Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 2

Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 2
2 B pforaiwftlafrifr /ÍÞRÓTTIR MIÐVTKUDAGUR 6. APRÍL 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR Koma erlendir leikmenn aftur? Stjórn KKÍ ætlar að leggja fram tillögu þess efnis á ársþinginu í maí „TILLAGA um að erlendum leikmönnum verði leyft að leika með íslenskum félags- liðum verður lögð fram af stjórn Körfuknattleikssam- bands íslands á ársþinginu í maí n.k.,“ sagði Kristinn Ai- bertsson gjaldkeri KKÍ á blaðamannaf undi í gœr. samhliða æfíngum virtust ekki vera eins hrifnir. Fram kom hjá fyrirliðum og þjálfurum UMFN, IBK, Val og Haukum sem nú leika um íslandsmeistaratitilinn að mikill áhugi væri fyrir að þessi tillaga yrði samþykkt. Breyting á deildarkeppninni Kristinn sagði að stjóm KKÍ hefði kannað viðhorf hinna ýmsu félaga til þessa máls. í ljós hefði komið að skoðanir væru skiptar og því væri Björn ekki hægt að spá Blöndai um á þessu stigi skrifarfrá hvort tillagan næði fram að Kefíavik ganga. Kristinn sagði að í könnun þeirra KKÍ manna hefði komið í ljós að þeir leikmenn sem ekki þyrftu að standa í fjáröflun væru yfírleitt hlyntir að fá erlenda leikmenn, en hinir sem stæðu í fjáröflun Kristinn Albertsson sagði enn- fremur að ekki væm allir sam- mála um ágæti úrslitakeppninnar eins og hún væri í dag og yrðu þijár tillögur þar af lútandi lagðar fram á ársþinginu. í fyrsta lagi að fyrirkomulagið yrði óbreytt, í öðm iagi að leikin yrði fjórföld umferð með 8 liðum án auka- keppni og í þriðja lagi að tekin yrði upp riðlakeppni, 4 lið í 2 riðl- um og síðan færi fram sérstök úrslitakeppni og yrði fyrirkomu- lag hennar með þeim hætti að allir leikir í riðlakeppninni gætu skipt máli. fa&m FOLK ■ OLAF Thon leikmaður Schalke f v-ýsku úrvalsdeildinni í knattspymu hefur sagt að hann muni skrifa undir samning við ítalskt lið innan tíu daga. Hann vildi ekki segja hvaða lið væri um að ræða. Mörg lið hafa reynt að fá hann í sínar raðir, m.a. Atletico Madrid og Tottenham. Þá reyndu v-þýsku stórliðin Bayern Miinchen og Hamburger SV að fá hann til að skrifa undir samning. Schalke fer fram á 6.5 milljónir marka (160 milljónir ísl. kr.) fyrir Thon sem er aðeins 21 árs. ■ CELTIC tryggði sér sigur, 2:0, yfir St. Mirren í skosku úrvals- deildinni í gærkvöldi. Félagið þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér meistaratitilinn. Andy Walker, skoraði fyrra markið, hans 29. mark í vetur og Paul McStay skor- aði annað markið. 45.465 áhorfend- ur sáu leikinn. ■ SIGURÐUR Jónsson og fé- lagar hans hjá Sheffield Wed. gerðu jafntefli, 2:2, gegn Luton í Hattaborginni í gærkvöldi. Mel Sterland skoraði jöfnunarmarkið á 87 mín. Wimbledon mátti þola tap. Olaf Thon 1:2, fyrir Coventry á heimavelli. John Fashanu, miðheiji Wimble- don, varð að fara af leikvelli eftir fimm mín., meiddur á læri. Brian Kilcline, vítaspyrna, og Keith Houchen skoruðu mörk Coventry, en Eric Young setti mark Wimbledon. ■ LEIGHTON James hefur sótt um að gerast landsliðsþjálfari Wales. James er 35 ára og á að baki 54 landsleiki fyrir Wales. Hann leikur nú með Burnley og var rekinn af velli um helgina í leiknum gegn Bournemouth. ■ JÚGOSLAVAR gerðu jafn- tefli við ítali, 1:1, í æfingaleik í knattspyrnu í Split í Júgóslavíu á laugardaginn. Vialli skoraði fyrir ítali á 10. mínútu en Jakovljevic jafnaði rétt fyrir leikhlé. FRJALSAR IÞROTTIR Morgunblaöiö/Sverrir Atll Hllmarsson sést hér sækja að marki Japana og er ekki tekin neinum vettlingatökum. Atli skoraði fíögur mörk í gærkvöldi. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Japanir engin fyrirstaða „VIÐ höfum oftast átt í erfið- leikum með svona handknatt- leik eins og Japanir spila. Ég er þokkalega ánœgður með leikinn en hann bar þess merki ísland—Japan 29 : 25 Laugardalshöll, landsleikur í hand- knattleik, þriöjudaginn 5. apríl 1988. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 4:4, 6:4, 6:8, 8:9, 10:10, 13:10, 13:12, 14:13. 17:15, 17:17, 20:20, 23:21, 24:23, 27:24, 28:25, 29:25. Mörk íslands: Þorgils óttar Mathiesen 7, Júlíus Jonasson 6/1, Atli Hilmarsson 4, Jakob Sigurðsson 3, Sigurður Gunn- arsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Stefán Kristjánsson 2 og Karl Þrá- insson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 13. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Japans: Tamamura 7/1, Tachiki 3, Miyashita 3, Fujii 3, Yamamura 3, Okuda 3 og Takamura 2. Varin skot: Ito 9 og Hashimoto 4. Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: 610. Dómarar: Szajna og Wroblewski frá Póllandi og stóðu sig vel. að við höfðum ekki leikið sam- an í nokkra mánuði," sagði fyr- irliði íslenska liðsins Þorgils Óttar Mathiesen eftir leikinn. Leikurinn var ekki í háum gæða- flokki og gerðu leikmenn sig seka um mörg mistök bæði í vörn og sókn. Einbeitingu vantaði og ■■■^■i skal engan undra Valur því mótstaðan var Jónatansson ekki mikil. Japanska skri,ar Hðið virtist vera frekar þreytt eftir erfítt keppnisferðalag í Evrópu síðustu vikumar og lék ekki af fullri getu. Þorgils Óttar, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónasson og Einar Þorvarð- arson voru þeir sem stóðu upp úr í fslenska liðinu, aðrir léku undir getu. Tamamura var besti leikmaður Jap- ans. Hann átti auðvellt með að skora fyrir utan þótt hann sé ekki hár í loftinu. Hann stökk upp og skoraði með lumskum skotum í gegnum vömina. Ito, markvörður, varði einnig vel í fyrri hálfleik. ÍÞRjMR FOLK ■ KARL Allgöver, leikmaður Stuttgart, hefur ákveðið að fara í skaðabótarmál við Bodo Illgner, markvörð Köln. Allgöver fer fram á 575 þús. kr. vegna atviks sem átti sér stað í leik Stuttgart og Köln, 5:1. Illgner hljóp þá út á móti Allgöver og braut gróflega á honum. Video-myndband sannar brotið. „Þetta brot var fyrir ofan þau mörk, sem íþróttamenn eiga að þola,“ sagði lögfræðingur Allgöver. Málið verður tekið fyrir 11. apríl og bíða menn spenntir eftir hvemig það fer, enda í fyrsta skipti sem þannig mál er tekið fyrir í V-Þýskalandi. ■ NORSKA knattspyrnufélagið Valerengen tilkynnti um helgina að það hafi hug á að reyna að fá danska landsliðsmanninn Preber Elkjær Larsen til sín. Áður hafa félög eins og Real Madrid og Ju- ventus sýnt kappanum áhuga. Larsen leikur með Veróna. ■ CESAR Luis Menotti, fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu, sem var rekinn frá Atletico Madrid á dögunum, skrifaði undir samning við argentínska félagið River Plate í gær. Félagið mjög öflugt. Með því leika sex landsliðsmenn Argentínu og þrír landsliðsmenn frá Uruguay. Þetta er áfall fyrir keppinautana Boca Juniors, því að Menotti hafn- aði boði frá félaginu sl. ágúst og tók boði Atletico Madrid. ■ VERONA keypti í gær arg- entínska landsliðsmanninn Claudio Caniggia frá River Plate á 78 millj. kr. Caniggia skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska félagið. Hjá því eru tveir aðrir er- lendir leikmenn. Daninn Preber Elkjær Larsen og V-Þjóðveijinn Thomas Berthold. Eins og hefur komið fram þá fá þrír erlendir leik- menn að leika með félagsliðum á Ítalíu á næsta keppnistímabili. ■ DORTMUND og NUmberg gerðu jafntefli, 1:1, í gærkvöldi í Bundesligunni í knattspyrnu, að viðstöddum 24. þús. áhorfendum. Heimamenn byijuðu betur, en Niimberg sótti í sig veðrið og komst yfir á 57. mín. eftir varn- armistök. Norðmaðurinn Ander- son skoraði. Hupe jafnaði fyrir Dortmund með skalla í kvöld íslendingar spila landsleik í handknattleik við Japan í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.30. Þetta varður síðasti leikur Japana í heimsókn þeirra hingað til lands að þessu sinni. Fyrsti leikurinn í úrslita- keppni KKÍ verður í Njarðvík í kvöld kl. 20.00. Þar mætast UMFN og Valur. KORFUKNATTLEIKUR FRI sækir um HM í 15 km götuhlaupi kvenna Fijálsíþróttasamband ís- lands hefur sótt um að að halda Heimsmeistaramót í 15 kílómetra götuhlaupi kvenna í íjeykjavík næsta vor. „Ef okkur verður falin fram- kvæmd hlaupsins verður það háð í miðborg Reykjavíkur, á 2,5 krp hring með rásmarki og endamarki í Lækjargötu. Við höfum lagt til að hlaupið fari fram sunnudaginn 14. maí 1989,“ sagði Ágúst Ás- geirsson, formaður FRÍ, f samtali við Morgunblaðið f gær. Að sögn Ágústs verður ákvörðun um hvar hlaupið verður haldíð tekin á fundi stjómar Alþjóða- fijálsíþróttasambandsins (IAAF) í London í næstu viku. Nokkrar umsóknir munu liggja fyrir og til þess að vinna að því að fá hlaup- ið hingað til lands fer Ágúst til fundarins. „Það hafa um eitthundrað hlaupa- konur frá 25-30 ríkjum keppt í hlaupinu undanfarin ár. Sigurveg- arinn hlýtur heimsmeistaratign og einnig er um að ræða sveita- keppni, sem mikið er lagt upp úr að vinna. Því taka margar frábær- ar hlaupakonur þátt í hlaupinu. Norska hlaupadrottningin Ingrid Kristiansen hefur unnið tvö sfðustu hlaupin," sagði Ágúst. KKI hefur augastað á ungverskum þjálfara Eg tel yfírgnæfandi líkur á að erlendur þjálfari taki við lands- liðinu í haust og við erum þegar með augastað á þekktum þjálfara frá Ungveijalandi og við höfum góðar vonir um að fá hann til starfa," sagði Kristinn Albertsson gjaldkeri Körfuknattleikssambands Islands í samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og hefur komið fram í Morgun- blaðinu er hér um að ræða prófess- or, dr. Laszlo Nemeth, 37 ára. Hann lék með ungverska landslið- inu á árunum 1969-1976. Þá gerð- ist hann þjálfari í Ungveijalandi og síðan lá leið hans til Kuwait, þar sem hann gerðist landsliðsþjálfari 1986. Kristinn sagði að engin verkefni væru fyrir landsliðið í körfubolta í vetur. Hinsvegar væri Ijóst að verk- efni á næsta keppnistfmabili yrðu næg, þar mætti nefna Polar Cup, leikar smáþjóða, auk nokkurra landsleikja sem búið væri að semja um. Bjöm Blöndal skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.