Morgunblaðið - 05.02.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.02.1988, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 MYIMDBÖIMD Á MARKAÐNUM Sæbjöm Valdimarsson og margir spá því að næsta mynd hans, Broadcast News, leiki sama leikinn í ár. í Terms of Endearment er sneitt af lagni framhjá ofhleðslu tilfínningasemi, en myndin fjallar um afar viðkvæmt efni; stirt og einstrengingslegt samband mæðgna, aukinheldur á dóttirin í höggi við banvænan sjúkdóm undir lokin. Hálf-hryssingslegt samband McLaine og Nicholsons hressir uppá stemmninguna. Fyrsta flokks skemmtun í alla staði, en alvaran blundar í bakgrunni. 1983. Shirley McLaine, Debra Winger, Jack Nic- holson, John Lithgow, Jeff Daniels, Danny De Vito. 130 mín. THE STAR CHAMBER ★ ★ '/2 Leikstjóri Peter Hyams. Heldur ótrúlegt réttarsalsdrama sem tekur til harkalegrar meðferðar óánægju bandarísks almennings og yfirvalda með réttarkerfið. Douglas fer skörulega með hlutverk dómara sem tengist samtökum stéttar- bræðra sinna sem taka til eigin ráða ef þeim þykja dómar yfir ill- mennum of vægir. Michael Dougl- as, Hal Holbrook, Yaphet Kotto, Sharon Glass. 1983. 109 mín. SIXWEEKS ★ Leikstjóri Tony Bill. Höfundar allt að því kæfa áhorfandann í þess- um eymdar táradal. Moore kynnist mæðgum, dóttirin með hvítblæði og á sex vikur eftir ólifaðar. Ómiss- andi ef maður vill kvelja sjálfan sig. Dudley Moore, Mary Tyler Moore, Katherine Healy. 1982. 105 mín. RUNNING BRAVE ★ ★ V2 Leikstjóri D.S.Everett (Don Shebib). Það á ekki illa við að riíja upp þessa mynd núna á óiympíuár- inu, því hún fjallar einmitt um ævintýralegan árangur indíánakyn- blendings á Ólympíuleikunum 1964. Robby Benson leikur sioux-indíán- ann Billy Mills, sem kom, sá og sigraði — vann tíuþúsund metra hlaupið, öllum á óvart. Þetta var mikill, siðferðilegur sigur fyrir frumbyggja álfunnar. Robby Ben- son, Pat Hingle, Jeff McCracken. 1983. 105 mín. THE RAZOR’S EDGE ★ V2 Leikstjóri John Byrum. Kemst ekki í hálfkvisti við frummyndina með Tyrone Power — sem er því miður ekki á boðstólum mynd- bandaleiganna. Bill Murray- (vildi láta taka sig alvarlega) er kol- ómögulegur í hlutverki manns sem reynir að fínna tilgang í lífínu eftir hörmungar fyrra heimsstríðs. Eftir þessari mynd að dæma ætti leikar- inn að halda sig við gamanleikinn og forðast öll dramatísk tilþrif. Hér fer afburða góð saga Maughams mikið til forgörðum, en hin fagra og hæfileikaríka eiginkona Nicolas Roegs, Theresa Russel, stendur uppúr. 1984. 128 mín. RAGE ★ ★ V2 Leikstjóri George C. Scott. Nokk- uð athyglisverð, þar sem hún kemur inná hina sígildu gagnrýni á voða- verk mannsins gagnvart náttúr- unni. Og hér þarf hann einnig að beijast gegn varasömum yfirvöld- um, en Scott leikur bónda sem leitar hefnda er hann missir einkasoninn vegna mistaka „stóra bróður". Ge- orge C. Scott, Martin Sheen, Richard Basehart, Bamard Hughes. 1972. 104 mín. en hvítblæði heltekur hann og fær sér til aðstoðar á ferðalaginu ungan frænda sinn (vel leikinn af syni Eastwoods, Lyle). Notaleg mynd þar sem Eastwood sýnir á sér nýja, einkar mannlega hlið. Clint East- wood, Lyle Eastwood, John Mclnt- ire, Vema Bloom. 1982. 122 mín. THE TRIP TO BOUNTIF- UL ★ ★ ★ Leikstjóri Peter Masterson. Meistaravel leikin kvikmyndagerð leikrits um roskna konu sem strýk- ur úr „varðhaldi" tengdadóttur sinnar til að sjá æskustöðvamar í síðasta sinn. Ógleymanleg túlkun Page, sem hlaut Oskarsverðlaunin fyrir vikið, trónar hæst í þessari hljóðlátu en sterku mynd um lítil- magnana í þjóðfélaginu. Geraldine Page, John Heard, Rebecca DeMor- ney, Carlin Glynn, Richard Brad- ford. 1985. 106 mín. TAPS ★ ★ V2 Leikstjóri Harold Becker. Allt fer úr böndunum er herskólanemendur vígbúast þegar ákveðið er að loka skólanum. Fjarska ólíkleg en vel gerð og spennandi. Leikaramir ungu standa sig með ágætum, enda hafa þeir komið síðan nánar við kvikmyndasöguna. En enginn sér við Scott á góðum degi. Timothy Hutton, George C. Scott, Sean Penn, Tom Cruise, Ronny Cox. 1981. 115 mín. TERMS OF ENDEAR- MENT ★ ★ ★ V2 Leikstjóri James L. Brooks. Þessi fyrsta mynd leikstjórans hirti nokk- ur helstu Óskarsverðlaunin 1983 THE MISSION ★ ★ V2 Leikstj. Roland Jaffe. Irons leikur kaþólskan trúboða sem er sendur til að kristna indíána í myrkviðum Suður-Ameríku á 18. öld. De Niro er frelsaður þrælasali sem kemur honum til aðstoðar. Þessir ágætu kirkjunnar menn snúast gegn páfa þegar ákveðið er að leggja trúboðið niður, samfara því að Portúgalar kaupa nýlenduna af Spánveijum. Ábúðarmikil mynd fyrir augað, kvikmyndataka Chris Menges hlaut Óskarsverðlaun og tökustaðimir ægifagrir. En frumskógurinn er villugjam og það tekur Joffe ærið langan tíma að komast útúr honum aftur. Handrit Bolts, leikur Irons, De Niros, og- sérstaklega Rays McAnallys er með miklum ágætum, sömuleiðis tónlist Morricones. Um- búðimar eru óaðfínnanlegar en markvissari tilgang og dýpt skortir. Myndin hlaut gullpálmann á Cann- es-kvikmyndahátíðinni 1986. Jeremy Irons, Robert De Niro, Ray McAnally, Aidan Quinn. 1986. 125 mín. MAN, WOMANANDA CHILD ★ V2 Leikstjóri Dick Richards. Hjú- skapur Danners og Sheens fer langleiðina í hundana er hann kemst að því að hann á son í Frakk- landi (utan hjónabandsins), sem var að missa móður sína. Heldur vemmilegt drama, enda skrifað af meistara táratrekkjaranna, Eric Segal (Love Story). Aðalleikaramir standa fyrir sínu, að venju. Martin Sheen, Blythe Danner, Sebastian Dungan. Craig T. Nelson, David Hemmings. 1983. 99 mín. LOVECHILD ★ ★ Leikstjóri Larry Pearce. Ósköp fyrirferðarlítil mynd sem er minnis- stæð sakir ágætisleiks Amy Madigan, sem verður þunguð af völdum fangavarðar í tugthúsi í Florída. Hún ákveður, gegn öllum hefðum og reglum, að eiga bamið. Amy Madigan, Beau Bridges, Mac- Kenzie Phillips, Albert Salmi. THE LIONIN WINTER ★ ★ ★ V 2 Leikstjóri Anthony Harvey. Stór- kostleg kvikmyndagerð Broadway- leikrits James Goldmans um deilur Hinriks II. Englandskonungs (O’Toole) og Elanóru af Aquitaine. Einkar minnisstæð mynd sakir - kjammikils handrits og afburða- leik j O’Tooles og Katharine Hepbume (Óskarsverðlaun) í aðal- hlutverkum, og Timothys Daltons og Anthonys Hopkins í bakgrunni. Ein besta mjmdin á markaðnum sem byggð er á leikriti um drama- tísk átök á miðöldum. 1968. 135 mín. KINGDAVID ★ ★ Leikstjóri Bruce Beresford. Síst verri samsetningur en flestar aðrar Biblíumyndir. Glæsileg á að horfa en hnignar er á líður. Brotalömin er Richard Gere, „leikur" hans í titilhlutverkinu minnir á útkeyrðan langferðabílstjóra á grímuballi. Ric- hard Gere, Edward Woodward, Alice Krige, Denis Quilley. 1985. 115 mín. JOE ★ ★ ★ Leikstjóri John G. Avildsen. Mynd sem vakti mikla eftirtekt er hún var frumsýnd, í lok hippaár- anna. Boyle fer á kostum í hlutverki ofstækisfulls almúgamanns sem vill skera blómaböm niður við trog. Fær fulltingi manns sem er á hinum enda metorðastigans. Eftirminnileg og ætíð nokkuð forvitnileg þjóð- félagsádeila sem státar af ófáum, gráthlægilegum kringumstæðum. Ein fyrsta mynd Avildsens (Rocky). Peter Boyle, Dennis Patrick, Susan Sarandon. 1970. 107 mín. HONKY TONK MAN ★ ★ '/2 Leikstjóri Clint Eastwood. Þessi espaði taugakerfí aðdáenda stór- stjömunnar, sem hér leikur dauð- vona sveitasöngvara, hlutverk í grimmilegri mótsögn við ímynd hans á tjaldinu. Hann á sér þann draum að komast til Nashville áður DRAMAII

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.