Morgunblaðið - 04.12.1987, Page 7

Morgunblaðið - 04.12.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 B 7 HVAÐ ER AÐO GERAST( Hreyfing Keila I Keilusalnum í Öskjuhlið eru 18 brautir undir keilu. Á sama stað er hægt að spila billjarð og pinu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Golf Á Grafarholtsvelli er Golfklúbbur Reykjavíkur með aðstöðu. Kennari er á staðnum og æfingasvæði fyrir byrjendur. í Hafnarfirði er Hvaleyrarvöllur og Nes- klúbburinn er með völl á Seltjamarnesinu. Hlíðarvöllur er svo í Mosfellsveit. Auk þess eru fallegir vellir í Grindavík og í Grimsnesinu. Sund I' Reykjavik eru útisundlaugar í Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnamesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut i Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barónsstig og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartima þeirra má sjá í dagbókinni. Útivist Tvær styttri ferðir eru á dagskrá Útivistar um helgina. Á laugardagskvöldið 5. des- ember kl. 20.00 ertunglskinsganga. Gangan hefst við kapellu heilagarar Bar- böru hjá Straumsvík, en 5. desember er Barbörumessa. Gengið verður niður á ströndina í áttina að Hvaleyri og kveikt fjörubál, en gangan endarvið Hvaleyri þar sem skoðaður verður forn rúnasteinn er nefndur hefur verið eftir Hrafna—Róka og kallaður Rókasteinn. Sunnudaginn 6. desember er haldiö að- eins vestar og þá gegniö frá eyðibýlinu Lónakoti að Ottarsstööum og Straumsvík. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ, benssínsölu. Næsta helgarferð er áramótaferð Útivistar í Þórsmörk 30. desember. Upplýsingarniðstöð ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á íslandi. Mánudaga til föstudaga er opið frá klukkan 10.00-16. 00, laugardaga kl. 10-14. Lokaöá sunnudögum. Siminn er 623045. landi, fyrir nokkrum árum undir stjórn Aloiz Brentsj og fjaliar um smyglmál sem tveir sovéksir þátttakendur í aksturs- keppni mitli Moskvuog Berlinar um Varsjá flækjast í af tilviljun. Sunnudaginn 13. desember kl. 16 verður „Síberíuhraðlestin “sýnd í biósal MIR og er það siðasta kvikmyndasýningin fyrir jól. Aðgangur að sýningum MfR, bæði kvik- myndasýningum og list- og bókasýningu sem nú er uppi í húsakynnum félagsins að Vatnsstíg 10, erókeypis og öllum' heimill. Templarahöllin Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund i Templarahöllinni við Eiriksgötu sunnudaginn 6. desemberfrá kl. 15.00-18.00 Hljómsveitirog kórarkoma fram ásamt fleiru. Boðið verður upp á veitingar. Allir eru velkomnir. Laugarneskirkja Áhugahópur um kyrrðardaga stendur fyr- ir messu i Laugarneskirkju föstudaginn 4. desember kl. 18.00. Halgl Bjðmsson ( hlutverkl sfnu ( „Hrommlngu* Félagslíf Barnagaman Sovésk bókasýning í MÍR, Vatnsstíg 10 Sýningu á myndlistarverkum og listmun- um frá Hvítarússlandi og sovéskum bókum, hljómplötum og frimerkjum, sem staðið hefur yfir í hússkynnum MÍR, Menningargengsla íslands og Ráðstjórn- arrikjanna, Vatnsstíg 10, lýkursunnu- dagskvöldið 6. desember. Á sýningu þessari eru rúmlega-70 svartlistarmyndir eftirýmsa af kunnustu myndlistarrriönn- um sovétlýðveldisins Hvitarússlands, á annað hundrað listmunir úr tré og tágum, ásamt vefnaöi frá sama landi, barnateíkn- ingar, á fjóðra hundrað bækur af ýmsum toga, hljómplötur og frimerki. Meðal svartlistarmyndanna eru nokkrar teikn- ingar, sem gerðarvoru við skáldsögu Halldórs Laxness „Atómstööina" þegar hún kom út á hvitrússnesku fyrir allmörg- um árum, en af bókum má m.a. nefna fjölbreytilegt úrval barnabóka og stórar listaverkabækur. Sýningin að Vatnsstíg 10 er opin virka daga kl. 17.—18.30 ogum helgina kl. 14.-18.30. Sovéska kvikmyndin „Rall" veröur sýnd í bíósal MÍR, sunnudaginn 6. desember kl. 16. Þetta er mynö gerð i Riga, Lett- Tivoli i Hveragerði í Tivoli er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Þar er opið virka daga frá 13-22 og um helgarfrá 10-22. Ýmislegt Bergvík Signjn Einarsdóttirog Sören Larsen halda áriegan jólabasará útlitsgölluðu gleri á glerverkstæði sinu i Bergvik á Kjal- arnesi um helgina. Basarinn veröur opin laugardag og sunnudag frá kl. 10.00— 18.00. Boðiö verður upp á kaffi og piparkökur. Bergvík er við Vesturlands- veg. Sfðasta aýnlng Ravfulaikhússlns á „S»tabrauðs- karllnum" ar á sunnudag. B»in í borginni BÍÓBORGIN Gullstrætið ★ ★ 1/2 Gullstrætið hefði þótt meiri matur fyrir röskum áratug, fyrir tíma Rocky. Stendur þó bærilega á eig- in fótum, fyrst og fremst fyrir sterkan en áreynslulausan leik Brandauers.-sv. Laganeminn ★ ★ Réttardrama, blanda unglingaleiks og morðsögu. Mynd í algjöru með- allagi. -ai. í kröppum leik ★ ★ ★ Dennis Quaid og Ellen Bartcin bæta hvort annað upp í þessari kvöldmynd Jim McBride frá New Orleans (The Big Easy). Góðar stemmningar, góður leikur en glæpamáliö tyrfið.-ai. Nornirnar í Eastwick ★ ★ ★ Nicholson fær gullið tækifæri til að skarta sínum innbyggða fítons- krafti en Miller lætur augsýnilega verr að stýra mönnum en maskín- um.-sv. HÁSKÓLABÍÓ Hinir vammlausu ★ ★ ★ ★ Gangstermynd níunda áratugarins með úrvalsliði leikara og kvik- myndagerðarmanna. Reynið að missa ekki af þessari.-ai. STJÖRNUBÍÓ La Bamba ★ ★ ★ Heiðarleg, vel gerð, leikin og upp- tekin mynd um þann merkistónlist- armann Richie Valens. Hann vann það kraftaverk með einungis örf- áum lögum á örskömmum ferli að hefja latínskt rokk til vegs og virð- ingar.-sv. „84 Charing Cross Road“ ★ ★ 1/a Hugljúf mynd um samband forn- bókasala og bandarísks rithöfund- ar sem aldrei hittust en skrifuðust á i fjölda ára.-sv. BÍÓHÖLUN í kapp við tímann ★ ★ John Cusack og Robert Loggia eru góðir i fjörugri unglingamynd.-ai. Týndir drengir ★ ★ Gaman-, rokk-, unglingahrollvekja með ágætum leikarahópi og brell- um en innihaldið heldur klént.-ai. Glaumgosinn ★ 1/2 Sumt er nokkuð fyndið í þessari hálfgildings unglingamynd en flest er miklu sætara en góðu hófi gegn- ir og Molly er í fýlu allan tímann.-ai. Skothylkið ★ ★ ★ V2 Þó svo að Skothylkið sé ekki sú stórkostlega upplifun sem maður átti von á frá hendi meistara Kubricks er i henni að finna glæsi- leg myndskeið sem örugglega veröa með því besta sem viö sjáum á tjaldinu í ár.-sv. Seinheppnir sölumenn ★ ★ ★ V2 Aldeilis frábær gamanmynd um biræfna sölumenn í Baltimore árið 1963. Barry Levinson aftur á heimaslóðum með DeVito og Dreyfuss í fínu formi.-ai. Leynilöggumúsin Basil ★ ★ ★ ★ Einhver alskemmtilegasta og vandaðasta teiknimynd sem hér hefur verið sýnd lengi. (Sýnd um helgar).-ai. Mjailhvít og dvergarnir sjö ★ ★ ★ ★ Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd; tímamótaverk, klassik, gimsteinn. (Sýnd um helgar)-ai. Blátt flauel ★ ★ ★ Það er rétt sem stendur í auglýs- ingunni. Blátt flauel er mynd sem allir unnendur kvikmynda verða að sjá. -sv. REGNBOGINN í djörfum dansi ★ ★ ★ Hressiieg og drífandi mynd, keyrð áfram af líflegri tónlist sjöunda áratugarins en þó enn frekar af dansi sem ætti jafnvel að kveikja líf með dauðyflum!-sv. All of Me ★ ★ Lily Tomlin tekur sér bólstað í Steve Martin og veldur honum ómældum áhyggjum. Skytturnar ★ ★ V2 Næturgölt tveggja hvalfangara endar meö ósköpum i þessari ágætu mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Riddari götunnar ★ ★ ★ V2 í Detroit framtíðarinnar eru menn skotnir og skotnir aðeins meira og svo skotnir í tætlur í þessari fyrstu Hollywoodmynd Hollendingsins Paul Verhoevens. RoboCop er vél- menni meö göfuga sál og tekst á við óþokkana en þrátt fyrir skefja- lausa grimmd og ofbeldi gleymist aldrei hinn mannlegi þáttur.-ai. Á öldum Ijósvakans ★ ★ ★ Lítil mynd frá Woody Allen en frá- munalega hugguleg og fjallar á rómantískan hátt um útvarpið á striðsárunum í Ameríku.-ai. Löggan í Beverly Hills II ★ ★ V2 Murphy er i slíkum súperstjörnu- klassa að það hlæja allir þó að hann sé að endurtaka brandar- ann.-sv. LAUGARÁSBÍÓ Furðusöur ★ ★ V2 Þrjár léttar, aðeins öðruvísi sögur, misjafnar að gæðum en léttmeltar og þægilegar sem afþreying.-sv. Hefnandinn 1/2Léleg B-mynd um hryðjuverkakvendi, fjarstýrt af CIA. Robert Ginty, fremstur í flokki B- leikara er hryllilegur í aðalhlutverk- inu.-ai. Undir fargi laganna ★ ★ ★ Þessi svart-hvíta kómedia Jim Jar- mush um utangarðsmennina Jack, Zack og Bob var ein af bestu myndum Kvikmyndahátiðar i haust. Bob var sannarlega fyndn- asti gestur hátiðarinnar.-ai. Fjör á framabraut ★ ★ V2 Gamanmynd með Michael J. Fox í aðalhlutverki um strák sem kem- ur sér áfram í viðskiptaheiminum. Barnaútvarp: Smásagnasamkeppni og Jólaalmanak Þriðjudaginn 1. desember hófust beinar útsendingar á „Jólaalmanaki Útvarpsins 1987“. Fhitningurinn fer fram á Rás 1 alla virka daga kl. 9.03 og lýkur á aðfangadag 24. desember. Á hveijum degi er opnaður nýr gluggi almanaksins, en eins og með önnur jólaalmanök þá má heldur ekki kíkja fram í tíman í þessu og þess vegna er ekki hægt að segja frá því hvað da- gamir bera með sér. Oll böm geta skrifað þættinum, beðið um desemberlögin sín, sent jólasveinunum kveðjur og óskir og teiknað myndir við efni þáttanna. Utanáskrift þáttairins er Jólaalmanak Útvarpsins 1987, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík. Pósthólf 150. Jólastúlkan sem flettir dagatal- inu er Guðrún Pálína Ólafsdóttir. Hún verður í hveijum þætti ásamt Hrafnhildi Valgarðsdótt- ur rithöfundi sem hefur skrifað framhaldssögu þáttarins, einnig kemur amman Guðríður Lállý Guðbjömsdóttir mjög við sögu. Stjómandi þáttanna er Gunnvör Braga. Um þessar mundir stendur yfír á vegum Bamaútvarpsins smá- sagnasamkeppni sem böm- og unglingar á aldrinum 9 — 14 ára geta tekið þátt í. Sögumar eiga að fjalla um jólin eins og nafnið bendir til og til viðmiðun- ar eiga þær að vera 3—4 handskrifaðar síður eða 2—3 vélritaðar. Skilaffestur er 15. desember og verða veitt þrenn verðlaun. Utanáskrifítin er Bamaútvarpið Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Þær sögur sem bera sigur úr býtum verða lesna í Bamaútvarpinu 18. desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.