Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 1
XUNA 21. — 27. MAI AÐSINS FOSTUDAGUR 20. MAI 1988 FEGURÐARDROTTNING Fegurðardrottnlng íslands 1988 verður krýnd mánudaginn 23. maí á Hótel ís- landi og verður Stöó 2 með beina útsendingu frá úrslitakvöldinu. Stúlkurnar ellefu sem keppa um titilinn Ungfrú ísland heita Guðbjörg Gissurardóttir 19 ára, Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir 19 ára, Guðný Elísabet Óladóttir 20 ára, Guðrún Margrét Hannes- dóttir 20 ára, Halldís Höskuldsdóttir 20 ára, Kamela Rún Jóhannsdóttir 18 ára, Karen Kristjánsdóttir 23 ára, Kristín B. Gunnarsdóttir 22 ára, Linda Pétursdóttir 18 ára, Martha Jörundsdóttir 18 ára og Sigrún Eyfjörð 20 ára. Á úrslitakvöldinu koma stúlkurnar fram í sundbolum og samkvaamiskjólum. Krýningin verður um miönœtti og hefst útsend- ing Stöðvar 2 kl. 22.30. Dómnefnd skipa Ólafur Laufdal formaður, Friðþjófur Helgason, Sigtryggur Sigtryggsson, Erla Haraldsdóttir, Sóley Jóhannsdóttir, María Baldursdóttir og Örn Guðmundsson. Ungfrú ísland 1987, Anna Margrét Jónsdóttir, tekur þetta sama kvöld þátt í keppninni „Miss Universe" sem haldin er á Taiwan og ættu úrslit að liggja fyrir áður en kemur að krýningunni á Hótel íslandi. Anna Margrét Jónsdóttir é góðri stundu þegar Ijóst var hver hafði hlotið titilinn Ungfrú island t987. GLERBR0T Glerbrot er heiti nýrrar sjón- varpsmyndar sem SJónvarp- lð sýnir á hvítasunnudag. Glerbrot er eftir Krlstínu ióhannesdóttur en byggir á leikritinu FJaðrafok eftir Matthías Johannessen. Myndin segir frá unglings- stúlkunni Maríu sem er í unglingahljómsveit og straumhvörfum í iífi hennar þegar faðir hennar og stjúpa gefast upp á hlutverki sínu. Þau senda Maríu á uppeldls- stofnun fyrir ungar stúlkur. Hún er ósátt við vistina og hyggur á flótta með aðstoð vinar síns. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttlr og er þetta annað leikritið sem hún leikstýrir fyrir Sjónvarpið, hið fyrra var Líf til einhvers sem frumsýnt var á nýársdag 1987. Með hlutverk Maríu fer Björk Guðmundsdóttir, í öðr- um hlutverkum eru Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmunds- dóttir, Helgi Skúlason, Pétur Einarsson, Margrét Ákadóttir og Björn Baldvinsson. Snorri Þórisson og Vilhjálmur Þór Guðmundsson sáu um myndatöku og lýsingu, Hall- dór Bragason um hljóð, Guð- rún Sigriöur Haraldsdóttir um leikmynd og búninga og tón- listin er eftir Hilmar Örn Hilm- arsson. Atriöi úr Glerbroti. Helgi Skúlason fer meö hlutverk afa aöalpersónu myndarinnar, Maríu, sem Björk Guömundsdóttir leikur. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-12 Útvarpsdagskrá bls. 2-12 Hvað er að gerast? bls. 3/S/11 Bíóin í borginni bls. 12 Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Guðað á skjáinn bls. 12 Myndbönd bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.