Morgunblaðið - 18.02.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/MVINNULÍr FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
B 3
Fólk í atvinnulífinu
Starfsmannabreyt-
ingar hjá Eimskip
BREYTINGAR
hafa orðið á
starfsmanna-
haldi Eimskipa-
félags íslands.
Gunnar Rafn
Birgissonar hef-
ur verið ráðinn
forstöðumaður
markaðsdeildar. Gunnar Rafn
Hann tekur við af Hirti Hjartar
sem verður nú forstöðumaður
Norðurlandadeildar. Óli Rúnar
Ástþórssn fulltrúi í hagdeild tek-
ur við starfi forstöðumanns fjár-
reiðudeildar.
Gunnar hefur starfað sem fulltrúi
í Ameríkudeild undanfarið. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskó-
lanum við Sund 1981og viðskipta-
fræði frá Háskóla íslands vorið
1985. Hann stundaði framhalds-
nám við háskólann í Minnesotaa og
lauk þaðan MBA prófi 1987. Gunn-
ar starfaði í hagdeild Iðnaðarbank-
ans með Háskólanum 1984-5 og
var sölustjóri hjá Ölgerðinni Egill
Skallagrímsson sumarið 1986.
Sambýliskona Gunnars er Þóra
Björk Schram og eiga þau eitt bam.
Hjörtur Hjartar er símvirki og
útskrifaðist frá
Póst og símaskó-
lanum 1969. Hann
stundaði nám í
kerfisfræði við
Aalborg Handels-
skole og lauk því
1971 en viðskipta-
fræðiprófi lauk
hann 1977 og
cand. merc. prófi í
rekstrarhagfræði
1979 frá Aalborg Universitetcenter.
Hjörtur starfaði í tölvudeild Loft-
leiða á árunum 1970-73 og siðan
sem fulltrúi rekstraráætlunardeild-
ar Aalborg Universitetcenter
1979-80. Hann stundaði rekstrar-
ráðgjöf hjá Hagvangi 1980-81 og
var forstöðumaður rekstrar-hag-
deildar Olíuverslunar íslands
1982-84. Síðast starfaði hann sem
hagfræðingur Félags íslenskra iðn-
rekenda í þijú ár, til ársins 1987.
Kona Hjartar er Jakobína Sig-
tryggsdóttir og eiga þau tvö böm:
Óli Rúnar Ást-
þórsson varð stúd-
ent frá Mennta-
skólanum við
Laugarvatn 1977
og viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla
íslands 1985.
Hann lauk MAE-
prófi frá háskólan- _ __________
um í _ Michigan Óli Rúnar
1986. Óli starfaði
sem forritari við Háskóla íslands
frá nóvember 1984 fram í ágúst
1985. Kona Óla heitir Anna María
Snorradóttir og þau eiga eitt bam.
ENSKU SKJALASKAPARNIR
Hagstætt verð — Margir möguleikar
Reykjavík:
Penninn, Hallarmúla
E. TH. MATHI
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000.
Fiskeldi
Vatnsdreifislöngur
gegn sjávarkulda
ENTEK á íslandi hf. hefur nú
hafið framleiðslu á sérstakri
gerð af vatnsdreifislöngu, sem
ætlað er að vinna gegn sjávar-
kulda í fiskeldiskvíum. .Slangan
er framleidd úr gúmmi og plasti
og kemur úr vélunum í alleku
formi eins og kallað er, það er
líkust svampi, sem rennur úr alls
staðar. Dreifing á heitu vatni
með þessari slöngu verður þann-
ig miklu áhrifaríkari en þegar
heitt vatn er látið renna i einni
bunu út i kvíar. Skýrði Árni Sva-
varsson, tæknistjóri hjá Entek,
frá þessu í viðtali við Viðskipta-
blaðið í gær.
Slanga þessi, sem ber fram-
leiðsluheitið LP-32VHA, var upp-
haflega hönnuð fyrir vatnshreinis-
stöðvar. Til þess að nota þessa
vatnsdreifislöngu þarf fyrst að setja
hitagrindur (hitagreiður) i kerið eða
kvína, og er slangan fest á hana.
Þannig fæst góð hitadreifing. Ekki
er talið, að þetta verði mjög kostn-
aðarsamt. Síðan er tengt inn á þetta
heitt vatn eða gufa, sé hún til stað-
ar. Einnig er hugsanlegt, að tengja
þetta við rafmagnshitara, en senni-
lega er það dýrara í rekstri.
Nú er unnið að því með verk-
fræðingi að hanna þennan búnað
enn frekar. Þegar liggur fyrir frum-
hönnun að sérstakri hitabauju.
Þetta er flotbauja og inni í henni
er dæla, sem dregur vatn úr kvínni
sjálfri, sem síðan má blanda með
heitu vatni eða gufu, ef hún er fyr-
ir hendi.
Eðlisþyngd sjávar er þyngst við
Qórar gráður. Hærra eða lægra
hitastig hefur áhrif á streymi sjáv-
arins og þar með á myndun heitra
og kaldra sjávarlaga. Hitalög í sjó
eru þannig, að flögurra gráðu heitt
vatn liggur dýpra af því að það er
þyngra. Með því einfaldlega að setja
loftunarslöngur niður i heitari lög
sjávarins, þá má lyfta þeim upp í
kaldari lögin, þannig að hlýrri sjór-
inn blandast þeim kaldari, sem ofar
er. Þetta er þekkt aðferð í fiskeldis-
fræðinni.
Athygli vekur hins vegar, að
þessara hitalaga gætir ekki í Hval-
firðinum og stafar það m. a. af
miklum straumum, sem liggja þar.
í skýrslu frá Eldisráðgjöf sf., sem
gerð var fyrir Entek f október 1985,
kemur fram, að í Svíþjóð hafi það
gefizt vel að blása lofti undir eld-
iskví, þegar vatn tók að fijósa. Á
þann hátt varð komizt hjá því, að
vatnið í kvínni frysi og fiskurinn
lifði af.
Liprari
HIOIA LYFTARAR
hraðvirkari - hljóðlátari
O Þar sem breidd lyftaranna er aðeins frá 99 cm og snúningsradíusinn er
135 cm eru þeir sérlega liprir og hagkvœmir í þröngum vöruhúsum.
O Tveir keyrslumótorar fyrir hvort framhjól gera akstur á ósléttri undirstöðu
mun auðveldari en áður hefur þekkst.
O Aflstýri, opið mastur og öll stjórntœki á besta stað auðvelda alla notkun,
auk þess að bœta útsýni og öryggi ökumanns.
O Burðargeta er frá 1.000 kg til 1.750 kg - og lyftihœð er allt að 6 metrum.
O Nýir 24 eða 48 volta rafgeymar tryggja langan vinnslutíma.
O Hliðarfœrsla á göfflum fáanleg.
TOYOTA
LYFTARAR
FJARHAGSBÚKHALD
SKULDUNAUTAKERFI
LANAOROTTNAKERFI
BIRGÐAKERFI
FRAMLEGÐARKERFI
VERKBÚKHALD
SÖLUNÚTUKERFI
LAUNAKERFI
TILBOÐSKERFI
GAGNAGRUNNSKERFI
SAMHÆFOUR HUGBÚNADUR
MS-D0S. ZENIX. UNIX
HUGBÚNAÐUR-TOLVUR-HONNUN
KENNSLA-ÞJDNUSTA-RAODJOF
kerfisþroun hf.
Araiúll 38. 108 Riyk|a«lk
Slmir: 688055 ■ 6874BG
ÖFLUGUR - EINFALDUR 1 NOTKUN - ÖOÝR - ST/EKKAR MEÐ FYRIRT/EKINU
TOYOTA
Nybyiavegi 8 200Kopavogi S 91-44144