Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 9
8 B 3BorflnnMat>iÍ> /IÞROTTIR AflÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / BADMINTON Gestur Páll Júliusson og Ein- ar Hólmstelnsson. „Öllum farið mik- ið fram“ Þeir Gestur Páll Júlíusson og Einar Hólmsteinsson eru tveir kappsfullir piltar sem stunda badminton hjá TBA af PHm mikium krafti. Andrés Þeir tóku vel í Pétursson þá bón að svara skrífar nokkrum spum- ingum blaða- mannsins um æfingamar hjá félaginu. Þeir sögðust fyrst hafa kynnst badminton í leikfimitímum í skó- lanum og það hafí vakið áhuga þeirra að æfa íþróttina. Þeir gerðu síðan alvöru úr því að mæta á æfíngu og fengu þá badmintonbakteríuna alræmdu. Þetta var fyrir tveimur árum og núna æfa þeir á hverjum degi fyrir unglingameistaramót ís- lands sem átti að vera fljótlega eftir þessa heimsókn blaða- mannsins. Gestur sagði að allir hefðu sýnt miklar framfarir síðan hollenski þjálfarinn kom og væri hann mjög snjall leiðbeinandi. Einar tók undir þetta og sagði að Gústaf væri maður sem kynni ótrúlega mikið í sambandi við badminton. Svitinn bogaði af strákunum og greinilegt að þeir vildu fara að komast í sturtu þannig að við kvöddum þá og óskuðum þeim góðs gengis á Unglingameist- aramótinu. Hópurlnn hjá TBA, ásamt Qústafl Valberg og Elnar Jónl Elnarssynl þjálfurum. „Hollenski þjáKarinn hefur hleypt miklum krafti í starfið" - segir Einar Jón Einarsson hjá TBA ÞEGAR umsjónarmaður ungl- ingasíðunnar var staddur á Akureyri fyrir skömmu leit hann inn á badmintonæfingu hjá TBA í íþróttaskommunni. Þar var góður hópur unglinga að æfa undir öruggri leiðsögn Einars Jóns Einarssonar þjálfara og hins hollenska þjálfara Gústafs ^■■■■1 Valbergs. Að sögn Andrés Einars hafði lengi Pétursson verið í bígerð hjá skrífar félaginu að ráða er- lendan þjálfara til að hleypa lífí í starfið. En það hefði. ekki verið fyrr en í ár að gerð var alvara úr því að ráða slíkan þjálf- ara. Fyrir valinu varð Hollendingur- inn Gústaf Valberg. Hann er af indónesísku bergi brotinn en þar er mikill áhugi á badminton. Gústaf er ráðinn til 6 mánaða með hugsan- lega framlengingu í huga. Mikil ánægja hefur verið með starf hans hingað til og hefur §ölgað mikið á æfíngum eftir að hann kom til félagsins. Nú æfa um 140 manns reglulega á vegum TBA, og þar af eru 70 böm og unglingar. Æfíngar eru alla daga nema miðviku- og sunnudaga og það sem helst háir starfseminni er plássleysi í húsum. Einar sagði að öllum stæði það opið að mæta á æfíngu hjá félaginu og alltaf væri not fyrir nýja félaga. Gústaf sýnlr hvernlg bost er aö beita spaóanum. „Badminton er lang skemmtileg- asta íþróttin“ - segja þær Þórunn Friðlaugsdóttir og Elín Jónsdóttir Einu stúlkurnar á æfingunni að þessu sinni voru þær Þórunn Friðlaugsdóttir og Elín Jónsdót.tir. Elín er 14 ára en Þórunn er 11 ára. Þær sögðu að það hefði verið hálf- gerð tilviljun að þær fóru að æfa badminton. Elín hefur æft í fjögur ár og sagði að í bytjun hefði hún eiginlega villst inn á æfíngu og líkað svo vel að hún er enn að fjórum árum síðar. Þórunn hefur æft skemur, eða í tvö ár. Hún safrði að fvrst. hefði hún komið á æfingu með vinkonu sinni. Sú væri nú hætt að æfa en Þór- unni líkaði svo vel að hún æfir enn ötullega. Elín spilar líka fótbolta en badmintonið er skemmtilegra segir hún. Þær voru báðar sammála því að erlendi þjálfarinn Gústaf Valberg, hefði verið hvalreki á fjörur badmin- tonleikara á Akureyri og sögðust þær vera þess fullvissar að hann myndi skila mjög góðum árangri hiá félaeanu. Þórunn oq Frlólaua á fullu í tvíliðaleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.