Morgunblaðið - 10.05.1988, Side 4
4 B
jHorgnnÞfaÍita /ÍÞRÓTTIR ÞRJDJUDAGUR 10. MAÍ 1988
Sitt-
hvaö
úr
ýmsum
áttum
TALSVERT er nú rœtt um það
veiðimanna á meðal um vænt-
anlega „siðvæðingu" Arnar-
vatnsheiðar á vegum Lands-
sambands Stangaveiðifélaga
og bænda þeirra sem teljast
„eiga“ öræfin þarna. Síðustu
árin hefur umferð ferðamanna
sóraukist á Arnarvatnsheiði og
skussum þar með fjölgað í
réttu hlutfalli. Því hefur um-
gengni hrakað stórum og
sveitamenn rætt um það meira
í alvöru en gamni að loka Heið-
inni fyrir veiðimönnum. Það
væri nú spursmál út af fyrir sig
hver réttur þeirra væri til slíks
ef út i það færi, en kjarni máls-
ins er þó umgengnin sem um-
ræddir bændur og flestir þeirra
sem á Heiðina fara til að veiða
og slaka á bera fyrir brjósti.
Tapast gildl Heiðinnar sem
veiðivin vegna vegarins?
Eitt af því sem fellur inn í fólk-
vangsmyndina hjá LS og bænd-
um er að ljúka vegi úr Miðfírði sem
mun tengjast gamla Heiðarvegin-
lfEIIU um' ^’tthvað hefur
Náttúruvemdarráð
■■■■■I verið ósátt við lagn-
Guðmundur ingu þessa vegar og
Guðjónsson einnig margir sem
skrifar stunda Heiðina. Sjá
þeir fyrir sér að gildi
hennar sem veiðivin tapist fyrir
fullt og allt ef þama yrði allt í einu
fært flestum eða öllum bílum og
allt yrði útsteypt í gönguslóðum og
veiðihúsum og þjónustumiðstöðv-
um. Myndi þá ekki umferðin marg-
faldast frá því sem nú er og tala
skussa fjölga enn í réttu hlutfalli?
Hver segir að menn hætti að henda
drasli á víðavangi þó einhverjir
mslagámar standi við þjónustumið-
stöð og LS dreifí plastpokum með
grípandi slagorði? Skussar lesa ekki
einu sinni slagorðið og henda pok-
anum á víðavang með hinu drasl-
inu. A hinn bóginn er hugsanlegt
að þetta átak yrði til þess að bæta
ástandið, en ljóst er að menn skipt-
ast alfarið í tvo hópa hvort þeir
hafa trú á því eða ekki. Þeir sem
eru á móti samkrulli LS og sveita-
manna telja að ekki sé fullreynt að
bæta umgengnina með ýmsum leið-
um og óttast um leið að þegar veiði-
svæðinu yrði breytt í fólkvang með
þllu tilheyrandi, myndi Amarvatns-
heiði glata flestu af því sem hefur
gert hana eftirsóknarverða í augum
margra gamalla Heiðarrefa. A ís-
landi eru silungsveiðivötnin og ám-
ar mýmörg, en aðeins ein Amar-
vatnsheiði.
Styttist í laxveiöfna
Snúum okkur að öðm. Nú styttist
óðum í laxveiðina ogþað eru síðustu
vikumar og dagamir sem biðin
reynist mönnum erfíðust. 20. maí
hefst lögboðinn netaveiðitími í
Hvítá í Borgarfírði og eins og frá
hefur verið greint, verður ekki úr
því að sinni að netaveiðin leggist
af. Það hefur farið lítið fyrir spám
Það eina sem menn hafa viljað spá um varðandi veiðisumarið fram undan er,
að líklega verður enn eitt stórstórlaxasumarið, þá það þriðja í röðinni. Byggja
menn það á góðum göngum af tveggja ára físki úr sjóí fyrra en sumarið 1986
var aftur gott smálaxasumar. Hér hefur því verið um góðan árgang að ræða
og hann ætti að renna sitt skeið á enda með þriggja ára físki úr sjó á kom-
andi veiðitíma. Myndin er af rúmlega 30 punda hæng sem veiddist í Bergsnös
í Stóru Laxá fyrir nokkrum árum og var geymdur í klakið. Þar reyndist hann
hins vegar vægast sagt illa eins og títt er um hænga af þeirri staerð.
uð til síns máls. En hvenær hættir
að vera einhver glóra í þessu? Tök-
um dæmi. Áhugasamur veiðimaður
getur farið 10 til 11 daga í nýja
laxveiðisvæðið í Norðlingafljóti fyr-
ir andvirði einnar stangar í einn dag
í Laxá. Þar dundar veiðimaður sér
í sérstaklega fallegu umhverfí, í
óvenjulega fallegri á sem auk þess
er full af villtum laxi með háa með-
alþyngd. Tökum annað dæmi. Álftá
á Mýrum er vatnslítil en býsna gjöf-
ul laxveiðiá á Mýrunum. Hefur hún
hin síðari ár verið talin dýr miðað
við hversu erfíð hún er í vatnsleys-
isárum eins og verið hafa. Veiði-
maður einn var þó að fá úthlutun
sína í Álftá fyrir nokkrum dögum,
tvær stangir í tvo daga. Annan
daginn á besta tíma, hinn á mjög
góðum tíma. Alls kostaði pakkinn
rúmar 57.000 krónur. Vantartæpar
8.000 krónur til að ná þessari einu
stöng í Laxá á Ásum. Þó er Álftá
í fremstu röð sé miðað við meðal-
veiði á stöng á dag.
Sex prósant aflans í Blöndu
veiddist á flugu
Loks smáglefsa frá sportveiðiánni
Blöndu. í fundargerð LS frá síðasta
vetri er greint frá umræðum og
skýrslum sem menn fluttu. Mátti
meðal annars lesa pistil frá Sturlu
Þórðarsyni frá Stangaveiðifélagi
Austur Húnvetninga, sem hefur
hluta af Blönduveiðinni á leigu.
Greinir Sturla sérstaklega frá því,
að á síðasta sumri hafí alls 56 lax-
ar veiðst á flugu í Blöndu, eða 6
prósent heildaraflans. Þetta er for-
vitnilegt og fróðlegt væri að heyra
hvaða flugur gefa best í Blöndu og
hvort að venjulegar aðferðir dugi.
Eða hvort að vatnslitarins vegna
verði að breyta eftir því.
fískifræðinga að þessu sinni, vænt-
anlega vegna þess að í fyrra brást
spá þeirra að hluta eins og veiði-
menn muna. Smálaxinn skilaði sér
illa og var víða rýr að auki, en
óljóst er þó hvort árgangurinn galt
það afhroð í hafínu sem útlit var
fyrir lengst af. Seint á veiðitíma fór
nefnilega víða að bera á smálaxa-
göngum og sums staðar af landinu
þar sem menn fylgdust með ánum
sínum, gat að líta smálaxagöngur
eftir veiðitíma. Vatnsleysi í ánum
stóran hluta veiðitímans gæti verið
ein skýring. Önnur gæti verið að
laxinn hafí vegna óárans í hafínu
verið seinn að fíta sig og stækka
og því verið að laumast upp seint
og síðar meir. Heildarheimtur haf-
beitarinnar virðast þó staðfesta, að
þó eitthvað kunni að hafa ræst úr
sums staðar, þá var þetta heldur
slappt smálaxaár. Nú hefur kalt vor
snögghlýnað. Hvemig verður sum-
arið, þurrt eða blautt? Hvemig er
ástand laxins í hafinu. Það bíða
allir spenntir eftir svörum, en að
þessu sinni er ekkert um spár kunn-
áttumanna til að kjamsa á meðan
beðið er.
Verölag velðlleyfa
Látum svo útrætt um spár í bili
a.m.k. Mörgum er verðlag veiði-
leyfa afar hugleikið og það ekki að
ástæðulausu. Það hefur verið frá
því greint í þessum veiðipistlum,
að hvergi borga menn hærri krónu-
tölu fyrir _veiðiskapinn heldur en í
Laxá á Ásum. Dýrastu dagamir
sem frést hefur um fyrir komandi
sumar hafa selst á 65.000 krónur.
Þeir sem r-eiða fram slíkar fjár-
hæðir segja gjaman að hvergi veiði
menn að jafnaði eins marga laxa á
hvem stangardag. Hafa þeir nokk-
HREYSTI
íþróttaskór eru nánast tækruundur í efiii og hönnun
Val þeirra þarf engu að síður að vanda vel
Isíðasta pistli þann 3. maí var
rætt um val á íþróttaskóm
og sagt frá því hvemig fór fyrir
Jóni frænda þegar hann fór að
veija sér skokkskó. Jón þessi
hefur lítinn áhuga á íþróttum
og opnar venjulega
ekki íþróttablað
Morgunblaðsins né
les hann íþróttasíður
nokkurra annarra
blaða. Hann slysað-
ist þó til að gera það
þann daginn og var
ekki ánægður með
frásögn mína. Jóni
fannst hallað réttu
máli í pistlinum,
sérstaklega hvað
varðaði viðskipti sín
við stúlkuna fögra í
iþróttavörabúðinni.
Hann bað því um að
frásögnin yrði færð
til betri vegar og
skal nú orðið við því.
Þegar Jón gekk í
búðina spurði stúlk-
an strax glaðlega
hvort hún gæti
hjálpað honum við
að velja sér skó og
benti honum á að
úrvalið væri mikið.
Hún spurði hvort
hann vantaði skó til
að nota úti eða inni
og síðan fyrir hvers
konar íþróttaiðkun.
Þegár Jón hafði sagt
henni, að hann ætlaði að skokka
úti við, þá útskýrði hún fyrir
honum að útiskór væra allt
öðravísi en skór til að nota inn-
anhúss. Næst spurði hún, einnig
afar kurteislega, hvort hann
fhefði hugsað sér að nota skóna
í skokkkeppni eða hvort hann
væri trimmari, því að keppnis-
skór væra gjaman léttir og ekki
eins sterkir og skór fyrir ötula
trimmara. Þeim sem þekkja Jón
frænda og vaxtarlag hans þarf
ekki að blandast hugur um að
Jón verður seint keppnismaður,
en ég sagði þó ekki orð og Jón
hélt áfram með söguna. Þessu
næst spurði stúlkan blátt áfram
unin haldist meðan skórinn end-
ist. Þungir menn þurfa þykkara
lag og þéttara en léttir. Innsta
lagið liggur upp að ilinni og er
venjulega lagað eftir henni til
að veita fætinum sem mestan
stuðning." — Allt þetta rann upp
úr Jóni eins og hann væri orðinn
sérfræðingur í íþróttaskóm.
Næst tók hann til við að lýsa
því hvemig hægt væri að breyta
eiginleikum skósólans með því
að „hvert af þessum lögum væri
samsett úr mismunandi hlutum,
t.d. þannig, að í hælnum væri
lögð áhersla á höggdeyfíngu og
fjöðran, en undir táberginu væri
lögð áhersla á sveigjanleika". —
Þegar hingað var komið í lýsing-
unni fór ég að hugsa um þessa
stúlku í búðinni og um það hvort
Jón væri búinn að lýsa skónum
fyrir konunni sinni. — „Hæl-
kappinn er mjög mikilvægur til
Passa vei
Ekki verður betur séð en skórnir paesi vel á fætur
þessa knáa trimmara.
hvort Jón væri búinn að gera
sér grein fyrir því hversu miklu
fé hann vildi eyða í fyrstu skokk-
skóna sína. Jón sagðist hafa
sagt að verðið væri ekki aðalat-
riðið heldur gæðin. Með þessu
taldi ég víst að Jón væri að
hugsa um að skómir þyrftu að
endast vel þó að hann hætti að
skokka og færi að nota þá í
kálgarðinum heima. Þá tók
stúlkan eitt par af skokkskóm
úr hillunni og lýsti því i stuttu
máli hvemig þeir væra byggðir.
Það veldur mér enn furðu hvem-
ig Jón, þessi hægláti maður, gat
munað þetta allt og lýst svo
fyrir mér af eldmóði hvemig
skokkskór ættu að vera gerðir.
„Skósólinn er gerður úr a.m.k.
þremur lögum. Botnlagið þarf
að vera slitsterkt en sveigjanlegt
og oftast er það með tökkum
til að koma í veg fyrir að skóm-
ir renni til í linum jarðvegi. Mið-
lagið er mjúkt og fjaðrandi, lítur
út eins og svampur. Þetta lag
þarf að vera mjög sterkt og er
gert úr vönduðu efni til að fjöðr-
að styðja við hælinn og til að
koma í veg fyrir hliðarsnúning
í ökklalið. Þetta má prófa með
því að taka þéttingsfast utan
um hælkappann aftan frá, og
þá á hann ekki að láta nema
lítið undan átakinu." — Nú fór
ég að skilja hvað gerðist. Ég sá
fyrir mér Jón frænda og stúlk-
una í búðinni þar sem þau tóku
hvem skóinn á fætur öðram og
skiptust á um að kreista hæl-
kappann. Hvílíkt! — „Yfírleðrið
í skónum er sniðið úr mörgum
hlutum, sumir era raunveralega
úr sterku leðri, t.d. kringum
tæmar, hælinn og götin fyrir
reiminguna, en aðrir hlutar þess
eru úr nælonefnum til að gera
skóna létta og lipra." — Þegar
Jón nefndi mjúka, ávala og vel
bólstraða dældina efst á hæl-
kappanum, sem á að vemda
hælsinina, var mér nóg boðið
og minnti hann aftur á það að
skómir yrðu að passa á fætuma.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson