Morgunblaðið - 10.01.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 10.01.1988, Síða 1
SÍLDIN ER KOMIN LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR FRUMSÝNIR SÖNGLEIK EFTIRIÐUNNIOG KRISTÍNU STEINSDÆTUR LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR frumsýnir í kvöld, sunnudaginn 10. janúar, söngleikinn „Síldin er komin,“ eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur, í leikstjórn Þórunnar Sigurðardóttur. Leikritið er að stofni til hið sama og verk þeirra systra Síldin kemur, síldin fer, sem sýnt var af Leikfélagi Húsavíkur og fleiri áhugaleikfélögum úti á landi síðastliðinn vetur. Veigamiklar breytingar hafa þó verið gerðar á texta leikritsins, auk þess sem Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, hefur samið ný lög og texta fyrir sýningu þessa. Þá hafa þær Hlíf Svavarsdóttir og Auður Bjarnadóttir dansarar og danshöfundar verið ráðnar til að stýra dansi og hreyfingum. I sýningunni tekur þátt heil hljómsveit undir stjórn Jóhanns G Jóhannssonar og verður því um „lifandi“ flutning að ræða á allri • tónlist. Leikmynd og búningar eru í höndum Sigurjóns Jóhannssonar. Síldin er komin segir frá lífinu í litl- um síldarbæ eina sumarstund á síldarárunum margfrægu, þegar allir kepptust við að safna silfri og lifa hátt. I leikritinu er brugðið upp mynd af fjölmörgum skraut- legum persónum; síldarstúlkum, kjaftakerlingum, bílstjórum, bændum, leynivínsölum, lögreglu- þjónum, sómönnum, skipstjórum, síldarkóngum, drykkjumönnum, dyggðugum sveitastúlkum og létt- lyndum lausgirtum borgarpíum, svo eitthvað sé nefnt. Lýst er ást- um persónanna, ærslum og átökum, gleði og sorg í leik og starfi. í plássinu er lífið fjörugt og óvænt spennandi ævintýri á öðru hverju homi. Með hlutverkin í sýningunni fara Alda Arnardóttir, Andri Örn Clausen, Eggert Þorleifsson, Guð- nin Marinósdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Hinrik Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingólfur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.