Morgunblaðið - 05.02.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.02.1988, Qupperneq 1
VIKUNA 6. PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS — 12. FEBRÚAR FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 BLAD KLASSÍSK TÓIMUST Það má halda því fram að Ríkisútvarpið eigi stóran þátt í þvi hve marga frambærilega klassiska tónlistarmenn íslendingar eiga. Þar hefur verið haldið fast í þá stefnu að leika klassiska tónlist og vik- an sem framundan er er þar engin undantekning. Á sunnudag hefst dagskrá rásar 1 kl. 7.00 á þættinum Tónlist á sunnudagsmorgni. Þá verða leikin verkin Lauda Jerusalem í e-moll og Konsert í h-moll fyrir fjóra gítara, strengi og fylgirödd eftir Antonio Vivaidi (1678—1741), Tríósónata í Es-dúr og kantatan Gleich wie der Regen und Schnee eftir Johann Sebastian Bach (1685—1750) og Sónata í G-dúr eftir Jean Marie Leclair (1697—1764). Siðar á sunnudag, kl. 14.30, i þættinum Með sunnudagskaffinu, leikur Steph- anie Brown á píanó marsúrka og scerzo eftir Fréderic Chopin (1810—1849) og Islenska hijómsveitin leikur Suite Symphonique eft- ir Jaques Ibert (1890—1962). Tónleikum sunnudagskvöldsins lýkur svo með TónUst á miðnætti, en þá leika saman Daniel Barenboim, Pinchas Zucherman og Jaqueline du Pré Erkihertogatríóið eftir Ludvig van Beethoven (1770—1827). í síðdegistónleikum á mánudag verða leikin verk eftir þtjá ættar- lauka Bachættarinnar, þá Jóhann Sebastian og syni hans Johann Christian og Carl PhUlip Emanuel. Verkin sem leikin verða eru Píanó- konsert eftir Johann Christian, Brandenborgarkonsert í D-dúr nr. 5 eftir Johann Sebastian og Sembalkonsert í D-dúr eftir Carl Phillip Emanuel. Um kvöldið verður svo á dagskrá fyrri hluti upptöku frá Schuberthátíðinni í Hohenems, en þar lék Claudio Arrau meðal ann- arra. Arrau leikur píanósónötur eftir Ludwig van Beethoven; Sónötu í Es-dúr, „Les Adieux“ og sónötu í D-dúr. í síðdegistónleikum á þriðjudag verður leikin tónlist eftir Ludvig van Beethoven. Gewanhaushljómsveitin í Leipzig leikur þá forleikinn Lenore og Sinfóníu nr. 4. Einnig má geta þess að þá um kvöldið kynnir Þór Sverrisson kirkjutónlist. Á miðvikudag eru það Heinrich Ignaz (Johann) Franz von Biber, Luigi Boccerini og J'oseph Haydn sem eiga verk á dagskrá. Heinrich von Biber (1644—1704) á Serenöðu í C-dúr fyrir strengjasveit og bassarödd; Luigi Boccerini (1743—1805) á Strengjakvintett nr. 5 og Franz Joseph Haydn (1732—1809) á kvartett fyrir gítar víólu og selló. Um kvöldið er svo þáttur Þorkels Sigurbjörnssonar um nútíma- tónlist og 22. erindi dr. Hallgríms Helgasonar um Islenska tónmennt. Á fimmtudögnm eru síðdegistónleikar að vanda en þá bætist einnig við þáttur sem nefnist tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins. Á efnisskrá síðdegistónleika eru verk eftir samtímamennina Pjotr Iljits Tsjaíkovskí (1840—1893) og Johannes Brahms (1833—1897). Eftir Tsjaíkovskí verða leikin tvö verk, Sérenade Melancolique fyrir fiðlu og hljómsveit og Fiðlukonsert í D-dúr. Eftir Brahms verður leikiö tilbrigði um stef eftir Niccoló Paganini. í þættinum Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins verður fyrst fluttur síðari hluti tónleika Claudio Arrau á Schuberthátiðinni í Hohenems. Arrau leikur þá þijá kafla ú Années de Pélerinage eftir Ferencz (Franz) Liszt (1811—1886). Á eftir Arrau syngja Edith Mathis, Maijana Lipovsek, Peter Schreier og Andreas Schmidt verk eftir Robert Alexander Schumann (1810—1856), Franz Peter Schubert (1797—1828) og Johannes Brahms. Á föstudag eru verk eftir Carl Otto Ehrenfried Nicolai (1810—1849), Carl Friedrich Zelter (1785—1832) og Franz von Suppé (eða Franc- esco Ermenegildo Ezechiele Suppé-Demelli) (1819—1895). Leikinn verður forleikurinn Kátu konurnar frá Windsor eftir Nicolai, þættir úr Fuglasalan Zelters, og forleikurinn Skáld og bóndi eftir Suppé. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 Quðað á skjáinn bls. 16 Útvarpsdagskrá bls. 2-14 Skemmtistaðir bls. 3 Hvað er að gerast? bls. 3/6/7 íslensk náttúra bls. 7 Bíóin í borginni bls. 13 Framhaldsþættir bls. 13 Veitingahús bls. 9/11 Myndbönd bls. 11/16/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.