Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 AFMÆLISSÝNING IJárnskúlptúrar frá 1951-53 merkilegt fram- lag til strang- flatarlistar Gerður Helgadóttir, mynd högg-vari, hefði orðið sextug 11. apríl í ár, hefði henni enst lengra líf. Af því tilefni efnir Lista- og menningarsjóður Kópavogs til sýningar á verkum Gerðar í myndlistarsalnum Nýhöfn í Hafnar- stræti í Reykjavík laugardaginn 9. apríl. En systkini lista- konunnar gáfu að henni látinni öll listaverk dánarbusins til Kópa- vogs, sem er að reisa þar listasafn er tengt verður nafni hennar. Fékk Lista- og menningamefndin þá Aðalstein Ingólfs son list- fræðing og Sigurð Örlygsson listmálara til að velja verkin á þessa afmælissýningu og sjá um uppsetningu hennar. Hafa þeir valið um 15 höggmyndir úr járni frá árunum 1951- 53 og um 40 teikningar og klippimyndir þeim skildar. Að auki tvo steinda glugga eftir Gerði frá öðrum tíma en í keimlíkum stíl. Eru öll verkin úr listaverkagjöf- ínni tU Kópavogs, utan þrír jámskúlptúrar sem fengnir era að Iáni hjá frú Ruth Baxter. Bæjarsljórinn í Kópavogi, Kristján Guðmunds- son, mun opna sýninguna og Elín Pálmadóttir lesa úr bok sinni um Gerði. En því verk Gerðar frá þessum afmarkaða tíma? í sýningarskrá gera þeir Aðalsteinn Ingólfsson og Sigurður Örlygsson í örstuttu máli grein fyrir því: „Við tókum þann kost að einskorða okkur við skúlpt- úra, formyndir og klippimyndir Gerðar frá tímabilinu 1951-1953, þar sem þau verk mynda sterka og samstæða heild, auk þess sem þau eru merkilegt, og sennilega van- metið, framlag til íslenskrar strangflatarlistar. Flest skúlptúr- verkin eru gerð í París, og sýna meðal annars viðleitni listakonunn- ar til að fella saman tvo megin- þætti í módemískum jámsuðusk- úlptúr, súrrealísku uppákomuna og rannsóknir á rými“. Aðalsteinn bætti því við að af myndum lista- konunnar í listaverkasafninu í Kópavogi þætti honum koma sterk- ast út þetta svarta geometríska tímabil á ferli hennar. Þeim tíma þegar verið var að endurmeta geo- metrískar abstraktsjónir, en þá var Gerður einmitt í þungamiðjunni hér, og hafði áhrif á það hvemig þessi stefna þróaðist. Þetta hafí verið allt of lítið dregið fram í umfjöllun um verk Gerðar. Ekki er að efa að þetta er rétt. Ástæða þess að einmitt þessi verk mynda einna samstæðasta heild í verkum Gerðar í eigu menningar- nefndar Kópavogs er sú, að 1952 efndi hún til mikillar yfírlitssýning- ar á verkum sínum í Listamanna- skálanum í Reykjavík, til að sýna löndum sínum afraksturinn af námi og störfum, og því komu þá heim til íslands verkin sem hún hafði verið að vinna á námsámnum á Ítalíu og fyrstu ámnum í París, þeim ámm sem hún var að færast yfír í afstrakt list og vinnu með jám. Valtýr Pétursson listmálari segir í Morgunblaðinu um þessa sýningu, að í fyrsta skipti sé nú á íslandi sýnd myndgerð úr jámi, Gerður Helgadóttir myndhöggvari hafí orðið fyrst allra íslendinga til að halda listsýningu, þar sem meg- nið af verkunum sé úr jámi og stál- þráðum. Að hún er á þessum tíma brautryðjandi í höggmyndalistinni hér á landi má m.a. marka af því að Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns ríkisins, hefur valið Gerði í höggmyndalistinni fulltrúa þessa tímabils á sýningunni „Norr- æn konkret list 1907-60“, sem nú er á ferðinni um Norðurlönd og kemur til íslands á Listahátíð í sum- ar. Kveðst hafa viljað gera henni enn betri skil á tímabilinu eftir 1950, en hafði ekki yfír meiri myndakosti að ráða til þess. Munu listunnendur í framhaldi af sýning- unni í Nýhöfn geta betur áttað sig á hvar Gerður á heima í þróun högg- myndalistar þegar sú sýning kemur hingað. Við það má svo bæta að á þessum tíma og næstu árum á eft- ir var Gerður í framvarðarsveit á þessu sviði í París, sem m.a. sést á því að hið virta gallerí Stadler í París, sem ætlar að efna til sýning- ar í vor til heiðurs hinum kunna listunnanda og listaverkasala Tapié, hefur verið að leita eftir verkum eftir Gerði, sem þykja ómissandi á slíka yfírlitssýningu. En Tapié hafði á næstu árum á eftir eða frá 1954 og út áratuginn mikið álit á Gerði, lét m.a.hafa eft- ir sér að Gerður væri sá af mynd- höggvurum Parísar sem um þær mundir var að gera frábærasta hluti í listinni. Listaverk hérlendis og er- lendis Sýningin á íslandi 1952 var stór áfangi í lífí Gerðar Helgadóttur, hún hafði lokið námi og var orðinn þroskaður listamaður. Hafði unnið alnatúralistískar myndir í leir og marmara í listaskólanum í Flórens 1948-49, fíguratívar og nokkuð stílfærðar myndir undir áhrifum meistara Zadkines á fysta Parísar- árinu 1950 og myndir hennar síðan brátt færst yfír í afstrakt form, sem krafðist nýs efniviðar. Þá tóku við jámskúlptúrar, sem með árunum þróast yfír í fínlegu, flóknu stálvíra- myndimar, bæði gólfmyndir og hreyfimyndir og loks tók Gerður að bræða brons og koparþræði í skúlptúra með kynlegri hiynjandi og hreyfíngu. En frá 1959 vann hún líka mikinn fjölda af steindum gluggum og kirkjugripum í kirkjur í Þýskalandi, Frakklandi og á ís- landi, svo og mosaikmyndir. í lítilli bók með ljósmyndum Hjálmars R. Bárðarsonar af skúlptúmm Gerðar, sem út kom 1952, á svipuðum tíma Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson. Gerður Helgadóttir og eitt af verkum hennar frá sama tíma og jámskúlptúrar þeir sem nú eru á sýningunni i Nýhöfn. í Kópavogi er að rísa bygging listasafns tengd nafni Gerðar. Þar verða verk hennar varð- veitt, auk þess sem safnið gegnir hefðbundnu hlutverki listasafns. Er búið að slá upp fyrir hæðinni og verður steypt i sumar. Arkie- tekt Benjamín Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.