Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ, FEMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 fclk í fréttum Jassballetthópur kom fram á Jólag'lögginni. Dansspunahópur Kramhússins. Fólkið í Kramhúsinu skemmti sjálfu sér og öðrum á hinni árlegu jólaglögg sem haldin var laugardaginn 12. desember fyrir fullu húsi. Yfir tuttugu skemmt- iatriði voru á dagskránni, 511 samin og flutt af þeim sem sækja námskeið í Kramhúsinu. Sýnt var gamanatriði um hóp kvenna í leikfimitíma þar sem allt gekk á afturfótunum; einnig dan- spuni, ástríðufullur tangó og Afríkudans. Kvartett frá Söng- skólanum kom fram og rokkhópur Áhorfendur fylgdust fullir áhuga með skemmtiatriðunum. Morgunblaðið/Þorkell Litíð við í leikfimitíma þjá fremur klaufalegum nemendum. Heldur rættist þó úr þegar þeim voru fengin strápils og spiluð fjörug tónlist. KRAMHÚSIÐ Dansandi j ólaglögg Jólaglögginni lauk síðan með - því að leiknir voru gömlu dansam- ir og fólk dansaði eins og það lysti, gestir og þeir sem fram komu. Kramhússins dansaði. „Allt getur gerst í Kramhúsinu," sögðu að- standendumir er einn áhorfand- inn varð gripinn dansfiðringi, stökk á fætur og dansaði við eina dömuna í rokkhópnum. Þá má nefna flamengódans, nútímadans og kvartett úr Leiklistaskólanum. Pað er enginn hörgull á stór- stjömum í Hollywood, en um stórt fólk gegnir allt öðra máli. Að minnsta kosti um fólk sem er nægi- lega stórt til að hæfa í hlutverk góða risans Fezziks í mynd Rob Reiners „The Princess Bride" - Sögunni furðulegu. Það gekk hreint ekki þrautalaust að finna risa við hæfi en að endingu hafðist upp á Frakkan- um Andre sem er rúmir 2,20 metrar á hæð, 250 kíló að þyngd, hafði litla leikreynslu og frönskuskotinn fram- burð á enskunni sem hljómaði hreint ekki vel. Allar áhyggjur af frammi- stöðu Andre reyndust ástæðulausar, hann varð fljótt eftirlæti allra, „hann er svo sterkur og samt svo ljúfur. Auk þess er hann alls ekki svo slæm- ur leikari, eðlisávísun hans er hrein og ómenguð," segir leikstjórinn Rob. Andre fæddist fyrir 41 ári í Frönsku Ölpunum og var nefndur Andre Roussimoff eftir afa sínum, búlgörskum jötni sem var 2,35 m hár og þrekinn að sama skapi. Gefa aðrir fjölskyldumeðlimir honum lítið eftir hvað stærðina varðar. Andre óx hratt úr grasi og fékk snemma nóg af sveitasælunni. Hann flutti til Parísar þar sem hann starfaði við húsgagnaflutning og reyndist það honum létt verk og löðurmannlegt. í París hóf Andre að stunda glímu og fór fljótlega út í atvinnumennsku. Til að gera lífið sér auðveldara breytti hann nafninu í Jean Ferré. Eftir fímm ára dvöl í París sneri hann til heimahaganna en fékk held- ur kaldar kveðjur frá móður sinni sem þekkti ekki (eða vildi ekki þekkja) son sinn aftur. Andre leitaði RISINN ANDRE Stærðin er vandamál skelfingu lostin og hann á afskaplega fáa vini „fólk vill þekkja mig til að geta nýtt sér krafta mína og því er ég ekki hrifinn af. Og hjónaband kemur alls ekki greina enn sem kom- ið er,“ segir hann brúnaþungur. Hann sér nú fram á endalok glímu- ferils síns vegna smávægilegra meiðsla og getur því vel hugsað sér áframhaldandi kvikmyndaleik, það er að segja ef hlutverkin era nógu stór... „Stundum verð ég ógurlega þreyttur á því hvað er mikið á mig.“ Andre tekur i hálfdauðan félaga sinn, sjóræningjaforingj- ann Roberts í „Sögunni furðulegu". þá á náðir föðurs síns og spurði hvort hann ætti son sem héti Andre. „Þekkir þú hann?“ spurði pápi. „Já mjög vel,“ svaraði týndi sonurinn og hvarf á braut. Þetta varð til þess að hann breytti nafni sínu enn á ný, í risann Andre, og hélt áfram glímukeppni. Hann græðir um 36 milljónir árlega og lif- ir eins og auðkýfingur. Fyrir kvikmyndatökumar létti hann sig um 50 kfló með því að láta af bjór- þambinu en hann innbyrti um tvo kassa á dag af miði. Samt er stærð- in ennþá vandamál; hundar flýja með skottið milli fótanna, bömin verða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.