Morgunblaðið - 04.12.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 04.12.1987, Síða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 IVIYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson VESTRARII Breakheart Pass ★ ★ V2 Leikstjóri Tom Gries. Byggð á spennusögu eftir Alistair MacLean sem aftur sækir efnið í smiðju Ag- öthu Christie, nánar tiltekið Murder on the Orient Express. Þó svo að MacLean (sem einnig skrifaði hand- ritið) komist ekki með tæmar þar sem Christie hefur hælana í spennu- sköpun bætir þétt leikstjóm Gries og tónlist Jerry Goldsmiths talsvert uppá. Og leikhópurinn er skotheld- ur, Charles Bronson, Ben Johnson, Richard Crenna, Ed Lauter og Charles Duming. 94 mínútur. 1975. Buck and the Preacher ★ ★ Leikstjóri Sidney Poitier. Fyrsti, „svarti vestrinn" í sögunni og Poiti- er leikstýrir að auki. Lifleg, götótt . en Poitier og Belafonte virðast skemmta sér hið besta í hlutverkum þræla á flótta frá Suðurríkjunum. Sidney Poitier, Harry Belafonte, Cameron Mitchell, Ruby Dee. 103 mínútur. 1971. Cat Ballou ★ ★ ★ Leikstjóri Eliot Silverstein. Hressilegur og oftast bráðfyndinn vestri þar sem Jane Fonda ræður fyllibyttuna Lee Marvin, í hlutverki afdánkaðrar skyttu, til að ráða morðingja föður síns af dögum. Marvin blómstrar, enda dæmalaust eðlilegur róni. Upphafsatriðið óborganlegt. Jane Fonda, Lee Marv- in, Michael Callan, Nat King Cole, I Stubby Kaye. 96 mínútur. 1965. Comes a Horseman ★ ★ V2 Leikstjóri Alan J. Pakula. Gerist á fímmta áratugnum í Montana. Jane Fonda á í vök að veijast gegn ásælnum nágranna (Robards, jr.) en nýtur hjálpar roskins vinnu- manns, (Famsworth) og aðkomu- manns (Caan). Vel leikin og óvenjuleg mynd en geldur fyrir lé- legt handrit þar sem einföldunin er raunsæinu yfírsterkara. Jane Fonda, James Caan, Jason Robards, , jr., Richard Famsworth. 118 mínút- ur. 1978. The Great Scout and Cathuse Thursday ★ ★ V2 Leikstjóri Don Taylor. Lauflétt gamanmynd sem gerist í upphafi aldarinnar. Lee Marvin leikur rosk- inn kúreka sem rænir gleðikonu sem 'hann svo fellur ryrir. Reed stelur senunni sem indíánahöfðingi. Skemmtilegur leikhópur. Lee Marv- in, Oiiver Reed, Robert Culp, Strother Martin, Kay Lenz, Elizab- eth Ashley, Sylvia Miles. 102 mínútur. 1976. The Grey Fox ★ ★ ★ — Leikstjóri Phillip Borsos. Það er erfítt að kenna gömlum hundi að sitja. Grárefurinn er byggð á sönn- um atburðum, síðustu ránsferð Bill Miner eins þekktasta stigamanns Kanada sem snéri sér að lestum í stað póstvagna er honum var sleppt úr haldi eftir þijátíu ára innilokun í aldarbyijun. Góð saga og enn betri, þéttur og karlmannlegur ieik- ur Famsworth gera The Grey Fox að einkar vandaðri og minnisstæðri skemmtun. Richard Famsworth, Jackie Burroughts, Wayne Robson. Kanada. 92 mínútur. 1982. High Noon ★ ★ ★ Leikstjóri Fred Zinneman. Klassískur vestri sem þó hefur ekki elst alltof vel. Cary Cooper leikur sýslumann í smábæ sem á giftingar- daginn á von á gömlum óvinum sínum með hádegislestinni. Mögnuð spenna og mörg listilega vel gerð atriði sem hafa verið eftiröpuð í tugum lélegri mynda. Fima sterk og ömgg leikstjóm og annað Ósc- arsverðlaunahiutverk „Coops“. Sígild dæmisaga um hugrekki og bleyðiskap. Cary Cooper, Grace Kelly, Lloyd Bridges, Thomas Mitchell, Lee Van Cleef. 85 mínút- ur. 1952. High Plains Drifter ★ ★ ★ Leikstjóri Clint Eastwood. Hefnd- arsaga afturgöngu, óstöðvandi ofbeldi sem mörgum fínnst nóg um, enda lætur Eastwood mála bæinn rauðan í orðsins fyllstu merkingu! Spennandi og heldur athygli áhorf- andans vakandi frá upphafí til enda. Ciint Eastwood, Vema Bloom, Mar- ianna Hill, Mitch Ryan. 105 mínút- ur. 1972. Johnny Guitar ★ ★ V2 Leikstjóri Nicholas Ray. Forvitni- legur vestri þar sem kvenfólkið skýtur hvert annað en karlamir horfa á. Óvenjuleg efnistök og inni- hald hafa gert Johnny Guitar að einum sögufrægasta vestra allra tíma sem breytti íinynd hans um ókomna framtíð. Joan Crawford, Gary Cooper í „High Noon“. Mercedes McCambridge, Sterling Hayden, Scott Brady, Ward Bond, Ben Cooper. 110 mínútur. 1954. The Life and Times of Judge Roy Bean ★ ★ V2 Leikstjóri John Huston. Minni- háttar mynd eftir Huston, um sýslumanninn fræga sem beitti snömnni meir en aðrir starfsbræður hans í villta vestrinu. Nær sér aldr- ei almennilega á loft en Stacey Keach er eftirminnilegur sem albí- nóinn Bad Bob. Paul Newman, Stacey Keach, Ava Gardner, Jaquel- ine Bisset, Tab Hunter, Roddy MacDowell. 120 míntúur. 1972. The Man who loved Cat Dancing ★ Leikstjóri Richard Sarafian. Inn- antómur og andlaus stórstjömu- vestri sem hlaut meira umtal en aðsókn. Lestarræninginn Reynolds rænir Miles og verður ástfanginn. Yakk! Burt Reynolds, Sarah Miles, Jack Warden, George Hamilton, Lee J. Cobb, Bo Hopkins. 114 mínútur. 1973. Pale Rider ★ ★ ★ Leikstjóri Clint Eastwood. Svip- mikill, en minnir þó óþægilega mikið á aðra Eastwood mynd, High Plains Drifter, og Shane. Eastwood ríður í bæinn til að hjáipa kúguðum náma- mönnum við að standa á rétti sínum gagnvart spilltu yfírvaldi. Endur- John Wayne gerð undir nafninu Malone, (með Burt Reynolds og Cliff Robertson, sem borgarlögreglumynd). Clint Eastwood, Christopher Penn, Carrie Snodgress, Michael Moriarty, Rich- ard Dysart. 113 mínútur. 1985. Shane ★ ★ ★ V2 Leikstjóri George Stevens. Ein- faldlega einn besti vestri sögunnar, fyrirmynd tuga annarra. Ókunni maðurinn (Ladd) kemur utan úr óbyggðunum til hjálpar fátækum bændum í viðureign þeirra við landgráðugan stórbónda. Einkar vel gert vináttusamband sem skapast á milli hetjunnar og litla drengsins á bænum (de Wilde). Ómissandi mynd fyrir alla kvikmyndaaðdáendur. Al- an Ladd, Jean Arthur, Brandon DeWilde, Van Heflin, Jack Palance, Ben Johnson. 118 mínútur. 1953. Silverado ★ ★ ★ Leikstjóri Lawrence Kasdan. Hressilegur og í klassískum stíl, gerður af einu líklegasta leikstjóra- efninu vestan hafs í dag. Byggir á sígildri söguhefð. Fjórar kempur halda til Silverado til að „taka til hendinni“ í gjörspilltum bænúm. Aldeilis stórgóður leikhópur og leik- stjórn ásamt líflegu og fyndnu handriti gera Silverado að betri vestrum síðustu ára. Scott Glenn, Kevin Kline, Danny Glover, Kevin Kostner, Brian Dennhy, Rosanna Arquette, Jeff Goldblum, John Cle- es, Linda Hunt. 133 mínútur. 1985. Soldier Blue ★ ★ Leikstjóri Ralph Nelson. Yfirmáta tilgerðarleg og ofbeldisfull mynd sem á að vera ádeila á grimmdar- fulla veröld. Fjallar um íjöldamorð indjána á hvítum mönnum þar sem Peter Strauss og til allrar óham- ingju, Candice Bergen, komast af. Bergen í sínu illþolanlegasta tepru formi, og er þá mikið sagt. Candice Bergen, Peter Strauss, Donald Ple- asence, John Anderson, Jorge Rivero. 112 mínútur.. 1970. The Wild Bunch ★ ★ ★ V2 Leikstjóri Sam Peckinpah. Óum- deilanlega sígildur vestri sem vakti mikið umtal á sínum tíma sökum gegndarlauss blóðbaðs og það gjaman í hægagangi. Segir frá endalokum roskinna bófa í Texas sem leiddir eru til slátrunar í dauða- gildru. Byggð á sönnum atburðum sem gerðust 1913. Afburða vel leik- in, tekin og klippt, er besta mynd hins athyglisverða leikstjóra. William Holden, Warren Oates, Rob- ert Ryan, Emest Borgnine, Edmund O’Brian, Ben Johnson, Strother Martin, L.Q. Jones, Bo Hopkins. 142 mínútur. 1969. The Great Northfield, Minnesota Raid ★ ★ ★ Leikstjóri Phil Kaufman. Fyrsta, eftirtektarverða mynd Kaufmans fjallar um nafntoguðustu útlaga villta vestursins James og Young bræðuma og síðustu ránsferð þeirra sem endaði með skelfingu fyrir alla viðkomandi. Kaufman dregur upp ferska mynd af þessum óbótamönn- um og sýnir þá í nýju, mannlegra ljósi en tíðkast hefur. Þeir Roberts- son og Duvall bæta um betur með skýrri og öruggri persónusköpun. Ánægjulega frumlegur vestri, tek- inn af snilld af Bruce Surtees og tónlist David Gmsin er einkar minnisstæð. Cliff Robertson, Robert Duvall, R.G. Armstrong, Luke Askew, Elisha Cook. 92 mínútur. 1972. The Desperados ★ ★ Leikstjóri Henry Levin. Nokkuð ofsafenginn meðalvestri um fjöl- skyldueijur eftir þrælastríðið. Faðirinn stundar vopnuð rán og gripdeildir með hjálp, þriggja sona sinna. Sá yngsti vill losna úr félags- skapnum. Fátt nýtt á ferðinni. Jack Palance, Vince Edward, Neville Brand, George Maharis, Syliva Syms. 91 mínútur. 1969. The Sacketts ★ ★ >/2 Leikstjóri Robert Totten. Lífleg sjónvarpsmynd af gamla skólanum, enda byggð á sögum eftir sjálfan Louis L’Amour. Fylgst með afdrif- um þriggja bræðra frá Louisiana að loknu þrælastríði og ævintýmm þeirra í vestrinu. Góð skemmtun, góður leikhópur. Tom Selleck, Sam Elliott, Glenn Ford, Ben Johnson, Mercedes McCambridge, John Vem- on, Gilbert Roland, Jack Elam, L.Q. Jones, Slim Pickens. Tæplega 200 mínútur, (2 spólur). 1979. Wild Timés ★ ★ Leikstjóri Richard Compton. Brokkgeng, löng sjónvarpsmynd byggð á ævi „Buffalo" Bill Cody. Eftir litríkan feril snýr roskinn byssubófí sér að skemmtiiðnaðinum og ferðast um Bandaríkin með „villta vesturs-sýningu". Forvitni- legur, litríkur leikhópur. Sam Elli- ott, Ben Johnson, Pat Hingle, Dennis Hopper, Leif Ericson, Ca- meron Mitchell, Bmce Boxleitner, Harry Carey, jr. 200 mínútur, (2 spólur). 1980.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.