Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 4 Sídasti tangó íPeking Nýjasta mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci segir merkilega sögu Pu Yi síðasta keisara í Kína Pu Yi, tíundi og síðasti keisari Tjing-ættarinnar (1644-1912) í Kína, fæddist árið 1905. Hann var gerður keisari þriggja ára gamall en árið 1912 var hann látinn víkja þegar Kína varð lýðveldi. Honum var leyft að dvelja í Hinni forboðnu borg í Peking, sem hýst hafði forfeður hans. Þar stjómaði hann hirð sinni og um 1.200 geldingum. Árið 1924, þegar hann var 19 ára, var hann rekinn úr borginni og leit- aði hælis í Tianjin í Norðaustur-Kína. Þar lifði hann í vellystingum praktuglega og hugði á ferð til Vesturheims sem ávallt hafði heillað hann, þökk sé skoskum kennara hans, Réginald Fleming Johnston, sem að öllum líkindum starfaði fyrir bresku leyniþjónustuna. Síðasti keisari í Kína: Sérkennileg æfi manns sem fæddist keisari en lést „endurmenntaður" garðyrkjumaður. Peter O’Toole leikur kennara Pu Yi í mynd Bertoluccí. Arið 1934 höfðu Japanir lagt undir sig mestallt Norður-Kína og þeir gerðu Pu Yi keisara lejpp- stjómar sinnar í Mansjúriu. Arið 1945 varð hann fangi Rauða hers- ins sem hélt honum í haldi í Síberíu ásamt fámennu fylgdarliði til árs- ins 1950 (einu ári eftir kommún- istabyltinguna) þegar Stalín leyfði að hann yrði sendur aftur til Kína sem stríðsfangi. Eftir níu ára dvöl í haldi kommúnista þar sem hann var settur í „endurmenntun" leysti Maó Tse-tung Pu Yi úr haldi. Hann sá einnig fyrrum keisaran- um fyrir starfi við skrúðgarða Pekingborgar. Pu Yi lést úr krabbameini árið 1967, sextíu og tveggja ára að aldri, um það bil sem menningarbyltingin var að ná hámarki. ítalska leikstjóranum Bemardo Bertolucci („Síðasti tangó í París", J „1900“) fannst hin merkilega æfi keisarans tilvalið efni í kvikmynd. Og honum til nokkurrar furðu vom Kínveijar sama sinnis þrátt fyrir hinar mörgu mótsagnir í lífi Pu Yi og þá staðreynd að myndin yrði sú fyrsta sem útlendingar fengju að gera í Kína. Þeir voru ekki mótfallnir því að bróðir keis- arans, Pujie, yrði gerður að ráðgjafa við gerð myndarinnar, þeir samþykktu að sjá kvikmynda- gerðarmönnunum fyrir aðstöðu í upptökuveri í Peking, útvega ýmsa þjónustu varðandi framleiðsluna og aukaleikara í Kína og þeir gáfu leyfi til að nota Hina forboðnu borg. Staðreyndin var raunar sú að hugmyndir Bertoluccis og Kínveija varðandi sérkennilega æfi Pu Yi voru á sömu nótum. Nokkrum árum áður hafði vinur minn lagt tveggja binda sjálfsæfí- sögu Pu Yi á borðið hjá mér,“ segir Bertolucci. „Ég lagði þær til hliðar til að byrja með, svolítið forvitinn ogtortrygginn. Sem bam höfðu hugmyndir mínar um Kína mótast af Jules Veme eða stöðluð- um grínfígúrum vestrænnar dægurmenningar. Um 1968, þeg- ar Kína var í deiglunni, tók ég annan pól í hæðina en vinir mínir, eins og t.d. Godard sem talaði fyrir vonlausri draumsýn menn- ingarbyltingarinnar. Ég vildi líta á hana sem frábæra sviðsetningu í höndum dásamlegs leikstjóra sem nefndist Maó með milljónum ungra leikara." Það er ekki minni hugsjón í því hvaða augum Bertolucci lítur breytingu F*u Yi úr samverka- manni heimsvaldastefnunnar í eðalfélaga kommúnismans. Það var ekki um „heilaþvott" að ræða, að mati hans, heldur raunverulega umbreytingu. „Kommúnistamir vildu ekki bara að hann segði: „Allt í fína, ég hef breyst." Þeir vildu að hann skildi mistök sín.“ í augum hinna Qölmörgu kínversku menntamanna sem liðu kvalir í hinni svokölluðu endur- menntun er afstaða Bertoluccis bæði rómantísk og bamaleg. Yfir- völd i Peking em auðvitað sama sinnis og Bertolucci. Cai Rubin, framkvæmdastjóri Peking-kvik- myndaversins sem er meðfram- leiðandi,' segir „Bertolucci er að skýra nokkuð út fyrir vestrænum mönnum sem þeir hafa aldrei ski- lið.“ Sagan um síðasta keisara Kína er frábær, svo notuð séu orð Ber- toluccis en hún var þó ekki efst á blaði leikstjórans sem næsta mynd. Hann vildi kvikmynda sögu André Malraux, „Örlög manns", frá 1933 sem gerist í Shanghai- uppreisninni árið 1927. Hann komst hins vegar að því að hún snerti enn of mörg pólitísk sár. Svo var ekki með „Síðasta keisar- ann“. Kínveijar vom hæstánægðir með sjálfsæfísögu Pu Yi, „Frá keisara til borgara", vegna þeirrar kenningar, sem kom fram í henni, að söguhetjan var frjálsari Sem venjulegur borgari en þegar hann sat í hásætinu. (Auðvitað vom þeir ánægðin Eins og svo margt frægðarfólk reit Pu Yi ekki sjálfur sína æfisögu, en ólíkt því sem aðrir eiga að venjast var hún rituð af flokksskríbentum.) Eftir tveggja ára samningaviðræður tók stjóm Deng Xiao-Ping myndina undir vemdarvæng sinn og bauð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.