Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
það einhvem veginn ekki lengur.
Ég hef ekki gert mikið af því að
koma mér á framfæri en þó hefur
það komið fyrir og mér hefur liðið
ægilega illa út af því. Það er eins
og eitthvað haldi í hemilinn á mér.
En þetta er svona með mjög marga
af þessari kynslóð. 68-kynslóðin var
ekkert fyrir að troða sér fram. Það
var bara einfaldlega ekki i tísku.
Auðvitað er ekkert vit í því fyrir
leikara, ef að er gáð, því hann er
ekkert annað en atvinnutæki sem
hann rekur sjálfur. Og eftir á að
hyggja sé ég að þetta er eitthvað
sem verður að hrista af sér
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað
hafi breyst í mér á þessum tíma.
Ég veit ekki hvort þetta er hógværð
eða hroki - eða vanmáttarhroki, því
þama er raunar svo stutt á milli.
Maður verður að hafa trú á sér til
að geta tekist á við starf sitt án
þess að trúa því að maður sé svo
góður að maður geti allt án fyrir-
hafnar.
Að leika mikið eða lítið
Sumum fínnst ég ekki hafa leikið
mikið frá því að ég lauk prófí. Það
er ekki alls kostar rétt því ég hef
verið viðriðin leikhús og önnur skyld
störf, til dæmis útvarp og sjónvarp,
mestallan tímann. Þrjú ár hafa liðið
án þess ég léki en annars hef ég
leikið að minnsta kosti eitt hlutverk
á ári. Þetta er raunar ekki svo lítið,
en ég valdi þann kostinn að vinna
önnur störf með. Vissulega væri
gaman að vera leikari í fullu starfí
en það er líka lýjandi. Ég hef til
dæmis ekki þurft að beijast í því
að vera með mörg stór hlutverk í
takinu á sama tíma eins og fastráðn-
ir leikarar þurfa iðulega að gera.
Ég hef hins vegar fengið góð hlut-
verk og nokkuð stór, aðallega hjá
Alþýðuleikhúsinu þar sem ég hef
verið í einum 6 hlutverkum. Stærstu
hlutverkin hingað til eru í einþátt-
ungunum Hin sterkari eftir Strind-
berg og sú veikari eftir Þorgeir
Þorgeirsson. Þó að verkin væm
ekki löng var ég á sviðinu allan
tímann, sagði ekki aukatekið orð í
fyrra verkinu, og það er fjarri því
að vera auðvelt, en samkjaftaði ekki
í því síðara. Svo er það náttúmlega
hún Golda.
Leikari eða skrifstofumað-
ur?
Það var dálítið merkilegt hvemig
það kom til að ég fékk tækifæri til
að leika Goldu. Ég var búin að vinna
á skrifstofu hjá Félagi íslenskra leik-
ara í 5 ár og ég sá í hendi mér að
ef ég héldi því áfram yrði ég þar
til eilífðar. Ég var farin að slá slöku
við að viðhalda sjálfri mér, meira
að segja hætt að stunda söngæfing-
ar. Ég sagði upp og ætlaði að fara
að gera eitthvað fyrir sjálfa mig,
fara í söng- og píanótíma og fleira
og þá hringdi Pétur Einarsson og
bauð mér Goldu. Það hefur kannski
verið vegna þess að hann frétti að
ég var að hætta á skrifstofunnj, en
svona held ég að þetta sé nú tilvilj-
anakennt þegar leikarar em fengnir
til starfa. Leikarafélagið á að hafa
skrá yfír þá sem em á lausu og til-
búnir til starfa, en það lætur enginn
skrá sig og leikstjórar leita ekki
eftir þessari skrá. Stéttin er heldur
ekki stór þó að sífellt fjölgi i henni,
og þetta gengur einfaldlega svona,
annaðhvort koma leikarar sér sjálfír
á framfæri eða leikstjórar leita til
þeirra sém þeir muna eftir að em
á lausu.
Kvennahlutverkin eru svo
fá
Ef til vill er ein ástæða þess að
ég hef haft hægara um mig en
búast hefði mátt við að leikkonur á
íslandi em talsvert fleiri en karlleik-
arar. Hins vegar er svo undarlegt
að hlutverk karla í leikbókmenntun-
um em miklu fleiri en kvenna. Það
er þess vegna eðlilegt að verði tölu-
verð togstreita um þokkalegustu
kvenhlutverkin og það bara ein-
hvem veginn passar mér ekki að
vera í hanaslag.
Ég reyndi aðeins fyrir mér í leik-
stjóm setti á svið eina sýningu í
skóla fyrir sunnan. Það gekk vel,
en ég ákvað samt að verða ekki
leikstjóri, fannst það ekki vera rétt
svið fyrir mig. Og núna er ég stað-
ráðin í því að halda áfram að vera
leikkona, ég sé ekki í augnablikinu
annað en ég verði það það sem eft-
ir er. Ekki það að sé neitt ákveðið
framundan. Það er svo undarlegt
að þó að ég sé að mörgu leyti íhalds-
söm og gamaldags og vilji hafa allt
í röð og reglu þá þykir mér afskap-
lega gott að vita ekki of mikið hvað
er framundan. En mestu máli skipt-
ir þó í öllu þessu starfí að þeir sem
næst manni standa, maki, foreldrar,
vinir, standi með manni og styðji
við bakið á manni í þeim ákvörðun-
um sem teknar eru og þeim hlut-
verkum sem leikin eru hveiju sinni.
Ég er svo heppin, við skulum bara
segja vel gift, að ég hef fengið að
njóta þess að einbeita mér að því
sem ég hef fengist við hveiju sinni
og fengið allan þann stuðning sem
ég hef þurft.
Golda á Akureyri
Nú er ég komin til Akureyrar til
að leika Goldu. Það er svo gaman.
Ég nýt þess alveg í botn. Ég þurfti
ekki að hugsa mig um tvisvar þegar
Pétur hringdi, en ég gerði það nú
samt. Hélt heimilisfund um málef-
nið. Það er þessi gamla varfæmi
sem liggur trúlega í uppeldinu. En
hingað kom ég og það hefur verið
mikils virði að fá að vinna með svona
mörgu reyndu fólki. Stefán Baldurs-
son er afar reyndur leikstjóri og ég
vann með honum síðast í Nemenda-
leikhúsinu þegar hann setti upp Hjá
Mjólkurskógi. Svo eru þau hér The-
odór, Sunna og Þráinn öll með langa
reynslu að baki og hafa leikið miklu
meira en ég, og það gefur mér svo
mikið að njóta samvinnunnar við
þau. En Fiðlarinn hefur verið erfíð
töm. Þetta var unnið á tiltölulega
stuttum tíma og erfíðleikamir voru
meðal annars í því fólgnir að fínna
tíma til að koma þessu saman. Ann-
ars vegar eru leikarar í fullu starfí
og hins vegar fjöldinn allur af fólki
sem kemur til að leika og syngja
eftir fullan vinnudag annars staðar.
En eins og önnur kraftaverk hefur
þetta smollið saman og áhorfendur
sjá vonandi skemmtilega sýningu.
Én það er svo margt fólk á sviðinu
og svo flókið að hafa allt á réttum
stað og réttum tima að leiksýningin
á bakvið tjöldin er ekki síðri en hin
sem áhorfendur sjá.
Golda er talsvert stórt hlutverk
þó að hún segi í sjálfu sér ekki
mikið. Hún er mikið á sviðinu og
verður að fylgjast vel með honum
Tevje sínum. Eg var talsvert lengi
að komast almennilega í samband
við Goldu. Hún er trúlega á svipuð-
um aldri og ég, en hún er fímm
bama móðir og ég, bamlaus konan,
var lengi að setja mig í þau spor.
Það var raunar ekki fyrr en vinur
minn benti mér á að maður þyrfti
ekki að fara út og drepa mann til
að geta leikið morðingja að ég fann
leið til að skilja þetta. Annað var
það að mér fannst hálfþartinn sjálfri
og raunar höfðu margir bent mér á
það að Golda ætti að vera feit. Þeg-
ar æfingamar byijuðu fór ég svo
að hríðleggja af eins og ævinlega,
og mér leist ekkert á. Eg bar þetta
undir Guðmundu Elíasdóttur, sem
lék Goldu í Þjóðleikhúsinu, en hún
skellihló og sagðist hafa verið 55
kíló þá. Þetta eru ekki stórvand-
ræði, en svona getur maður gert
úlfalda úr mýflugu þegar maður
sökkvir sér í persónu sem manni
finnst vera ólík sér.
Áf ram leikkona
Ég var svo heppin að Guðmunda
gat tekið mig í söngtíma og það
hjálpaði mér mikið. Hún þekkir
verkið líka svo vel. Og ekki vil ég
gleyma því að Magnús Blöndal Jó-
hannson tónskáld, sem stjómar tón-
listinni í Fiðlaranum, var svo elsku-
legur að koma til okkar og spila
undir fyrir mig. Ég hafði trassað
sönginn í þijú ár, en var í timum
hjá Guðmundu í eitt ár þar á undan
og hafði þá verið i söngtímum hjá
Sigurði Demetz í nokkur ár. Söngur-
inn er nauðsynlegur leikurum, ekki
til þess að verða söngstjömur heldur
bara sem alhliða raddþjálfun.
Nú ætla ég að taka tii við söng-
námið aftur. Og mig langar líka til
að fara í píanótíma. Ég á nefnilega
svo prýðilega gott píanó heima og
ég vil að minnsta kosti geta glamr-
að á það fyrir sjálfa mig. Svo held
ég náttúrulega áfram að vera leik-
kona.
Viðtal: Sverrir Páll
Islensk lýrik
Úrvalskvæði efiir
þijátíu skáld
/
m
Islensk lýrik
Endurútgáfa á hinni ástsælu Ijóðabók
íslenskri nútímalýrikk frá 1949. Snorri
Hjartarson og Kristinn E. Andrésson
völdu Ijóðin sem eru eftir þrjátíu skáld.
Þarna er að finna mörg vinsælustu kvæð-
ináþessariöld.
Bókin fæst einnig í öskju ásamt snældu
með Ijóðalestri Kristínar Önnu Þórarins-
dóttur og flaututónlist eftir Leif Þórarins-
son. Kærkomin bók öllu Ijóðelsku fólki.
Siðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.