Alþýðublaðið - 23.12.1958, Side 12

Alþýðublaðið - 23.12.1958, Side 12
Guðmundur Guðjónsson ■' hlutverki Almavia greifa eg Sigurveig Hjaltested í hlutverki Bertu. lakarinn í Sevilla verður jólasfning Þjóðleikhússins HIN heimsfræga ópera Rak- arinn í Sevilla verður jólasýn- ing Þjóðleikhússins í ár. Æf- ingar hafa staðið yfir í langan tíma undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, setn er tónlistar- istjóri við þessa ópei'u, en Thyge Thygesen konunglegur hirð- söngviari ifrá Kaupmannahöfn er leikstjóri.. Leikstjórinn Thyge Thyge- seh er þekktur óperusöngvari frá Kounglegu óperunni í Dan- mörku Oa hefur sungið m. a. við óperuhúsin La Scala í Mil- ma, París, Buenos Aires, Stokk hólmi og víðar. Tónskáldið Rossini, höfund óperunnar, þarf ekki að kvnna. Hann er eitt þekktasta tónskáld í óperuheiminum. SAMIÐ 1816 Rossini samdi ,,Rakarann“ 1816 og ver óperan byggð á leik riti eftir franska leikritaskáldið Beumarchairs. Rakarinn var fyrst sýndur í Róm 1816 og þessu má ekki innlicimta skuld ir, sem útgerðarmönnum hafa vcrið gefnar eftir, hjá ábvrgð- armönnum nema þeir við skuldaskilin hafi tekið að sér að grciða þær. Greinargerð hljóðar svo: Frumvarp þetta er flutt að beiðni sjávarútvegsmálaráðu- neytisins. Nefndarmenn hafa óbundnar hendur um breyting artillögur. Frumvarpinu fylgdi svo hljóðandi greinargerð: Samkvæmt II. kafla laga nr. 120 frá 28. des. 1950 var stofn- aður skuldaskilasjóður útgerð- armanna í sambandi við fisk- veiðasjóð íslands. í júní og júlí 1951 var samþykkt á fundum skuldheimtumanna 121 frum- varp til skuldaskila. Samkvæmt þessum frumvörpum skyldu skuldheimtumenn gefa útgerð- armönnum og útgerðarfyrir- LONDON, 22. des. (Reuter). Kanadisk herflugvél hrapaði í dag til jarðar á leiðinni frá Grostenquin í Frakklandi til Pisa á ítalíu. Enn er óvíst um orsökina. Eimm menn voru í vélinni. varð Rossini heimsfrægur á skömmum tíma. Rakarinn í Se- villa er létt og bráðskemmtileg ópera, alltaf er eitthvað að ger- ast, glettni og gáski ríkir á svið inu ög aldrei deyr hinn bráð- snjalli „Figaro“ úr ráðaleysi. Þeir, sem syngja í þessari óp- eru, eru: Guðmiundur Jónsson (baryton) fer með hlutverk rak arans snjala, Figaro, Þuríður Pálsdóttir er Rosina, Guðmund ur Guðjónsson kem-ur nú fvrst fram í stóru hlutverki hjá Þjóð leikhúsinu í hlutverki Alma- viva greifa, Kristinn Hallsson fer m,eð hlutverk dr, Bartolo, Jón Sigurbjörnsson er Don Ba- silio, Ævar Kvaran leikur Fior- elli, Sigurveig Hja'ltested er Bertha og auk þess syngja söng menn úr þjóðlei'khúskórnum með. Ekki er að efa að Rakarinn á eftir að hljóta mikla-r vin- sældir hjá leikhúsgestum, enda er þetta talin ein vinsælasta ópera allra tíma. 3 632 169.06. í 26. gr. áðurnefndra laga er ákveðið, að skuldaskilasamn- ingur haggí ekki heimild lán- ardrottins til að ganga að trygg ingu eða ábyrgð, sem þriðji maður hafði sett fyrir kröfum á hendur útgerðarmanni eða útgerðarfyrirtæki, sem skulda- skil fékk. _ Bæði Landsbanki íslands og Útvegsbanki íslands h/f not- færðu sér heimild 26. gr. og kröfðu ábyrgðarmenn um greiðslu á eftirgjöfunum, og í nokkrum tilfellum munu út- gerðarmennirnir sjálfir eða út- gerðarf yrirtækin hafa greitt bönkunum eftirgjafirnar beint. Verulegur hluti af eftirgjöf- um bankanna var vegna skulda, sem tryggðar voru með ábyrgð. En í flestum tilfellum voru á- byrgðarmermirnir í tengslum við útgerðarmanninn eða út- gerðarfyrirtækið og höfðu lífs- viðurværi sitt af viðkomandi útgerð. Sérstaklega var þetta áberandi um eftilgjafir til út- gerðárhlufafélaga, en skuldir þeirra voru venjulega trvggðar með ábyrgð félagsstjórnar eða Framhald á 2. síöu. Hikoyan iil Banda- ríkjanna í orloii. MOSKVU, mánudag (Reuter). Anastas Mikojan varaforsæt- isráðherra sagði í dag, að „or- íof“ sitt, er hann hyggst innan skamms eyða í Bandaríkjun- tim, getur „orðið til mikils góðs fyrir aílan heiminn.“. Búizt var við því, að Miko- jan verði gestur sövétsendiráðs ihs í Bandaríkjunum, er hann kemur þangað í næsta mánuði, en um það hefur verið rætt, að hann flvtji Eisenhower forseta ef til vill boðskap varðandi helztu vandamál, er snerta Evrópu, m.a. um fund forustu- manna stórveldanna. Hann sagðist ekki „hafa neitt sérstakt í hyggju“, væn að fara í orlof. Hann þekkti sig, hefði verið í Bandaríkjunum fvrir 22 árum. Kislulokið fauk. I IIVASSVIÐRINU sl. laug- ardag urðu nokkrar skemmdir á mannvirkjum, m.a. brotnaði stór rúða í verzlun Sveins Eg- ilssonar við Laugavcg. Rúðan brotnaði með þeim hætti að Moskovits fólksbifreið var ekið niður Laugaveg. Er bifréiðin var komin á móts við verzlun- ,ina, fauk kistulokið af henni og lenti á rúðunni, sem brotn- aði í smátt. Nýr Taunus fólks- bíll stóð fyrir innan gluggann. ^Glerbrotunum rigndi yfir hann og ollu skemmdum á málningu. Ferðir SYR um hátíðirnar Fréttatilkynning frá Stræt- isvögnum Reykjavíkur um akst ur vagnanna ýfir hátíðarnar: Þorláksmessa: Ekið til kl. 1.00 eftir miðnætti. Aðfangadagur jóla: Ekið á öllum leiðum til kl. 17.30. Ath. Á eftirtöldum sjö leið- um verður ekið án fargjalds, sem hér segir: Leið 13. Hraðferð-Kleppur: kl. 17.55, 18.25, 18.55, 19.25, 21.55, 22.25, 22.55, 23.25. Leið 15. Hraðferð-Vogar: kl. 17.45, 18.15, 18.45, 19.15, 21.45, 22.15, 22.45, 23.15. Leið 17. Hraðferð-Austurbær- Vesturbær: kl. 17.50, 18.20, 18.50, 19.20, • 21.50, 22.20, 22.50, 23.20. Leið 18. Hraðferð-Bústaða- hverfi: kl. 18.00, 18.30, 19.00, 19.30, 22.00/ 22.30, 23.00, 23.30. Leið 2. Seltjarnarnes: kl, 18.32, 19.32, 22.32, 23.32, Leið 5. Skerjafjörður: kl. 18.00, 19.00, 22.00, 23.00. Blesugróf-Rafstöð-Selás- Smálörid: kl. 18.30, 22.30. —o— Jóladagur: Ekið frá kl. 14—24. Annar jóladagur: Ekið frá kl. 9—24. Gamlársdagur: Ekið t'il kl. 17.30. Nýársdagur: Ekið frá kl. 14—24. Lækjarbotnar: Aðfangadagur jóla: Síðasta ferð kl. 16.30. Jóladagur: Ekið kl. 14, 15.15, 17.15,. 19.15, 21.15, 23.15. Anriar jóladagur: Ekið kl. 9, 10.15, 13.15, 15.15, 17.15, 19.15, 21.15, 0g 23.15. Gamlársdagur: Síðasta ferð kl. 16.30. Nýársdagur: Ekið kl. 14, 15.15, 17.15, 19.15, 21.15, 23.15. Frumvarp um ábyrgðir við skuldaskil útgerðarmanna í GÆR var lagt fram i neðri tækjum eftir kr. 48 302 876.78, iteild alþingis frv. til laga um þar af skyldi Landsbanki ís- áhyrgðir við skuldaskil útgerð lands gefa eftir kr. 5 289 159.19 armanna 1951. Samkvæmt frv. og Útvegsbanki íslands h/f kr. [erfasníkir skemmli JÓLASVEINNINN Kertasníkir fór s.l. laugardag á vegum Flugfélags íslands austur að Egilsstöðum og gladdi börnin þar með gjöfum og söng. Kcrta sníkir er orðinn bísna „for- framaður“, þar sem hann hef- ur nú heimsóít börnin á Akur- eyri, Vestmannaeyjum, ísa- i firði og Egilsstöðum, auk þess ! að bregða sér einu sinni til Danmerkur/ Lent var á Egilsstöðum kl. 14 og haldið til barnaskólans þar sem mörg börn biðu komu jólasveinsins. Fæst barnanna höfðu séð svo ágætan jólasvein áður og varð þegar glatt á hjalla er hanri birtist. Kertasníkir sagði börnunum sögur, söng með þeim jóla- söngva og sagði þeim frá ferða- lögum næstu jól á undan, til Akureyrar, Vestmannaeyja, ísafjarðar og til útlanda. Happdrættismiðum hafði verið dreift meðal barnanna og sá Flugfélag íslands Kertasníki fyrir góðum vinn'ingum, svo sém reiðhjóli, flugferð frá Eg- ilsstöðum til Reykjavíkur og aftur austur og auk þess um tuttugu smærri vinningum. Kertasníkir fékk litla telpu sér til aðstoðar við útdrátt vinn- inganna og á eftir úthlutaði Kertasmkir. hann öllum börnunum ep': n og sælgætispokum. Að lo m.i söng hann jólasöngva ium börnunum. Mikið hafði snjóað á H-' íi undanfarið og komust vegna ekki öll þau böi. i . fundar við jólasveininn, : r vonast hafði verið eftir. Þýzkur píanóleikari heldifr Ivenra tónleika hér milli jóla og nvsr;; UNGUR þýzkur píanósnilling- ur, Gerd Kaempel, verður hér um jólin og mun halda tvo tón- leika fyrir meðlimi Tónlistar- félagsins 29. og 30. des. í Aust- urbæjarbíói. Gcrd Kaempel er aðeins 27 ára að aldri, en er þegar frægur píanósnillingur og hefur ferðazt um víða ver- öld. ' Kaempel byrjaði átta ára gamall að læra á píanó í smábæ skammt frá Köln, þar sem for- eldrar hans búa, og stundaði hann þar nám allt til 18 ára a’ldurs, er hann spilaði fyrir hinn heimsfræga píanósnilling, Walter Gieseking, sem tók þá strax við honum og hafði hann hjá sér við nám í rúm þrjú ár. En þá hafði Kaempel náð svo mikilli tækni, að Gieseking sendi hann í hljómleikaferð til Ameríku. Fór Kaempel þá til New Orleaps og þaðan á vestur- ströndina til Los Angeles og San Francisco. Þaðan hélt hann til Kúbu, Mexíco og um endilanga Suður-Ameríku. Þá hélt Kaempel áfram námi í fjóra mánuði hjá Gieseking, en síðastliðin fimm ár hefur hann verið á óslitnu ferðalagi og haldið rúma 400 tónleika. — Hingað kemur Kaempel í jó/a- leyfinu. Mun hann m.a. spila fyrir skálaið í Gljúfrasteini um jólin. Stáiu 3§ lengpn af sígareltum. I FYRRINOTT var broti t inn í sölubúð Kaupfélagsins i Mosfellssveit. Sölubúðin ei- skammt fyrir neðan Brúarland. Hafði rúða verið brotin og far- ið inn. Þjófarnir stálu þrjátíu léngjum af sígarettum og fleiru smávegis. Peningakassi var brotinn upp og gjöreyðilagður. Engir peningar munu hafa ver- ið í kassanum, svo sú fyrirhöfn þjófanna hafði ekki hagnað í för mcð sér, Málið er í rann- sókn. Eldur í Irésmíða- vinnusiofu. Á SUNNUDAG kom upp ekl ur í trésmíðavinnustofu Frið- riks Friðrikssonar, Meðalholii lö í Reykjavík. Tókst fljótlega að slökkva eldinn, en skemindiy urðu nokkrar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.