Morgunblaðið - 17.12.1987, Side 14

Morgunblaðið - 17.12.1987, Side 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Leyndarmálið í Engidal Kafli úr nýrri skáldsögn eftir Hugrúnu Um þessar mundir kemur út hjá Seljaútgáfunni skáldsagan Leyndarmálið í Engidal eftir Hugrúnu. Þetta er 31. bók höfundar sem áður hefur skrifað skáldsögu, ljóð, barna- og unglingabækur, leikrit og fl. Morgunblaðið birtir hér kafla úr bókinni: Indriði hafði lagt sig á bekkinn í svefnherberginu. Hann vildi ekki verða til þess að taka á móti gest- inum. Það var best að láta konumar um það, Áróra var þeirra gestur. Hann heyrði skvald- rið í þeim niðri í stofunni á meðan hann lá og hugsaði. Honum var ekki rótt. Hann fann, hvemig blóðið ólgaði í æðunum. Hann ætlaði ekki að gera neitt til þess að þurfa að verða á vegi Áróm. Hann grunaði, að hún myndi ekki vera ánægð yfír.því að fá ekki að sjá hann. En hvað um það! Hann fann sig ekki mann til þess að koma fijálslega fram við hana, á meðan Vilfríður var á heimilinu. Annað mál var það, þegar Ásta væri komin heim. Þá ætlaði hann að halda sínum fyrri vana og láta sem aldrei hefði neitt komið fyrir, sem orsakaði þennan öldugang í sál hans. Hann var óánægður með sjálfan sig. Hvers konar gunga var hann eiginlega? Hann heyrði hlátur og glamur í leirtaui. Þær vom sennilega að fá sér kvöld- kaffið. Þá hefði hann frið á meðan.. Hann var aldrei vanur að drekka neitt eftir kvöldmat. Hann hrökk upp við það, að barið var á hurðina. Hann hafði víst sofnað, en vissi ekki hvað lengi. Það var móðir hans, sem kallaði: „Indriði. Ætlarðu ekki að koma niður til okkar? Það er ekki hægt að láta Áróm fara eina svona seint. Þú ættir nú að skjót- ast með hana í bflnum. Mér finnst ófært, að hún fari að verða ein á ferð á skautunum. Þú verður enga stund að koma henni heim. Er bfllinn ekki í lagi?“ Þurfti nú móðir hans endilega að fara að nauða í honum um þetta, sem var honum svo á móti skapi? Það var víst ekki hægt fyrir hann sem húsbónda að skor- ast undan þessu. Það var eins og væri verið að leggja fyrir hann gildru. Þegar Halldóra sá, að hann hafði sofið, bað hún hann að fyrir- gefa. „Ég hélt, að þú hefðir verið að lesa,“ sagði hún. „Þú ert ekki vanur að fara að sofa svona snemma." „Ég var heldur ekki háttaður," sagði hann. „Það hefur verið erf- iður dagur í dag, ég er víst dálítið þreyttur." „Það er nú ekki svo erfítt að sitja í bíl,“ sagði hún, „og svo þetta dásamlega veður og færi. Það liggur við, að mig langi með.“ „Það skaltu gera,“ sagði hann. „Komdu með, þú hefur gott af því.“ Hann fór rakleitt út í bílinn og setti hann í gang, án þess að gera vart við sig. Eftir stutta stund kom Áróra ein út. Honum brá. Hann opnaði afturdymar og bauð henni sæti. „Hvers vegna ekki frammi í hjá þér?“ spurði hún. „Mamma ætlaði að koma líka,“ svaraði hann. „Hún er hætt við það.“ „Nú, hvers vegna?“ „Vilfríður ráðlagði henni að fara ekki út í kvöldkulið." „Hún heldur stíft um stjóm- taumana, konan sú.“ „Finnst þér hún of ráðrík?" „Það voru ekki mín orð.“ „Þú lést lítið fara fyrir þér í kvöld. Ég fékk ekki einu sinni að þakka þér fyrir kaffið." „Það var víst ekki frá mér.“ „Nú, hveijum þá?“ „Mamma stjómar kaffíkönn- unni. Viltu ekki koma í framsætið', úr því hún kemur ekki með?“ „Jú, þakka þér fyrir. Annars fer vel um mig héma aftur í.“ „Þú ert sjálfráð." „Þá færi ég mig. Maður fær þá aðeins að snerta þig.“ Hann svaraði ekki. Hún færði sig alveg upp að honum. Hann fann ilminn af henni. Hún notaði alltaf sterk ilmvötn. Hann kitlaði í nefið. „Það er fína veðrið," sagði hann. „Alveg guðdómlegt." „Hvemig líður ykkur þama í Skjólbrekku?" „Heldurðu, að okkur líði ekki vel.“ „Er gamli maðurinn frískúr?" „Það held ég. Annars minnist hann aldrei á heilsufarið sem bet- ur fer. Mér leiðist alltaf, þegar fólk er að kvarta." „Það má búast við, að heilsan fari að bila, þegar komið er svona langt fram á aldursskeiðið. Lengi var mamma að ná sér eftir inflú- ensuna. Svo er gigtin að pína gamla fólkið." Hlakkar þú ekki til þess að fá konuna heim?“ „Hvað heldur þú?“ „Hefur ekki verið erfitt fyrir þig að vera konulaus allan þennan tíma?“ „Það eru mikil viðbrigði." „Karlmenn eiga víst verra með að vera einir heldur en konur." „Hvað hefurðu fyrir þér í því?“ „Það kemur af sjálfu sér. Kon- umar eru meira sjálfum sér nógar." „Það má vel vera.“ Hún varð fyrir vonbrigðum með hann, fannst hann óvenjulega stuttur í spuna. Hún átti erfitt með að finna upp nýtt umræðu- efni. Hann fann hitann af líkama hennar. Hann átti erfitt með að sýna henni fálæti. Freistingamar ásóttu hann. Gamli Adam hvíslaði: „Nú er tækifæri, láttu það ekki ganga þér úr greipum." Indriði stöðvaði bflinn. Það er eitthvað að hjá mér,“ sagði hann. „Ég held að slangan hafí sprung- ið, ég hef verið hálfhræddur um það lengi. Ég fer þá ekki lengra. Þú átt orðið stutt heim.“ „Getur þú komist heim á sprunginni slöngu?" „Kannske er hún ekki spmngin, ég er ekki viss. Jú, ég kemst áreið- anlega heim.“ Hún heyrði, að rödd hans var óstyrk. Hana langaði til þess að kasta sér í faðm hans, en eitthvað hélt henni til baka. Hún vissi ekki, hvað það var, kannski var það framkoma hans. Hún v var ekki venjuleg, eitthvað svo óviðfelldin og fjarlæg. Hún fann, að hann var óstyrk- ur, það gaf henni kjark. Hún hallaði höfðinu að öxl hans og brást í grát. „Hvað gengur að þér?“ spurði hann. „Hef ég sagt eitthvað, sem særir þig?“ „Nei, en ég er svo óhamingju- söm, alltaf nema þegar ég er með þér.“ Hann lagði handlegginn yfír Hugrún skáldkona herðar hennar og þrýsti henni að sér. „Vertu ekki að gráta," sagði hann. „Ég þoli ekki að sjá konur gráta. Hvað er það, sem veldur óhamingju þinni?“ „Ég er svo einmana. Mig lang- ar til þess að eignast bam.“ Það var líkast því, að Indriði yrði fyrir eldingu. Hann dró hand- legginn að sér og færði sig svo langt frá Áróra sem hann gat. Hvað átti hann að gera eða segja? „Það era ekki allir hamingjus- amir, sem bömin eiga. Stundum valda þau foreldranum sáram vonbrigðum. Þú ættir að taka þessu með stillingu og hugsa máiið vandlega. Reyndu að horfa til þeirra, sem verða að ganga í gegnum þrengingar vegna bama sinna.“ Hún var hætt að gráta. „Fyrirgefðu," sagði hún. „Ég er víst óttalegur kjáni að láta mér detta í hug, að þú getir skilið mig. Sjálfur áttu böm, sem era þér til gleði. Þú átt konu, sem þú elskar, eða er ekki svo?“ „Jú, auðvitað elska ég konuna mína, dettur þér annað í hug?“ „Ég veit það ekki,“ sagði hún. „En hvað er ég annars að hugsa? læt þig sjá mig gráta, þig sem ekkert læst skilja. Þú gætir þó gert mig hamingjusama. Hvar er nú kristilegur kærleiki þinn til náungans?" „Hef ég brotið eitthvað af mér gagnvart þér? Ef svo er, þá segðu mér, hvað það er, og hvað það er, sem þú vilt að ég geri.“ „Ætti ég að þurfa að tala skýr- ar? Þú ert starblindur. Vertu sæll og þakka þér fyrir hjálpina." Hann horfði á eftir henni, hvar hún hljóp heim túnið, án þess að líta við. Það dró ský fyrir tunglið um leið og hún hvarf heim á hlað- ið í Skjólbrekku. Aldrei síðan hann leit hana fyrst, hafði hann verið nær því að láta freistingamar ná valdi yfir sér. Hann var í uppnámi. Hann sneri bflnum á veginum og ók eins og bijálaður maður. Eftir skamma stund var hann kominn heim. Hann skellti útidyrahurð- inni á eftir sér og tók stigann í þremur stökkum. Þegar hann kom upp á pallinn, sá hann höfuðið á Vilfriði í dyragættinni á gestaher- berginu, þar sem hún svaf. „Ég hélt, að það væri að koma jarðskjálfti," sagði hún. „En það er þá bara húsbóndinn sjálfur á ferðinni." Hann langaði til þess að skyrpa framan í hana og öskra inn í eyr- að á henni „naðra". Hann stillti sig þó og gekk rakleitt að dyram hjónaherbergisins. Hann gat ekki háttað, en settist á stól við gluggann og horfði á tindrandi stjömuhafið á dimmbláum vetrar- himninum. Við það komst kyrrð á huga hans. En hvað Áróra gat verið skiln- ingslaus. Hann sem var að reyna að bjarga henni, bjarga þeim báð- um. Það var svo erfitt að standast töfra hennar og ástleitni. Það var trú hans, sem gaf honum kraftinn til þess að láta ekki tilfínningam- ar ráða yfír sér. Hann fann það best í kvöld, hvað hann var veikur maður með bældar ástríður. Hann fann, að hann var ekki einn. Æðri kraftur var þama að verki. Ef hann hefði fallið fyrir henni, hefði allt það, sem hann var búinn að segja henni um mátt bænarinn- ar og trúarinnar, orðið ógilt. Þá væri hann nú orðinn ómerkilegur hræsnari. Orð vora gagnslaus, ef breytnin fylgdi ekki í kjölfarið. Hann hafði aðeins gert það, sem guð ætlaðist til af honum sem kristnum manni. Þetta gat Áróra víst ekki skilið og brigslaði honum kærleiksleysi. Það var mannlegt að verða fyrir freistingum, en þær vora til þess að sigrast á þeim. Hann vildi hvorki bregðast guði né mönnum. Hann fól andlitið í höndum sér og grét. Það var gott, honum létti. Heit þakkarbæn stig upp frá bijósti hans. Nú skildi hann betur en nokkra sinni áður þetta, sem ritningin talar um: „bræðsluofn- inn“, sem maður þarf að ganga í gegnum. Hann hafði sjálfur verið í honum þetta kvöld. Vonandi, að allur sorinn hafi orðið eftir inni í ofninum og málmurinn ekta, sem kom þaðan út. Þegar svefninn loksins sigraði, var komið undir morgun. Jólaljósin tendruð í Hverag’erði Hveragerði. HVERGERÐINGAR fjölmenntu á opið svæði í miðjum bænum um helgina til að fylgjast með þeirri árlegu athöfn þegar kveikt er á jólatrénu, sem okkur berst að gjöf frá vinabæjum Hvera- gerðis á Norðurlöndunum. Athöfnin hófst með því að skóla- hljómsveit Hveragerðis lék jólalög og fleira fallegt. Þá flutti Kristján Jóhannesson bæjarstjóri ávarp. Jólasveinar komu í heimsókn og gáfú bömunum góðgæti. Ekki er hægt að segja að jólalegt sé í Hvera- gerði núna, marauð jörð eftir miklar rigningar og vaða menn aurbleytu í skóvarp. — Sigrún Kveikt á jólatrénu í Hveragerði. Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Bruninn á Ísafjarðarkirkju: Vinnubrögð serfræð- inga Brunamála- stofnunar gagnrýnd Bæjarfógetinn á ísafirði, Pétur Kr. Hafstein, hefur ritað Bruna- málastjóra bréf, þar sem hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð sérfræðinga, sem stofnunin fékk tíl að rannsaka upptök eldsvoðans í ísafj arðarkirkj u. Telur hann vinnubrögðum sérfræðinganna mjög ábótavant og engin leið sé, samkvæmt niðurstöðu skýrslu þeirra, að draga þá ályktun, eins og þeir geri, að bruninn hafi ver- ið af manna völdum. Pétur Kr. Hafstein sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að sérfræð- ingamir hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að eldsupptök hefðu orð- ið af manna völdum hvort sem um vilja- eða óviljaverk hefði verið að ræða. Þá niðurstöðu væri hins vegar engan veginn hægt að draga af því, sem fram kæmi í skýrslunni. Enn- fremur hefði sér komið spánskt fyrir sjónir að sjá fjallað um þessa niður- stöðu í dagblaði áður en hún hefði borizt þeim, sem um skýrsluna hefði beðið og gréiddi fyrir hana. Pétur sagði ennfremur, að athug- anir annarra, svo sem rafmagnseft- irlits, hefðu ekki skorið úr um upptök eldsins. Maður frá rafmagnseftirlit- inu hefði komið á staðinn strax og niðurstaða hans verið sú, að ekki væri hægt að fullyrða hvort eldurinn hefði kviknað út frá rafmagni eða ekki. Þá hefði ekkert komið fram við lögreglurannsókn, sem benti til þess, að um íkveikju af manna völd- um hefði verið að ræða, þótt slíkt væri að sjálfsögðu ekki heldur hægt að útiloka. Þá lét Pétur þess getið að bruna- málastjóri hefði tjáð sér að þessi störf væra ekki unnin á ábyrgð Branamálastofnunar, heldur væri verkefni hennar í þessu sambandi það eitt að tilnefna ákveðna rann- sóknarmenn. Kirkjan brann aðfaranótt 27. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.