Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 B 3 Sjónvarpið: Háskaleikur Háskaleikur, (The Stunt Man) er bíómynd kvöldsins. Hún segir frá kvikmyndaleikstjóra sem missir áhættuleikara við tökur á mynd og ræður í staðin mann á flótta undan lögreglunni. Áhættuatriðin sem maðurinn þarf að gera verða sífellt háskalegri og brátt fer hanri að ímynda sér að leikstjórinn hafí eitthvað misjafnt í hyggju. Peter O’Toole er í hlutverki leikstjórams, en Steve Railsback leikur áhættu- leikaran. Leikstjóri myndarinnar er Richard Rush. Kvikmyndahand- bók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★ V2. Stöð2: Réttarhöldin Wt Kvikmyndin 45 sem Fjala- kötturinn sýnir í dag heitir Réttar- höldin, (The Trial) og er hún gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Franz Kafka. Myndin, líkt 0g bókin, fjallar um nafn- lausan mann senl ákærður er fyrir glæp án þess að hann fái að vita nákvæmlega hvaða glæp. Aðalleikarar eru Anthony Perkins, Je- anne Moreau, Romy Schneider og Orson Wel- les, sem jafnframt er leikstjóri. Kvikmynda- (jr Réttarhöldunum handbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★ V2. Stöð2: Blóðug sólarupprás ■■■■ Bíómyndin Lady Jane, er sýnd að loknum þættinum um Q"| 55 leynilögreglumanninn Spenser. Myndin gerist árið 1553 ^ A 0g fjallar um enska aðalmenn þeirra tíma. Þeir ræna kirkj- ur, sölsa undir sig bestu lendumar og í raun allt það besta sem landið hefur upp á að bjóða. Ung stúlka, lady Jane Grey er ekki hrifin af framferði þeirra, en getur lítið að gert enda aðeins sextán ára gömul. En þá grípa örlögin í taumana og Jane Grey er krýnd drottning Englands. Með helstu hlutverk fara Helena Bonham Cart- er, Cary Elwes og John Wood. Leikstjóri er Trevór Nunn. ■ Önnur mynd 15 kvöldsins heitir Blóðug sólar- upprás, (Red Dawn). Hún er um ímyndaða innrás Kú- bana í Bandaríkin og eru kúbönsku hersveitimar undir stjórn sovétmanna. Innrásin er gerð í Colorado fylki og eftir að einn bærinn þar hefur verið hemuminn af kommún- istunum flýja nokkrir ungl- ingar til fjalla þar sem þeir koma á fót andspymuhreyfingu. Aðal- hlutverk leika Patrick Swayze, C. Thomas Howell og Lea Thompson. Leikstjfoi er John Milius. Myndin fær ★ ★ í kvikmyndahandbók Scheuers. Patrick Swayze leikur i Blóðugri sólarupprás Rás 1: Hvaðgatég annað gert? Hvað gat ég annað gert? er heitið á sex eintals- og ■j /» 30 samtalsþáttum eftir fínnska rithöfundinn Maríu Jotuni sem AD fluttir verða á Rás 1 í dag kl. 16.30. Þýðinguna gerði Guðrún Sigurðardóttir, en leikstjóri er María Kristjánsdóttir. Form- ála flytur Edda Heiðrún Backman. í kynningu segir: María Jotuni (1880—1943) er einn af þekktustu rithöfundum Finna. Eftir hana liggja fjölmörg verk, einkum smásög- ur og leikrit. Þættimir sem fluttir verða fjalla um konur, samskipti þeirra við karlkynið og stöðu þeirra í samfélagi þar sém ekki er margra kosta völ. Undir grátbroslegu yfirboðir er brugðið upp mynd af umkomuleysi sem m.a. birtist í togstreitu milli tilfínninga og skyn- semi. Leikendur eru Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Bjöms- dóttir, Kristbjörg Kjeld, Guðrún Ásmundsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Bríet Héðinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Edda Björgvinsdóttir. Tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Pálína Hauks- dóttir. HVAÐ ER AÐO GERAST: Söfn Arbæjarsafn í vetur verður safnið opið eftir samkomu- lagi. Ámagarður 1 vetur geta hópar fengið að skoða hand- ritasýninguna í Árnagarði ef haft er samband við safniö með fyrirvara. Þar má meöal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrímssafn við Bergstaðastræti er opið þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30-16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tima sem listamað- urinn vann að óhlutlægri myndgerð. I Ásmundarsafni erennfremurtil sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypurafverkum listamannsins. Safn- ið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Skólafólk og aðrir hópar geta fengiö aö skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er lokað í* desember og janúar. Höggmyndagaröur- inn eropinn daglega frákl. 11.00—17.00. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauö- peningar frá síðustu öld eru sýndir þar svo og oröur og heíðurspeningar. Líka erþarýmisforn mynt, bæði grískog rómversk. Safnið er opiö á sunnudögum millikl. 14og 16. Náttúrugripasafnið Náttúrugripasafnið ertil húsa að Hverfis- götu 116,3. hæð. Þarmásjá uppstopp- uð dýr til dæmis alla íslenska fugla, þ.á.m. geirfuglinn, en líka tófurog sæ- skjaldböku. Safnið er opiö laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30-16. Póst-og símaminjasafnið (gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og símstöðvum og gömul simtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safniö er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safniö á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð i síma 54321 Sjóminjasafnið [ sjóminjasafninu stendur yfir sýning um árabátaöldina. Hún byggirá bókum Lúðvíks Kristjánssonar „(slenskum sjáv- arháttum". Sýnd eru kort og myndirúr bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó- minjasafniö er að Vesturgötu 6 i Hafnar- firði. Það er opið í vetur um helgar klukkan 14-18 og eftir samkomulagi. Síminner 52502. Þjóðminjasafnið Ljósmyndasýning í tilefni af útgafu bókar um Daniel Bruun hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi stendur nú yfir í Þjóöminjasafn- inu. Sýningin stendurtil 31. desember. Þjóðminjasafnið er opiö þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá 13.30-16. Þareru meðal annarssýnd- ir munir frá fyrstu árum íslandsbyggðar og íslensk alþýöulist frá miðöldum. Einn- ig er sérstök sjóminjadeild og land- búnaðardeild, til dæmis er þar uppsett baðstofa. Leiklist Leikfélag Reykjavíkur Sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur um helgina erusem hér segir: „Dagurvon- ar“ eftir Birgi Sigurðsson, föstudagskvöld kl. 20.00 i Iðnó, 70. sýning. „Hremm- ing", eftir Barrie Keeffe, 12. sýning laugardagskvöld kl. 20.30 í Iðnó. Þetta eru næstsíöustu sýningar á þessum tveim verkum fyrir jól. „Djöflaeyjan" eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.00 i Leikskemmu LRv/Meistaravelli. Síðustu sýningarfyrirjól. Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið sýnir tvo einþáttunga eftir Harold Pinter, Einskonar Alaska og Kveðjuskál, i Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3 sunnudaginn 6. desember kl. 20.00. Uppselt er á sýninguna, en ósóttar pant- anirverðaseldarsýningardaginn. Með hlutverk fara Árnar Jónsson, Margr- étÁkadóttir, María Sigurðardóttir, Þór Tuliniusog ÞrösturGuðbjartsson. Leik- stjóri er Inga Bjarnason. Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið „Eru tígris- dýr i Kongó?" laugardag og sunnudag kl. 13. Innifalið í miöaveröi er léttur há- degisverður og kaffi. Sýnt er i veitinga- húsinu [ Kvosinni. Miðar eru seldir á skrifstofu Alþýðuleikhússins, Vesturgötu 3,2. hæð. Tekið er á móti pöntunum allan sólarhringinn í síma 15185. Þjóðleikhúsið Fjórar sýningar eru á leikriti Ólafs Hauks Sfmonarsonar, „Bílaverkstæði Badda" um helgina og eru það síöustu sýningarfyrirjól. Sýningarnar verða á laugardag og sunnudag kl. 17.00 og 20.30. Uppselterá þessarsýningar, en þegar er hafin sala á miðum á sýningar í janúar og febrúar. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, en leikmynd og búningar eftir Grétar Reynisson. Leikendur: Bessi Bjarnason, Arnar Jónsson, Jóhann Sig- urðarson, SiguröurSigurjónsson, Guð- laug Maria Bjamadóttirog Árni Tryggvason. Miðasala er hafin á jólafrumsýningu Þjóð- leikshússins. Uppselt er millijóla og nýárs.en þegar er farið að selja miða á sýningar í janúar og febrúar. Revíuleikhúsið Síðasta sýning Revíuleikhússins á ævin- týrasöngleiknum „Sætabrauðskarlinn" eftir David Wood er sunnudaginn 6. des- emberkl. 15.00 ÍGamla bíói. Hægt er að panta miða állan sólarhring- inn í síma 656500 auk þess sem miöar verða til sölu i Gamla bíói frá kl. 13 sýn- ingardagana. SJÁ NÆSTU OPNU SKEMMTISTAÐIR UTOPIA Suðurlandsbraut 26 Skemmtistaðurinn Utopia er til húsa viö Suðurlandsbrautina. Þar er 20 ára aldurstakmark. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 [ Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt þeim Grétari og Örnu Þorsteins á föstudagskvöldum, þegar gömlu dansarnir eru og á laugardagskvöldum, þegar bæöi er um aö ræða gömlu oð nýju dansana. Siminn er 685090. BROADWAY Álfabakki 8 Rokksýningin „Allt vitlaust" verður í Broadway á og laugardagskvöld, auk þess sem hljómsveitin Sveitin milli sanda, leikur fyrir gesti. Síminn í Broad- way er 77500. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar skemmtir í Súlnasal Hótels Sögu á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á Mímisbar syngur Þuríður Sigurðar- dóttir ásamt tríó Árna Scheving. Siminn er 20221. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er í Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru oft rokktónleikar. mwmmA EVRÓPA Borgartún 32 Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur í Evrópu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Síminn f Evrópu er 35355. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á föstudags-og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220. HOLLYWOOD Ármúli 5 Leitinni að týndu kynslóðinni er hreint ekki lokið i Hollywood, þar sem bæði hljómsveit af þeirri kynslóð sem og diskótek týndu kynslóðarinnar er í gangi á föstudags- og laugardags- kvöld. Borðapantanir eru í síma 641441. SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2 Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel Esju er leikin lifandi tónlist öll kvöld vikunnar, nema á þriðjudagskvöldum. Hljómsveitir leika um helgar. Skálafell er opiö alla daga vikunnar frá kl. 19.00 til kl.01.00. Síminn er 82200. ABRACADABRA Laugavegur 116 Skemmtistaðurinn Abracadabra er op- inn daglega frá hádegi til kl. 01.00. Austurlenákur matur er framreiddur í veitingasal á jarðhæðinni til kl. 22.30. [ kjallaranum er opiö frá kl. 18.00 til kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. HÓTEL BORG Pósthússtrœti 10 Rokktónleikar eru iðulega á fimmtu- dagskvöldum á Borginni og þá frá kl. 21.00. Á föstudags- og laugardags- kvöldum er diskótek frá kl. 21.00 til kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru gömlu dansarnir á sfnum stað, frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440. LENNON Austurvöllur Diskótek er i skemmtistaðnum Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn aögangseyrir til kl. 23.00. Aðra daga er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00. Síminn er 11322. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 í Þórscafé er skemmtidagskrá m.a. með Lúdósextettnum og Stefáni fram til miðnættis, en þá leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Að auki eru stundum gestahljómsveitir og diskótek . er i gangi á neðri hæðinni frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 23333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.