Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
B 5
er sá að erlendis hefur maður mögu-
leikann til að koma verkum sínum
á framfæri. Það er einnig auðveld-
ara að fylgjast með því sem er að
gerast í myndlistinni þegar maður
er búsettur erlendis - hér á íslandj
hættir manni til að einangrast. í
Danmörku er listamarkaðurinn al-
þjóðlegur og hann er mjög harður
og krefjandi. Samkeppnin er mjög
hörð og þetta andrúmsloft verkar
á margan hátt mjög hvetjandi á
mig. Persónulegur árangur minn
er sá að ég er mjög ánægður með
mína listrænu þróun, þó ijárhags-
legur ávinningur sé næsta lítill enn-
þá. Eg myndi tæplega mæla með
svona lífí fyrir fjölskyldufólk, því
sveiflumar í tekjunum eru svo stór-
ar. En þetta hefur samt allt gengið
hjá okkur,“ segir hann.
Þegar ég spyr hann hvort í hon-
um blundi eftirsjá að tryggum
lífsháttum hristir hann kröftuglega
höfuðið. „Nei, alls ekki. Ég vildi
ekki skipta núna fyrir nokkum
mun. Ánægjan sem ég hef af mynd-
listariðkun minni er slík að hún
bætir óvissuþættina um afkomuna
margfalt upp.“ Ég spyr hann um
myndimar á sýningunni sem opnar
í dag. Hann er í fyrstu tregur til
svars. „Ég er bara málari og á
ekki gott með að tjá í orðum hvað
ég er að fást við í myndlistinni,"
segir hann. „En þetta eru fígúrat-
ívar landslagsmyndir, myndir af
fólki og sögu landsins líka.“ Ég hef
orð á því að myndimar veki hjá
mér hugmyndir um íslenskar þjóð-
sögur. „Já, það getur vel verið.
Þetta eru þjóðsagnapersónur í
bland við landið og fólkið. Við get-
um kallað þetta ákveðin hughrif frá
slíkum þáttum."
Ég spyr Hauk Dór hvað gerist
þegar hann setjist niður framan við
autt léreftið. Talar hann við léreftið
eða léreftið við hann?
„Hvoru tveggja. Þetta er samtal
af beggja hálfu. í upphafí er um
ákveðna tilfinningu að ræða sem
maður vill koma til skila. Útlit
myndarinnar liggur sjaldan ljóst
fyrir á þessu stigi. Myndin getur
tekið ótrúlegum breytingum frá
fyrstu frumdrögum og þar til henni
er lokið. Það er þessi glíma við
myndina sem er mest spennandi.
Mynd er líka seint lokið því það er
alltaf hægt að halda áfram með
hana. Ég gæti til dæmis vel hugsað
mér að halda áfram með flestar af
þeim myndum sem hér eru á sýn-
ingunni. Það er mjög gott ráð að
setja þær undir gler því þá get ég
ekki átt neitt við þær,“ segir hann
brosandi og þar með sláum við botn-
inn í þetta spjall okkai- sem fór fram
á fímmtudagsmorguninn innanum
málverkin í Gallerí Nýhöfn. Sýning
Hauks Dórs er opin til miðvikudags-
ins 1. júní.
H. Sig.
SegiÖ það
á islensku
•yRevie
£1.4i
New Oxford Shakespeare: a LEVITATION
PAINE in the fundament:
Foot examines hot AYER
Val Hennessy nearly
RAPED by Root
Profumo on HITE:
Ellison takes
him HIGHER
Brendon-Tullett on
VfiEUDUL^'" 'T
Jackie Collin
Sexton digs h
Chiirchili : *
Pagnol * OI
Barron ; about Dwon
Carmcn síngs of
3 Lanibtons > * Mu
Poeticjoys of l.
Say it m
Adam
Tllt N.k.d M.chinc
^iíourvtlf Mive?
Icelandic^
Tliovpe
,h«s ftd* bkc *»n . . Hcrbtfit
„,„c.d 5 o, <)louRhc ....
í maíhefti hins virta
breska bókmenntatímarits
The Literary Review
birtist eftirfarandi umsögn
bókmenntagagnrýnandans
Adams Thorpe um enska
útgáfu ljóða Matthíasar
Johannessens skálds.
Þýðandi ljóðanna er
Marshall Brement
fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi
og útgefandi
ljóðabókarinnar The
Naked Machine í Englandi
er bókaforlagið Forest
Books.
Auk þess að vera elsta lýð-
veldi í heiminum nýtur ís-
land þeirrar furðulegu sérstöðu
að vera land sem elskar ljóðlist.
Aðstæðumar á íslandi eru sann-
arlega hagstæðar ljóðlistinni;
umlukt þjóðtungu sem hefur lítið
breyst í þúsund ár og guðsbles-
suðu landslagi sem Óðinn og Loki
færu um sem heima hjá sér (og
gera það líklega) — þama em
skáldin samkvæmt Marshall Bre-
ment „átrúnaðargoð íslensku
þjóðarinnar". Fýrir okkur sem
emm að kikna undan þunga stöðl-
unarinnar og leggjum ljóðlist að
jöfnu við skinnstakka og óburst-
aðar tennur, þá hljómar þetta sem
hreinn ævintýraheimur. Hugsið
ykkur að allir dáðu Georg Her-
bert í stað úrvalssveita hersins,
SAS. En í þessu efni ríkja tvær
hugmyndastefnur; önnur er sú að
ljóðlistin eigi að njóta frelsis frá
heljartökum hjarðhugsunarinnar
og hin er sú að ljóðagyðjuna skuli
hvetja til dáða með samkeppnis-
haldi, upplestmm þar sem hjörðin
safnast saman og kennslu í ljóða-
gerð. Rökin gegn fyrri hugmynd-
inni em þau að einungis fámennur
hópur sérvitringa muni skilja út-
komuna og rökin gegn þeirri
seinni em þau að allir muni grípa
innihaldið við fyrsta lestur, sem
síðan yrði haft til viðmiðunar við
útgáfu ljóða og velgengni þeirra.
Hugsanlega felst nokkur sann-
leikur í þeirri skoðun að mikil
skáld em ekki framleidd heldur
fæðast þau í þennan heim og þess
vegna skiptir ekki öllu máli hvor
leiðin er valin.
Beinum sjónum til norðurs aft-
ur. Matthías Johannessen er eitt
af fremstu samtímaskáldum ís-
lands og okkur til skammar að
hann er loks hið fyrsta þeirra sem
þýtt er á ensku. Þrátt fyrir virð-
ingarsess heima fyrir em ljóð
hans ekki það léttmeti sem vin-
sælir ljóðbræður hans enskir láta
frá sér fara.
íslenskt bókmál er mjög frá-
bmgðið daglegu talmáli og eins
og Matthías Johannessen bend-
ir á„þá er erfítt að fínnasamhljóm
þar á milli“. Af þýðingunum að
dæma er stíll hans nær talmáli
en bókmáli, að mestu órímaðar
hendingar. En myndmál og hugs-
anlega frásagnartækni fomsagn-
anna em ávallt nærri, ekki í þeim
skilhingi að kryddað sé með fom-
sagnaminnum, heldur tengjast
fom og ný viðfangsefni saman á
frjálsan og eðlilegan hátt:
Og áfram rennur
Öxará,
enn rennur þetta sama
vatn
sem við óðum
einn dag
fyrir þúsund árum
í síðustu viku.
And the Öxará
flows onward,
thissamewater
still flows
which we waded
one day
a thousand years ago
lastweek.
Þingvellir við Oxará
Grár er hinn ráðandi litur, milli-
tónninn, ljósaskiptin, hinn glitrandi
kaldi litur sem einkennir stóran
hluta hins norræna árs. í ljóðum
Johannessens' er „vorljós nóttin“
hlaðin möguleikum, bæði hin hvíta
birta dagsins og .hugsunarinnar og
svartur litur dauðans og malbiks-
ins. Þetta umbreytilega ástand er
skapandi; von um líf sem þarf á
sorginni að halda til að uppfyllast
— rétt eins og dauði Baldurs. Líkt
og hjá mörgum norrænum skáldum
er hann haidinn tvíhyggju gagnvart
borg og óbyggðum, sem í augum
okkar kaldhæðinna stórborgarbúa
virðist nærri bamsleg:
Lækir renna
undir malbiki
spor týnast
undir malbiki
raddir þagna
undir malbiki.
Streamsflow
undertheasphalt
footsteps are lost
undertheasphalt
voices become silent
underthe asphalt.
Nakinn stíll sem þessi tapar
ávallt mestu í þýðingu og sterk tök
ljóðanna á íslensku vitna glöggt um
óumflýjanlega útvötnun í þýðingu.
Þegar ég hafði áttað mig á fram-
burðinum, lauslega þó, fann ég
hversu frumtextarnir leika sterkt á
tungu og eru hlaðnir iistfengi:
Nýrúin flöll The mountains are newly shom
þaðersumar. itissummer.
Reynið þetta sjálf upphátt og í
stað hversdagslegrar athugunar
læðist að tilfinning undursamleika;
síðasta sérhljóðið opnast upp frá
hörðum skorningi upphafsins. Ég
hefði síður kosið svo áferðarfallega
þýðingu — svolítil harðneskja og
sérhljóðahrinur hefðu ekki ofgert
okkar tungu, jafnslungin norrænni
hörku og hún nú annars er. En
þýðingin gerir sitt gagn; hún kynn-
ir fyrir okkur góðskáld sem andar
öðm og meira endurnærandi lofti.
Þýðing: H. Sig.
Höfundur greinarinnar, Adam
Thorpe, er Ijóðskáld og bók-
menntnfrædingur. Hann hlaut
Eric Gregory Ijóðaverðlaunin í
Englandi irið 1985 ogárið 1986
hlauthann2. verðlaun í Ensku
fjóðasamkeppninni sem efnt er til
árlega. I ágúst er væntanleg á
markað fyrsta Ijóðabók Adams
Thorpeen hann er31 ársaðaldri.
Adam Thorpe vinnurnú aðgerð
útvarpsleikrits á vegum breska
ríkisútvarpsins.
Bryndís Petra Bragadóttir, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir og Ingrid Jónsdóttir í hlutverkum sjnu^“rgunblaðlð/^rn'Sæberg
að færa til og breyta, sumu þurftum
við að henda og það var erfiðast.
Eftir þetta má segja að æfíngar í
venjulegum skilningi hafí tekið við
þó auðvitað sé spunnið fram á
síðasta augnablik. Þó er aðeins einn
kafli í verkinu eins og það liggur
fyrir núna, sem er ætið spunninn
upp hveiju sinni.“
Um hvað fjallar verkið Gúlur,
rauður, grænn og blár?
„Það fjallar um fjórar manneskj-
ur, konur, sem eru tengdar saman
í vinnu og hafa verið það lengi. Líkt
og oft gerist verður vinnan hvers-
dagsleg og leiðinleg og í kjölfar þess-
ara leiðinda vex spenna og krafa
um einhveija lausn. Það kemur síðan
í ljós að þær hafa allar sínar þrár
og sína drauma sem blandast veru-
leikanum og verða raunverulegir..
Það má segja að í verkinu komi fram
sterk ósk um frið, frelsi og sam-
lyndi. Einnig um nauðsyn þess fyrir
manneskjuna að eiga sér drauma,“
sagði Þór Tulinius annar leikstjóri
sýningarinnar. Aðrir sem koma við
sögu auk leikenda eru Egill Ámason
ljósahönnuður og Guðrún Baldvins-
dóttir hljóðmeistari. Þá er í sýning-
unni flutt lítið tónverk eftir Björgvin
Gíslason. Frumsýning er á annan í
hvitasunnu klukkan 20.30.
H. Sig.