Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 C 37 PYTTUR EÐA PERLA? Kæri Velvakandi: Nú er illt í efni, því að komið hef- ur í ljós, að sú dýrmæta „perla Reykjavíkur" sem allir keppast nú um að varðveita hvem þumlung af, er að vísra manna mati einhver sá mesti forarpyttur, sem hugsast get- ur. Reyndar er þetta ekki að koma í ljós núna. Á þetta hefur verið bent fyrir Qölmörgum árum og hefur mátt vera öllum þeim ljóst, sem ganga meðfram tjöminni og fínna af henni fnykinn á góðviðrisdögum. Engu að síður er þetta sá staður, sem foreldrar og afar og ömmur hafa ánægju af að koma til með yngstu kynslóðina og gleðjast við að gefa öndum og álftum. Þetta er sá staður, sem smáböm. geta dást yfir litlu ungunum og vissulega snertir það streng í bijósti okkar hinna eldri að fylgjast með því að krían sé nú komin — á réttum tíma eins og venju- lega. Það gefur vissan stöðugleika í tilveruna. En tjömin er á vorin líka ófriðar- svæði, þar sem litlir andarungar beijast fyrir lífí sínu og ljótur leikur er háður. Hann er tilkominn vegna þess,» að svartbakurinn hefur síðustu árin tekið völdin við tjömina og stundar þar andarungadráp af mik- illi kunnáttu og fullkomnu samvizku- leysi. Mér fínnst ástæða til að álasa borgaryfírvöldum fyrir að hafa ekki sinnt tjöminni í langan tíma og þá á ég m.a. við, að hafa ekki fyrir löngu látið hreinsa tjömina og séð um að eðlileg endumýjun vatns eigi sér stað í henni og fyrir að láta ekki halda í skeflum vargfuglum, sem engin prýði er af á tjöminni, en eru öðrum fuglum til óþurftar og hafa að auki nóg að éta á öskuhaugum borgarinn- ar. Umhverfí tjamarinnar hefur í bezta falli verið látið eiga sig þar til nú í ár, að lítil malarströnd var sett meðfram henni, þannig að nú þurfa foreldrar ekki lengur að ríghalda í smábömin til að þau detti ekki fram af háum bakkanum. Mér hefur oft fundizt að vel mættu menn á góðviðrisdögum sigla um tjömina á flatbotnum, annaðhvort stignum, rónum eða undir seglum. Það virðist vinsælt meðal fólks í öðr- um borgum sem hafa tjamir eða vötn innan borgarmarkanna. Og ég fæ ekki séð, að fuglalífínu mundi stafa mikil hætta af því, a.m.k. kæm- ist það ekki í námunda við ungadráp svartbaksins. Á varptíma mætti liggja kaðall í vatnsborðinu svo sem 50 metra frá hólmanum til að ekki yrði um truflun að ræða. En varla er við þvf að búast, að borgaryfírvöld hafi sinnt tjömninni vel, því að ekki hefur verið mikill þrýstingur á þau, hvorki frá þessum skrifara eða öðmm borgarbúum. Það eru aldrei haldnir fundir um tjömina eða undirskriftarlistar hafðir í gangi, þegar hún er að drabbast niður og ekkert gert við hana. Allt fer í gang, loks ef eitthvað á að gera. Nú er tilefnið auðvitað ráðhúsið og hefur það áður — og þá er óþverrapollurinn samstundis orðinn að „perlu Reykjavíkur", sem ekki má snerta. Lífríki fensins er orðið heilagt, jafnvel þótt út úr öllu þessu gæti komið að homsilin fengju fyrir bragðið ögn af súrefni, en hættu að deyja hægum köfnunardauða af kló- akki. Þessi grein er ekki skrifuð með eða á móti ráðhúsinu. Ef eitthvað, þá fínnst skrifara að það mætti vera meiri reisn yfír því. Ef til vill væri hús Thors Jensen það fallegasta sem borgarstjóri nokkurrar borgar gæti fengið fyrir skrifstofu sína, en Mið- bæjarskólinn eða hús á þeim stað gæti hentað fyrir fjöldann allan af stofnunum borgarinnar. En það hef- ur vafalaust verið athugað. Borgarstjóri og þeir, sem til þess hafa verið .kjömir, eiga að halda ótrauðir áfram með sfn plön og mega vita að þeir byggja aldrei hús þama eða annars staðar án þess að úrtölu- hópar fari af stað með hávaða, sumir af pólitískum hvötum, sem er slæmt og ekki hægt að taka mark á, en aðrir af fagurfræðilegum ástæðum, sem aldrei er hægt að samræma svo að öllum líki. Hinsvegar væri gott, ef þeir, sem hæst láta, sneru sér að því að hvetja borgaryfirvöld til að sinna lífríki tjamarinnar, ekki með því að rannsaka hálfdauð homsíli, heldur með því að dýpka tjömina, endumýja vatn og losna við varginn. Umhverfíð á að fegra með betri göngustígum, blómum, tijám, bekkj- um og bátum og öllu því, sem mundi laða fólk að henni og hver veit nema fúapytturinn verði þá loks að perlu. Tumi Þessir hringdu .. Ekkert athugavert við sýningu myndarinnar Goði Sveinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, hringdi: „í pisli eftir Kristrúnu í Velvak- anda sl. föstudag er fundið að sýningu Stöðvar 2 á kvikmyndinni Fingur vegna þess hve þar var mikið um ofbeldi og myndin ekki við hæfí bama. Við vörum ætíð við slíkum myndum í dagskrár- kynningu og setjum þær á dagskrá seinnt á kvöldin. Okkur fínnst ótilhýðilegt að fólk kvarti undan sýningu myndar sem sýnd er 20 mínútum fyrir eitt þegar öll böm ættu að vera Sofnuð. Myndir sem þessar era ekki settar á dagskrá á eftirmiðdögum eða snemma kvölds, en einhvers stað- ar verða þessar myndir að vera á dagskránni. Þama var um góða spennumynd að ræða þó alltaf megi deila um hlut ofbeldis í kvik- myndum. Þessi mynd er ekki frábrugðin þeim myndum sem bíóin sýna og bannaðar eru innan 16 ára. Stöð 2 á ánægjulegt samstarf við Kvikmyndaeftirlitið og við telj- um að gagnkvæmur skilningur sé um sýningartíma á bönnuðu efni almennt. Stöð 2 telur sér allra síst hag í því að misbjóða fólk með ofbeldismyndum á þeim tíma sem böm horfa á útsendingar." Whitney Houston G.S% hringdi: „Ég tel að Whitney Houston.- eigi ekki skilið að vera svona vin- sæl eins og hún er. Hún semur ekki lögin sín sjálf og fær flest upp í hendurnar. Pet Shop Boys er lang besta hljómsveitin núna." Kettlingur Hálfstálpuð læða, grábröndótt og vel vanin, fannst í Fossvogs- hverfí fyrir skömmu. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 35919 eða 698330. Seðlaveski Vínrautt seðlaveski með vísa- korti, peningum o. fl. tapaðist fyrir skömmu, trúlega fyrir utan Oðinsgötu 32. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samban við Maríu í síma 623164. Læða Yijótt læða með ljósbláa ól fannst í Skipholti fyrir nokkra en þar hefur hún*verið á flækingi í sumar. Eigandi hennar er beðinn að hringja í síma 76206. Þú hlýtur að sjá það sjálfur að drykkjuskapur þinn leiðir okkur bæði í ógöng- ur. HÖGNI HREKKVISI /H.' HIE> FRÆGA KVEFMHPAL- högma " SKEGQIÐ!'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.