Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988
B 3
ingu og tilgang í meðförum Giaco-
mettis.
0g skildu annars margir hugieiða
það, sem finnst slík form og listsköp-
un eðlileg í dag og taka sér sem
sjáifsagðan hlut til handargagns,
hvílíka vinnu, ósérhlífni og andlega
baráttu þetta kostaði upphafsmann-
inn?
Myndverk Giacomettis eru vissu-
lega mikilfengleg — í besta falli það
sem menn nefna „monumental",
þótt þau séu af hinum hversdags-
legustu hlutum í nánasta umhverfi
eins og einu ferhymdu borði með
einhveiju smálegu ofaná ásamt
útlínum bakgrunnsins, sem skapa
fyrir hann svo einkennandi rýmis-
dýpt.
Hann tengir þá borðið rýminu,
þannig að úr verður heillandi og
mjög svo lifandi myndverk, er rífur
í skoðandann og krefur athygii hans.
Það er sem hann staðsetji allt í senn,
núið, eilífðina og þögnina, í mynd-
heildina, sem þó er iðandi af þróttm-
iklu, karlmannlegu lífi — hér er kom-
in samþjöppuð heild í bland við þögn-
ina — og þögnina er erfitt að beisla
í myndlistinni ekki síður en tónlist-
inni, en eins og Beethoven sagði,
þá er þögnin erfíðasti tónn hljóð-
færisins. Hún er andstæða hæsta
tónsins, svo sem dauðinn lífinu, og
hvorugt getur án hins verið.
Það verður skiljanlegt, að Samuel
Beckett skyldi laðast að Giacometti,
og einnig er það skiljanlegt, að Bec-
kett fékk vin sinn til að gera sviðs-
myndina að „Beðið eftir Godot", er
leikverkið var sýnt í París árið 1961
og í nýrri uppfærslu leikhúsmanns-
ins nafnkennda, Jean Louis Bar-
rault. Eftir mikið hik og vangaveltur
bjó Giacometti til eitt auðnarlegt tré
úr gipsi.
Það vakti einfaldlega lengstum
fyrir Giacometti að rannsaka þrívíða
formið og möguleika þess í rýminu,
um leið og hann var með báða fæ-
tuma í nútíðinni — til þess fór hann
eins langt aftur í tímann og mögu-
legt var. Til hellnaristanna í Altam-
ira — fom Egypta, Assíríumanna,
Grikkja og Etrúska. Viðhafði alltaf
jafn sígild vinnubrögð og að móta
og teikna eftir lifandi fyrirmyndum
og efniviðurinn var einfaldlega leir
og gips.
Það er einmitt með slíkum vinnu-
brögðum, að myndlistarmenn bijóta
sér braut inn að innstu kviku forms-
ins, með öðrum meðölum er það
naumast hægt. Hin reiknifræðilega,
arkitektóníska og vísindalega rann-
sókn listamanna í lýminu, er á eftir
fylgdi og stendur yfir enn í dag, er
iðulega af öðrum toga og mun kulda-
legri — á köflum sótthreinsuð af
öllu jarðnesku lífi.
Það var þannig öðm fremur hið
mannlega og náttúmlega, sem vakti
fyrir Giacometti í listsköpun hans,
og þannig gæddi hann hvem klump
sem hann mótaði einhveiju uppmna-
legu og óútskýranlegu lífi, sem ein-
ungis þeir geta, sem hafa með þrot-
lausu erfiði þrengt sér inn í innsta
kjama listarinnar.
Giacometti teiknaði svo sem fyrr
er sagt allt í kringum sig frá frum-
bemsku, en það merkilega við það
er, að hann virðist aldrei hafa hugs-
að sem bam í myndsköpun sinni —
hann setti sig inn í heim hinna full-
orðnu strax og hann fékk vit til, og
kannski var það vegna þess að allt
í kringum hann vom þroskaðir lista-
menn af hárri gráðu. Og samt sem
áður var honum ferskleikinn og
uppmnaleikinn hugstæðastur alla
tíð — hið frumstæða, ósnortna og
eðlilega. Hann vildi helst hverfa inn
í verk sín, verða eitt með þeim og
allra helst, að þau yrðu til af sjálfu
sér sem sprottin alsköpuð upp úr
gólfinu. Eitt sinn hvarflaði það jafn-
vel að honum að grafa styttur sínar
niður í jörðina — gefa hinum dauðu
þær — hinum dauðu, sem aldrei
höfðu lifað.
Það var þessi ríka samkennd með
efninu, sem hann vann í hveiju sinni,
sem gerði hann að svo miklum og
sönnum listamanni, og einnig það,
að hann átti ekki til snefil af til-
gerð, en heilmikið af auðmýkt gagn-
vart sköpunarverkinu. Hann hafði
lika áhuga á öllum hliðum lifsins,
umgekkst allar stéttir af stakri virð-
ingu og var fullkomlega fordómalaus
og hafinn yfir það að lita niður fyr-
ir sig og umgekkst þannig ekki síður
fólk götunnar en frægt fólk og auð-
menn og hann mun aldrei hafa
greitt stjómmálasamtökum atkvæði.
Og þó að mönnum kunni að fínnast
myndverk hans svipa hvom til ann-
ars, gilda vafalítið um þau sömu
lögmál og i lífinu. Okkur hvítu mönn-
unum gengur illa að sjá mun á Aust-
urlandabúum og þeim gengur jafn
illa að sjá mun á hvítingjum — og
þannig er eitthvað alveg sérstakt við
hveija einstaka mynd Giacomettis.
Dæmi um ósveigjanleika hans um
listrænar kröfur var andlitsmynd,
sem honum var falið að gera af jap-
önskum prófessor, Yanihara að
nafni, árið 1956. Honum gekk illa
að ná fram þeim svip og yfirbragði,
sem hann stefndi að, og prófessorinn
varð að fresta heimför sinni til Jap-
ans um tvo mánuði. Giacometti var
aldrei ánægður og byijaði á hveijum
morgni upp á nýtt, málaði, teiknaði
eða mótaði, en ekkert gekk í það
sinnið og svo fór að Japaninn varð
að snúa heim án myndarinnar!
Slíkar kröfur gerði Giacometti um
djúpa lifun inn í viðfangsefnið — og
helst áttu myndimar að geta andað,
í öllu falli að lifa sínu eigin lífi hver
og ein. Það er sennilega þess vegna
sem hann málaði stöðugt upp sömu
viðfangsefnin, mótaði rissaði.
Giacometti er frábært dæmi um
^ Sabine Weiss: Inngangurinn
að vinnustofu Giacomettis
að Rue Hippolyte-Maindron
46, Paris.
0 Herbert Maeder: Útför
Giacomettis 15. janúar 1966,
Borgonovo, Stampa.
einstakling, sem stundar list sína
af ástríðu, er bergnuminn og lætur
ekkert aftra sér frá því að ná settu
marki. Svissneskir listvinir hans á
fyrstu Parísarárunum hrifust mjög
af þekkingu hans á myndlistir, er
hann skoðaði með þeim söfnin svo
og dómkirkjuna í Chartres. Hann
var þó lítt skólaður og hafði jafnvel
horfið úr framhaldsskóla stuttu fyrir
próf af mjög persónulegum ástæð-
um. Námsárangur hans var þó vel
yfir meðallagi.
Hann var einn af þeim, sem upp-
lifa listina og þarfnast hennar eins
og lífsloftsins. Er hann forðum daga
ferðaðist um Ítalíu féll hann algjör-
lega fyrir Tintoretto í Feneyjum,
umtumaðist ér hann leit freskur
Giottos í Arena-kapellunni í Padúa
og gleymdi sér fullkomlega við skoð-
un mynda Cimabue í Flórenz, sem
fyrstur uppgötvaði aftur hinar nátt-
úrulegu línur og sönnu hlutföll, sem
Grikkir nefndu samsvörun (sym-
metrie).
Einmitt slikar beinar lifanir fæða
af sér mikla og jarðbundna list. í
upphafi dvalar sinnar í París um-
gekkst hann aðallega svissneska
listamenn, en seinna laðaðist hann
æ meira að ítölskum myndlistar-
mönnum og hóf að sýna með þeim,
málurum eins og Campigli, Severini,
de Pisis og Chirico.
Honum hafði verið synjað um
ríkisstyrk, sem hann sótti um, áður
en hann hélt til Parísar, og sat það
lengi djúpt f honum. Svisslendingar
gerðu þá miklu minna fyrir listir en
seinna varð enda mun einangraðri
og margt var þar frumstætt og með
útkjálkabrag á þeim sviðum. Er
Giacometti var orðinn frægur, var
hann eitt sinn fenginn til að vera f
dómnefnd í listasamkeppni í Sviss,
en er hann sá hvemig hún starfaði
og gerði sér grein fyrir hugsunar-
hætti nefndarmanna, hraðaði hann
sér á braut og var eftir það ófáanleg-
ur til að taka þátt í slíku aftur í
heimalandi sínu.
Giacometti var þannig í senn til-
finninga- og geðrikur, um leið og
hann var óheyrilega kröfuharður til
sjálfs sín um listræna samvisku yfir-
leitt. Hann var t.d. valinn til að vera
fulltrúi Frakklands á Feneyjartvíær-
ingnum 1950 ásamt m.a. Henri
Laurens, en er hann sá verk Laurens
sett í skugga verka Ossip Zadkine,
sem þá var ákveðið að fengi skúlpt-
úrverðlaunin, pakkaði hann myndum
sínum umsvifalaust niður og hélt á
brott. Hann hefur þannig eins og
fleiri haft ólíkt meira dálæti á Laur-
ens en Zadkine.
Giacometti átti reglulega við
djúpa sálarkreppu að stríða, sem gat
varað í fleiri ár og fylgdi honum til
hins síðasta. Vegna umbrota í list-
sköpun hans og af því að honum
fannst hann ekki ná því, sem hann
vildi ná fram í skúlptúmum og mál-
verkinu.
Markmið hans kemur skilmerki-
lega fram í setningu er hann lét úr
sér meðan hann var að teikna
franska skáldið Jean Genet: „Maður
verður að gera það nákvæmlega,
sem fyrir framan mann er.“ Og
stuttu seinna: „Og þar að auki verð-
ur maður að búa til mynd ...“ Þetta
segir eiginlega allt.
Hann sagði einnig við Genet: Ég
skil ekki fullkomlega, hvað menn
meina með brautiyðjanda í list. Eiga
verk hans að vera skilin af kynslóð-
um framtíðarinnar? Og af hveiju?
Hvaða þýðingu hefur það?
Að þær gætu notað þau: Til hvers?
Ég næ þessu einfaldlega ekki. En
ég sé hins vegar, en þó mjög óskýrt
— að sérhvert listaverk, ef það vill
ná æðsta samræmi, allt frá því
augnabliki er það var útfært, verð-
ur, ef- mögulegt er, að ganga á
móts við hina hverfulu nótt, sem
hýsir hina dauðu, sem munu þekkja
sig aftur í þessu verki.
Nei, nei, listaverk eru ekki gerð
fyrir upprennandi kynslóðir. Þau
standa hinni miklu íjöld hinna dauðu
til boða. Taki þeir við þeim. Eða
hafni þeim. En þessir dauðu, sem
ég var að tala um, hafa aldrei verið
lifandi. Eða ég hef gleymt þeim.
Þeir voru svo lifandi, að maður
gleymir því og að líf þeirra hafi til-
gang — að flytja þá yfir á bakkann,
þar sem þeir bíða eftir merki, sem
kemur héðan — og sem þeir skynja
og kannast við.“
Og hvert er för þessara fígúra
heitið í rýminu? Þær fylla mann þrá
eftir einhveiju óhöndlanlegu, sem
þó er svo nærri, eins og Sartre orð-
aði það: Myndastyttur, sem verða
til úr rykögnum — fígúrur, sem eru
tákn fallvaltleika lifsins. Borg þar
sem einstæðingurinn býr.
Upp I hugann kemur það sem
André Breton sagði eitt sinn um list-
ina: „Það þarf að takmarka listina
við einföldustu form hennar, sem er
kærleikur. Það þýðir, að allt, sem
er óekta, er ijarlægt, uns ekkert er
eftir nema sjálfur lífskrafturinn, til-
vist mannsins."/ Sartre: „Þessi iðni,
þijóski verkmaður elskar ekki mót-
stöðuafl steinsins, sem myndi ein-
ungis hemja hreyfifrelsi hans. Hann
hefur leitað að þyngdarlausu efni,
hinu sveigjanlegasta, forgengileg-
asta og andlegasta, sem til er Gips.
Hann finnur það naumast á fingur-
gómnum, það er merkjanleg hlið-
stseða hreyfinga hans.
A vinnustofunni tekur gesturinn
fyrst eftir hinum fágætu, ógnvekj-
andi gipsmyndum, er hanga í löng-
um rauðu þráðum og stirðna smátt
og smátt. Þær yfirfæra eitt augna-
blik lifanir, hugsanir og drauma
Giacomettis — gefa þeim form og
hverfa með þeim aftur, eins og form-
ið hverfur með þeim. Hvert og eitt
þessara þokukenndu og síbreytilegu
forma virðist vera líf Giacomettis
sjálfs, yfirfært á annað tungumál.
Myndastyttur Malliols virðast skarta
eilífðinni. En eilífð steins ber í sér
anga tregðulögmálsins — er um ald-
ur storknuð nútíð. Giacometti talar
aldrei um eilífðina og hugleiðir hana
ekki heldur. Hann sagði eitt sinn við
mig, eftir að hafa nýverið eyðilagt
nokkrar höggmyndir „Ég var án-
ægður með þær, en þær voru aðeins
búnar til fyrir nokkrar klukkustund-
ir.“ Fyrir nokkrar stundir líkt og
dögunina, dapurleikann eða fiðrildi,
sem lifir eina dagstund. Einmitt
vegna þess að sköpunarverk hans
er til þess gert að hverfa aftur sömu
nótt og það verður til, hefur það
eitt allra skúlptúrverka, sem ég
þekki, hinn ólýsanlega yndisleika
forgengileikans. Aldrei varð efni jafn
lítið eilíft, brothættara, mannlegra.
Efni Giacomettis, þetta sjaldgæfa
ryk, sem tíminn hefur sáldrað á
vinnustofu hans alla, sem er undir
nöglum hans og þrengir sér inn í
hinar djúpu hrukkur í andliti hans,
er ryk rýmisins.
Og hvemig er hægt að mála tóm-
ið? Auðsjáanlega hefur enginn reynt
það á undan Giacometti. f fímm
hundruð ár hefur málverkið verið
fyllt til hins ítrasta, menn hafa troð-
ið öllum heiminum inn í það. Giaco-
metti byijar á þvi að bannfæra heim-
inn út úr málverki sínu. Myndir hans
birtast líkast ofskynjunum — þær