Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 26

Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 „Með því að láta svæðið liggja þannig í læðingi, sýna hinir núverandi eigendur Vestdals- eyrinnar Seyðfirðing- um ótvírætt vald eignarréttarins yfir þessum örfáu hektur- um flatlendis, sem eyrin sjálf samanstend- ur af.“ lendi er alls staðar af skomum skammti, þá mega Seyðfirðingar samt ekki -að svo komnu máli taka sér bólfestu á Vestdalseyri, byggja þar mannvirki né nýta eyrina á annan hátt í eigin þágu: Lóðir og landskikar Vestdalseyringa komust á árunum 1935—1945 ýmist í eigu íslenzka ríkisins eða Landsbanka íslands — á löglegan hátt „Gud- bevare-os“ — en Vestdalseyrin, sem er í aðeins tveggja til þriggja km ^arlægð frá kaupstaðnum, hefur æ sfðan verið dauðans matur. Skammsýni Segja má, að það hafi öðrum þræði verið róttækar pólitískar að- gerðir íslenzkra stjómvalda á 3. áratugnum og kreppan á þeim flórða, er um skeið kippti fótunum undan afkomu staða eins og Seyðis- flarðar, þar sem áður höfðu þó verið stöndugir og drífandi athafnamenn, atvinnulíf í blóma og afkoma al- mennings góð. Það var klippt á þessa þræði með boðum og bönnum og gengið svo rösklega til verks, að margir stóðu eignalausir eftir, lífsafkoman var sett á kaldan klaka og dijúgum hluta íbúanna þótti ráðlegast að hverfa á brott til ann- ars landshluta. Það tók flesta þessa staði marga áratugi að rétta nokk- um veginn aftur úr kútnum, en nú hefur það þó gerzt. Á Seyðisfírði er aftur orðið mjög lífvænlegt. Ný íbúðarhverfi hafa orðið að teygja sig upp brattar hlíðar fyrir ofan dalinn fyrir ofan gamla kaupstað- inn, allt upp undir botna sunnan- megin og inn þröngan dalinn fyrir innan bæ. En í enduruppbyggingu SeyðisQarðar er Vestdalseyrin í allri sinni auðn áfram eins og ljótt ör í landslaginu, ónýtt og óhijálegt við rætur Grýtu norðan flarðarins. Með því að láta svæðið liggja þannig í læðingi, sýna hinir núverandi eig- tíma mælikvarða við sjósókn og vinnslu afians f landi. Þá töldust Seyðfirðingar í broddi fylkingar á sviði atvinnurekstrar. Frá kaup- staðnum var stunduð þilskipaút- gerð, en útræði fyrir opna báta var víða út með firðingum — frá Vest- dalseyri, Grýtáreyri, Selstöðum, Brimnesi, Skálanesi, Eyrum, Hrólfi: Athafnasamt mannlíf út með fírðin- um jafnt norðanverðum sem sunnanverðum. Ekki em nema 40—50 ár sfðan á Vestdalseyri stóð dálítið þorp; þar bjuggu um tíma á annað hundrað manns. Eyrin telst innan kaupstað- armarkanna, en Vestdalseyringar voru nánast lítið samfélag að nokkru út af fyrir sig, dugmikið og gegnt fólk. Nú er þar allt í eyði. Þessi fallega eyri, svo vel í sveit sett við fjörðinn, ber þess vitni, að dauð hönd hvílir þar á öllu — auðn, vanhirða og uppgjöf. Þótt þannig hátti til við SeyðisQörð, að undir- vetri breiður af loðnu. Og það hefur svo sannarlega verið veitt af kappi, saltað, íiraðfryst og brætt: Afrakst- urinn fyrir þjóðarbúið nemur hundruðum milljóna króna. Vestdalseyri drepin kostum Áhrifanna frá stækkun land- helginnar og vemdun fiskimiðanna er vissulega farið að gæta í sívax- andi fiskgengd við strendur lands- ins. Víða er þvf aftur að verða lífvænlegra fyrir dugmikla sjósókn- ara og lífskjör fólks í sjávarplássun- um ættu að fara batnandi. Hvað Seyðisflörð snertir er ástand lífríkis sjávar að verða nokkuð áþekkt því sem það hefur verið fyrir ca. 90—100 árum, þegar athafnalff staðarins stóð með miklum blóma, skipuleg útgerð var að komast þar á legg, og menn teknir að tileinka sér nútfmaleg vinnubrögð á þeirra eftirHalldór Vilhjálmsson Fyrir nokkrum vikum fluttu flöl- miðlar þær fréttir austan frá Seyðisfirði að sfldveiðiskip eitt hefði leyst iandfestar þar, lagt frá bryggju og hafi örstuttu síðar getað kastað á vaðandi síldartorfu fáeina metra frá bryggjusporðinum. Fékk skipið fullfermi. Verðmæti þess afla, sem tekinn var þama alveg uppi í landsteinun- um skammt undan byggðinni á Öldunni, skipti milljónum króna. í haust og vetur hefur fjörðurinn verið fullur af síld og þorskgengd þar mikil — stórir hópar af hvölum elta fiskinn um allan §örð, allt inn að biyggjum bæjarins, og hafa tek- ið rösklega til matar síns. Á miðunum úti fyrir firðinum hafa haldið sig f haust og framan af Konungsjarðir lýðveldisins Óskar Guömundsson ALrifli- m BANÐALAGIfl Dramatísk stjórnmálasaga Bókin fjallar um þróun Alþýöubandalags- ins frá kommúnisma til kratisma. Meira er fjallað um ákveðna menn og málefni en hug- myndafræðilegan grunn flokksins. Frásögn- in hefst við stofnun Kommúnistaflokksins en lýkur þ. 9. nóvember 1987. ^vort d írvítu endur Vestdalseyrinnar Seyðfirð- ingum ótvírætt vald eignarréttarins yfir þessum örfáu hekturum flat- lendis, sem eyrin sjálf samanstend- ur af. Það er fjámálavald hins sterka. Því eyrin er svo sem föl f bútum og skikum — en þó aðeins fyrir geipiverð. Heldur þess vegna enn hver sínu. Hér á öldum áður átti danska krúnan líka landareignir og ítök víða á íslandi — og komst víst lög- lega yfir þær eignir í anda hnefa- réttarins. En þeir útlenzku valdhafar suður í Kaupmannahöfn höfðu þó vit á að láta a.m.k. nytja konungsjarðimar til að fá af þeim einhvem arð; eignimar voru yfir- leitt ekki látnar liggja ónýttar, landsmönnum til storkunar. Stjórnvizka Með elju sinni skapa Seyðfirðing- ar þjóðarbúinu ár hvert hundruð milljóna króna í útflutningsverð- mætum; þessi mikli auður rennir meðal annars líka stoðum undir við- skiptabanka Seyðfírðinga, Lands- banka íslands. Ef grannt er skoðað, mætti ef til vill líta svo á, að Seyð- firðingar séu raunar fyrir löngu búnir að greiða keisaranum það sem keisarans er í beinhörðum pening- um — ef til vill er nú tfmi til kominn, að sú hönd, sem svo ótæpilega tek- ur við arðinum, skili Seyðisfirði einfaldlega því góssi, sem réttilega er hans: Vestdalseyrinni. Eftir sjö ár, 1995, verður aldaraf- mæli kaupstaðarins hátíðlegt haldið, og margvíslegur undirbún- ingur er þegar hafinn til þess að gera þetta merkisafmæli sem veg- legast og eftirminnilegast. Það er komið undir framsýni og stjóm- vizku pólitfskra valdhafa þessa lands, hvort Seyðfirðingum gefst nú ráðrúm til að breyta f tæka tíð þeirri hræðilegu hiyggðarmynd, sem Vestdalseyrin er orðin, í lifandi athafnasvæði og aðlaðandi byggð fyrir árið 1995. Stundum getur pennastrikið átt fullan rétt á sér í stjómsýslu; stjóm- vizka felst m.a. í að beita penna- strikinu þar sem það á við, landi og lýð til hagsbóta og blessunar. Höfundur er menntaskólakennari. Kveikt í bíl með kerti ELDUR kom upp í tveimur bifreiðum í Reykjavík um sfðustu helgi. í fyrra tilvikinu var kerti sett undir ökumanns- sæti, sem skemmdist mikið. Kona nokkur varð vör við það á föstudagskvöld að eitthvað var ekki sem skyldi með bifreið henn- ar. Hún var stödd í húsi við Grundarstíg og heyrði allt í einu í flautu bifreiðarinnar. Þegar hún gætti að hveiju þetta sætti, sá hún að einhver hafði farið inn í bifreið- ina og sett logandi útikerti undir ökumannssætið. Urðu allmiklar skemmdir á bifreiðinni. Nokkrum stundum síðar, að- faranótt laugardags, sá vegfar- andi sem átti leið hjá bílasölu við Skúlatorg, að eldur logaði í jeppa- bifreið, sem þar stóð. Reyndist eldurinn vera í hægra framsæti bifreiðarinnar, en ekkert kerti var þó sjáanlegt. Reykjavík: Nætur-og torg- söluleyfi hækka BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hækka leyfi fyrir nætur- og torgsölu f Reykjavík um 25% og verður það eftirleiðis um 45.000 krónur. Kvöldsöluleyfi hækkar ekki milli ára og verður áfram 36.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.