Morgunblaðið - 18.02.1988, Page 8

Morgunblaðið - 18.02.1988, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKDTI/fflVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 Erlent Evrópubandalagið rænt130 milljörðum árlega Brussel, frí Krútófer Má Kristinssyni. „Kameldýr er hestur hannaður af nefnd; það er íjótt, viðskota- illt og neyslufrekt. Landbúnaðar- stefna Evrópubandalagsins er kameldýr." Þessi stutta líking hefur þótt eiga vel við, a.m.k. í Brussel. Það hefur verið áætlað að EB tapi árlega 10—20% af öllum framlögum bandalagsins til landbúnaðar í vasa svindlara af ýmsu tagi. Ef hægt væri að koma í veg fyrir svik og þjófnað úr sjóðum bandalagsins hefði leiðtogafundurinn í síðustu viku að öllum líkindum snúist um ann- að en yfirvofandi kreppu í land- búnaði og fjárhag þess. Helstu forsendur svindlsins eru annars vegar offramleiðsla og hins vegar greiðslur og tilfærslur á fjár- magni vegna gengismunar, geymslukostnaðar, framleiðslu- styrkja og útflutningsbóta. Reglu- gerðir og samþykktir sem gilda um þessar greiðslur eru að sjálfsögðu margar og flóknar. Það er jafnvel fullyrt að einu aðilamir sem skilji reglumar og kunni á þær utan skriffinna í Brussel, sem settu þær saman, séu þeir sem hafa lagt fyrir sig að svíkja fé út úr bandalaginu á gmndvelli þeirra. Á vegum EB starfa 15 manns að því að athuga svik í landbúnaði. Eins starfar fjöldi endurskoðenda bæði fyrir banda- lagið og aðildarríkin að þessum málum. Nýlega var ákveðið að setja upp sérstakan starfshóp til að sam- ræma aðgerðir gegn svindli innan allra aðildarríkjanna. 350 þús. tonn af ólífum týnd Mjög er misjafnlega unnið að því að koma í veg fyrir svindl innan rílq'a bandalagsins. Öll brot á reglu- gerðunum ber að tilkynna fTam- kvæmdastjóminni í Brussel. Tæp- lega þriðjungur allra upplýstra brota er í Vestur-Þýskalandi sem segir meira um árangur þeirra en glæpahneigð. Lúxemborg og Grikk- land hafa t.d. ekki tilkynnt nein afbrigði, eins og þessi brot eru opin- berlega kölluð, til Brussel. Þegar verið er að tíunda dæmi um hvem- ig kerfíð er prettað ber mest á dæmum frá Ítalíu og írlandi, kannski vegna þess _að sögumar þykja trúlegri þaðan. Ítalía er eina aðildarríki EB sem hefur sett það í Iög að brot gegn bandalaginu sé refeivert athæfi. Á Ítalíu eru rúmlega 200 milljón ólívutré samkvæmt framtölum bænda. Berin eru unnin í 8.000 myllum víðsvegar um landið. Evr- ópubandalagið greiðir 26.000 krón- ur í framleiðslustyrk fyrir hvert tonn af óllvuolíu. Samkvæmt fram- leiðsluskýrslum er ólívusjórinn svo- kallaði rúmlega 350 þúsund tonn, samt finnst hann hvergi. Allt þykir því benda til þess að bændur falsi framleiðslutölur í samvinnu við myllumar. Eins er freistandi að fjölga aðeins tijánum, til dæmis gefa 700 „pappírstré" af sér um 33.000 krónur á ári. Á síðustu árum hefur þó sérstökum eftirlitssveitum ítalska ríkisins orðið allnokkuð ágengt í baráttunni við svindl í ólívuframleiðslunni. Það em þó líklegast ekki nokkrir sveitakallar að teikna tré sem valda yfirvöldum áhyggjum heldUr vax- andi grunsemdir, sumpart staðfest- ar, um stóran þátt mafíunnar í svindli á kerfínu. í réttarhöldunum miklu í Palermo kom aftur fram að mafían hyggur ekki bara gott til að hagnast á kerfinu heldur hef- ur þegar mörg jám í þeim eldi. Þar hefur glæpamönnum tekist að slá tvær flugur í einu höggi. Eins og svo margir sem hafa hagnað af ólöglegu athæfi s.s. eiturlyfjasölu, hafa mafíósamir átt I umtalsverð- um vandræðum með að ná ágóðan- um heim án þess að skatta- og íjár- málaeftirlit tæki eftir. Málið var leyst með því að flytja út appelsínu- safa sem ekki var til. Bændur á Sikiley framleiða umtalsvert magn af appelsínum sem enginn hefur neitt við að gera. Fullvirðisrétturinn gerir það að verkum að bændunum er sama hvað um appelsínumar verður. Einn af leiðtogum mafíunn- ar rak ávaxtasafaverksmiðju, hann keypti appelsínur af bændum og samdi í leiðinni um mun hærri fram- leiðslutölur en raunin var. Á þessu græddu bændumir sem fengu þá framleiðslustyrki fyrir „pappírsapp- elsínur". Mafíósinn flutti síðan allan safann úr landi, mest þann sem aldrei var framleiddur, á fölsuðum pappímm. Af þessu varð það hag- ræði að ekki þurfti að afía fíutn- ingatækja. Greiðslur komu síðan frá áfangastöðum safans sem staðfest- ing þess að hann hefði verið til. Þannig tókst mafíunni að ná heim ágóða af alls konar ólöglegri starf- semi víða um heim. Fullyrt er að mafían þéni vikulega 65 milljónir króna á „teiknuðum" tómötum sem EB kaupir af mörkuðum til að halda uppi verði. Há slysatíðni á meðal þeirra sem rannsakað hafa þessi tengsl hefur verið áhyggjuefni. írskilýðveldisherinn Aðstæður á írlandi hafa löngum verið þannig að menn fullir sjálfe- bjargarviðleitni hafa ekki getað neitað sér um nokkur pund í vas- ann, fyrirhafnarlítið. En þar eins og á Italíu eru einstaklingar ekki einir um að spila á kerfið. Talið er að írski lýðveldisherinn hafi fjár- magnað vopnakaup með skipulögðu svindli úr sjóðum Evrópubandalags- BELG|A —Áætlað hefur verið að EB tapi árlega 10—20% af öllum framlögum bandalagsins til landbúnaðar í vasa svindlara af ýmsu tagi. ins. Landamæram á milli lýðveldis- ins og Norður-írlands er víða þann- ig háttað að eftirliti verður ekki komið við, ofaii á það bætist síðan það styijaldarástand sem víða ríkir við þau. Vegna gengismunar greið- ir bandalagið bætur fyrir það sem flutt er frá lýðveldinu norður yfir og að sama skapi ber útflytjendum fyrir norðan að greiða í sjóði banda- lagsins af því sem flutt er suður. Þetta hefur orðið til þess að undar- legustu „hringekjur" hafa orðið til í landamærahéraðunum. Það var t.d. vinsæl iðja að kaupa svín fyrir norðan, þar sem þau vora ódýrari, smygla þeim suður yfir og reka þau síðan norður yfir aftur, í þetta sinn í gegnum tollstöð. Eigandinn fékk þá úr sjóðum EB sem svaraði 30% af verði svínanna. Þeir sem lengst gengu höfðu ekki fyrir því að kaupa sín heldur leigðu þau til ferðanna. Það var ekki fyrr en gefíð var út vegabréf fyrir hvert svin að hring- ekjan stöðvaðist. Vörabílstjóri fór daglega yfír landamærin með bfl- hlass af byggi, og fékk stimplaða pappíra fyrir útflutningsbótum. Þegar hann einn daginn var eltur kom í ljós að jafnframt einhveijum sekkjum af byggi var hlassið sjö tonn af sandi. Öfundsverð þótti t.d. fjölskyldan sem byggði útihús sín á landamæranum þannig að helm- ingur þeirra var fyrir sunnan og hinn fyrir norðan. Erfitt reyndist að fylgjast með „þjóðemi" þeirra húsdýra sem þar vora. írskir toll- verðir hafa í samræmi við raunsætt hugarfar þjóðarinnar helst afgreitt smyglarana með því að gera „vam- inginn" upptækan en selja þeim hann síðan aftur. Méð þessu móti öfluðu þeir 32 milljóna íslenskra króna í ríkissjóð árið 1986. Opinber fyrirtæki staðin að verki Hugkvæmni og bíræfni þeirra sem hyggjast svindla era fá tak- mörk sett. ítalskur pylsugerðar- maður keypti 45 tonn af svínakjöti í öðra bandalagsríki til að gera úr pylsur sem síðan átti að flytja út úr bandalaginu. Hann seldi ná- grönnum sínum kjötið og bjó til pylsur úr hrossataði, sagi og baðm- ull sem átti síðan að selja pappírs- fyrirtæki erlendis. Ef svangur toll- vörður hefði ekki stolist til að fá sér bita af „pylsu" hefði pylsugerð- armaðurinn fengið rúmlega tíu milljónir króna úr sjóðurrt banda- lagsins fyrir framtakið. En einstaklingar og glæpafélög era ekki ein um að reyna að spila á kerfið. Þó svo það heyri til undan- tekinga þá hafa meira að segja opinber fyrirtæki verið staðin að verki. Verslunarfélag í eigfu gríska ríkisins keypti skipsfarm af komi í Júgóslavíu og flutti til Þessalóníku. Þar vora útbúnir nauðsynlegir pappírar til að sanna griskan upp- rana komsins sem síðan var flutt til Belgíu. Fyrir framtakið hefði gríski ríkissjóðurinn fengið tæplega 150 milljónir króna ef þarlenskur embættismaður hefði ekki lekið fyr- irætluninni til réttra aðila í Brassel. Ein af ástæðum þess hversu illa gengur að draga úr spillingu innan bandalagsins er sú að aðildarríkin hafa takmarkaðan áhuga á róttæk- um aðgerðum vegna þess að þau verða að standa sjóðum bandalags- ins skil á því sem stolið er. Um siðustu áramót var skuld aðild- arríkjanna við bandalagið vegna þessa tæplega 1 V« milljarður króna. Meginástæða spillingarinnar er hin vitlausa landbúnaðarstefna bandalagsins og bent er á að á meðan bandalagið greiði milliliðum í landbúnaði tæplega 400 milljarða króna á ári vegna alls konar við- skipta sé ekki undarlegt þó ein- hveijir falli í freistni. Að ætla 15 starfsmanna deild að hafa yfírsýn yfír þessi viðskipti er eins og að senda mann með teskeið að moka til Sahara-eyðimörkinni. Evrópuþingið boðar til ráðstefnu um matvæli í heiminum byijun apríl verða landbúnaðarmál á dagskrá I Brussel. Brussel. Frá Kristófer MÁ Kristinssyni PLUMB lávarður, forseti Evr- ópuþingsins, tilkynnti frétta- mönnum f Brussel að þingið hefði boðað til ráðstefnu sér- fræðinga um matvæli f heimin- um. Ráðstefnan verður haldin í Brussel 7. og 8. apríl nk. Á ráð- stefnunni munu sérfræðingar frá Evrópubandalaginu, Banda- ríkjastjórn, FAO, Alþjóðabank- anum, OECD, GATT og um- hverfisvemdunar- og neytenda- samtökum flytja erindi. Fjallað verður um leiðir til að draga úr niðurgreiðslum og styrkj- um I landbúnaði og áhrif slíkra aðgerða á landbúnaðarhérað, hlut- verk matvælaaðstoðar og þróun matvælaframleiðslu í þriðja heim- inum. Plumb lávarður sagði að ráðstefnan væri einstakt tækifæri til að jafna hið hræðilega misvægi sem væri á milli offramleiðslu matvæla og skorts í heiminum. Hann sagði jafnframt að ráðstefn- an væri sú fyrsta sinnar tegundar þar sem fulltrúar frá Evrópu- bandalaginu, Norður-Ameríku, Japan, Austantjaldsríkjunum, Ástralíu og þriðja heiminum kæmu saman til að ræða þessi efni. Und- irbúningur ráðstefnunnar hefur staðið frá í júlí 1986. Ekki er vitað til þess að íslendingar taki þátt í þessari ráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.