Morgunblaðið - 10.01.1988, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988
HÁVAR SIGURJÓNSSON
„HFT lOTT FTKl ÍRINN-
BRESKT í SJÓNVARPINU
Helgileikurinn í sjónvarpinu á rætur að rekja til viðamikilla
hátíðahalda sem tíðkuðust árlega í borgum Bretlands um tveggja
og hálfrar aldar skeið, frá upphafi 1. aldar ogframyfir miðja 16.
öld. Helgileikirnir tengdu saman alþýðuleiklist og trúarlegan
siðaboðskap ogeru mikilvægur lykill að skilningi á formgerð leikrita
Shakespeares sem ogýmissa seinni tíma leikskáída.
Ríkissjónvarpið sýndi nú um jólin
sjónvarpsupptöku í þremur hlutum frá
breska Þjóðleikhúsinu, er nefndist í
þýðingu — Helgileikur — The Mysteri-
es. Nokkurrar ónákvæmni gætti við
kynningu á þessu efni, t.a.m. voru
þættirnir kallaðir sjónvarpsleikrit en
ekki sjónvarpsupptaka úr leikhúsi. Þá
var upptökustjórinn, Derek Bailey,
nefndur leikstjóri, en Ieikstjórans
sjálfs, Bill Brydens í engu getið. Efni-
stök sýningarinnar voru kölluð „nýst-
árleg“, en þess ekki getið að allur
textinn væri frá 15. öld, þó umgjörðin
væri færð til nútímans. Nýstárleikinn
fyrir þá er ekki þekkja til, er vafa-
laust sá, að hér eru sögur Biblíunnar
færðar í skemmtilegan og gamansam-
an búning, en sú nýjung er jafngömul
textanum og hvorki uppgötvun
íslenska sjónvarpsins né breska Þjóð-
leikhússins.
essi sýning breska Þjóðleikhúss-
ins er í raun hápunktur 30 ára
sögu sem lýsir sér í því, að leik-
hópar og leikhúsfóik vítt og
breitt um Bretland hafa dustað
rykið af þessum gömlu og hálfgleymdu text-
um og sýnt fram á að þeir eru ekki síður
vel fallnir til sýninga í dag en þeir voru
fyrir 500 árum. Ekki eru nema rúm 40 ár
síðan einn heisti sérfræðingur Breta í leik-
list miðalda, E.K. Chambers, lýsti því yfir
að þessir textar væru ekki aðeins óhæfir
sem bókmenntir, heldur einnig með öllu
óhæfír til flutnings. Þessari kenningu hefur
verið hnekkt nær árlega allar götur síðan.
Vel gæti ég ímyndað mér að einhverjum
er horfðu á þættina í sjónvarpinu og eru
ókunnugir sögu þessa merkilega efnis, hafí
fundist sem hér væri farið heldur léttúðug-
lega með efni hinnar helgu bókar. Þeim til
hugarléttis og vonandi nokkurs fróðleiks
skal nú lýst í stuttu máli hvað þessir helgi-
leikir voru og hvaða hlutverki þeir gegndu
í borgasamfélagi síðmiðalda.
Við beinum augum okkar til borgarinnar
York á norðaustanverðu Englandi, en skul- '
um jafnframt hafa í huga að lýsing sú er
hér fer á eftir gæti allt eins átt við ýmsar
fleiri borgir á Bretlandi Evrópu á þessum
sama tíma.
York árið 1476
Við veljum árið 1476 og dagurinn er
fyrsti fímmtudagur eftir Trinitatis. Á þess-
um degi fagna ailir í kaþólskum sið hinu
heilaga sakramenti og minnast síðustu
kvöldmáltíðar Jesú með lærisveinunum.
Þegar hér er komið sögu hefur þessi hátíð
verið árlegur viðburður í trúarlífi kaþólskra,
allt frá því kirkjuþing í Vínarborg fyrirskip-
aði svo árið 1312. Saga þessarar hátíðar á
Englandi nær fram á seinni hluta 16. aldar
er Elísabet I. stofnaði ensku biskupakirkj-
una (1559) og batt loks pólitískan og
táknrænan enda á ítök kaþólskra með af-
töku Maríu Stúart árið 1589.
Á því ári sem við höfum valið okkur eiga
hátíðahöldin sér orðið 164ra ára langa sögu
og íbúar York vita gjörla hvað er í vændum.
Þó skammt sé liðið á morgun þennan
fímmtudag hefur nokkur manníjöldi safnast
saman á homi við aðalgötu borgarinnar,
Micklegate (Miklagata); þar er rými gott
fyrir það sjónarspil sem senn fer í hönd.
Skyndilega fer kliður um hópinn og augu
allra beinast í sömu átt. Hljóðfæraleikur
heyrist álengdar og örstundu síðar birtist
stór, fagurlega skreyttur vagn, eða öllur
heldur leiksvið á hjólum. Fyrir vagninum
fara hljóðfæraleikarar er taka sér stöðu við
hlið vagnsins þegar staðnæmst er á götu-
hominu. Vagninn er nokkuð stór, 5—8
metrar á lengd og allt að 3 metrar á breidd.
Ekki veitir af, því á vagninum getur að líta
Guð almáttugan sjálfan, erkienglana Gabrí-
el, Mikjál og Lúsifer, ásamt guðdómlega
útlítandi englahjörð (4—8) með fögur hljóð.
Vagninn er skreyttur samkvæmt hugmynd-
um þeirra tíma manna um innréttingar
himnaríkis, hvítur, blár og gylltur, yfír vagn-
inum er þak borið uppi af fjórum súlum. Á
milli aftari súlnanna er fagurlega málaður
dúkur er nær frá gólfí og upp undir þak
vagnsins. Hæð vagngólfsins frá jörðu er
nálægt einni mannhæð (150—170 cm) og
er tjaldað með hliðunum niður að jörð. Þann-
ig geta allir áhorfendur séð vel til, hvar í
þyrpingunni sem þeir standa. Þá er líklegt
að hleri sé á gólfí vagnsins, þar sem leikend-
ur geta horfíð niður eða komið upp um, ef
atburðarásin krefst slíks. Súlumar eru
nægilega háar og traustar til að englar og
ýmis sviösbúnaður geti svifíð í strengjum
yfír sviðinu. Að þessari upptalningu lokinni
er rétt að hafa í huga að minna þurfti til
að vekja aðdáun þessa áhorfendahóps en
nú á tímum.
Skiptir nú engum togum að Guð almátt-
ugur hefur upp raust sína og byrjar að
skapa, fyrst himin og jörð, og síðan hvert
af öðru þar til allt er komið nema Adam
og Eva. I kjölfarið fylgir útskúfun Lúsifers
úr himnaríki fýrir sakir drambsemi hans og
oflátungsskapar. Hverfur hann með miklum
hljóðum, ljótu orðbragði, reyk og lúðra-
blæstri niður til vítis. Áhorfendur eru slegnir
nokkrum óhug en skemmta sér þó hið besta.
Þessi leikþáttur hefur tekið 10—20 mínútur
í flutningi og nú hreyfíst vagninn úr stað.
Hann heldur að næsta viðkomustað í borg-
inni, þar sem bíður annar hópur áhorfenda
engu minna spenntur en sá fyrsti. Ur okkar
hópi hverfa fáir, því varla er fyrsti vagninn
horfínn úr augsýn er annar kemur, engu
minna skreyttur en sá fyrri. Á þessum vagni
er nú leikin af sama kappi og tilþrifun sköp-
un Adams og Evu og dvöl þeirra í Paradís.
Þættinum lýkur með viðskiptum Evu við
höggorminn og útskúfun þeirra Adams úr
aldingarðinum.
Þannig líður dagurinn, hver vagninn kem-
ur af öðrum og áður en lýkur hafa verið
leiknir á milli 20 og 30 þættir úr Gamla
testamentinu og hinu nýja. Hápunktamir
eru vafalaust fæðing og krossfesting Jesú,
ásamt niðurstigningu hans til heljar og loka-
þættinum um dómsdag. Þó er það einstakl-
ingsbundið hvaða þáttur fellur mönnum
best og samkeppni mikil meðal flytjenda
að gera sinn hlut sem eftirminnilegastan.
Þetta fýrirkomulag sem hér er lýst er
byggt á tilgátum fræðimanna og þess sem
ráða má af samtímaheimildum og textunum
sjálfum. Önnur tilgáta er sú að vögpunum
hafi verið ekið i mikilli skrúðgöngu lærðra
og leikra um borgina við upphaf hátíðarinn-
ar og síðan hafí vögnunum verið lagt í
hálfhring einhvers staðar á nægilega stóru,
opnu svæði. Þar hafí síðan hinn eiginlegi
flutningur leikþáttanna farið fram og áhorf-
endur gengið frá einum vagninum til annars.
Fylgjendur þeirrar tilgátu hafa einnig dreg-
ið í efa að vagnamir hafí verið jafn íburð-
armiklir og hér var lýst. Notast hafi verið
við svokölluð básasvið (Booth-stage) sem
eru mun líkari útileiksviðum eins og við
þekkjum þau í dag.
Líklegast er þó að hvort tveggja hafí
verið í notkun og eru ýmsar heimildir fyrir
því að fyrirkomulagið hafí ekki verið hið
sama frá einni borg til annarrar. Þá er t.d.
vitað með fullri vissu að á sama tíma og
þróunin á Englandi var fyrst og fremst í
þá átt að fullkomna texta og form leik-
þáttanna, var sífellt meiri áhersla lögð á
skraut og glæsileika skrúðgangnanna
sjálfra á meginlandinu. Sérstaklega á þetta
við Spán og Frakkland. Ein heimild frá
Barcelona á Spáni greinir t.d. frá 108 mis-
munandi vögnum og skrautatriðum í einni
og sömu skrúðgöngu árið 1424.
En hverfum aftur til York. Í lok dagsins
tínast borgarbúar til síns heima, þreyttir
en ánægðir. Ekki aðeins hefur hinn kristi-
legi boðskapur um tilgang sakramentisins
og fyrirheit um eilíft líf með grandvöru
líferni skilað sér í máli og myndum svo all-
ir fái skilið, heldur hefur þetta farið fram
á þann hátt að hafa hefur mátt mikla
skemmtan af. Til að átta okkur enn betur
skulum við nú hyggja að hveijir stóðu að
baki þessum miklu sýningum ásamt kirkju-
yfirvöldum og hvers vegna þær náðu slíkri
fullkomnun áður en yfír lauk.
Hlutverk gildanna
Strax í byrjun 14. aldar, við upphaf þess-
ara hátíðahalda, leituðu kirkjuyfírvöld á
hverjum stað til gildanna, fagfélaga iðnað-
ar- og handverksmanna í borgarsamfélögum
miðalda. Gildin byggðu á grunni kristilegs
siðferðis og því næsta eðlilegt að kirkjan
leitaði til þeirra. í upphafí tóku gildin ein-
ungis að sér að ganga undir merkjum og
skreytingum í skrúðgöngunum er minntu á
einstakar frásagnir biblíunnar. Smám sam-
an verður þróunin á Englandi sú að eftir
því sem hefðin festist betur í sessi og við-
höfn og umbúnaður aukast, verður lýsing
sú er hér fór á undan að árlegum viðburði
í borgarlífí 15. og 16. aldar. Hlutur gild-
anna eykst og þau verða sjálfráðari um
útlit og framkvæmd þess hluta hátíðahald-
anna sem er á þeirra ábyrgð. Messusöngur
og altarisgöngur skipuðu að sjálfsögðu einn-
ig veglegan sess. Hlutverki gildanna má
lýsa þannig að þau hafi borið ábyrgð á
undirbúningi og flutningi á einum leikþætti
hvert og þróuðust mál þannig að oft voru
gamansöm tengsl á milli innihalds leikþátt-
arins og starfsemi viðkomandi gildis. í York
voru það t.d. bátasmiðir sem sáu um flutn-
ing þáttarins um smíði Arkarinnar hans
Nóa, bakararnir sáu úm síðustu kvöldmáltí-
ðina, kokkar og eldabuskur um niðurstign-
ingu Jesú til vítis, og þannig mætti áfram
telja. Leiða má líkur að því að vagnamir
hafí verið í sameiginlegri eigu gildanna og
borgaryfírvalda, en gildin hafi alfarið staðið
straum af kostnaði við sýningu á sínum
leikþætti.
Frá York eru til heillegir textar 48 biblíu-
leikþátta. Einu nafni nefnast þeir keðja eða
hringur, á ensku Mystery eða Miracle cyc-
les. Sýning breska Þjóðleikhússins í sjón-
varpinu studdist við þessa texta frá York,
þó þeir hafi verið aðlagaðir og samræmdir
til heillegs flutnings í einni sýningu. Slíkar
keðjur biblíuleikþátta eru til frá fleiri borg-
um á Englandi, Chester og Wakefield t.d.,
en það segir engan veginn alla söguna um
útbreiðslu og vinsældir þessara hátíðahalda.
Þar kemur tvennt aðallega til, textar hafa
ekki varðveist og einnig er líklegt að sömu
textar hafí verið notaðir víðar en í einni
borg. Eru ýmsar heimildir til um slíkar sýn-
ingar í mörgum borgum, þó ekki sé vitað
með neinni vissu hvaða textar voru notaðir.
Fráleitt er að ætla að allir 48 þættimir