Morgunblaðið - 12.02.1988, Side 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988
MYIMDBÖIMD Á MARKAÐNUM
Sæbjöm Valdimarsson
Tímabilin þrjú (1923), hér sést í hellisbúann (Buster Keaton) halda á örvæntingarfullri eiginkonu sinni.
GAMAIMMYIMDIRI
George C. Scott og Peter Sellers
kómedíu Kubricks, sem fjallar um
í Dr Strangelove (1963), svörtu
hættuna af kjarnorkuvopnum.
FANDANGO
★ ★
Leikstjóri Kevin Reynolds.
Jafnvægislaus gamanmynd sem
rokkar milli fjörlegra farsaatriða
og hreinna leiðinda. Segir frá
nokkrum skólabræðrum sem taka
úr sér hrollinn niður í Mexíkó til
að vera betur búnir undir hrollvekj-
una Víetnam. Nær aldrei flugi og
var fyrstu mistök kvikmyndafram-
leiðandans Spielbergs. Costner og
Robards standa nokkumveginn fyr-
ir sínu. Kevin Costner, Judd Nel-
son, Sam Robards, Chuck Bush.
1984. 91 mín.
ROMANTIC COMEDY
★ ★
Leikstjóri Arthur Hiller.
Ein í fjaðurvigt, byggð á Broad-
way-uppsetningu. Moore og Steen-
burgen fara þokkalega með hlut-
verk leikritaskálda sen vinna saman
en Iíta hvort annað hýru auga und-
ir niðri. Alltsaman heldur klént.
1983. 100 mín.
THE MAIN EVENT
★
Leikstjóri Howard Zieff.
Dellumynd þar sem enginn
stendur undir nafni. Streisand erfir
aflóga hnefaleikara (O’Neal) og
reynir að hagnast á góssinu. Víðs
fjarri What’s Up Dock? og lang-
versta mynd Zieffs sem á margar,
góðar gamanmyndir að baki. 1979.
110 mín.
HEAVEN CAN WAIT
★ ★ ★
Leikstjóri Warren Beatty, Buck
Henry. Fótboltagarpurinn Beatty
heldur því óhikað fram að hans tími
hafi ekki verið kominn er hann
stendur frammi fyrir almættinu eft-
ir umferðarslys. Hann fær annað
tækifæri. Virkilega fáguð og fyndin
gamanmynd, vel skrifuð og leik-
hópurinn er fyrsta flokks. Warren
Beatty, James Mason, Charles
Grodin, Julie Christie, Jack Warden,
Dyan Cannon, Vincent Gardenia.
1978. 100 mín.
ARMED AND DANGEROUS
★
Leikstjóri Mark E. Lester.
Yfirgengilegur farsi um tvo hrak-
fallabálka sem gerast óburðugir
einkaspæjarar. Ófyndinn fíflagang-
ur sem á sjaldnast nokkuð skylt við
farsa. Allt að þvi' tímasóun. 1986.
89 mín.
LOSTIN AMERICA
★ ★ ★
Leikstjóri Albert Brooks.
Háðfuglinn Brooks, sem löngum
hefur verið fundvís á skoplegri hlið-
ar þjóðfélagsins, gerir hér púragrín
að „uppunum". Leiðin til að koma
þeim á kaldan klaka er einföld,
gerir söguhetjumar einfaldlega
staurblankar á einni, líflegri Las
Vegas nóttu! Þar með er grátstafur-
inn kominn í kverkarnar og sjálfs-
vorkunnin löngum sterkari en
sjálfsbjörgarviðleitnin. Meinfyndin.
Albert Brooks, Julie Hagerty, Garry
Marshall. 1985. 90 mín.
MR. MOM
★ ★ ★
Leikstjóri Stan Dragoti.
Michael Keaton í sínu besta hlut-
verki til þessa dags; sem atvinnu-
laus eiginmaður sem má taka við
húsverkunum á meðan eiginkonan
flýgur upp metorðastigann á sínum
vinnustað. Fyndin og ádeilin. Mic-
hael Keaton, Teri Garr, Martin
Mull, Ann Jilian. 1983. 91 mín.
WEIRD SCIENCE
★ ★
Leikstjóri John Hughes.
„Skrattinn fór að skapa
mann/skinnlaus köttur varð úr því“,
stendur þar. Hughes, sem hér fer
útaf hefðbundinni unglingamynda-
formúlu sinni, verður lítið betur
ágengt en kölska í þessari miðl-
ungsgamanmynd um tvo hallæris-
peyja sem með hjálp tölvu skapa
kyntröllið Kelly LeBrock. Anthony
Michael Hall, Ilan Mitchell-Smith.
1985. 93 mín.
WILDCATS
★ ★ ★
Leikstjóri Michael Ritchie.
Gamalkunn kímnigáfa Hawn
bjargar fyrir hom þessari fáránlegu
mynd um kven-fótboltaþjálfara við
skóla í fátækrahverfi, Goldie Hawn,
Swoosie Kurtz, James Keach, M.
Emmet Walsh. 1986. 103 mín.
DOWNAND OUTIN
BEVERLY HILLS
★ ★ ★
Leikstjóri Paul Mazursky.
Vel leikin, oft fyndin satíra um
hamingjusnauða lífdaga hinna
nýríku í Beverly hæðum og messías-
legan róna (Nolte) sem breytir ævi
þeirra og ástum til hins betra. Midl-
er og hundstíkin standa uppúr.
Byggð á frönsku myndinni Boudu
bjargað frá drukknun (’32) e. Jean
Renoir. 1986. 102 mín.
TINMEN
★ ★ ★
Leikstjóri Barry Levinson.
Rituð af ríku skopskyni og leik-
stýrt af skarpskyggnum hæfileika-
manni sem lætur smáatriðin sig
miklu skipta í þessari bráðhressu
mynd um tvo, seinheppna álsölu-
menn í Baltimore f. ca. aldarfjórð-
ungi. DeVito, Dreyfuss og Hershey
fara öll á kostum. Sannkallað hress-
ingarmeðal. Richard Dreyfuss,
Danny DeVito, Barbara Hershey,
John Mahoney. 1987. 112 mín.
YELLOWBEARD
★ ★
Leikstjóri Mel Damski.
Þrátt fyrir mýgrút valinkunnra
furðufugla úr leikarastétt rís þessi
skopstæling af gömlu, góðu sjóræn-
ingjamyndunum ekki upp úr meðal-
mennskunni. Cleese fer á kostum,
að vanda! Graham Chapman, John
Cleese, Peter Boyle, Richard „Che-
ech“ Marin, Tommy Chong, Peter
Cook, Marty Feldman. 1983. 100
mín.
THE PRODUCERS
★ ★ ★ ★
Leikstjóri Mel Brooks.
Marglofuð, fyrsta og ein lang-
besta mynd háðfuglsins éBrooks,
gerð á meðan hann enn fékk frum-
legar hugmyndir og var ekki byijað-
ur að leita fanga í kunnum Holly-
wood-þemum. Fjallar um refslegar
áætlanir Broadwayframleiðanda
sem ætlar að setja upp versta söng-
leik sögunnar — Springtime For
Hitler(!) og hirða framlög íjárstuðn-
ingsmannanna. Öllum á óvart slær
verkið í gegn. Sígild skopmynd sem
enn má finna á stærstu leigunum
í þolanlegu standi. Zero Mostel,
Gene Wilder, Kenneth Mars, Dick
Shawn. 1968. 88 mín.
PRIVATES ON PARADE
★ ★
Leikstjóri Michael Blakemor.
Bresk gamanmynd um homma-
gengi í hemum sem heldur uppi
fjörinu. Leynir á sér. John Cleese,
Denis Quilley, Nicola Pagett,
Patrick Pearson. 1982. 100 mín.
RECRUITS
★
Leikstjóri Rafal Zielinski. Ein
flölda óburðugra eftirapana Police
Academy myndanna vinsælu.
Glæpamenn, götustrákar og gleði-
konur ráðnar í lögreglustörfin.
Gangið framhjá þessari. Alan Deve-
au, Annie McAuley, Lolita
David.1986. 85 mín.
RHINESTONE
★
Leikstjóri Bob Clark.
Dolly Parton heldur því fram að
hún geti gert alla að kántrísöngvur-
um, en Sylvester Stallone verður
því miður fyrir valinu. Afleit gam-
anmynd sem opinberar afdráttar-
laust litla sem enga leikhæfileika
ítalska stóðhestsins. Dolly Parton,
Sylvester Stallone, Richard Farns-
worth.
Fugladansinn dunar hjá Woody Allen í Sleeper (1973).