámi Frið-
leifsson, fyrirliði liðsins.
Mörk íslands gegn Vestur-Þjóð-
veijum gerðu: Ami Friðleifsson
6, Konráð Olavson 6, Sigurður
Sveinsson 2, Ólafur Kristjánsson
2, Guðmundur Pálmason 2 og Hall-
dór Ingólfsson, og Júlíus Gunnars-
son eitt mark hvor.
Morgunblaöið/Júlíus Sigurjónsson
Glæsilegur sigur
Ámi Friðleifsson, fyrirliði fslenska piltalandsliðsins, hampar hér glæsilegum verðlaunagrip sem liðið fékk fyrir sigur á
Qögurra landa mótinu f Vestur-Þýskalandi. Ámi lék vel á mótinu, og stóð sig mjög vel f úrslitaleiknum — skoraði þá
m.a. fjögur sfðustu mörk íslenska liðsins f jafnteflinu gegn heimamönnum.
KNATTSPYRNA / NOREGUR
Biami mjög góður en Brann tapaði
Bjami Sigurðsson og félagar í
Brann urðu að sætta sig við
tap í bikarúrslitaleiknum í Noregi
á sunnudaginn. Bryne sigraði 1:0 í
leiknum eftir fram-
Jón lengingu.
Óttarr Áhorfendur á úr-
Kartsson slitaleiknum vom
f*r 24.000 og fengu
þeir að sjá einn lélegasta bikarúr-
slitaleik f manna minnum.
Brann byijaði leikinn með miklum
látum og var betri aðilinn í fyrri
hálfleik. Brann átti nokkur hættu-
leg marktækifæri. Odd Johnsen
komst einn inn fyrir vöm Bryne en
brenndi af í dauðafæri. Rétt fyrir
lok fyrri hálfleiks átti svo Fedovani
Drici, Suður-Ameríkubúi í liði
Brann, skot í stöng. Svona mætti
telja áfram, færin vom fyrir hendi
en leikmönnum Brann var fyrir-
munað að skora.
í síðari hálfleik tók Bryne síðan
yfírhöndina f leiknum. Liðið sótti
stöðugt að marki Brann. Bjami
Sigurðsson hafði þvf mikið að gera
í markinu og varði oft á tíðum frá-
bærlega. En ekkert var skorað í
venjulegan leiktíma og þvf þurfti
að framlengja.
Á 12. mín. í framlengingu náði
Bryne svo loks að skora og var þar
að verki Kolbjam Ekker. Leikmenn
Brann vöknuðu þama upp við vond-
an draum og byijuðu að beijast
hatrammri baráttu við að reyna að
jaftia metin.
Á sfðustu mínútu framlengngarinn-
ar var Per Egil Aldsen bmgðið
illilega inni í vftateig Bryne, en
dómarinn sá ekki ástæðu til að
dæma vítaspymu, sem var ótrúlegt
þvf brotið var augljóst. Þar misstu
Bjami og félagar af gullnu tæki-
færi til að jafna.
Leikurinn í heild var með allra léleg-
asta móti. Leikmenn hvomgs liðsins
náðu að spila vel saman og mikið
var um ónákvæmar sendingar.
Hjá Brann vom bestir Bjami Sig-
urðsson, sem átti mjög góðan leik,
og atvinnumaðurinn fyrrverandi hjá
Hamburger SV, Erik Soler, en þeir
vom að flestra áliti bestu menn
vallarins.
í norska Dagblaðinu var spjall við
Bjama eftir leikinn og hann spurð-
ur þar hvað væri framundan hjá
honum. Bjami svaraði því til að
8amningurinn við Brann væri út-
mnninn og það kæmi í ljós á næstu
tveimur vikum hvað yrði. Sagði
hann tvennt líklegast; að hann yrði
áfram hjá Brann eða kæmi heim
til íslands. Þó sagði hann að aðrir
möguleikar væm einnig inni f
myndinni en gaf ekki nánar út á
hvað um væri að ræða. Menn verða
því að bíða og sjá hvað framtíðin
ber f skauti sér hjá hinum frábæra
landsliðsmarkverði.
GETRAUNIR: 12 1 2 11 111 X X 2
LOTTO: 6 7 22 30 31