Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIFTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Fjármál á fimmtudegi Hlutabréfaviðskipti og skattlagning Fjármögnun íslenskra fyrirtækja og skattlagning þeirra hafa bein áhrif á gengi krónunnar og verðbólgu hérlendis HLUTHAFAR —— Frá aðalfundi Flugleiða 1986. Þó nokkrar deilur urðu á þeim fundi vegna útgáfu jöfnunarhlutabréfa. eftir Signrð B. Stefánsson Fjármögnun fyrirtækja á Íslandi er frábrugðin því sem gerist í sam- keppnislöndum okkar. Algengt er að fyrirtæki hér séu fjármögnuð að miklu leyti með lánsfé og aðeins að litlu leyti með eigin fé eða hlutafé. Þegar auka þarf fjármagn í rekstri, t.d. vegna nýrra framkvæmda, er að jafnaði fyrst leitað eftir auknu lánsfé, innlendu eða erlendu, áður en gætt er alvarlega að því að auka eigið fé fyrirtækisins. Astæðurnar eru augljósar. Fyrir aðeins fimm árum voru raunvextir neikvæðir um allt að 20 af hundraði. Lánsfé gat þá helmingast að raunvirði á aðeins þremur árum og skroppið saman í aðeins þriðjung að raunvirði á fimm árum án þess að greitt væri af höfuð- stóli. Með þessum hætti rann mikið fé bakdyramegin til íslenskra fyrir- tækja frá þeim sem áttu sparifé í innlendum bönkum og sparisjóðum en það eru að mestu leyti einstakl- ingar. Á verðbólguárunum frá 1971 til 1983 sá rýrnun lánsfjár með nei- kvæðum raunvöxtum inrilendum atvinnurekstri að nokkru fyrir því aukna eigin fé sem á þurfti að halda. Hlutafjárútboð eða öflun framtaks- fjár með öðrum hætti reyndist oftast ónauðsynleg. Skattlaguing atvinnurekstrar hef- ur jafnframt ýtt undir að fyrirtæki séu fjármögnuð með lánsfé en ekki hlutafé. Allur fjármagnskostnaður fyrirtækja vegna lána er frádráttar- bær frá tekjum fyrir skatt hvort sem hann getur talist „eðlilegur" eða ekki — allur lántökukostnaður, vext- ir, dráttarvextir, gengistap o.s.frv. Þetta gildir jafnvel þótt 95% eða 99% af fjármagni fyrirtækis séu lánsfé og aðeins 5% eða 1% eigið fé. Arð- greiðslur sem eru hærri en 10% af hlutafé í lok fyrra árs eru hins veg- ar ekki frádráttarbærar. Arður af hlutabréfum er að mestu skattlagður eins og aðrar tekjur hjá einstakling- um jafnvel þótt einnig sé lagður 1,20% eignarskattur (með eignar- skattsauka) á hlutabréfaeign. Síðastnefnda atriðið hefur orðið til þess að hlutafélög hafa ekki nýtt sér heimildir til útgáfu jöfnunarhluta- ' bréfa því að með því hafa þau verið að leggja auknar skattbyrðar á hlut- hafa sína. Skemmst er að minnast deilna á aðalfundi Flugleiða hf. 1986 vegna útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Algengt er að hlutafé íslenskra hlutafélaga sé aðeins 1/10 eða 1/20 af eigin fé þeirra. Þannig hafa fyrir- tæki forðað hluthöfum sínum undan greiðslu eignarskatts en um leið vannýtt heimildir til greiðslu frá- dráttarbærs arðs. Með nokkurri einföldun má segja að afrakstur íslenskra fyrirtælg'a renni að verulegu leyti til greiðslu á miklum lánsfjárkostnaði og til greiðslu á aðstöðugjaldi, launa- skatti, fasteignagjöldum, eignar- skatti og iðgjalda til almannatrygg- inga. Hækkun lánskjaravísitölu á árinu 1987 var 22,2% og 10% raun- vextir ekki óalgengir. Nafnvextir hafa því oft numið um 35% á árinu 1987 og margir hafa greitt mun hærri kostnað en dráttarvextir svara nú t.d. til nærri 50% ársvaxta. Ofan- greindir skattar koma allir til greiðslu án tillits til afkomu og nema um 80% af skattlagningu fyrirtækja. Fleiri orð þarf ekki til að skýra hvers vegna íslensk fyrirtæki greiða yfir- leitt ekki mikinn arð og ekki mikinn tekjuskatt. Afraksturinn rennur að mestu til þeirra sem iögðu fram láns- féð (einstaklingar eiga um 75% sparifjár í innlánsstofnunum, allar eignir lífeyrissjóða og vafalaust mestallar eignir verðbréfasjóða) og til ríkisins á formi skatta sem eru óháðir afkomu. „Gengið er ekki og má ekki verða afgangs- stærð...“ I þessum mánuði koma til fram- kvæmda einhveijar viðamestu skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið. Þær fela í sér stað- greiðslu á tekjuskatti einstaklinga, mikla einföldun í álagningu tolla og vörugjalds og samræmingu í álagn- ingu söluskatts auk nokkurrar breytingar á skattlagningu atvinnu- rekstrar. Fjárlög ársins 1988 hafa auk þess verið afgreidd án halla. „Hér verður ekki látið staðar num- ið“, segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í viðtali við Al- þýðublaðið 31. desember sl. „Virðis- aukaskattur, endurskoðun á skattlagningu atvinnurekstrarins og samræmd skattlagning eignatekna er næst á dagskrá. Þessum verkefn- um þurfum við að Ijúka á næsta ári“. Skattlagning atvinnurekstrar og skattlagning eigna og eignatekna þurfa umbyltingar við vegna þess hve núverandi fyrirkomulag er orðið fornt. Ryðja þarf veginn fyrir nýjum og breyttum spamaðarvenjum þjóð- arinnar og betri nýtingu innlends spamaðar. Jafnframt að hvetja til gagngerra breytinga á fjárhagslegri uppbyggingu fyrirtækja þannig að framtaksfé, innlent eða erlent, taki við af lánsfé i hæfilegum mæli. Með þeim hætti er hægt að búa fyrirtæki undir að mæta óvæntum áföllum og koma þá eigin sjóðir þeirra að nokkru í stað fyrri lána með nei- kvæðum raunvöxtum sem aldrei voru greidd til baka til fulls. Jafn- framt verður ekki eins brýnt að grípa til lækkunar á gengi krónunnar um leið og ytri skilyrði atvinnulífsins snúast til hins verra. „Gengið er ekki og má ekki verða afgangsstærð sem menn laga jafnharðan að síbreytilegum aðstæðum innanlands. Fast gengi á að marka efnahagslíf- inu ákveðinn ramma. Gengið á að vera umgjörð sem heimili og fyrir- tæki laga sig að. Markmið fastgeng- isstefnunnar á að vera að skapa aðhald, atvinnulífið og allur almenn- ingur verður að geta treyst gengis- stefnunni", svo að vitnað sé til áramótaávarps Jóns Baldvins Hannibalssonar Qármálaráðherra í Alþýðublaðinu 31. desember sl. Hlutabréf avakningin í Bretlandi frá 1979 til 1987 Umbætur í skattlagningu fyrir- tækja og skattlagningu eigna og eignatekna eru mikilvægar af þrem- ur ástæðum. Fyrirtæki eru of skuldsett vegna þess að skattlagning hefur hvatt til fjármögnunar með lánsfé. Núverandi skattlagning hef- ur auk þess beint dýrmætum spamaði landsmanna um farvegi þar sem nýting hans er slök, þ.e. þar sem langt er frá eiganda ljármuna til þess sem nýtir þá og er ábyrgur fyrir þeim. Loks er breytt skattlagn- ing fyrirtækja nauðsynieg vegna þess að hún er að íjórum fimmtu hlutum óháð afkomu, þ.e. skattar eru lagðir á veltu fyrirtækja eða útgjöld, og rekstur þeirra verður því viðkvæmari fyrir ytri áföllum en ella. Síðastnefnda atriðið er séríslenskt fyrirbæri, nær óþekkt í nágranna- löndunum, og af samkeppnisástæð- um er mikilvægt að kippa þessu í liðinn hið fyrsta. Gegn tveimur fyrri atriðunum, skuldsetningu fyrirtækja og vondri nýtingu spamaðar, hafa stjómvöld annarra ríkja ráðist með oddi og egg, m.a. með því að beita sér fyrir aukinni hlutafjáreign al- mennings. Þegar stjóm Thatchers tók við völdum í Bretlandi á árinu 1979 áttu aðeins 4,5% fullorðinna manna hlutabréf. Þetta hlutfall hafði lækk- að úr liðlega 7% á árinu 1958. Breska stjómin setti sér það mark- mið að bæta dreifingu hlutafjár í landinu með þeim árangri að í þing- kosningunum þar í júní sl. var nærri fimmti hver kjósandi orðinn hluthafi í bresku hlutafélagi. Markmið bresku stjómarinnar með því að gera hlutafjáreign eins almenna og frekast er unnt er að tengja alþýðu manna athafnalífínu í landinu og gerbreyta með því við- horfi fólks til verðmætasköpunar í þjóðfélaginu. Um leið færist sparifj- áreigandinn nær þeim sem ávaxtar fé hans og nýting spamaðarins er bætt. Greina má a.m.k. átta mis- munandi aðferðir sem breska stjóm- in hefur beitt síðustu átta árin til að ná ofangreindu markmiði sínu. 1. Heimilaður var umtalsverður söluhagnaður af hlutabréfum án þess að til skattlagningar kæmi. Þegar öllu er á botninn hvolft er vöxtur þjóðarbúsins kominn undir því að fyrirtækin vaxi og dafni og þannig eykst verðmæti hlutabréfa. Mikilvægt er að ekki sé unnið gegn því að menn hafí hag af hækkun hlutabréfaverðs með of hárri skatt- lagningu. 2. Viðbótarskattur sem áður hafði verið lagður á eignatekjur var felldur niður. 3. Stimpilgjöld voru lækkuð til að örva útgáfu nýrra hlutabréfa. Þess má geta að hér á landi eru stimpilgjöld vegna hlutabréfa 2% en 1,5% eða 0,5% vegna skuldabréfa (iægra hlutfallið á við þegar skulda- bréf eru án vaxta). 4. Frádráttur vegna greiðslu ið- gjalda til lífeyrissjóða eða líftrygg- ingafélaga (life assurance companies) var felldur niður. Með þessu móti er leitast við að beina spamaði þjóðarinnar úr „stofnanaf- arveginum“ um lífeyrissjóði og líftryggingafélög og jafna skattlagn- ingu á allar tegundir sparnaðar. 5. Komið var á fót sérstöku spamaðarkerfi, eftirlaunasjóðum einstaklinga (Personal Equity Plans). Segja má að þessir einkasjóð- ir séu enn á tilraunastigi en þeir njóta töluverðra skattívilnana. Gert er ráð fyrir að lögð sé fyrir tiltekin fjárhæð á ári og fjárfest í hlutabréf- um. 6. Komið var á fót sérstöku kerfi (Business Expansion Scheme) til að hvetja til fjárfestingar í litlum og nýjum fyrirtækjum. Veruleg skatt- fríðindi eru i boði fyrir þá sem eru reiðubúnir til að taka áhættu með þessum hætti. 7. Sérstaklega var hvatt til þess með skattívilnunum að starfsfólk eignist hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem það starfar hjá. Svonefndar hlutabréfaheimildir (share options) hafa einnig reynst vinsælar og ár- angursríkar. 8. Sala ríkisfyrirtækja. Einka- væðing bresku stjómarinnar fór hægt af stað og árangurinn framan af var ekki mikill ef aðeins er litið á dreifíngu hlutabréfaeignar. En með sölu Breska símafélagsins (Brit- ish Telecom) tóku málin nýja stefnu en yfír tvær milljónir manna eignuð- ust hlutabréf í því félagi. Hluthöfum hefur fjölg- að án þess að dreif ing hlutafjár hafi batnað Enn er þó of snemmt að spá um árangurinn af viðleitni breskra stjómvalda til að auka hlutabréfa- eign í landinu. Sé aðeins litið á fjölda leikur þó enginn vafí á því að góður árangur hefur náðst. Eins og fyrr segir hefur nú tæplega 20% þjóðar- innar eignast hlutabréf en árið 1983 áttu aðeins 5% þjóðarinnar hluta- bréf. Sé litið á dreifingu alls hlutafjár í landinu kemur allt annað í ljós. Frá 1963 til 1981 féll hlutfall hlutafj- ár sem var í eigu einstaklinga úr 54% í 28%. Þessi lækkun varð vegna mikillar aukningar á hlutabréfaeign annarra en einstaklinga, þ.e. lífeyris- sjóða, tryggingafélaga og verðbréfa- sjóða. Jafnvel þótt fjöldi einstaklinga í Bretlandi sem á hlutabréf hafi nú aukist úr 4-5% þjóðarinnar í nær 20% á aðeins ijórum ámm hefur hlutur stóru sjóðanna í heildarhlut- afé enn aukist. Afgangurinn dreifist hins vegar jafnar og á mun fleiri einstaklinga en áður. Enn er því ekki unnt að meta til fulls árangur- inn af viðleitni stjórnvalda til að dreifa hlutafjáreign. Ljóst er að Bretum gefst nú kostur á að spara og ávaxta spamað sinn á fleiri vegu en áður var og talið er líklegt að áhugi sparifjáreigenda á hlutabréfa- viðskiptum haldi áfram að aukast á næstu árum - þrátt fyrir tímabundna lækkun á hlutabréfaverði í mörgum helstu kauphöllum á haustmánuðun- um 1987. Fróðlegt er að bera aðferðir Breta við að breyta spamaðarvenjum sínum saman við tilraunir stjóm- valda í öðrum ríkjum. Sú þjóð sem kemst næst Bretum að þessu leyti eru Frakkar. Góðan árangur þeirra má rekja ti! Monory-laganna sem sett voru 1978 og heimiluðu ein- staklingum skattfrádrátt vegna hlutabréfakaupa eða kaupa á verð- bréfum hlutabréfasjóða. Hlutfall framteljenda sem fjárfest höfðu í hlutabréfum sem fullnægðu skilyrð- um Monory-laganna hækkaði úr 7% árið 1977 í 17% árið 1982. Mestöll þessi aukning varð vegna kaupa á verðbréfum hlutabréfasjóða (SICAV). Með áhættudreifingu veita þeir fólki nokkra vemd gegn tapi er óróasamt verður á hlutabréfa- markaði. Breska stjómin hefur enn sem komið er lagt allt kapp á að fólk kaupi hlutabréf sín beint án milligöngu verðbréfasjóða þótt sú leið sé áhættusamari fyrir hvem ein- stakling. í Bretlandi eiga nú 3,5 milljónir manna bréf verðbréfasjóða (unit trusts) en alls 8,5 milljónir manna hafa gerst hluthafar beint. Til samanburðar má nefna að í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.