Morgunblaðið - 10.01.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 10.01.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988 C 5 GUÐMUNDUR THORODDSEN SÝNIR í GALLERÍ SVART Á HVÍTU Guðmundur Thoroddsen Morgunbiaðið/Bjami er áttunda einkasýning Guðmundar, en hann hefur áður sýnt á Hótel ísafirði 1982, Nýlistasafninu við Vatnsstíg 1984, Kjarvalsstöðum 1984, Peqena í Amsterdam 1984, Slúnkariki á ísafirði 1986, Nýlistasafninu 1986 og í Galierí Magstræde 18 1987. Sem fyrr segir sýnir hann núna vatnslitamyndir og eru þær allar málaðar á síðasta ári. „Eg nota vatnslitina eins og þeir væru þekjulitir. Þeir verða ekki þunnir og fljót- andi, heldur massívir. Ég nota yfirleitt vatnsliti í túpum sem ég set í krukkur. Stundum sprauta ég beint úr túpunni sjálfri. Það má eiginlega segja að það sé genginn berserksgangur á vatnsliti. Ég hef smátt og smátt farið að nota vatnsliti eins og þeir væru akrýllitir." Hvert sækirðu myndefnið? „Einn hlutinn af sýningunni er ellefu mynda sería, inspíreruð" af rússneskum íkonum, dýrlingamyndum. Hvers vegna veit ég eiginlega ekki. Jú. Ég lenti einu sinni á fylleríi í íbúð og stóð allt í einu fyrir framan íkona og varð svo hrifinn að ég gerði nokkrar heilagar myndir. Restin af myndunum er mest svona eldfjöll, fugl- ar og skip. Það er að segja myndefnið er skip, þótt maður sjái ekki að þetta eru skip; þetta eru skipsform og hlutar af skipi. Og þar sem ekki eru skip, eru þau örugglega mjög nálægt. Myndimar eru einhvemveginn þannig, þótt ég hafi ekki verið að hugsa um það sérstaklega, að þungt og létt fara saman. Þetta hefur verið svona í gegnum tíðina hjá mér, þótt það hafi verið ómeðvitað. Ég er farinn að taka eftir því núna.“ En varstu ekki einhvern tímann við- loðandi popphljómsveit? „Ég var í Diabolus in musica. Við spiluð- um ekki beint poppmúsík, heldur einhvers konar slagara; músík með þjóðlegu ívafi og léttri sveiflu. Við spiluðum fyrst hér heima og gáfum út eina plötu árið 1976. Seinni plötuna okkar gáfum við út í Kaup- mannahöfn 1980 og þá héldum við ba.ll og tónleika. En þetta var bara grín sem enginn tók alvarlega. Mest afsökun fyrir fylleríum.“ Þú lýsir sjálfum þér sem óstýrilátum og litlum alvörumanni. Hefur þetta stefnuleysi ekkert farið í taugarnar á fjölskyldu þinni? „Pjölskyldan hefur tekið þessu öllu mjög eðlilega - enda er hún svona sjálf." Hvar hefurðu svo verið frá 1985? Einhvers staðar sem þú lif ir af listinni? „Ég flutti til Parísar vorið 1985 og hef verið þar síðan. _Nei, eiginlega lifí ég ekki af myndlistinni. Ég er með þennan íslenska víxlabúskap. A sumrin vinn ég sem leið- sögumaður og reyni að lifa af því fram eftir vetri. En þegar endar ná ekki lengur saman, slær maður víxla. Svo selst ein og ein mynd.“ Er erfitt að koma sér á framfæri í París? „Já. Þetta er mjög lokaður heimur - þessi galleríheimur þarna. Ég hef heldur ekkert gert í því fyrr en núna að afla mér sambanda. Ég hefði getað gert heilmikið í því fyrr, því það hafa margir látið mig hafa nöfn og símanúmer. En það er þessi eðlislæga leti fjölskyldunnar sem hefur gert það að verkum að ég hef ekki tekið upp símann. Ég er hræddur við það. Auk þess eru „ambisjónimar" í lágmarki og„Pé errið" í algjöru rusli. Hinsvegar hef ég gaman af að lifa.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Morgunblaðið/Árni Sœberg Morgunblaðið/Ámi Sæberg okkur áhorfendur. „Líklega eru til margar skýringar á þessu,“ svaraði María. „Upphaf- lega ætluðum við að sýna 10—12 sýningar, af ýmsum ástæðum t.d. vegna þess að mjög erfitt er að binda suma leikarana til mjög langs tíma á okkar launakjörum. Það eru engir leikarar fastráðnir við Al- þýðuleikhúsið. Við byijuðum að æfa í haust og frumsýndum í byijun nóvember og reiknuðum ekki með að geta sýnt lengur en viku af des- ember. Þegar við skipuleggjum vetrarstarfíð hjá okkur þurfum við oftast að taka mið af starfí okkar leikara hjá hinum atvinnuleikhús- unum og jafnvel af st'arfí þeirra hjá áhugaleikhúsunum um landið. Okk- ur hefur nefnilega ekki enn tekist, okkar smáa íjárhag að greiða jafngóð laun og allir þurfa jú að lifa. En við getum hald- ið áfram núna, vegna þess að þessar hlutverka breyt- ingar gátu orðið og einnig hætti ég við að fara út á land og leikstýra. Pinter og aðsókn in, já. Það er náttúrlega alveg klárt að þessi tvö verk hans eiga mikið erindi til fólks. Þetta eru ólík verk en fara mjög vel saman. Ég held að efnið höfði sterkt til fólks og líklega höfum við hitt á túlkunar- leið sem áhorfendur eru sáttir við. Ég held líka að svona lítið leikhús geti gert ákveðna hluti fyrir leikrit sem stór leikhús geta ekki gert, og þeim áhorfendum fer stöðugt fjölg- andi sem vilja lítið leikhús, þar sem þeir sitja nánast á leiksviðinu. Þama skapast ákveðin stemmning. Með þessu er ég þó ekki að segja að Pinter eigi bara heima í litlu leikhúsi. Þetta er alltaf fyrst og fremst spuming um túlkunarleið. Ég hef aldrei leikið í leikriti eftir Pinter áður, en ég fínn að ef maður getur gefíð sér góðan tíma í vinn- unni að verkum hans, þá er hann alger snillingur í leikritagerð, gefur leikaranum af sér endalaust." Nú notar Pinter mjög knappan texta, miklar þagnir og ekki endilega rökræna framvindu í samtölum. Er það spennandi fyr- ir leikara? „Já, það er sennilega það erfíð- asta og mest spennandi í þessu starfi. Og Pinter er mjög sérstakur hvað þetta snertir. Mér fannst þetta leikrit í upphafí mjög sérkennilegt, eiginlega leyndardómsfullt. Ég hélt að þetta yrði næstum óyfírstígan- legt. En þetta reyndist mjög gefandi og skemmtileg vinna. Pinter notar þagnir á mjög ákveðinn hátt, „ins- trúksjónir" eða fyrirskipanir hans í handritinu eru fáar, en hann talar tnjög ákveðið og mikið við mann í gegnum þær. Oftar en ekki, þegar við höfðum setið og rætt fram og til baka ákveðinn texta, þagnir eða eitthvað í fari persónu, lagði Inga, leikstjóri, til að við fæmm bara á svið, Pinter myndi segja okkur þetta allt sjálfur. Og það varð raunin. Hann fær mann til að kafa djúpt í hugskot sitt, fara í huganum um víðan völl, en leiðir mann samt sjálf- ur allan tímann. Við vomm áðan að tala um góð- an gang sýningarinnar, og ég held að það sem á kannski líka stóran þátt í því sé það, að við vomm með þessi snilldarverk í höndunum, sem við gáfum okkur góðan tíma til að vinna, kafa ofani og velta okkur uppúr. Áhuginn var mikill hjá öllum og þar af leiðandi varð samvinnan eins og best verður á kosið. Slíkt skilar sér alltaf til áhorfenda. Pinter skrifaði þessi leikrit, eins- og svo mörg sín verk útfrá ákveð- inni eigin reynslu. Einskonar Alaska skrifaði hann eftir að hafa lesið bók Oliver Sacks, læknis, „Awakenings". Sacks skrifaði þessa bók eftir vinnu sína með sjúklingum sem þjáðust af sjúk- dómi, sem kallaður hefur verið svefnsýki. Þetta var farsótt sem breiddist um heiminn á fyrri hluta þessarar aldar. Sjúkdómurinn hafði ýmis einkenni; svefnleysi, óráð, ein- kenni Parkinsons-veiki, mók og dauðadá. Farsóttin breiddist mjög hratt út í ein 10 ár, um 5 miíljónir manna smituðust af henni. Það var ekki fyrr en 1967 sem lyf fannst, sem gat læknað þá sem sýktust. Þangað til var þetta fólk margt algerlega óvirkt, eins og í tilfelli Deboruh í leikritinu. Sumir í allt að 40 ár. Þó að Pinter leggi út frá lýsing- um Sacks úr bókinni á ýmsum tilfellum sem hann þekkir, íjallar hann í leikritinu ekki endilega um sjúkdóminn sjálfan, heldur meira þá reynslu, þá upplifun sem De- borah og hennar nánustu verða fyrir. Hann skoðar viðbrögð þeirra þegar Deborah vaknar upp eftir 29 ára svefn; hvemig henni sjálfri verður við að horfast í augu við raunveruleikann og nútíð, sem er í rauninni ekki hennar nútíð, við- brögð læknisins, sem búinn er að annast hana í 29 ár og reyna allt sem hann mögulega getur til að koma henni til lífsins áftur, og við- brögð systur hennar, sem líka er eiginkona læknisins. Pinter er að fjalla um manneskjumar, hugsanir þeirra og tilfínningar. Kveðjuskál skrifaði Pinter eftir veru sína á rithöfundaþingi í Tyrk- landi. Rétt áður en þingið hófst höfðu félagar í tyrknesku friðar- hreyfíngunni verið dæmdir í átta ára þrælkunarvinnu fyrir að vera í þessari hreyfíngu. Pinter fékk áhuga á að kynna sér tyrknesk fangelsi, þar sem sitja þúsundir pólitískra fanga, og komst að því að þau væm verstu fangelsi í heimi. Þar er föngum haldið í einangmn og síðan em þeir pyntaðir kerfís- bundið. Þetta hefur verið skjalfest af Helsinki-nefndinni, Amnesty, PEN og fleiri samtökum. í þessari ferð í Tyrklandi fór Pint- er eitt sinn í veislu og spjallaði við Tyrki, sem þóttust ekkert kannast við þess sögu um fangelsin. Hann talaði þar einnig við tvær ungar tyrkneskar konur og spurði hvað þeim fyndist um dómana í réttar- höldunum. Þær upptu öxlum og sögðu „Ó, þú hefíir svo mikið ímyndunarafl." Þær bættu því við að líklega hafí fólkið átt þetta skil- ið, það hafði áreiðanlega verið kommúnistar. Eftir veisluná fór Pinter heim og skrifaði Kveðjuskál, fullur af heift. Hann hefur þó sagt frá því líka að efnið hafí verið búið að hvfla lengi á honum. Þessar sam- ræður hafí aðeins verið dropinn sem fyllti mælinn. Pinter segist setjast niður til að skrifa leikrit, vegna þess að hann þurfí að segja ákveðna hluti, reynir einfaldlega að sjá fyrir sér ákveðn- ar aðstæður og skrifar. Hann hugsar ekkert um áhorfendur, fínnst hann ekki skulda neinum neinar skýringar. Þetta gefur áhorfendum í rauninni mikið frelsi, um leið og það fær sköpunargleði leikaranna til að blómstra. En ekki era allir sem kunna að nýta sér þetta frelsi, sem þetta skemmtilega bréf sannar, sem Pint- er fékk frá áhorfanda sem hafði séð Afmælisveisluna: „Kæri herra, ég yrði þér þakklát ef þú vildir vera svo vænn að út- skýra fyrir rnér merkingu Afmælis- veislunnar. Ég fæ engan botn í eftirfarandi atriði: 1. Hveijir em þessir tveir karlmenn? Hvaðan ber Stanley að? 3. Á þetta fólk að vera heilt á geðsmunum? Þú skilur von- andi að ég get ekki skilið leikritið fái ég ekki svör við þessum spum- ingum." Pinter á að hafa svarað bréfinu þannig. „Kæra frú, ég yrði þér þakklátur ef þú vildir vera svo væn að út- skýra fyrir mér merkingu bréfsins. Ég fæ engan botn í eftirfarandi atriði. 1. Hver ertu? 2. Hvaðan ber þig að? 3. Átt þú að vera heil á geðsmunum? Þú skilur vonandi að ég get ekki skilið bréfíð fái ég ekki svör við þessutn spurningum." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.