Morgunblaðið - 05.02.1988, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.02.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 B 3 Sjónvarpið: Fjarkinn og Lækn- ir á refilstigum ■■ Sjónvarpið sýnir í kvöld tvær myndir sem kalla mætti 01 35 glæpamyndir. Fyrri myndin segir frá Sherlock Holmes og “ A leyndardómnum um Fjarkann (Sign of Four). í myndinni segir frá konu nokkurri sem hefur fengið að gjöf perlu á sama degi ársins í sex ár, en henni er ókunnugt um hver gefandinn er. Þegar hún fær boð um að koma til fundar við góðgerðarmann sinn leitar hún ráða hjá Sherlock Holmes. Aðalhlutverk leika Jeremy Brett, Edward Hardwicke og Jenny Seagrove. ^■■■1 Síðari mynd kvöldsins er Læknir á refílstigum (The Amaz- 00 20 ing Dr. Clitterhouse), bandarísk bíómynd frá 1938. í “O-* myndinni segir frá lækni sem hefur sérhæft sig í að rann- saka hegðan afbrotamanna. Svo fer að hann heillast af ævintýralegu lífi þeirra og neytir allra bragða til að fylgja þeim eftir. Aðalhlutverk í myndinni leika þeir Edward G. Robinson, Claire Trevor og Hump- hrey Bogart. Þær kvikmyndahandbækur sem flett var í gefa myndinni hin bestu meðmæli og segja hana fyrirtaks skemmtun og í handbók Scheuer fær hún þijár og hálfa stjörnu. Lög og létt hjal ■■■■■ Þátturinn Rökkur- 1 700 tónar sem Svavar I Gests stýrði í þrjú ár og tveimur mánuðum betur á Rás 2 rann sitt skeið á enda í janúarlok. Svavar hefur þó ekki sagt skilið við-Rás 2, því frá og með deginum í dag mun hann annast vikulegan þátt sem ber heitið Lög og létt hjal. Þátturinn hefst kl. 17.00. og stendur fram að kvöldfréttum kl. 19.00 og ætlar Svavar að velja margskonar tónlist af létt- ara taginu til flutnings en jafnframt taka á móti gestum og ræða við þá um það sem er efst á baugi um hveija helgi, s.s. listviðburði af ýmsu tagi, málverkasýningar, hljómleika, leiksýningar o.s.frv. og þá allt eins það sem helst er að gerast í skemmtanalífinu. Svavar Gests Rót: Verkfall BSRB ■■HI í þættinum Á vettvangi baráttunnar, sem er á dagskrá 1 A 00 útvarps Rótar í dag er fjallað um verkfall BSRB 1984 og A “ nefnist þátturinn Hvað getum við lært af BSRB-verkfall- inu. Á þriðja tug virkra þátttakenda í verkfallinu segja frá reynslu í þeim átökum sem þá áttu sér stað. Stjómandi þáttarins er Ragnar Stefánsson; jarðskjálftafræðingur, en fram koma í þættinum m.a. Þorsteinn Oskarsson, Sigurður Skúlason, Guðlaug Teitsdóttir, Gunn- ar Gunnarsson, Guðrún Ámadóttir, Ævar Kjartansson, Ögmundur Jónasson, Kristjana Guðmundsdóttir, Júlíus Sigurbjömsson, Einar Bjamason og Helgi Már Arthúrsson. Þáttur þessi var áður á dagskrá 31. janúar og þá í beinni útsendingu. HVAÐ ER AÐO GERAST! Söfn Arbæjarsafn í vetur verður safnið opið eftir samkomu- lagi. Ámagarður í vetur geta hópar fengið að skoða hand- ritasýninguna í Árnagarði ef haft er samband við safniö meö fyrirvara. Þar má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrímssafn við Bergstaðastræti er opið þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30-16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að lita 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaö- urinn vann að óhlutlægri myndgerð. í Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypurafverkum listamannsins. Safn- ið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Skólafólk og aörir hópar geta fengið að skoða safniö eftir umtali. Hafrannsóknarstofnun Sjóker með algengustu fjörulífverunum og veggspjöld með upplýsingum um lífið í sjónum hefur verið komið fyrir í and- dyri Hafrannsóknarstofnunar, Skúlagötu 4. Hægt er að fá að skoða keriö á virkum dögumfrákl. 9.00—17.00. Barnaheimil- um og skólum sem hafa áhuga skal bent á að láta vita með dags fyrirvara í síma 20240. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Höggmyndagaröurinneropinn daglega ffá kl. 11.00—17.00. Listasafn ísiands Sunnudaginn 7. febrúar býður Listasafn (slands upp á leiðsögn um sýninguna Aldarspegill sem opnuð hefur veriö í til- efni af vígslu hinnar nýju safnbyggingar á Fríkirkjuvegi 7. Sýningin er kynning á íslenskri myndlist 1900—1987 og eru öll verkin í eigu safns- ins. Leiðsögnin ferfram í fylgd sérfræð- ings, alla sunnudaga kl. 13.30—14.00 og verður safnast saman í anddyri safns- ins. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og stefnt er að þvl að búið verði að opna kaffistofu safnsihs þá. Vegna mikillar aðsóknar að safninu verður það opið frá kl. 11.30 til 19.00 laugardaga og sunnu- daga, en aðra daga er safniö opið frá kl 11.30—16.30, nema mánudaga. Listasafnið hefur einnig tekið upp þá nýbreytni að kynnt veröur vikulega mynd mánaðarins. Mynd febrúarmánaöar er Fantasía eftir Jóhannes S. Kjarval, sem máluðvar 1940. Fantasía er ein gjafa sem borist hafa listasafninu, en það voru bræðurnir Guð- mundur og Friðrik Björnssynir sem gáfu safninu myndina árið 1962 í minningu móður þeirra Margrétar Magnúsdóttur. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins'' fer fram alla föstudaga kl. 13.30—13.45 í fylgd sérfæðings og verður safnast saman í anddyri safnsins. Norræna húsið Laugardaginn 6. febrúar kl. 15.00 veröur opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á grafíkverkum eftirsænska listamanninn Lennart Iverus. Sendiherra Svíþjóðar, Per Olof Forshell flytur ávarp við opnunina. Listamaöurinn kom hingað til lands ásamt konu sinni og dvelur á Islandi nokkradaga. Lennart Iverus fæddist 1930. Hann stundaði myndlistarnám við Konsthög- skolan i Stokkhólmi 1957—62 og siðan í París og London. Hann hefur dvalið lengi á ítaliu við myndlistarstörf og hefur sótt þangaö hugmyndir að myndum sínum. Lennart Iverus hefur haldið margaréinka- sýningar og hefur tekið þátt í samsýning- um, m.a. alþjóðlegum grafíksýningum. Á sýningunni í Norræna húsinu eru teikn- ingarog grafik, mestmegnis koparstung- ur. Sýningin verður opin daglega fram til 28. febrúar. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er i Einholti 4. Þar er kynnt saga islenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauö- peningar frá síðustu öld eru sýndir þar svo og oröur og heiöurspeningar. Líka er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og rómversk. Safnið eropið á sunnudögum milli kl. 14og 16. Póst-og símaminjasafnið I gömlu símstööinni í Hafnarfirði er núna . póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og símstöövum og gömul símtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriöjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safnið á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð í síma 54321 ' SJÁ NÆSTU OPNU. SKEMNmSTAÐiR ABRACADABRA Laugavegur116 Skemmtistaðurinn Abracadabra er op- inn daglega frá hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur í veitingasal á jaröhæöinni til kl. 22.30. ( kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 i Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt þeim Grótari og Örnu Þorsteins á föstudagskvöldum, þegar gömlu dansarnir eru og á laugardagskvöldum, þegar bæði er um að ræða gömlu og nýju dansana. Síminn er 685090. BROADWAY Álfabakki 8 Rokksýning „Allt vitlaust" verður í Bro- adway á og laugardagskvöld, auk þess sem hljómsveitin Sveitin milli sanda, leikur fyrir gesti. Bandaríski söngsveitin Mamas and the Papas heldur tónleika i Broadway í kvöld, föstudagskvöld. Söngsveitin náðu allverulegri frægð um heim allan á sjöunda áratugnum með lögum á við California Dreaming, Monday Monday ofl. Síminn í Broadway er 77500. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er í Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru oft rokktónleikar. wwmmr>▲ EVRÓPA Borgartún 32 Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur í Evrópu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Síminn í Evrópu er 35355. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á föstudags-og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220. HOLLYWOOD Ármúli 5 Leitinni að týndu kynslóðinni er hreint ekki lokið í Hollywood, þar sem bæði hljómsveit af þeirri kynsióð sem og diskótek týndu kynslóöarinnar er í gangi á föstudags- og laugardags- kvöld. Borðapantanir eru í síma 641441. Á laugardag, 6. febrúar, verður frum- sýnd I Súlnasal söngleikurinn Næturg- alinn - ekki dauður enn. Hann er byggður á tónlist Magnúsar Eiríksson- ar i gegn um tíðina og segir söguna af íslenskri dægurstjörnu, frægðarleit og drauma. Og um raunvaruleikann sem tekur við af draumnum. Aðalhlutverk Pálmi Gunnarsson, Jó- hanna Linnet, Eyjólfur Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir. Síminn er 20221. HÓTEL BORG Pósthússtræti 10 Diskótek er á Hótel Borg á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 21.00 til kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru gömlu dansarnir á sínum stað, frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440. HÓTEL ÍSLAND Ármúia Söngleikurinn „Gullárin" er sýndur laugardagskvöld á Hótel fslandi. Dans- leikur föstudags- og laugardagskvöld tii kl. 03.00. Fimmtudaginn 11. febrúar heldur breska hljómsveitin Current 93 tón- leika í Hótel fslandi og fram kemur einnig söngkonan Annie Anxiety og íslenska hljómsveitin S.h. draumur. LÆKJARTUNGL Lækjargötu 2 ( Lækjartungli, sem áður var Nýja bíó, verður diskótek fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld sem þeir Daddi og Hlynur sjá um. Anna Þorláks verður gestaplötusnúður á laugardags- kvöld, en enginn aðgangseyrir er á sunnudagskvöld. LENNON Austurvöllur Diskótek er í skemmtistaðnum Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn aðgangseyrir til kl. 23.00. Aðra daga er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00. Síminn er 11322. SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2 Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel Esju er leikin lifandi tónlist öll kvöld vikunnar, nema á þriðjudagskvöldum. Hljómsveitir leika um helgar. Skálafell er opið alla daga vikunnar frá kl. 19.00 til kl.01.00. Síminn er 82200. UTOPIA Suðurlandsbraut 26 Skemmtistaðurinn Utopia er til húsa við Suðurlandsbrautina. Þar er 20 ára aldurstakmark. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 í Þórscafé er Þórskabarett og skemmtidagskráin Svart og hvítt á tjá ' og tundri. Staðurinn opinn fyriri matar- gesti frá 19.00 og hljómsveitin Burgeis- ar leika fyrir dansi. Diskótek er í gangi á neðri hæðinni frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 23333.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.