Morgunblaðið - 20.05.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988
B 3
KVIKMYNDIR
ÓVENJULEGT ÁSTARSAMBAND
STÖÐ 2 —
1 O 50 Fjalakött-
Aö— urinn:
Tim (Tim - 1979).
Frumsýning. Aðal-
hlutverk: Piper Laurie
og Mel Gibson. Leik-
stjóri: Michael Pate.
Myndin segir frá sam-
bandi hálffertugrar
konu og Tims sem er
þroskaheftur. í upp-
hafi beinist áhugi
konunnar að því að
kenna Tim að lesa og
mála en samband þeirra fer fljótlega að snúast um ást.
Tim og konan sem verður ástfangin af
honum.
SILVERADO
mmm stoð2-
91 00 Silverado
(1985).
Frumsýning. Aðal-
hlutverk: Kevin Klein,
Scott Glenn, Rosanna
Arquette, John Cle-
ese, Kevin Costner,
Jeff Goldblum og
Linda Hunt. Leik-
stjóri: Laurence Kas-
dan. Nýr vestri sem
segir frá fjórum ólík-
um mönnum sem
mætast fyrir tilviljun
á leið sinni til Silverado. Hver þeirra hefur sína ástæðu til ferðalags-
-ins og ákveðið markmið; leitin að einhvers konar fjölskyldulífi. Leik-
stjórinn Laurence Kasdan leikstýrði m.a. myndunum „Body Heat“
og „The Big Chill".
Fjórmenningamir sem hittast á leið sinni
til Silverado.
NANCY WAKE
MHH SJÓNVARPIÐ - Nancy Wake. Seinni hluti áströlsku
0005 myndarinnar um blaðakonuna Nancy Wake sem gegndi
' mikilvægu hlutverki í frönsku andspymuhreyfingunni í
síðari heimsstyrjöldinni.
SKRIFSTOFUUF
wmtma stöð 2 -
90 20 Skrif-
— stofulíf
(Desk Set - 1957).
Frumsýning. Aðal-
hlutverk: Spencer
Tracy og Katharine
Hepbum. Leikstjóri:
Walter Lang. Gaman-
mynd um athafna-
mann sem fær það
verkefni að endur-
skipuleggja deild
sjón-
varpsstöðvar með það
fyrir augum að færa
hana nær nútímanum. Hann hugsar sér að koma fyrir tölvu sem
gæti orðið til mikillar hagræðingar, en deildarstjórinn (Katharine
Hepbum) er ekki par hrifin af því að fá tölvu til liðs við sig. Því
verða óhjákvæmilegir árekstrar á milli þeirra.
UF OG DAUEN í LA.
tmmm STÖÐ 2 — Líf og dauði í L.A. (To Live and Die in L.A.
0-1 50 -1986). Aðalhlutverk: William L. Peterson, Willem Dafoe
” A og John Pankow. Leikstjóri: William Friedkin. Leyniþjón-
ustumaður kemst á snoðir um dvalarstað peningafalsara, en áður
en hann getur borið hönd fyrir höfuð sér er hann myrtur. Félagi
hans er ákveðinn í að ná sér niðri á sökudólgnum.
Katharine Hepburn og Spencer Tracy í
Skrifstofulíf.
Bláklædda konan
m^mm Bláklædda
1 í? 30 konan
A U nefnist
nýtt útvarpsleikrit
sem frumflutt verður
á Rás 1 í dag. Höfund-
ur leikritsins er Agnar
Þórðarson og leik-
stjóri Benedikt Áma-
son. Leikritið segir frá
hestmanni úr
Reykjavík sem dvelst
á sumrin með fjöl-
skyldunni uppi í sveit
á jörð sem hann hefur
kejTpt góðu verði.
Honum hefur þó orðið
á sú reginskyssa að
hrófla við álagabletti í túninu, enda láta óhöppin ekki á sér standa
að mati eiginkonu hans sem hefði heldur viljað dvelja áhyggjulaus
í sumarhúsi í Hollandi. Með helstu hlutverk fara Erlingur Gíslason,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Baldvin Halldórs-
son, ísold Uggadóttir, ívar Sverrisson og Jón Gunnarsson.
Fremri röð: ísold Uggadóttir, Herdís
Þorvaldsdóttir, fvar Örn Sverrisson. Aft-
ari röð: Erlingur Gíslason, Jón Gunnars-
son, tæknimennirnir Friðrik Stefánsson
og Georg Magnússon, Ragnheiður
Steindórsdóttir og Benedikt Árnason.
HVAÐ
ER AÐO
GERAST!
Söfn
Árbæjarsafn
Safnið er opiö eftir samkomulagi.
Ámagarður
Hópar geta fengiö að skoöa handritasýn-
■ inguna í Árnagaröi ef haft er samband
viö safnið með fyrirvara. Þar má meðal
annars sjá Eddukvæði, Flateyjarbók og
e|tt af elstu handritum Njálu.
Ásgrímssafn
Ásgrimssafn viö Bergstaðastræti er opiö
þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga kl. 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund-
arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar
Sveinssonar. Þargefurað líta 26 högg-
myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning-
ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af
ferli Ásmundar, þann tíma sem listamað-
urinn vann að óhlutlægri myndgerð. [
Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis
myndband sem fjallar um konuna í list
Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu
bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og
afsteypurafverkum listamannsins. Safn-
ið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Skóla-
fólk og aðrir hópar geta fengið að skoða
safniö eftir umtali.
Ustasafn Einars
Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opið alla
laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30
til 16.00. Höggmyndagarðurinneropinn
daglegafrákl. 1L00-17.00.
Ustasafn íslands
í Listasafni (slands á Fríkirkjuvegi 7 er
sýning á verkum franska listmálarans
Pierre Soulages. Sýningunni lýkur 21.
maí. Á sýningunni eru 34 ætingar og
spanna þær nær allan listferil hans. Sú
elsta erfrá 1952 en sú yngsta frá 1980.
Verkin eru öll í eigu listamannsins sjálfs.
Sýningin eropin alla daga nema mánu-
daga kl. 11-17.
Sýningunni Aldarspegill i Listasafni ís-
lands lýkur 21. maí. Sýningin er kynning
á islenskri myndlist 1900—1987 og eru
öll verkin í eigu safnsins. Leiösögn um
sýninguna fer fram í fylgd sérfræðings
allasunnudagakl. 13.30—14.00 oger
þá safnast saman í anddyri safnsins.
Vikulega er kynnt „Mynd mánaðarins"
og þá fjallað ítarlega um eitt verk í eigu
safnsins, svo og höfund þess. Mynd
maí-mánaðarer„Hinirstefnulausu" eftir
Helga Þorgils Friðjónsson, olíumálverk
frá árinu 1987 og var myndin keypt til
safnsins sama ár. Leiösögn fer fram
fimmtudaga kl. 13.30-13.45. Safniðer
opið daglega nema mánudaga frá kl.
11.00 til 17.00. Kaffistofa hússins er opin
á sama tíma. Aðgangur er ókeypis.
Ustasafn Háskóla
íslands
í Listasafni Háskóla íslands í Odda eru
til sýnis 90 verk í eigu safnsins. Lista-
safniðer opið daglega kl. 13.30-17 og
er aðgangur ókeypis.
Norræna húsið
I Norræna húsinu er sýning á mynd-
skreytingum sem finnski listmálarinn
Akseli Gallen-Kallela geröi við kvæða-
bálkinn Kalevala. Auk þess eru á sýning-
unni Ijósmyndir, sem I.K. Inha, Vaino
Kaukonen og Vilho Uomala tóku í þorp-
um karelskra kvæðamanna og einnig er
á sýningunni safn af grísk-kaþólskum
íkonum. Akseli Gallen-Kallela (1865-
1931) var málari um aldamótin síðustu.
KerttLTKarvonen-Kannas forstöðumaður
Gallen-Kallela safnsins í Helsinki og Ritva
Keski-Korhonen forstööumaður Finnska
Ijósmyndasafnsins komu með sýninguna
og settu hana upp í Norræna húsinu.
Sendiherra Finnlands, Anders Huldén er
verndari sýningarinnar. Sýningin er opin
daglega kl. 14-19 og stendur til 22. maí.
Póst-og
símaminjasafnið
I gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna
póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úr gömlum póst- og
símstöövum og gömul símtæki úr einka-
eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er
opið á sunnudögum og þriðjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða
safniö á öðrum tímum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð i síma 54321.
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar
peningaútgáfu. Vöruseðlarog brauð-
peningarfrá síðustu öld eru sýndir þar
svo og orður og heiðurspeningar. Líka
er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og
rómversk. Safnið er opið á sunnudögum
milli kl. 14 og 16.
Sjóminjasafnið
f Sjóminjasafninu stenduryfirsýning um
árabátaöldina. Hún byggirá bókum
Lúðviks Kristjánssonar „Islenskum sjáv-
arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr
bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó-
minjasafnið er að Vesturgötu 6 í Hafnar-
firði. Það er opiö um helgar klukkan
14-18 og eftir samkomulagi. Síminn er
52502.
Sigurður K. Árnason
sýnlr um þessar
mundlr vark sín (Qall-
erí Borg. Slgurður er
faeddur í Vestmanna-
eyjum 1926. Hann
stundaðl nám vlð
Myndlistaskðlann f
Reykjavfk og Mynd-
llsta- og handíðaskól-
ann. A þessarl 8.
einkasýnlngu Slgurð-
ar gefur að lýta 20
olfu- og pastelmyndlr
eftlr hann.
Þjóðminjasafnið
Þjóöminjasafniö er opið alla daga nema
mánudaga kl. 11.00-16.00. Aögangur
erókeypis.
Leiklist
Leikfélag Reykjavíkur
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Hamlet eftir
William Shakespeare i þýðingu Helga
Hálfdanarssonar. Leikstjóri er Kjartan
Ragnarsson. Sýningar verða föstudag kl.
20.00.
Söng- og gamanleikurinn „Sildin er kom-
in“ eftir Iðunni og Kristinu Steinsdætur
ersýndur í Leikskemmu L.R. við Meist-
aravelli. Þar sem Skemman verður rifin
í vor og engar líkur á aö verkiö verði
sett upp á nýjum stað næsta vetur eru
aðeins nokkrar sýningar eftir á þessum
gamanleik. Djöflaeyjan sem einnig hefur
verið sýnd í Leikskemmunni verður sýnd
föstudag kl. 20.00. Það er næst síöasta
sýningin.
Miðasalan í Leikskemmu LR við Meist-
aravelli er opin daglega kl. 16-20. Síminn
þar er 15610. Miöasala i Iðnó er opin
daglegakl. 14-19. Síminner 16620.
Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið sýnir í síöasta sinn Lygar-
ann eftir Carlo Goldoni sunnudaginn 29.
maí. Þetta er gamanleikur í þremur þátt-
um. Leikstjóri er Giovanne Pampiglione.
Santi Migneco sá um leikmynd, búninga
og grímur. Leikurinn gerist í Feneyjum
úm miðja 18. öld og fjallar um lygaranna
og flagarann Lelio sem nýkominn er til
Feneyja og heillast af fegurð tveggja ólof-
aðra dætra læknisins Balanzoni.
Aðeins eru eftir 8 sýningar á Vesalingun-
um, söngleik byggðum á samnefndri
skáldsögu eftir Victor Hugo. Sýning verð-
urföstudag 20. maíen þá verðursýning-
arhlé fram á næsta föstudag vegna leik-
ferðar Þjóðleikhússins á leiklistarhátiðirra
ÍHelsinki.
Miðasalan í Þjóðleikhúsinu er opin alla
daga nema mánudaga kl. 13.00-20.00.
Sími 11200.
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar sýnir Fiðlarann á
þakinu. Leikstjóri erStefán Baldursson.
Með aðalhlutverk fara: Theodór Júlíus-
son, Jóhann Gunnar Arnarsson, Anna
Einarsdóttir, Arnheiður Ingimundardóttir,
Margrét Kr. Pétursdóttir, Erla Ruth Harð-
ardóttir, Skúli Gautason, Gunnar Rafn
Guðmundsson, Friöþjófur Sigurðsson,
Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Kristjana
Jónsdóttirog Pétur Eggerz. Sýningar
verða föstudaginn 20. maí og mánudag-
inn 23. maí kl. 20.30. Sýningum lýkur
um miðjan júní. Miöasala i síma
96-24073.
Gríniðjan hf.
Griniðjan hf. sýnir i Hótel íslandi N.Ö.R.D.
þriðjudaginn 24., miövikudaginn 25. og
fimmtudaginn 26. maí kl. 21.00. Tak-
markaður sýningarfjöldi. Miðapantanir
alla dagaísíma687111,-
íslenska óperan
Aukasýning verður á Don Giovanni eftir
Mozart föstudaginn 27. maí kl. 20.00 í
íslensku óperunni. Miðasala er alla daga
kl. 15-19. Siminner 11475.
Myndlist
FÍM-salurínn
Margrét Reykdal sýnir olíumálverk í FÍM-
salnum. Flestöll verkin sem Margrét sýn-
ir þar eru unnin hér á landi á þessu ári,
en hún er hér í ársdvöl eftir margra ára
búsetu í Noregi. Þetta er 6. einkasýning
Margrétar í Reykjavík. Sýningin sem
stendurtil 22. maíeropin daglega kl.
14-19.
GalleríBorg
Sigurður K. Árnason sýnir í Gallerí Borg
Pósthússtræti 9. Á sýningunni eru oliu-
og pastelmyndir. Sýningin er opin virka
daga kl. 10-18 og um helgarkl. 14-18.
Henni lýkur þriöjudaginn 24. mai.
Grafík Gallerí Borg
Galleri Borg hefur sett á stofn sérstakt
Grafik Gallerí i Austurstræti 10 og kynnir
verk einstakra listamanna í glugganum i
Austurstræti. Það stendur nú yfir kynning
á keramik-verkum Guðnýjar Magnús-
dóttur og grafikmyndum eftir Þórð Hall.
Gallerí Grjót
i Gallerí Grjót að Skólavöröustíg 4a sýnir
örn Þorsteinsson skúlptúrverk sín. Sýn-
ingunni lýkur 20. maí og er opin virka
daga kl. 12-18 og laugardaga og sunnu-
daga kl. 14-18.
GalleríList
Hjördís Frímann opnar málverkasýningu
í Gallerí List, Skipholti 50b, laugardaginn
21. mai kl. 14.00. Þarsýnir hún 13 olíu-
málverk öll unnin á striga á nýliönum
vetri. Hjördís stundaði nám við Mynd-
listaskóla Reykjavíkur 1978-81 ensíöan
í School of the Museum of Fine Arts i
Boston, þaðan sem hún útskrifaöist vorið
1986. Þetta er2. einkasýning Hjördísar
en hún tók einnig þátt i afmælissýningu
IBM á íslandi sumarið 1986. Sýningin i
Gallerí List er opin virka daga kl. 10-18
og laugardaga og sunnudaga kl. 14-18.
Sýningunni lýkur 1. júní.
GalleríKrókur
Kristinn Harðarson sýnir verk sín í Gall-
eri Krók að Laugavegi 37. Sýningin
stendur út maí-mánuð. Galleríið er opið
á verslunartíma.
Gimli á Stokkseyri
Elfar Guðni opnar sýningu i Gimli á
Stokkseyri laugardaginn 21. mai. Þetta
er 16. einkasýning Elfars og jafnframt
hans 3. sýning í Gimli, samkomuhúsi
Stokkseyringa. Myndefni sitt sækir Elfar
viðsvegar um landið og eru það allt olíu-
myndir sem hann sýnir nú. Sýningin sem
stendurtil 5. júnieropin virka daga kl.
20-22 og um helgar kl. 14-22.
Gullni haninn
Á veitingahúsinu Gullna hananum eru
myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Að
þessu sinni sýnir hún vetrarmyndir og
stemningar um Ijóð Sigfúsar Daðasonar.