Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 C 3 Jökla (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) úr Fjalladal mætir í gullæðið Það er svo skrítið að þeir sem hafa unnið í síldinni sjá þetta allt í rósrauðum bjarma. Þessvegna er svo gaman að reyna að ná stemmingunni; það var unnið dag og nótt meðan hrotumar stóðu yfir. Svo kom landlega - hún stóð mismunandi lengi - stundum í nokkra daga. Þá voru böll á hvrju kvöldi eftir bíó allan daginn. Fyrir austan, og ég býst við að það hafi verið eins fyrir norðan, var þetta eins og samnorrænt sam- félag, því Finnar, Færeyingar, Norðmenn og Svíar voru allir á síld og þeir komu inn í brælum, eins og íslensku sjómennimir, og voru á böllunum. Það er nú dálítið grínast með finnana í þessu leikriti, því þeir dmkku dálítið stíft. Svo voru þeir alltaf með stóra hnífa hangandi við beltin og það skildi þá ekki nokkur maður, því þeir töluðu bara finnsku. Maður var logandi hræddur við þá. Ef maður sá finna, tók maður til fótanna - hvert sem var. Eitt sem var sérstakt við þennan tíma og varðaði konur er að þær söltuðu í akkorði. Þetta var eina ákvæðisvinnan sem konur gátu komist í, fyrir daga bónusins, þannig að það vom talsver upp- grip í þessu fyrir konur. Annars held ég að þeir séu jafnmargir Islendingarnir sem hafa komið nálægt síldarvinnu og þeir sem ekki hafa gert það. Síldin er svo stór þáttur í sögu þessarar aldar og það hefur verið mjög gaman að fást við þetta verkefni.“ ssv (Morgunblaðið/Bj ami) Síldargrósserinn (Jón Sigurbjörnsson) heilsar upp á síldarstúlkur Mér finnst gaman að vera svona maður JÓN SIGURBJÖRNSSON er einn af reyndustu leikurum Leikfélags Reyjavíkur; leik- ferill hans spannar nú 38 ár, en þar af hefur hann leikið í Iðnó í 20 ár og tekið þátt í nokkrum sýningum í Austur- bæjarbíói. Jón er ekki minna þekktur sem óperusöngvari en sem leikari og spurði ég hann hvernig „Síldin kemur“ legðist í hann; hvernig væri að leika i Skemmunni eftir 20 ár í Iðnó og hvað óperusöngvara þætti um að syngja í svona „poppuð- um“ söngleik. „Það var helvíti kúnstugt að koma inn í þetta mikla rými,“ seg- ir Jón. „Sérstaklega er mikill munur hér bakatil, miklu betri aðstaða fyrir þá sem vinna að sýn- ingm. Mér finnst þetta hús hæfa vissum leiksýningum, öðrum ekki. Það er kostulegur bakgrunnur fyr- ir verk eins og Sfldina og mér finnst skaði að þetta hús skuli eiga að fara. Ég held að þetta verk geti gengið svo mikilu lengur en fram á vorið. Svona „poppaður“ söngleikur, eins og þú segir, er ekkert nýr fyrir mér. Ég lék í „Jesus Christ Superstar" hér um árið. Lék þar Kaífas, æðstaprest. Ég hef alltaf haft ákaflega gaman af léttri dægurtónlist, svo þetta var ekkert framandlegt fyrir mig. Síðan lék ég í söngleiknum Gretti, en þar voru Stuðmenn með músíkina. Reyndar var Valgeir ekki með þá. Mér fannst ákaflega gaman að músíkinni í báðum þessum verkum og svo er enn með Síldina. Veistu, það skiptir engu máli hvort maður syngur óperu eða dægurmúsík. Aðalatriðið er að músíkin höfði til manns. Það er ekkert absúrd við það að óperusöngvari syngi annað en óperusöng. Svo er annað; söngleikurinn er bara ein tegund af leikhúsi og ég lærði leiklist fyrst, áður en ég fór út í söngnám. Vissulega ætlaði ég að syngja meir, en það æxlaðist einhvemveginn svo að leikhúsið varð ofan á. Ég hefði gjaman vilj- að syngja meira, en verð að viðurkenna að ég hef átt mjög gott líf í leikhúsinu." Óperusöngvari og leikari. Hver er skoðun þín á svona gamanleikjum? „Þetta verk er þjóðlífslýsing og sýnir okkur síldarárin upp úr 1960. Eg verð að segja eins og er að mér finnst þetta fjandi gaman. Ég hef tekið þátt í mörgum gam- anleikjum, sett þá upp sjálfur og mér finnst það alltaf jafn skemmti- legt, á meðan þeir fara ekki út í vitleysu. Mér finnst allar tegundir af leikhúsi jafnréttháar. Það eina sem skiptir máli er að hlutirnir séu skynsamlega unnir. í síldinni er ég spekúlantinn og grósserinn sem er að missa fótfestuna í síldaræv- intýrinu. Ég get ekki sagt ad ég hafi þekkt svona persónu; ég varð bara að geta í eyðurnar og veistu, mér finnst ákaflega gaman að vera svona maður.“ ssv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.