Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAI 1988 .. Barn hefur 100 mál en er svipt 99 . . .“ er heiti ljóðs eftir Loris Malaguzzi. Loris Malaguzzi var í yflr25 ár umsjónarmaður barnaheimila og forskóla í borginni Reggio Emilia á Norður-Ítalíu en þar mótaði hann með samstarfsmönnum sínum nýja uppeldisstefnu sem hefur það að meginmarkmiði að hvetjabörnintil þess að nota öll skilningarvit sín — málin sín hundrað. sem forskrift að því hvemig eigi að kenna bömum að hugsa sjálf- stætt og vera skapandi. Þetta er miklu heldur frásögn af því hvernig þetta var gert á þessum ákveðna tíma við þessar ákveðnu aðstæður. Hér á íslandi hefur barnaheimilið Marbakki í Kópavogi verið starf- rækt í anda hugmynda frá Reggio Emilia. Þar er reyndar ekki komin löng reynsla á starfið en mér sýnist rétt leið hafa verið valin að nýta sérkenni íslands og íslensks þjóð- félags sem undirstöðu. Það er ekki í anda þessara hugmynda að gleypa við þeim hráum. Mér er reyndar illa við að tala um aðferðir eða uppskriftir í þessu samhengi. Það er miklu nær að kalla þetta heim- speki eða lífsskoðun. Heimspeki um hvemig börn hugsa og upplifa um- hverfi sitt, hvaða möguleikum þau búa yfír til að tileinka sér þekk- ingu. Þetta hljómar allt afskaplega einfalt en er það reyndar ekki. Hefðbundin kennsla beinist að því að miðla þekkingu frá munni kenn- arans til nemenda. Nemendur til- einka sér þekkingu við hlustun og lestur — þeir þiggja þekkinguna. Með þjóðfélagsbreytingum verða breytingar á skynjun okkar á um- hverfinu. Okkar böm sjá t.d. mynd- ir á annan hátt en við gerðum. Þeirra myndskynjun er þrívíðari en okkar, vegna þess að aðrir mynd- miðlar og öflugri hafa komið til sögunnar. Reggio Emilio hugmynd- imar taka breytingum samfara breytingum í þjóðfélaginu og taka mið af þeim, í stað hefðbundinnar kennslu sem breytist hægt þrátt fyrir þjóðfélagshræringar. Hug- myndir Reggio Emilio ganga ætíð útfrá að verið sé að kenna bömum vori og fram á haust. Einnig fá þau að tjá vöxt og hreyfingar blómsins í dansi og leik, skoða skuggamynd- ir og setja sig í spor plöntunnar. Loks þegar þessu er lokið eru börn- in beðin að mála valmúann aftur. Þá birtist hið ótrúlega, bömin mála valmúann af ótrúlegri nákvæmni og miklum þroska. Þau ná því jafn- vel að túlka hreyfingar blómsins í vindinum og séreinkenni þess er skýr og greinileg. Drengurinn sem teiknaði gæsina í upphafi málar nú valmúa svo ekki verður um villst. Það sem hefur gerst er að bömin hafa fengið upplýsingar og kennslu um hvað valmúi er og þau hafa áttað sig á því fullkomlega hvað gerir valmúann sérstakan og hvað skilur hann frá öðmm blómum.“ Til enn frekari skýringar má bæta því við að gagnsemi af slíkri fræðslu um valmúann fýrir ítölsk böm er meiri en blasir við í fyrstu. Valmúinn er nytjaplanta á Norður- Italíu og á þessum þremur mánuð- um sem verkefnið tekur fræðast bömin um atvinnuhætti, fram- leiðsluferli og mikilvægi plöntunnar fyrir fólkið sem býr í héraðinu. Þannig tvinnast ætíð saman gagn og gaman í aðferðum Reggio Emil- ia. Seinna dæmið sem Karin tekur er verkefnið um skuggann sem sýn- ir ekki síður hvers megnug böm á þessum aldri era. „Börnin eru beðin í upphafi að að sýna kennurunum hvað skuggi er. Af myndum þeirra má sjá að þau hafa mjög óljósar hugmyndir um hvað skuggi er. Sum þeirra vita það reyndar alls ekki. Þá er byrjað að vinna og leika sér með ljós og skugga á alla mögulega vegu. Börn- in nota vasaljós og uppgötva hvern- AKjarvalsstöðum stendur yfir sýning á aðferðum og af- rakstri þessarar uppeldisstefnu og er þar lýst í máli og myndum hvem- ig verkefni era þróuð og sköpunar- gáfa og meðfædd' fróðleiksfýsn ungra bama er virkjuð og veitt útr- ás á skapandi og jákvæðan hátt. I tengslum við þessa sýningu kom hingað til lands sænski kennarinn Karin Wallin og flutti fyrirlestur um starfsemi bamaheimilanna í Reggio Emilia og þær hugmyndir sem þar búa að baki. Blaðamaður hitti Karin Wallin á Kjarvalsstöðum einn morgun í vikunni og ræddi við hana um sýninguna og hið merki- lega starf sem unnið hefur verið í Reggio Emilia. Karin Wallin er einnig höfundur tveggja bóka um ■ Rættvið Karin Wallin í tilefni sýningarinnar á Kjarvalsstöðum um starfsemi ítölsku barnaheimilanna í Reggio Emilia uppeldisaðferðir Reggio Emilia, Ett barn har hundra sprák og Hvis ajet fik magt. „Ég kom fyrst til Reggio Emilio árið 1979 og satt best að segja þá trúði ég ekki mínum eigin augum. Það hafði aldrei hvarflað að mér að böm gætu teiknað og málað á þennan hátt. Eftir þessa fyrstu heimsókn vildi ég fræðast meira um þessa uppeldis- og kennsluað- ferð smábama og forskólabarna og hef farið margsinnis til Reggio Emilia síðan og reynt að stuðla að kynningu og útbreiðslu þessara hugmynda. Fyrsta farandssýningin á verkum og starfi barnaheimilanna 1 Reggio Emilia kom til Svíþjóðar árið 1980 en þessi sýning sem hér er var fyrst sett upp árið 1986 og hefur verið á ferðinni síðan. I sem stystu máli má segja að fyrstu við- brögð allra þeirra sem sjá þessa sýningu sé vantrú, fólk segir: svona geta 3-6 ára börn ekki málað né teiknað. Sýningin fjallar um í máli og myndum hvernig það er hægt. Það er mikilvægt að skilja að þetta er ekki sýning á fallegum myndum eftir einhvers konar undraböm. Sýningin fjallar um starfsemi barnaheimilanna í Reggio Emilia, hvernig böm afla sér þekkingar. Sýninguna má heldur ekki skoða dagsins í dag um nútíðina, fortíðina og framtíðina. I þessu samhengi er rétt að geta þess að starfsemi bamaheimilanna í Reggio Emilia er mjög vel skipulög og undir ströngu eftirliti yfírvalda. Þarna er ekki um að ræða einhveija „fijálsa aðferð" sem byggist á því að börn- in fái að haga sér eins og þeim sýnist. Hins vegar er fylgst mjög náið með því hvort börnin skilja það sem fengist er við og ef ekki þá er haldjð áfram og reynt að gera betur. Án þess að að fara of náið út í þá sálma er rétt að nefna að aldur- inn milli 3 og 6 ára skiptir mjög miklu máli fyrir allan andlegan þroska einstaklingsins síðar á ævinni. Á þessum aldri bamsins er lagður grannurinn að því hvort bamið vex upp sem sjálfstæður, skapandi einstaklingur, haldinn heilbrigðri forvitni um sjálfan sig og umhverfi sitt eða hvort hann verður einungis þiggjandi þekking- ar og upplýsinga af hendi annarra." Karin féllst fúslega á að rekja stuttlega feril tveggja verkefna sem era á sýningunni. Fyrra verkefnið er um valmúann, algengt og vin- sælt blóm á Ítalíu; jafn þekkt þar suðurfrá og fíflamir og sóleyjarnar era okkur Islendingum kunn. „Fyrst er rétt að taka fram að verkefni sem þetta stendur yfír í þijá mánuði, svo enginn haldi að þetta gerist á örfáum dögum. Verk- efnið með valmúann hefst þannig að bömin era beðin að mála valmúa eftir minni. Þau vita hvað valmúi er en af teikningunum er ljóst að valmúi er fyrst og fremst blóm í þeirra augum, hann hefur enginn séreinkenni. Einn drengurinn mis- skilur meira segja orðið og teiknar gæs en hljómfall orðanna á ítölsku er svipað. Eftir þetta er byijað að vinna með börnunum og þeim er leyft að upplifa valmúann á sem fjölbreytilegastan hátt og áherslan er ætíð á þeirra eigin upplifun; þau fara út á akurinn þar sem valmúa- breiðurnar bærast í vindinum, þau fá að taka plöntuna í sundur og skoða hana að innan og þau fá að fylgjast með lífsferli plöntunnar frá ig skugginn breytist eftir stöðu ljós- gjafans og þau fylgjast með breyt- ingum sem verða á skugganum við gang sólarinnar yfír daginn. Þannig fléttast inn í þetta upphaf skilnings á hreyfingum jarðarinnar og sólar- innar svo dæmi séu tekin. Þau leika sér í skuggaleikhúsi og uppgötva að skuggi þarf ekki alltaf að vera svartur. Hann getur verið í lit líka. Eftir þriggja mánaða leik og starf með ljós og skugga hafa börnin skilið fullkomlega hvaða lögmálum skugginn lýtur og þetta hafa þau lært með því að upplifa en ekki hlusta eingöngu. Myndirnar sem þau mála í lok verkefnisins bera þessum skilningi vitni og sýna betur en margt annað hversu ríkum hæfí- leikum börn á þessum aldri era búin til að hugsa rökrétt og draga rökréttar ályktanir. Þess er alltaf gætt að leikur og starf haldist í hendur, börnin fá alltaf tækifæri til að tjá hugmyndir sínar og upplifanir með ímyndunar- afli í leik. Reggio Emilio hugmynd- imar leggja áherslu á að allt sé hluti af heild — annað fylgir öðra eins og skugginn ljósinu. í hefð- bundnu skólakerfí eram við svo vön að draga skil á milli námsgreina og afmarka hlutina. Það má ekki misskilja þetta þannig að Reggio Emilio sé aðferð til að ala upp lista- menn. Því fer víðs fjarri. Það hefur einnig sýnt sig að bömin sem hafa notið slíkrar forskólunar eiga auð- veldara með að einbeita sér þegar þau koma inn í hið hefðbundna skólakerfi, þau eiga auðveldara með að tileinka sér þekkingu. Skólakerf- ið á Ítalíu er jafnvel enn stirðara og hefðbundnara í sniðum en við eigum að venjast hér á Norðurlönd- unum, en þrátt fyrir það verður þessi skólun skilningarvitanna ekki frá börnunum tekin þó við þeim taki annars konar menntakerfi." Sýningin Börn hafa 100 mál... stendur á Kjarvalsstöðum til 29. maí. Þangað ættu sem flestir uppa- lendur, fræðimenn, kennarar, fóstr- ur, stjórnmálamenn og áhugamenn um listir að leggja leið sína. H. Sig. r BOIiG TVÆR PERLUR Nýkomin frá Danmörku málverk, Jóhannes S. Kjarval „Álfaborg11 olía 37 x 67 cm og Kristín Jónsdóttir „Frá Akureyri*41912 olía 47 x 66 (söguleg mynd). Þetta eru aöeins tvö dœmi af mörgum mjög góöum verkum eldri meistaranna sem eru á söluskrá okkar í kjallaranum Pósthússtræti 9. önnur örfá dæmi: Ásgrímur Jónsson: „Esjan" vatnslitur 50 x 68 cm. „Vífilsfeir vatnslitur 26 x 34 cm. „RútsstaÖahjáleiga" vatnslitur 1909, 25 x 48 cm. Alfreð Flóki: „Tvö andlit" rauÖkrít 1981, 86 x 60 cm. „Fuglamaöurinn" pennateikning 1972, 20x22 cm. Gunnlaugur Blöndal: „Frá Mývatni, Slútnes" vatnslitur, 62 x 92 cm. Síldarsöltun á Siglufiröi" olía 80 x 125 cm. Gunnlaugur Scheving: „Úr Fljótshlíö" vatnslitur 30 x 42 cm. Jón Engilberts: „Saltfiskur" olia 1965, 75 x 100 cm. Jóhannes S. Kjarval: „Dyrfjöll" 1949 olía, 46 x 96 cm. „Fjallagras" olía, 83 x 108 cm. „Stúlka í bláu" krítarteikning, (tvöföld) 62 x 46 cm. Jón Stefánsson: „Þrjú epli" olía, 35 x 40 cm. Kristín Jónsdóttir: „Blómauppstilling" olía, 85 x 65 cm. Svavar Guðnason: „Leikur" pastel 1950, 39 x 28 cm. Sverrir Haraldsson: „Kolakraninn" gvass 1963, 24x37 cm. Þórarinn B. Þorláksson: „Dímon" olía 1906, 15x27 cm. Einnig höfum viö myndir eftir Eyjólf Eyfells, ólaf Túbals, Louisu Matthíasdóttur, Höskuld Björnsson, Jón Jónsson, Guömund Einarsson, Gísla Jónsson, Hörö Ágústsson, ísleif Kon- ráösson, Jón Þorleifsson, Karl Kvaran, og fleiri. Siöasta sýningarhelgi á sýningu Sigurðar K. Árnasonar. Opið laugardag og annan í Hvítasunnu kl. 2-6. BORG LISTMUNIR - SÝNINGAR - UPPBOÐ Pósthússtraeti 9 og Austurstræti 10, sími 24211.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.